Þjóðviljinn - 15.08.1951, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.08.1951, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 15. ágúst 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Pólskir þjóðdansar í Berlín Hin öíluga íriðarsókn heimsæskunnar: BiRLÍ Stórfenglegusiu og glæsilegnstu bátiðahöld heims- æskunnar, sem haldm hafa verii - Iskulýlur frá öllum löndum beims gengur fyiktu liði um Berlin- arborg til ai mótmæla vígbúnaðarhrjálæðieu og krefst friðar og öryggis -- ÁróSur vestrænna blaða gegn mótinu bæði fáránlegur og hlægilegur. Þessa dagana er Berlínarmótið umræddasti viðburður heimsins. Frásagnir af þessu stórkostlega friðarmóti heimsæskunnar eru á forsíðum allra fréttablaða og almenningur í öllum löndum fylgisí með því sem í Berlín gerist af dæmafáum áhuga. Aldrei fyrr í veraldarsögunni. hefur heimsæskan sameinazt á jaín breiðum grundvelli og á Berlínar- mótinu í baráttunni fyrir öryggi sínu, varanlegum friði og samvinnu þjóða í milli. Sjálft mótið er þegar orðið glæsilegur sigur fyrir friðaröflin í heiminum og hefur skotið hervæð- ingarpostulunum skelk í bringu. Mótið hefur að mikilfengleik farið langt fram úr beztu vonum. Þar ríkir fullkomin regla þrátt fyrir hinn mikla mann- fjölda, ólík þjóðerni og frábrugðin tungumál. Þátttakan hefur farið fram úr öllum áætlunum. í Alþjóðasambandi lýðræðissinnaðrar æsku eru æskulýðsfélög í 82 löndum en í göngunni miklu á sunnudaginn tóku þátt rúml. millj. æskumanna frá 99 löndum! Sú ganga var mesta friðarganga, sem um getur. Þátttakan frá sjálfu Austur-Þýzkalandi var svo mikil, að æskan þaðan hefur skipzt skipu- lega á um að vera í Berlín, tveir hópar, sína vikuna hvor. Þátttakan frá Vestur-Þýzkalandi er um 100 þúsund æskumanna þrátt fyrir allar hindranirnar. Stúlkur frá Harnam-bómullarverksmiðjunum í Lodz í Póllandi. Þær voru valdar af verksmiðjufólkinu til að fara til Berlínar til að sýna pólska þjóðdansa. Jr Míkill sigur. Berlínarmótið er mikill sig- ur fyrir málstað friðarins í heiminum. Allir, sem vilja sjá, hafa nú séð, að heimsæskan er staðráðin í því að láta til sín taka og það verr.lega í barátt- unni fyrir varðveizlu heims- friðarins. Hún hefur á Berlín- armótinu skorið upp herör gegn vígbúnaði Vesturveldanna og sagt það afdráttarlaust, að' í friði vill hún búa og gegn etríði vill hún berjast. Heims- ægkan í dag á alla sína fram- tið undir því að friður haldist í heiminum. — Henni er ljóst, að stríðsæsinga- mennirnir sitja raunverulega um líf hennar og hamingju. STRlÐIÐ er hennar dauði, i stríði lokast vegir hennar til menntunar og þroska, í stríði eru framtíðarvonir hennar að engu gerðar, í stríði er hún klædd í einkennisföt og send á vígvellina til að týna lífi og limum. FRIÐURINN er hins vegar hennar líf, í friði þrífzt hún og dafnar, í friði á hún sér möguleika til menntunar og þroska og í friði er hún falleg og fær um að láta gott af sér leiða. Berlínarmótið byggist á frið- arvilja heimsæskunnar. Með því er hún að sýna þennan vilja sinn og tjá hann. Þeir, sem halda, að Berlínarmótið sé af öðrum toga spunnið, vita ekki hvað þeir hugsa. Styrkur Berlín armótsins er fólginn í því hversu vel hefur tekizt að sam- eina æskulýðinn í hinum ýmsu löndum til þátttU'.iu þar og hversu vel hefur tekizt að sanna það öllum almenningi, að hinum ýmsu og ólíku þátttak- endur í Berlínarmótinu er full komin alvara með þátttöku sinni í heimsfriðarbaráttunni. ★ Mlkið áfall. En Berlínarmótið er líka mik- ið áfall — fyrir þá, sem nú ei'u að reyna að steypa heiminum út í þriðju heimsstyrjöldina. Þeirra verk er að etja þjóðun- um saman, skapa misklíðarefni og koma í veg fyrir, að hægt sé að leysa vandann á frið- samlegan hátt. Þetta eru agent- ar vopnaframleiðandanna í auð- valdsheiminum og þeir eru sum- ir hverjir fínir og borðalagðir stjórnmálamenn. Öll dagblöðin, sem eru .þeim til aðstoðar' við stríðsæsingarnar, hafa þegar hafið fáranlegaú og hlægilegan áróður gegn Berlínarmótinu, og hefur hann algerlega misst marks og jafnvel afhjúpað ó- heilindi þeirra og stríðsundir- búning. Heilar ríkisstjórnir margra auðvaldsríkjanna eru á vald þessara ólánsmanna og hafa reynt að hindra og trufla Berlínarmótið eftir beztu getu. Allar slíikar truflanir hafa ger- samlega mistekizt og glæsi- bragur Berlínarmótsins hefur orðið stríðsæsingamönnunum mikil vonbrigði. Lygarnar nm flóttamemiina. 1 áróðrinum gegn Berlínar- mótinu ber einna mest á furðu sögum um flóttamenn austan 100 m á 10.4 sek. Iþróttakeppnirnar á Rerlínarmótmu eru nú í i’ullum gangii, en um úrslit í einstökum greinum lief- ur ekki frétzt ennþá. — I undanrás í 100 m hlaupi á stúdentaleikunum sigr- aði Rússinn SUKAREV í símim riðli og hljóp á 10.4 sek., en það er bez,ti árangur í þessari grein á IUS-móti. Sukarcv tók þáit í Evrópumeistara- mótinu í Briissel í fyrra, og á rússneska metið 10,3 sek. áð til V-Berlínar. Flestar þess- ar sögur eru uppspuni frá rót-v um og t.il þess eins framreiddar, að draga úr álirifum mótsins. Gefið er í skyn, að nú séu meiri möguleikar en endranær fyrir Austurþjóðverja að „flýja“, en sannleikurinn er sá, að engar tálmanir eru settar i Berlín fyrir frjálsum ferðum milli her- námssvæða borgarinnar og get- ur hver Berlínarbúi sem er, far- ið þar ferða sinna eins og hon- um sýnist, hvort sem hann er að kaupa í matinn eða ,,flýja“. •fc Ofbeldi Vesfur- veidanna. Til að þóknast vopnaframleið- endunum liafa ýmsar ríkis- stjórnir verið með ólýðræðis- lega tilburði í því skyni að koma í veg fyrir að æskulýður landa þeirra færi til mótsins. Hafa einkum ríkisstjómir Belgíu, ítalíu, Austurrikis og Sviss gengið fram fyrir skjöldu í þessum efnum, auk þess sem frönsku, ensku og bandarísku rikisstjórnirnar hafa beitt á- hrifum sínum í Vestur-Þýzka- landii til að hindrað yrði með ofbeldj að æskulýður V-Þýzka- lands færi á mótið. Hefur ýms- um aðferðum verið beitt: synj un um vegabréfsáritun, innilok un og jafnvel skotið á ungling- ana og sdgað á þá hundum. En allt hefur komið fyrir ekki. Ó- mögulegt hefur reynzt að stöðva strauminn til Berlínar þessa dagana. iz Hamborgarmóf krafanaa. Sem mótvægisráðstöfun fóru kratarnir í Hamborg af stað með „æskulýðsmót“ þar í borg. Var það gert til að reyna að halda í hina friðarsinnuðu æsku Hamborgar, svo að liún færi ekki öll til Berlínar.Á mót þetta komu 12 þúsund manns. Borg- arstjóri Hamborgar flutti ræðu á þessu móti og var svo ó heppinn að geta þess, að öfugt við Berlínarmótið hefðu ung lingarnir komið til Hamborgar mótsins „af fúsum og frjálsum“ vilja. Af orðum lians mátti draga þá ályktun, að tæpar þrjár milljónir æskuliða frá ger völlu Þýzkalandj hefðu verið neyddar til að fara á Berlín- armótið! Islenzku bergam- blöðin eru miður sín. Islenzku borgarablöðunum er það mikið áhyggjuefni, hversu vel ætlar og hefur tekizt til með Berlínarmótið og þátttöku þar af Islands hálfu. Henda menn almennt gaman að hinum mótsagnakenndu skrifum blað- anna um mótið. Framsóknar- menn og kratar eru hálf aumir yfir því, að þeir skyldu ekki hafa þekkzt boðið um að senda fulltrúa án nokkurra skuld- bindinga suðm' til Berlínar. Þegar Berlínarfararnir íslenzku íögðu af stað, sagði Tíminn, að menn hefðu verið „valdir“ til fararinnar og þá verið stuðzt við þátttöku þeirra í göt.ubai- dögum. Svo var Tímanum skýrt frá því,- að Sambandi ungra framsóknarmanna hafi veriö boðið til Berlínar án nokkmra pólitískra skuldbindinga, og brejhti hann þá strax um tcn. Á sunnudagihn segir Tíminn í leiðara, að „Rússar hafi gert sér vonir um, að þeim tækist að tæla á mót þetta hrekklaust fólk af öðrum stjórnmálaflokk- um, en orðjð fyrir miklum von- brigðum í sambandi vð það ...“ Viðurkennir Tíminn þar með, að þátttakan í Berlínarmótinu hafi verið frjála æskufólki úr öllum stjórnmálaflokkum og kyngir með góðri lyst þeim orðum sín- um, að íslenzku Berlínarfararn- ir hafi verið valdir með tilliti til liæfni þerra í óspektum. 'Tk Áhrif Berlíitar- mótsins geysileg. Augljóst er, að áhrif Bertri- armótsins verða jafnvel meiri. en menn gerðu scr í upphafi vonir um. Þegar allir erlendu gestirnir koma til sinna heima- landa, þá rr.un ekki standa á að kynna þeim, er heima sátu, á- lyktanir mótsins og skoðanir þess í friðarmálunum, og mun áhrif Berlínarmótsins gæta í heimsfriðarbaráttunni meira ea noikum grunaði. fl SMHimSÍÐBH málgagn Ælskulýðsfylkingarinnar — sambands ungra sósíalista Ritst jórar: Halldór B. Stefánsson Sigurður Guðgeirsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.