Þjóðviljinn - 15.08.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.08.1951, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 15. ágúst 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Björn Þorsteinsson, sagníræðingur: 1. grein GUÐMUNDUR BISKUP GÓÐI Enn hefur íslandssaga lítið verið könn- uð og rituð af sósíalistum, og bíður þar mikið verkefni fræðimanna sem hafa tileinkað sér ’■ rannsóknaraðferðir hinnar efnalegu sögu- skoðunar, endurmat þjóðarsögunnar í ljósi nútímavísinda og þekkingar. Björn Þorsteinsson sagnfræðingur er ungur maður, en hann hefur þegar sýnt með rannsóknum og skrifum að mikils má af hon- um vænta við könnun og ritun íslandssögu. Þessi grein og tvær í framhaldi hennar sem Þjóðviljinn birtir á næstunni eru úr riti sem Björn hefur í smíðum. Unuleildiir maður. Guðmundur Arason biskup á Hólum er einhver sérkennileg- asti maður í sögu okkar, og um hann hafa verið mjög skiptar skoðanir, frá því hann var á iaraldsfæti úm landið og fram á þennan dag. 1 sagnfræðiritum okkar er hann stundum talinn meö óþörfustu mönnum þjóðar innar, þar eð hann hafi stuðlað að vísu ósjálfrátt að því, að er- lendir valdstjóraarmenn tóku að skipta sér af málefnum ís- Jendinga. Þannig hefur Guð- mundi verið kennt að nokkru nm hrun þjóðveldisins foma. Hann á að hafa komið af stað óstjórn og agaleysi í landinu, og ráðleysi hans á að hafa leitt til þess, að íslendingum var ekki trúað fyrir biskupsembætti um skeið og erlendir menn því settir á staðina Skálholt og Hóla. Hann á að hafa aúkið alls konar hjátrú og hindurvitni hjá þjóðinni og gert fólk heimskt og óraunsætt. Ef einhver hluti af þessum ásökunum hefði við rök að styðjast, væri erfitt að finna Guðmundi góða nokkrar málsbætur, en svo er mál méð vexti að dómar manna um hann eru að mestu úr lausu lofti gripnir. Ég mun ekki fara hér nákvæmlega út í það að rekja, hverjar skoðanir menn hafa haft á Guðmundi á ýmáum íímum. Það atriði er mikilvægt íannsóknarefni, og vonandi verð ur einhver til þess að sinna því, 'áður en langt um líður. Ég inun einungis reyna að draga hér fram helztu atriðin í sögu Guð- mundar og athuga, hvaða áhrif hann hafði á gang málanna hér á landi. Takist mér að leggja sitthvað að mörkum til þess að glæða skilning manna á baráttu hans, þá hef ég náð séttu marki. Guðmundur er fæddur 1161 og kominn af höfðingjaættum. Þorgeir föðurfaðir hans, var talinn með mestu höfðingj- um norðan lands um sína daga. Þorvaður, sonur hans erfði mannaforráð þeirra frænda, og þótti mikið að honum kveða. Heldur voru beir föðurfrændur Gúðmundar óeirnir og uppi- vöðslumiklir og hélzt eigi öíl- um vel á fé. Ari, faðir hans féll úti í Noregi. er hann bjarg- aði Erlingi skakka jarli undan óvinum hans. Um Olfheiði, móð ur Guðmundur er lítið vitað ann að en það, að hún hefur ekki verið við eina fjölina felld, og lagði lag sitt við Ara, þótt hún væri öðrum manni gefin. Guð- mundur var óskilgetinn og þvi hvorki borinn til auðs né valda þeirra ættmenna, Hann var því barinn til bókar eins og títt var um höfðingjasonu, þegar þannig var í pottinn búið. Hann elst að miklu leyti upp hjá föðurbróður sínum, Ingi- mundi presti. sem talinn er dýr legur kennimaður, en ljóður virð ist hafa verið á ráði hans. Hann kvæntist stn’ku af höfðingja- ættum. en hjónabandið varð þeim ekki að vndi, og Ingimund ur sífellt að f’vtiast búferlum og breyta ti’ Árið 1180 ætlaði Guðmundur utan með þessum fóstra sínum en skipið fórst við Hornstrandir. Mannbjörg varð, en Gúðmundur slasaðist mjög á fæti, og varð ekkert úr utan- förinni. Guðmundur lá lengi í meiðslum þessum, og þótti skap lyndi hans breytast mjög í veik indunum. Hann eirði hvergi, Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur. gerðist meinlætasamur og mik- ill trúmaður. Einnig syrgði harm mjög lát vinar síns Þor- geirs Brandssonar biskups, ög var sem liann skiptist í annan mann í mörgu eðli síðan“. Hann var vígður til prests 24 ára og gerðist þingaprestur, en það, sem honum áskotnaðist fyrir þjónustustörfin og af áheitum manna, gaf hann fátækum og hafði oftast sjö örbjarga menn á framfæri sínu. Þetta háttar- lag mæltist illa fyrir hjá ráð- andi mönnum, en þó fór svo, að Guðmundur komst í kærleika við Brand biskup Sæmundsson á Hólum síðustu æviár hans. Hann fékkst nokkuð við kennslu og var orðinn þekkt- astur lærðra manna nyðra, þeg ar leið að aldamótunum 1200. Þjóðlegir dýrlingar. Um þessar mundir ferðaðist Guðmundur víða um sveitir með helga dóma, vígði björg, brunna, vöð og vötn, gerði áheit og bað fyrir mönnum. Alþýðan dáði hann og gaf honum þá þegar kenningarnafnið hinn góði. Þó voru ekki allir jafntrúaðir á ví'gslur hans, því áð það kom fyrir, að menn saurguðu vatn- ið, sem hann hafði vígt, og neit- uðu að sýna dýrlingabeinum, sem hann hafði meðferðis, til- hlýðilega lotningu og kváðust eigi vita, nema um hrossbein væri að ræða. Allt um það efld ist dýrlingatrú fyrir tilstuðlan Guðmundar, en íslendingar voru orðnir langeygir eftir því. að einhver samlandi þeirra >Tini sér það til ágætis að verða árnaðarmaður þjóðar sinn ar í ríki himnanna. Er Þorlák- ur biskup Þórhallsson andaðist (1193) „töldu það margir vitr- ir menn, aö annaðhvort myndi helgi Þorláks upp koma ella mundi þess ekki auðið verða á íslandi.“ Þorlákur hafði átt í hörðum deilum við helztu höfð- ingja syðra, eins og kunnugt er, og virðist þeim hafa gengið illa að átta sig á því, að Þor- lákur væri orðinn árnaðarmað- ur þeirra hjá guði. En fólki var hugleikið, að eignast innlendan dýrling. Menn hétu á þá í alls kyns vandræðum, hlypi undir kúna, reiðhesturinn heltist, fé vantaði á heimtur, menn veikt- ust eða voru í háska staddir o. s. frv. 1 200 ár hafði kristni ríkt á íslandi, en allan þann tíma hafði fólkið orðið áð snúa bænum sínum til erlendra dýr- linga, og heitfé hafði streymt úr landi. Menn hafa því orðið alls hugar fegnir, er fregnir bárust af kraftaverkum Þor- láks biskups og sýnt þótti, að hann væri helgur maður. En þar með var ekki ráðin’- bót á dýriingaleysi íslendinga. Páfinn í Róm og kúría hans réðu mestu um það hverjir væru lög- legir dýrlingar innan kaþólsku kirkjunnar, en það var og dýrt að fá þau máttarvöld til þess að viðurkenna (canoni- sera) helgi dýrlingsins. Ókun.n- ugt er, hvort íslendingar hafa reynt að fá helgi Þorláks við- urkennda í páfagarði, en Páll Skálholtsbiskup mun aftur á móti hafa snúið sér til erkibisk ups og leitað aðstoðar hans í þessu máli. Allalgengt var, að kirkjan leyfði einstöikum þjóðum að á- kalla dýrlinga, þótt þeir væru ekki cononíseraðir í Róm. Erki- biskup mun hafa veitt íslenzku kirkjunni leyfi til þess að tigna Þorlák biskup, því að í sögu hans segir, að hann hafi ritað Páli biskupi svo segjandi: „ágætan bróður vorn, Þorlák biskup, góðrar minningar, trú- um ver helgan verið hafa í líf- inu, en nú dýrlegan kraftanna gimstein fyrir guði og mii’.dls ráðandi.““ Árið 1198 sendi Brandur biskup á Hólum Orm prest, sem verið hafði kapellán Þorláks, til alþingis með vitn- isburð um ýmsar jarteiknir (kraftaverk) hans. Oddaverj- inn, Páll Jónsson biskup, virð- ist hafa verið tregur að' trúa á heilagleika Þorláks, en lét.þó undan almenningsálitinu og lýsti yfir því í lögréttu „að öll um mönnum sk.yldu leyfð á- heit á hinn sæla Þorlák biskup“ Þorlákur var því gercur að þjóðardýrlingi íslendinga á þann hátt, að hinn veraldlegi biskup í Skálholti -lýsti helgi hans sem öðrum nýmælum í lögum í lögréttunni, þar sem alallega sátu veraldlegir höfð- ingjar. 20. júlí, á Þorláksmessu fyrri, var helgur dómur Þor- láks tekinn úr jörðu, en á al- þingi 1199 var Þorláksmessa síða.ri leidd í lög, Hún er 23. des., dánardagur biskups. Sennilega hefði Þorláki ekki fundizt, að höfðingjar þeir, sem hann átti í höggi við um dagana og skipuðu lögréttuna, hefðu mikinn rétt eða verðleika til þess að skipa honum á bekk með sannheilögum í ríki himn- anna. Ytra tók kirkjan auðvit- að ekkert merk á þessari canói- seringu, þótt hún eigi sér hlið- stæður innan kaþólskrar kristni. Heimildir eru til um það, að erlendir sendimenn kirkjunnar, sem dvöldust hér á hátíðis- dögum, Þorláks, vildu ekki ganga til tíða eða taka þátt í helgiathöfnum þessa daga. Auð- vitað hegndi Þorlákur slikum mönnum fyrir lítilsvirðinguna. Þótt hann væri eigi canóiser- aður á annan hátt en hér var lýst. Þá var hann brátt dýrk- aður mjög almennt og heitfé tók að streyma að Skálholti, Segir í sögu lians, að mikið fé hafi gefizt Noregi, Englandi, Svíþjóð, Danmörku, Gautlandi, Gotlandi, Skotlandi, Orkneyj- um, Færeyjum, Katanesi, Hjalt- landi, Grænlandi, ,,en mest inn an lands“. Norðlendingum hefur senni- lega þótt þungbært að senda mikið fó suður á land og efla Skálholtsstað á þann hátt. Þeir tóku því að leita sér að dýrlingi meðal biskupa sinna. Þar þóttu tveir koma helzt til greina. Annar var Jón Ög- mundsson, en hinn var Björn Gilsson. Hvorugur þeirra upp- fyllti þau skilyrði, sem gera varð til dýrlings, t.a.m. var Jón tvíkvæntur. Guðmundur Arason mun eink um hafa staðið að því, að helgi Jóns kom fram, og þótti Norð- lendingum brátt gott að heita á hann. Munkur einn á Þing- eyrum, Gunnlaugur Leifsson, var fenginn til að semja helgi- sögu Jóns, og er þess getið þar, að hjúskapur Jóns varpi engri rýrð á helgi hans, því að hann liafi aldrei látið líkamlega flekast af konum sínum. Helg- ur dómur Jóns var tekinn úr jörðu helgi hans lýst í lögréttu árið 1200, og tvoir Jónsmessu- dagar, 3., marz og 23 .appríl, voru helgaðir hinum sæla bisk- upi. Þannig höfðu íslendingar eignazt tvo dýrlinga á þjóðleg- an og ódýran liátt fyrir til- stuðlan Guðmundar góða.. . Er Brandur biskup andaðist virðist fátt hafa verið um væn- leg biskupsefni nyrðra. Norð- leindingmn „var lítið um ut- anhéraðsmenn, að úr öðrum fjórðungum væri maður til kjörinn“. Um þessar mundir voru Ásbirningar í Skagafirði einna voldugastir höfðingjar norðan lands. Er klaustur efld- ist á Þingeyrum, lagði það imd- ir sig meginhluta tekna úr Húnaþingi, svo að enginn stór- höfðingi kemur fram í þeirri sýslu, eftir að Hafliði Másson dejT (1130). Allmikill ófriður geisaði um Eyjafjörð síðast á 12. öldinni, svo að rás atburð- anna var Ásbimingum lieldur hliðholl, en fyrir þeim var Kol- beinn Tumason. Bis'kupamir liöfðu jafnan verið kjörnir á Alþingi af lærð um mönnum og leikum í sam- einingu. Nú var út af -því brugðið. Haukdælir vildu koma Magnúsi Gissurarsyni Hallsson- ar í biskupsembættið, og hefur Ásbirningum e.t.v. ekki fundizt einsýnt að keppa við Haukdæli um biskupskjörið á Alþingi. Þeir boðuðu því til kjörfundar á vðtllum í Svarfaðardal, þar sem Guðmundur hafi þjónað um nokkurt skeið sem prestur, þótt hann væri þá staddur aust ur á Fljótsdalshéraði. Gissur Hallsson frá Haukadal kom að sunnan, og þóttu einungis tveir menn koma til greina við biskupskjörið. Þeir Guðmundur Arason og Magnús Gissurarson. Gissur hélt mjög fram, að Magnús, sonur sinn, væri glögg ur fjármálamaður, en Kolbeinn fékk því ráðið, að Guðmundur var kjörinn. Töldu menn, að Kolbeinn ætlaði að ráða bæði yfir lærðum mönnum og leik- um nyrðra og hafa ráð Guð- mundar í hendi sér. Þeir Kol- beinn voru tengdir á þann hátt, að Kolbeinn átti Guðríði Þorvarðsdóttur, föðurbróður Guðmundar. Guðmundur hraðaði sér norð- ur að Hólum, strax er hann var kjörinn, en Kolbeinn settist einnig á staðinn við sjöunda mann og tók undir sig öli starfsforráð. Guðmundur undi því illa, en átti í mörgu að snúast, þar, eð hann þurfti að búa sig til vígslu farar, en vafi gat leikið á því, að hann væri Framhald á 7. síðu HÓLAR I HJALTADAL LAUST EFTIL 1800.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.