Þjóðviljinn - 19.10.1951, Síða 3
Föstudagur 19. október 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (3
EINAR 0-LG.EI RS S ON:
&
er ¥is¥Ífaiidi
Jóhann Þ. Jóséfsson teknr nndir ádeiluna á stefnu
fjárhagsráðs, stjórnarinnar og bankanna
í hiisnæði smálimuin
Á funtli í sameiiiuöu þingi í fyrrad. sýndi ELnar Olgeirsson fram
á hvernig tánsfjárkreppan, sem allir játa nú að þjaki atvinnu-
líf þjóðarinnar, er einn meginþátturinn í stefn'u núverandi rík-
isstjórnar. Það er einmitt í vísvitandi skipulögðum lánsfjár-
skorti sem baráttan gegn „fjárfestingarstefnunni“, fyrirskipuð
ríkisstjórn íslands af alþjóðabankanum og bandarískum stjórn-
arvöldum, kemur fram.
Óánægjan með þessa hættulegu stefnu ríkisstjórnarinnar
er orðin almenn og tók einn af stuðningsmönnum ríkisstjóraar-
innar, Jóhann Þ. Jósefsson, mjög undir hina markvissu ádeilu
Einars Olgeirssonar.
Til umræðu var þingsályktun
artillaga Jóhanns Hafsteins og
Gunnars Thoroddsen um að
ríkisstjórnin láti „rannsaka"
lánsfjárþörfina til íbúðabygg-
inga og leggi að lokinni þéirri
rannsókn fram tillögur.
Taldi Einar tillöguna ekki
líklega til gagns þó hún stefndi
í rétta átt, og 'væri sízt að
vænta úrlausnar frá núverandi
ríkisstjórn. Hitt væri nær að
Alþingi beinlínis fyrirskipaði
bönkunum að taka upp nýja
stefnu í lánsfjármálum, eins
og gert hefði verið er lögin um
verkamannabústaði voru sam-
þykkt og þegar stofnlánadeild
sjávarútvegsins var samþykkt,
í harðri deilu við bankavaldið.
Jóhann Þ. Jósefsson sakaði
fjárhagsráð og stjórnarvöldin
almennt um að allt sem gert
hefði verið í sambandi við smá-
íbúðirnar hefði verið gert „of
lítið og of seint“. Fjárhagsráð
hefði loks hengslazt við að
gefa frjálsar byggingar smá-
íbúða (að hans dómi of litlar)
þegar allt sem til þeirra þurfti
hafði tvöfaldazt í verði. En á
sama tima og bannað hefði ver-
ið að byggja , smáíbúðir 'bæri
sama fjárhagsráð ábyrgl) á
stórhýsa-íbúðarhverfum í Hlíð-
unum og Skjólunum. . En svo
kæmi neitun bankanna á láns-
fé út á íbúðir og lánsfé yfir-
leitt og bannaði allar bjargir.
Tók Jóhann undir ádeilu Ein-
ars á lánapólitík bankanna og
taldi þess fyllstu þörf að Al-
þingi hlutaðist til um fram-
komu bankayfirvaldanna og
jafnvel skyldaði þau til að taka
upp nýja stefnu.
Jóhann Hafstein var orðinn
svo aðþrengdur eftir meðferð
Einars og Jóhanns á tillögu
hans og borgarstjórans í
Reykjavík að han'n átti að lok-
um aðeins eitt spakmæli henni
til málsbóta. Það var:
„Oft veltir lítil þúfa þungu
hlassi“.
Umræðum var frestað.
ÍÞRÓTTIR
RITSTJÖRI: FRlMANN HELGASON
»################*#############«<
fslandsmeistararnir frá ðkranesi
fara ti! Noregs næsta sumar
Eins og menn muna höfðu
Akurnesingar undirbúið ferð til
Noregs á s. I. vori en á síðustu
stundu var förinni aflýst þar eð
Norðmenn gátu ekki af óviðráð-
anlegum ástæðum tekið á móti
þeim.
Nú hefur málið verið tekið
upp aftur og ferðin ákveðin og
leikir í Noregi afrá'ðnir þeg-
ar. „Sportsmanden" segir um
þessa fyrirhuguðu ferð:
„Heimsókn íslenzkra liða til
Noregs er orðin árlegur við-
burður, atriði sem staðfesta
að samstarfið milli frændanna í
vestri og Norðmanna er að
verða meira og meira. Á'ður
höfum. við haft kynni af KR
og Val sem bæði hafa vakið
athygli. Næsta lið sem kemur
verður íslandsmeistararnir frá
Akranesi.
Vállerengen komst í kynni
við styrk þessa liðs í íslands-
för sinni í sumar, og það er
engin ástæða til að draga í
efa að liðið verði ekki eins
sterkt næsta ár.
Það er a. m. k. hyggilegt
að gera ekki lítið úr Akránes-
liðinu.
Fyrsti leikur liðsins verður
í Oslo móti Válerinfren. Það-
an verður farið til Sarpsborg
þar sem keppt verður við
,,Sparta“; þaðan til Haldem
og keppt við ,,Kvik“. Þriðji
leikurinn verður við Lilleström
Sportsklubb. Þá verður farið
til Hamar og þar leiknir nokkr-
ir leikir.
Akranes leikur hratt og
kröftuglega, það mun Váller-
engen geta skrifað undir; þann
leik töldu leikmenn vera þann
harðasta sem þeir hefðu á æfi
sinni tekið þátt í, og það talar
sínu máli. Hraðinn er einkenn-
andi fyrir liðið, og þa'ð sama
má segia um hreyfanleikann.
Þótt leikmenn hafi hingað til
leikið á malarvelli þá er ör-
uggt að næsta ár muni þeir
hafa grasæfingu að baki sér
er þeir leggja af stað til Nor-
egs. — Hinn góði landsliðs-
maður, Ríkharður Jónsson, er
frá Akranesi, en liðið hefur
líka aðra, sem standa fyrir
sínu“, segir blaðið að lokum.
„Siigar6í Ray ,
íer að leika í kvikmynd
Frá góðum heimildum koma
þær fréttir að hnefaleikakapp-
inn R. Robinson sem sló út
Turpin, hinn brezka í „leik árs-
ins“ í Nevv York í september
s. 1. standi í samningum um
að leika i kvikmýnd. Er það
ítalski • kvikmvndaframleiðand-
inn Roberto Rosseline er hann
semur við og á að leika aðal-
hlutverkið í myndinni. Sagt er
að hann vilji setjast að í Frakk-
landi og þá helzt í París.
Tæpir fjórir mánuðir til
VctraroK nipíu-
leikauna
Það má sjá það á erlendum
blöðum, að það er ekki lang-
ur tími þar til úrvalsskíðafólk
þjóðanna kemur saman til að
sýna ágæti sitt. Það eru held-
ur ekki nema tæpir fjórir mán-
uðir þar til sjöttu Olympíu-
leikarnir eiga að liefjast eða
14. febrúar n. k.
I fréttum frá flestum skíða-
löndum veraldarinnar segir frá
því að þjálfun úrvalsfólksins sé
annað hvort byrjuð eða verið
að undirbúa hana.
Hér er líka unnið markvisst
að þessum málum, ekki aðeins
með Olympíuleika í huga; þcið
er líka hin almenna þróun
skíðaíþróttafinnar sem er þar
á bak við. Skíðagöngukennar-
inn J. Tenmann frá Noregi
hefur undanfarið verið hjá
Þingeyingum, en er nú kominn
til ísafjarðar. Þess má líka
geta sem þáttar I undir-
búningi undir Olympíuleikana,
að á s. 1. vori hafði SKÍ hér
á sínum vegum tvo snjalla svig-
og brunkennara, Hans Hanson
frá Svíþjó'ð, sem nú nýlega hef-
ur verið kjörinn fyrirliði sænska
flokksins sem fer á Olympíu-
leikana, og Erlen frá Þýzka-
landi, sem lika hefur verjð
valinh í sveit þá er fer til Osló
í vetur frá Þýzkalandi. Á þessu
má sjá að hér hefur verið um
Framhald á 6. síðu.
Sveinafélag skipasmiða krefst
þess að Iðja sé fsegar fekin .
Sveinafélag skipasmiða samþykkti einróma eftirfar-
andi:
„Fundur haldinn í Sveinafélagi skipasmiða þriðjudag-
inn 16. október vítir harðlega brottrekstur Iðju úr Al-
þýðusambandi ístands, cg krefst þes.s að Iðja fái inngöngu
í Alþýðusambandið strax, enda er nú cauðsyn á einmgu
innan verkalýðssamtakanna.“
Æviniýri kqnu sem hiiíi mann
Mörg gerast ævintýrin, en ekki hafa þau ævinlega góðan
endi, og vart mun konan í ævintýrinu sem Sveinn Sæmundsscn
sagði biaðainiönnum frá í fyrrad., vera glöð yf ir endalokum þess.
Þannig ér mál með vexti að
mánudaginn í fyrri viku fékk
kona ein hér í bænum 10 þús.
kr. Ráöstafaði hún þegar 4 þús
undum, en geymdi 6 þús. heima
hjá sér.
FÓR IJT OG HITTI MANN.
Á miðvikudagskvöldið brá hún
sér út og hitti mann nokkum
er hún raunar vissi ekki deili
á, en samt urðu þau samferða
heim til hennar og sátu þar áð
drykkju fram eftir nóttu. Um
nóttina pantaði maður þessi bíl
og bauð konunni með sér,
LAGT UPP í LANGA FERfi.
Bíllinn kom og ökuferðin
hófst. Óku þau um nóttina allt
til morguns, en þá bauð mað-
urinn tveim öðrum mönnum
einnig í bílinn. Var nú ekið
austur í Rangárvallasýslu og
komið aftur úr þeirri för síðari
hluta föstudags.
ÞEGAR KONAN VAKNAÐI.
Morguninn eftir þegar kon-
an vaknaði saknaði hún 5500
króna, aðeins 500 kr. voru 'eftir
af 6 þúsundunum. Nú voru góð
ráð dýr, því fátt mundi hún
frá ferðalaginu með hinum ó-
kunna nianni.
SKEMMTIFERÐ FYRIR
„FÓÐURARFINN".
Lögreglan náði þó þessunau
greiðvikna manni suður í Kefla
vík á. laugardaginn var. Sagði
hann að konán hefði farið áð
sýna sér peningana og hefði
hann þá hrifsað til sín um 2
þús. kr. Bílstjórinn sem ók í
áðurnefndri skemmtiferð segir
hinsvegar að maður sá er kon-
unni bauð í bílferðina hafi ver-
ið með 5—6 þús. kr. Hafi han.iv
sýnt sér peningana til sanninda-
merkis um að hann gæti greitt
fyrir aksturinn. Gaf hann bíl-
stjóranum þá skýringu aö hann
hefði nýlega fengið föðurarf
sinn.
HVAÐ VARÐ AF ÞÚSUND
KRÖNUNUM?
1 Keflavík hélt hann áfram
að lifa flott á „föðurarfinum",
en rétt áður en hann var tekinn,
fastur var hann enn með þús-
und kr. af „föðurarfinum“, en>
þegar hann var tekinn fastur
|var hann peningalaus. Er nú
lögreglan í Keflavík að rann-
'saka hvað orðið hafi af þeini
j 1000 kr. — Maður þessi er ut-
anbæjarmaður.
Skrifstofur vorar
verða lokaðar á morgun, laugardaginn 20. október.
SiévátiyggiítgaEÍélag islands h.í.,
Eimskipaíélagshúsinu og Borgartúni 7.
Tilky nning
Fjárhagsráð hefur. ákveðið eftirfarandi há-
marksverö á branðúm í smásölu:
Án Með
söluskatts: söluskatti:
Franskbrauð, gOO gr.... kr. 2,47 kr. 2 55
Heilhveitibrauð, 500 gr. .. kr. 2,47 kr. 2,55
Vínarbrauð, pr. stk..... kr. 0,68 kr. 0,70
Kringlur, pr. kg........... 7,23 kr. 7,45
Tvíbökur pr. kg........ kr.11,01 kr. 11,35
Séu brauð bökuð með annari þyngd en afj of-
an greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofan-
greint verð.
Á þeim stöðum, sem brauðgeriöir eru ekld
starfandi má bæta sannanlegum flutningskostnaði
við hámai'ksveröiö. j
Reykjavík, 17. okt. 1951,
Verðlagsskrifstofan.