Þjóðviljinn - 19.10.1951, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 19. október 1951
þJÓfiWiBJIfiii
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttaritstjóri: Jón Ejarnason.
Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon.
Auglýsingastjóri: JóiAteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Simi 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Þetta er hægt!
Um þessar mundir gerast miklir og merkir atburðir í
Arabalöndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Ein af annarri
rísa þjóðirnar upp, hrista arðránsklafa brezka hsimsveld-
isins og heimta að fá að búa einar að löndum sínum og
auðlindum. Þetta eru ekki voldugar þjóðir, samkvæmt
mælikvarði stórvelda og hernaðarmáttar, en þær eru ein-
huga um rétt sinn gegn hinu erlenda valdi.
Það athyglisverða og táknræna um heimsástandið er
það að uppreisn þessara valdalitlu þjóða ber árangur.
íransbúar hafa þegar hrakið Breta úr landi sínu, þeir hafa
þegar þjóðnýtt olíulindirnar og tekið stjórn þeirra alger-
lega í sínar eigin hendur. Þeir lýsa yfir því skýrt og
skorinort að Haagdómstóllinn hafi ekkert um írönsk inn-
anlandsmál að segja, og dómstóllinn stendur uppi ráða-
iaus. Þeir lýsa yfir því að Öryggisráðið hafi ekksrt um
írönsk innanlandsmál að segja og Öryggisráðinu fallast
hendur. Stórveldi engilsaxa standa eins og ráðleysingjar
andspænis valdasnauðu og fátæku ríki — sem hefur að
vopnum skýlausan rétt sinn, einbeitni og kjark. Ástandið
er nú þannig í heiminum aö engilsaxnesku veldin þora
ekki að beita smá,þjóðir þessar valdi, þora ekki að kæfa
réttarbaráttu þeirra í blóði, þótt það væri aðeins fárra
daga verk.
Þessir atburðir mættu verða íslendingum lærdóms-
ríkir. Andspænis ríkjum eins og Bandaríkjunum og Bret-
landi er íran ekkert valdameira en ísland. Einnig hér
væri hægt að gæta-réttar þjóðarinnar með fullum ár-
angri, ef valdhafarnir ættu til manndóm og ættjarðarást.
Þannig væri hægt að haga íslenzkum utanríkismálum, ef
í valdastólum væru ekki leppar Bandaríkjanna, menn
sem ekki eiga lengur til neina íslenzka hugsun og hafa
það eitt hlutverk að beygja sig fyrir hverju erlendu vald-
boði af fullkominni auðmýkt.
21.20 Upplestur: Úr sjálfsœvisögu
Ágústs i Birtingaholti (séra Sig-
urður Einarsson). 21.35 Tónleikar:
Eiléen Farrell, Hays Gordon og
Jane Froman syngja. 22.00 Fréttir
og veðurfregnir. 22.10 Vinsæl lög.
22.30 Dagskrárlok.
15 ára
Gótur árangur.
Eins og vænta mátti hafa
vinir Þjóðviljans brugðist vel
og rösklega við áskorunum Sós-
íalistafélags Reykjavíkur um
söfnun nýrra áskrifenda að
blaðinu í tilefni 15 ára afmælis-
ins. Þetta kemur þeim sem til
þekkja eikki á óvart. í hvert
sinn sem leitað hefur yerið til
flokksmanna og velunnara um
stuðning við Þjóðviljann hefur
þeim tilmælum verið mætt af
vakandi áhuga og tekið til ó-
spilltra mála. Svo hefur einnig
reynzt í þetta sinn. Takmarkið
feem Sósíalisáfcilagið setti sér
var að, safna 150 nýjum káun-
endum að blaðinu fyrir afmælis-
daginn, 31. okt. n. k. Útkoman
er sú að 173 áskrifendur eru
komnir hálfri annarri viku fyr-
ir afmælið.
★
Áfram verður haldið.
En þótt svona duglega hafi
verið tekið á þessu verkefni og
takmarkinu náð löngu fyrir tím-
ann verður söfnun áskrifenda
haldið áfram af fullu happi
fram til afmælisins. Reynslau
sem þegar er fengin sýnir að
möguleikarnir eru miklir og að
blaðið á þeim vinsældum að
fagna hjá almenningi að auð-
velt er að fjölga stórlega kaup-
endum þess. Þessa mi%uleika
verða flokksmenn allir og vinir
Þjóðviljans að nýta eftir föng-
um. Verði nú ekki slakað á
söfnuninni eru fullir möguleikar
á að tvöfalda hina uppruna-
legu tölu sem safna átti. Og
allar horfur eru á að það tak-
ist. Margir vinir Þjóðviljans
eiga eftir að svipast um bekki
í sínum kunningjahópi og láti
þeir það ekki undir höfuð leggj-
ast þarf ekki að efa að sú
áskrifendatala . sem safna átti
verður tvöfölduð áður en af-
mælisdagurinn rennur upp.
að því af vaxandi kappi að
heimska þjóðina og svæfa á
mestu hættutímum, sem gengið
hafa yfir íslenzkt þjóðlíf. Ein-
mitt þessvegna ber nú brýna
nauðsyn til að efla og auka
um allan helming útbreiðslu og
áhrif eina dagblaðsins sem
stendur á verði um hagsmuni
þjóðarinnar, sjálfstæði hennar
og menningu. Starfið að út-
breiðslu Þjóðviljans mun því
skila verðmætum ávöxtum um
langa framtíð.
Sklpadeild S.l.S.
Hvassafell lestar kftl í Gdansk.
Arnarfel! lestar salt í Ibiza. Jök-
ulfell kom við í Esmeraldas 17.
þm., á leiðinni til New Orleans.
Ríkisskip
Hekla er væntanleg til Reykja-
víkur í dag að austan úr hring-
ferð. Esja er á Austfjörðum á norð
urleið. Herðubreið er í Reykja-
vík. Skjaldbreið er á Vestfjörðum
á norður’eið. Þyrill er í Reykjavik.
Ármann fór frá Reykjavík í gær-
kvöld til Vestmannaeyja.
Eimskip
Brúarfoss kom til Amsterdam
17. þm. fer þaðan til Hamborgar.
Dettifoss kom til Reykjavíkur 13.
þm. frá Leith. Goðafoss kom til
N.Y. 9. þm. frá ReykjaVík. Gull-
foss fór frá Leith 17. þm. til
Kaupmannahafnar. Lagarfoss er
væntanlega á Kópaskeri. Reykja-
foss er í Hamborg. Selfoss er í
Reykjavik. Tröllafoss fór frá
N.Y. 15. þm. til Halifax og Rvik-
ur. Bravo er í Hull fer þaðan til
Reykjavíkur. Vatnajökull fór frá
Antverpen 17. þm. til Reykjavík-
Nýlega opinberuðu
trú’ofun sína ung--
frú Sigrún Þor-
steinsdóttir, Hlið,
Grafningi og Dag-
■ ' bjartur Hannesson
Úlfljótsvatni.
Bláa ritið, 6. hefti
1951, er komið út.
Efni: m. a. Laumu
farþeginn, eftir
Jacques Gi'lies.
Rauðar rósir, eft-
ir Rose Jell.Áhætta, eftir Lénard.
Tvíburalæknarnir (framh.-saga).
Betri maður, eftir Viktor Bailey.
Úr öllum áttum. — Árbók iandbúii-
aðarins, 3. hefti þ. á., er komið
út. Efni: Verðlagsgrundvöliurinn
1951, eftir Sverri Gíslason. Sand-
græðsla. eftir Runólf Sveinsson.
Hvernig á að reka búskap á Is-
landi? Aðalfundur Stéttarsamv
bands bænda. Hve mikil er ís-'
lenzka u'lin? Kláðaböðun og fjár-
tala. Smáþættir úr búnaðarsög-
unni. Frá útlöndum. —• Ritstjóri
Árbókarinnar er Arnór Sigurjóns-
son, bóndi á Þverá.
SVÍR
í greinargerð fyrir tillögu sinni um byggingu Æsku-
iýðshallar í Reykjavík skýrir Jónas Árnason frá viðtali sem
hann hefur átt við Þorkel Kristjánsson, eftirlitsmann
barnavei'ndarnefndar. Þorkell skýrir m. a. svo frá „að
iyrir skömmu yfirheyrði hann 15 ára gamla stúlku, sem
verið hafði með hermönnum á Keflavíkurflugvelli, og
kvaðst hún ekki hafa orðið vör við aðrar hömlur á að-
gangi að hermannaskálahverfinu fyrir sig og sínar stall-
systur en þá eina, að þær yrðu að tilgreina einhvern her-
mann, sem þær hygðust heimsækja.“ Allir vita að þessi
15 ára stúlka er ekkert einsdæmi; það eru einmitt ekki
sízt stúlkubörn á þeim aldri, nýfermdar og jafnvel ó-
íermdar, ssm hinar erlendu stríðshetjur leitast við að tæla
til sín. Og erindi þeirra við stúlkubörnin vita einníg aliir.
Reglurnar um heimsóknir á völlinn eru settar af
Bjarna Benediktssyni, dómsmálaráðherra, og af því sem
að framan er sagt er ljóst að ráðherrann vill hafa sem
rýmst um heimsóknirnar, enda hefur eflaust verið eft.ir
því sótt af McGaw og öðrum yfirmönnum hins erlenda
liðs. Þó skai enginn láta sér detta í hug að fyrrverandi
prófessor í lögum hafi gleymt 200. grein hinna almennu
hegningarlaga, en hún hljóðar svo:
„Hver sem á samræði við barn. yngra en 14 ára, skal
sæta fangelsi allt að 12 árum. — Hver, sem tælir stúlku-
barn, sem er á aldursskeiði frá 14—16 ára, tii samræðis,
skal sæta fangelsi alit að 4 árum.“
Auövitaö þekkir dómsmálaráðherra íslands þessa
lagagrein. En honum dettur ekki í hug að láta fram-
fylgja henni þegar hinir erlendu menn eiga í hlut. Hon-
um dettur ekki í hug að láta framfylgja neinni lagagrein
þsgar árásarherinn er annarsvegar.
Frá dómsmálaráðherra íslands er einskis frumkvæöis
að vænta í viöskiptum viö hei'námsliðið. Hins vegar getur
almenningur meö nógu öflugri fordæmingu og nógu al-
mennum kröfum neytt jafnvel Bjarna Benediktsson til
aö ‘sksyta eitthvaö um íslenzk lög. Og viðskipti hermann-
anna viö íslenzk stúlkubörn vill þjóð.in ekki þola degi
-lengUr,
Reykjavík og landið.
Það er ekkert leyndarmál að
söfnunin hefur fram til þessa
svo að segja einvörðungu farið
fram í Reykjavík. Það má því
eegja að hlutur kaupstaðanna
og kauptúnanna úti um land sé
enn að mestu eftir. Enginn ef-
ast um að einnig þar eru miklir
möguleikar til aukinnpr út-
breiðslu Þjóðviljar.s. Scfnunin
þarf nú að komast í fullan gnng
án frekari tafar, því tíminn
fram að 15 ára afmælinu stytt-
ist óðum. Á þeim hálfum mán-
uði sem eftir er má gera mikið
átak samstilli vinir Þjóðviljans
krafta sína og gangi.að því af
atorku og dugnaði að safna
kaupendum og afmælisgjöfum.
Og hver vill að afmælisdagur
Þjóðviljans renni upp án þeso
að hann hafi gert sína skvldu
í söfnuninni, komið með nýjan
kaupanda eða fært blaðinu pen-
ingagjöf af tilefni þessara tíma-
móta í starfi iþess og baráttu?
★
Mikilsvert hlutverk.
Aukin útbrciðsla Þjóðviljans
og bættur f járhagur er nú mikið
nauðsynjamál, og meira nauð-
synjamál nú en noldcru sinni
áður. Einn íslenzkra dagblaða
er hann málsvari íslenzkrar
verkalýðshreyfingar, scsíalisma
og sjálfstæðisbaráttu. Gegn
þessum málstað, cem, þegar
betur ér að gáð, er málstaður
yfirgnæfandi meirihluta ís-
lenzku þjóðarinr.ar, stendur
hersing marsjalJblaðanna allra,
s&m hafa það að höfuðmarkmiði
að þjóna erlendu og innlendu
auðvaldi og afturhaldi og vinna
yff' ^ 20.30 Útvarpssag-
an: „Eplatréð" eft
ir John Galswor-
thy; II. (Þórarinn
Guðnason læknir).
21.00 Sinfóníu-
hijómsveitin; Albert Kiahn stjórn-
ar: a) „Mignon", for’eilcnr eftir
Thomag. b) Vals eftir Johann
Strauss. c) Mars eftir Leopold.
Edduhúsinu við
Lindargötu. Stúlkur mæti kl. 8,
en karlar kl. 8.30.
Loftleiðlr
1 dag verður flogið til Akureyr-
ar, Sauðárkróks, Siglufjarðar og
Vestmannaeyja." ■—• Á morgun
verður flogið til Akureyrar, Isafj.
og Vestmannaeyja.
LESSTOFA B 82 Þing-
holtsstræti 27, opin
daglega frá kl. 5—7 og 8—10 e. h.
Fréttatilkynning frá flugvalla-
stjóra:
f ágústmánuði var umferð um
um Reykjavikurflugvöll sem hér
segir:
Millilandaflug 39 lendingar. Far-
þegaflug, innanlands 428 iendingv
ar. Einka- og kennsluflug 215 ,sam
tals 682 lendingar. Með millilanda
flugvélum fóru og komu til Reykja
vikurflugva’lai: 539 farþegar,
11.717 kg. farangur, 30.397 kg. vöru
flutningar og 1572 kg. póstur.
Með farþegavélum í innanlands-
flugi fóru og komu 7654 farþeg-
ar, 71.961 kg. íarangur. 68.620 kg
vöruflutningar og 5578 kg. póstur.
Næturvörður er í lyfjabúð Iðunn-
ar. — Simi 7911.
Næturlæknlr er í læknavarðstoí-
unni, Austurbæjarskólanum. —
Sími 5030.
Tvær glæsilegar þriggja herbergja íbúðir í Klepps-
holli. — Mjög hagkvæmir greiðsluskilmálar.
Nánari upplýsingar gefur
MÁLAFLÚTNINGSSKRIFSTOFA
Áka Jakobssonar og Kristjáns Eiríkssonar.
Sími: 1453.
Aðalfundur
Loftleiða Lf.
verður haldinn í Tjarnarcafé, uppi, 16. nóvember
1951 kl. 2 e. h.
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lagabreytingár.
STJÓRNÍN