Þjóðviljinn - 31.10.1951, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.10.1951, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 31. október 1951 26. DAGUR — og Clyde trúði varla sínum eigin eyrum, þegar hann heyrði um uppátæki þeirra, sem brutu í bága við allar hugmyndir hans um velsæmi og voru svo rúddaleg og viðbjóðsleg að honum varð iilt við tilhugsunina. „Já, og allt það vatn, sem stelpan á'annari hæð skvetti á mig þegar ég fór,“ hrópaðFHegglund og hló hjartanlega. „Og feiti kárlinn á annarri hæð sem kom fram í dyrnar til að h’orfa á. Munið þið eftir þvi?“ sagði Kinsella hlægjandi. „Hann hélt víst að það væri eldsvoði éða slagsmál." „Og svo þú og litla, feita stelpan, Piggý, eða hvað hún nú hét. Manstu þáð, Ratterer?“ veinaði Shiel og engdist sundur og sam- ín af hlátri. „Og Retterer var að kikna í hnjáliðunum þegar hann hélt á henni. Ha-ha-ha,“ æpti Hegglxmd. „Svo veltust þau niður s'tigann bæði tvö.“ „Þetta var allt þér að kenna, Hegglund kallaði Higby sem gekk við hliðina á Kinsella. „Þú gerðir allt vit!aust.“ „Ég var blindfullur," sagði Hegglund í mótmælaskyni. „Það var þetta rauða samsull sem þau seldu okkur.“ „Ég gleymi aldrei þessum langa mjóa Texasbúa með stóra yfirskeggið. Munið þið hvemig hann hló?“ bætti. Kinsella við. „Hann vildi ekki hjálpa þeim að fleygja okkur út.“ „Það var mesta mildi að okkur var ekki öllum fleygt út eða við settir inn. Þetta var nú meiri nóttin,“ sagði Ratterer. Clyde var orðinn alveg máttlaus af öllura þessum upplýsing- um. Hann vissi hvað þær táknuðu. Og þeir ætluðust til að hann tæki þátt í slíkum athöfnum. Það var ómögulegt. Hann var ekki þannig gerður. Hvað myndu íoreldrar hans halda ef þeir heyrðu um þessi ósköp? Og iþó — Meðan á samtalinu stóð höfðu þeir nálgast ákveðið hús í dimmu, breiðu stræti, þar sem bílar og vagnar biðu i langri röð. Og við hornið lengra í burtu stóðu nokkrir menn í hóp og töluðu saman. Og hinum megin við götuna stóðu fleiri menn og skammt frá stóðu tveir lögregluþjónar í samræðum. Og endaþótt hvergi sæist ljós í glugga, var loftið þrungið undarlegu, ógnandi lífi. Bílarnir mjökuðust til og snéru sér, og tveir gamaldags lokaðir vagnar, sem enn voru í notkun, hristust fram og aftur. Og hurðir skelltust, opnuðust og lokuðust. Öðru hverju sást Ijós- glampi að innan, sem hvarf samstundis. Það var heiðskírt og stjörnubjart. Og löks gekk Hegglund í fylgd með Higby og Shiel án þess að mæla orð upp tröppurnar að þessu húsi og hringdi dyra- bjöllunni. Dyrnar voru opnaðar næstum samstundis og rauð- klædd negrastúlka stóð í dyrunum: „Gott kvöld. Gerið þið svo vel að ganga inn “ sagði hún vingjarnlega og þeir voru komnir framhjá henni allir sex og gegnum þung flauelsdyratjöld sem aðskildi anddyrið og aðalherbergin, var Clyde staddur í björt- um og iburðarmiklum móttökusal. Á veggjunum héngu myndir í gylltum rilmmum af allsnöktum og hálfnöktum stúlkum og stórir speglar. Gólfið var þakið rauðu, þykku gólfteppi og um það var dreift mörgum, gylltum stólum. Aftast í herberginu, fyrir framan eldrauð dyratjöld var gyllt píanó. En gestir eða heimilismenn virtust engir vera nema blökkustúlkan. „Gerið þið svo vel að fá ykkur sæti. Látið eins og þið séuð heima. Ég skal kalla á frúna.“ Svo hljóp hún upp stigann til vinStri og hrópaði: „Hæ, María! Sadie! Karólína! Það eru nokkrir ungir menn í salnum.“ Og um leið kom há, grönn og föl íkona um fertugt inn um dyr aftast í salnum — hún var teinrétt, virðuleg, gáfuð og tíguleg — í gegnsæum en þó siðsamlegum kjól — hún brosti þreytulega og þó uppörvandi og sagði: „Nei, góða kvöldið Óskar, ert þetta þú? Og þú líka Páll. Og Davis. Komið þið sælir. Látið þið eins og þið séuð heima hjá ykkur. Fanney kemur eftir andartak. Hún kemur með eitthvað handa okkur að drekka. Ég er nýbúin að ráða nýjan píánóleikara frá St. Joe -— blökkumann. Þið fáið bráðum að heyra til hans. Hann er afar duglegur.“ Hún snéri sér við og kallaði: Sam.“ Og í sömu svifum komu níu stúlkur á mismunandi aldri og mismunandi í útliti, en engin þeirra virtist þó eldri en tuttugu og fjögra til fimm ára, niður stigann og klæðnaður þeirra var þannig, að Clyde rak í rogastanz. Og þær hlógu og töluðu um leið og þær komu inn — virtust hæstánægðar með sjálfar sig og alls ekkert feimnar vegna klæðnaðar síns, sem var afar und- arlegur á köflum fanst Clyde, allt frá hinum léttúðarfyllstu og glannalegustu kveldsloppum og upp í virðulega og þó eggjandi samlkvæmiskjóla. Og þær voru svo mismunandi að útliti, hæð og hörundslit — grannar, búsnar og allt þar á milli — háar og lág- ar — dökkhærðar, ljóshærðar og skolhærðar. Og hversu gamlar sem þær voru, virtust þær allar ungar. Og þær brostu innilega og hrífandi. „Nei, halló, elsfcan. Hvað er að frétta? Eigum við að dansa?“ eða „Viltu ekfci eitthvað að drakka?“ TlöNDI KAFLI. Endaþótt Ciyde hefði átt að hafa viðbjóð á þessu öllu og hann væri enn gegnsýrður af kennisetningum sem fordæmdu allt þessu líkt, þá var hann í eðli sínu svo tilfinningaríkur og —oOo— —oOc— —oOo— —oOo— ■—oOo— —oOo—■ ——oOo— BARNASAGAN Sagaii af Líneik og Lanfey 7. DAGUR mæla, að þið ílýið burt á laun, þegar þið eruð orðin vonlaus um mína aíturkomu. Skuluð þið halda í austur, og munuð þið þá innan skamms koma að fjalli einu háu og bröttu. Þið skuluð reyna að klifra upp á fjallið, cg þegar þið eruð komin yfir það, mun langur fjörður verða fyrir ykkur. Við botninn á firðinum standa tvö tré, annað grænt, en hitt rautt. Trén eru hol innan, og er svo um búið, að loka má aftur, svo engin merki séu að utan. Þið skuluð fara inn í trén, sitt í hvort, og mun þá ekk- ert geta grandað ykkur.” Eftir það kveður kóngur börn sín og snýr á burt og er mjög hryggur. Heldur hann nú til skipa, vindur upp segl og siglir úr landi. En þegar hann hefur siglt skamma stund, lýstur á svo mildu ofviðri, að engu verður við ráðið; fylgdu þessum stormi eldingar og reiðarþrumur og svo mikil býsn og undur, að enginn hafði slíkt séð. Er þarna fljótast frá að ségja, að öll skipin brotnuðu í spón, og fórst kóngur þar með öllu liði sínu. Þó sömu nótt, sem kóngur týndist, dreymir Sigurð kóngsson, að honum þykir faðir sinn koma alvotur inn í skemmuna-, taka kórónuna af höfði sér og leggja hana fyrir fætur sér og ganga síðan þegjandi úi aftur. Sigurður segir Líneik’ drauminn, og þykjast þau nú vita, hvar kcmið sé; búa þau sig sem nraðast til burtferðar með gripi sína og klæði, en engan fylgdarmann taka þau. Síðan halda bau á laun út úr borginni eítir tilvísun föður síns. En þegar þau eru komin að fjallinu, verður þeim litið aítur; sjá þau þá, hvar stjúpa þeirra kemur á Tillögur sóslalista Framhald af 8. síðu. yrðum til afgreiðslu er ábóta- vant á hinum ýmsu stöðum, en ætti að vera hægt að bæta. Með frv. er gert ráð fyrir að ríkis- valdið komi til móts við bæina og veiti fjárhagslegan stuðning eða lán til að bæta aðstöðuna til mótttöku á togarafiski. Það sem gera þarf er mis- munandi á hinum ýmsu stöð- um. Sumstaðar þarf að aufca aítköst frystihúsanna, á öðru.m stöðurn að bæta hafnarskilyrði og löndunar. Á einum stað vant ar olíugeyma, svo ekki þurfi að sækja olíu til fjarlægra staða o.s.frv.. Til þe:ssa þarf talsvert' fé og það eru slík fjárframlög sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Ekki hefur verið bent á hag- kvæmari úrræði til atvinnu- aukninga á þessum stöðum, ault þess sem í því felst stóraukið hagsmunamál fyrir togaraflot- ann. Ef hann er allur bundinn við að leggja upp ísvarinn fisk í Englandi, mundi það valda honum stóráföllum. Ásmundur Sigurðsson fjall- aði í ræðu sinni um þar.n hluta frumvarpsins er snertir aukið fjármagn til landbúnaðarins. Verður skýrt frá þeim þætti þessa stórmerka máls í næsta blaði. Kvikmynd LgIIs Framhald af 8. síðu. þetta er svo ofið 'ástarævintýri —• og skal ekki gangur mynd- arinnar frekar rakinn, því þetta er mynd sem ungir sem garnlir Reykvikingar munu áreiðanlega fara og sjá. Loftur er brautryðjandinn í íslenzkri kvikmyndagerð, tók fyrstu mynd sína 1924, þótt hann síðar gerði hlé á kvik- myndun. Niðursetningurinn er talmynd og mun hljómupptaka ckki hafa tekizt betur í annarri íslenzkri mynd. Tæknilegur ráðunautur Lofts var Valdimar Jónsson. — Loftur hefur und- anfarið átt við vanheilsu að stríða og mun það hafa torveld- að og tafið töku þessarar mynd ar, en þegar Reykvíkingar hafa séð þessa mynd munu þeir óska sér að einmitt nú ættu þeir Loft í fullu fjöri og blóma lífs- ins. ÞíóSviIjimi 15 ára Framhald af 5. síðu. ur útsýnar hans. Hann á sterk- astan bakhjarl allra íslenzkra dagblaða, þar sem er sjálfur lífsvilji og frelsisþrá íslenzku þjóðarinnar og hinn sigrandi málstaður sósíalismans í heim- inum. Á Þjóðviljann setur þjóðin traust sitt. Ég veit ég tala fyrir munn tugþúsunda Islendinga er ég færi ritstjórum Þjóðviljans og öðrum sta'rfsmönnum hans þakkir og árnaðaróskir á þess- um afmælisdegi biaðsins. Fáum er kunnara en mér hvert starf þeir inna af höndum, hve ú- trauðir þeir eru, einarðir og heitir málafylgjumenn. Fylgi Þjóðviljanum gæfa og gengi! SigluíjaiSarföi Framhald af 3. siðu. um full kunnugt um að þessum peningum hafði verið saf iað saman meðal fátæks fólks, sera sjálft átti við mikla fjárhags- lega örðugleika að stríða. Slík- ar gjaíir verða ekki þakkaðar með orðum. Að endingu var sunginn söngur Alþjóðasambands lýð- ræðissinnaðrar æsku og aíþjóða- söngur verkalýðsins. — Síðan kvöddum við, þökkuðum fyrir okkur og héldum af stað. Við eigum ljúfar minningar frá dvöl okkar á Siglufirði. Gj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.