Þjóðviljinn - 02.12.1951, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.12.1951, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 2. desember 1951 51. DAGUR En eins og honum var ljóst, þá var ekki hægt að leysa þetta vandamál án aðstoðar hans. Og sönnun þess fókk hann tveim vikum eftir samninginn við Hortense. Hann var með fimmtíu dollara í vasanum, sem hann ætlaði að afhenda Hortense næst- komandi sunnudag, og hann var inni í herbergi sínu að skipta um föt, þegar móðir hans leit inn og sagði: Ég þarf að tala við þig andartak, Clyde, áður en þú ferð út.“ Hann tók eftir Iþví, að hún var mjög alvarleg á svip. Og hann hafði tekið eftir því nokkra undanfarna daga að það var eins og hún ætti í baráttu við sjálfa sig. En hann vissi, að hann gat enga aðstoð veitt, eins og málum var háttað núna. Annars gat hann átt á hættu að tapa Hortense fyrir fullt og allt. Hann þorði það ekki. En hvaða skynsamlega afsökun gat hann fært fram við móður sína fyrir því að hjálpa henni ekki, þegar hann gekk evona glæsilega klæddur og var auk þess alltaf að skemmta sér undir því yfirskyni að hann væri að vinna, en sennilega tókst honum ekk; að blekkja hana til fulls eins og hann hafði haldið. Það var ekki lengra siðan en tveir mánuðir, að hann hafði skuldbundið sig til að borga henni tíu dollurum meira á viku i fimm vikur og það hafði hann gert. En fyrir bragðið vissi hún að að hann hafði meira fé handa á milli en hann hafði látið í veðri vaka, enda þótt hann hefði fullyrt þá, að hann yrði að leggja hart að sér til að geta klofið þetta. Og þótt hann vildi ógjarnan lækka í áliti hjá henni, þá gat hann ekki hjálpað henni, meðan þráin til Hortense var, annars vegar. Skömmu síðar gekk hann inn í dagstofuna, og eins og venju- lega gekk móðir hans á undan honum inn í trúboðssalinn — kuldalegt, ömurlegt herbergi þessa stundina. „Eg bjóst ekki við, að ég þyrfti að minnast á þetta við þig, Clyde, en ég sé engin önnur ráð. Þú ert sá eini sem ég get leitað til, og nú ert þú að verða fullorðinn. En þú verður að lofa mér því, að segja engum hinna frá þessu — hvorki Frank, Júlíu eða föður þinum. Ég vil ekki að þau viti neitt. En Esta er komin hingað til Kansas City og er í vandræðum, og ég veit ekki vel hvað hægt er að gera fyrir hana. Ég hef úr svo litlu að spila, og faðir þinn er mér til lítillar hjálpar nú orðið.“ Hún strauk þreyttri hendi yfir ennið, og Clyde vissi hvað í vændum var. Fyrst datt honum í hug að láta sem hann vissi ekki, að Esta var komin til borgarinnar, fyrst hann hafði ekki gert neitt uppskátt í svo langan tíma. En þegar móðir hans gerði þessa játningu, hefði hann þurft að gera sér upp undrun, svo að hann kaus heldur að segja: „Já, óg veit það.“ „Veiztu það?“ spurði móðir hans undrandi. „Já, ég veit það,“ endurtók Clyde. „Ég sá einn morguninn að þú fórst inn í hús í Beaudry stræti, þegar ég átti leið þar um,“ sagði hann og var furðulega rólegur. „Og svo sá ég Estu í einum glugganum á húsinu. Og ég fór inn til hennar þegar þú varst farin.“ „Hvað er langt síðan?" spurði hún til að fá ráðrúm til að átta sig. „Svona fimm til sex vikur, býst ég við. Ég hef komið til •hennar nokkrum sinnum síðan, en Esta vildi ekki að ég minnt- ist á það við neinn," „St, st, st.“ Frú Griffiths skellti d góm. „Þá veizt þú hvernig í öllu liggur." ,Já,“ svaraði Clyde. „Já, sumt verður ekki umflúið," sagði hún mæðulega. „Þú hefur ekki minnzt á þetta við Júlíu og Frank, er það?“ „Nei,“ svaraði Clyde hugsandi. Hann var að hugsa um hvað móður hans hefði tekizt illa að halda þessu leyndu. Hún átti ekki auðvelt með að fara bakvið aðra og ekki faðir hans heldur. Hann áleit sjálfan sig miklu slyngari. „Þú mátt það ekki heldur," sagði móðir hans aðvarandi. „Það er bezt fyrir þau að vita ekkj neitt, held ég. Þetta er nógu slæmt eins og það er,“ bætti hún við og það fóru viprur um munn hennar, en á meðan var Clyde að hugsa um sjálfan sig og Hortense. „Að hugsa sér það,“ bætti hún við eftir andartak og það var eins og þétt, grá hula færðist yfir augu hennar, „að hún skuli hafa leitt þetta yfir sjálfa sig og okkur. Og við sem höfum svo lítið handa á milli eins og er. Og eftir alla þá kennslu sem hún hefur hlotið — uppeldið — „Laun syndar- innar — —“.“ Hún hristi höfuðið, neri saman stóru höndunum og spennti greipar, en Clyde starði fram fyrir sig og hugsaði um horf- urnar og hvaða afleiðingar þetta gæti haft fyrir hann. Þarna sat hún, öldungis ringluð og ráðþrota yfir því hlut- verki sem hún hafði leikið undanfarið. Hún hafði logið hlífðar- laust. Og þama var Clyde, sem nú var orðið kunnugt um blekk- ingar hennar og lýgi. Honum hlaut að virðast hún heimsku- leg og óáreiðanleg. En hafði hún ekki einmitt verið að reyna að hlífa honum við þessu — honum og öllum? Og hann ætti að vera orðinn nógu gamall til að skilja það. En samt fór hún nú að útlista þetta allt fyrir honum, tala um hvað henni fynd- ist þetta hræðilegt. Og um leið skýrði hún út fyrir honum, hvers vegna hún neyddist til að snúa sér til hans til að leita hjálpar. „Esta verður mjög veik innan skamms," hélt hún áfram allt í einu og var vandræðaleg. Hún gat ekki eða vildi ekki horfa framan í Clyde meðan hún sagði þetta, og þó var hún staðráðin í að vera eins hreinskilin og henni var framast unnt. „Hún þarf bráðlega á lækni að halda og manneskju til að ann- —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— BARNASAGAN Sagan af Finnu forvitru 2. DAGUR og sagði: „Er sem mér boðar hugur, að þú haíir mig manni giít?" Hann kvað svo vera og sagði, að líf sitt hefði við legið. Hún sagði það yrði svo að vera; þó boðaði sér hugur, að sér mundi eigi mikil gleði af því verða. Að tilsettum tíma kom Geir að vitja konunnar; var þá við honum vel tekið; hann kvaðst ekki lengi bíða mega, bað Finnu búa sig snarlega, því a morgun vildi hann burt. Hún gjörði svo. Hún tók ekkert manna burt með sér frá föður sínum nema bróður sinn Sigurð. Kvöddu þau svo Þránd cg riðu sína leið þrjú saman, þar til þau komu að afrétt einni, og voru naut í afréttinni. Finna spurði Geir, hver það ætti; hann kvað það engan eiga nema sig og hana. Annan dag komu þau að annarr afrétt, og var aðeins geldfé í henni. Finna spurði Geir, hver það ætti; hann svarar, að enginn eigi það nema hann og hún. Hinn þriðja dag komu bau að briðju afréttinni, og voru hestar einir í henni. Finna spurði Geir, hver þá ætti; hann segir, að enginn eigi þá nema hann og hún. Riðu þau svo þann dag allan. Að kvöldi komu þau að húsabæ miklum: þar sté Geir af baki og bað Finnu koma með sér og kvað þar vera húsakynni sín. Finnu var bar vel fagnað, og tók hún þegar við öllum ráðum. Geir var við hana fár mjög, en hún lét ekki á sér festa. Sigurður bróðir hennar var þar og vel haldinn. D A V t Ð Framhald af 3. síðu. 17 _ Hf8xf7 18 Dc2—Kö Dd6—f8 Dc7 duKir heldur ekki: 19 Hf3 Kf8 20 Hxf6! gxf6 21 Dxh6í og vinnur. 19 Hc3—f3 Bc8—Kl ÖrvæntinK, en ekki er sjáanleg nein vorn. 20 Hf3xf6 Bí-4—h5 21 Dk6—k3 9 Hér gat hvítur drepið biskupinn: 21 Dxh5 22 Dk61 ok vinnur hrókinn. 21 — — Df 8—b4! 22 Bc4xf7f Bh5xf7 23 Hel—fl Bf7—c4 24 Hf6—k6 Db4—e7 25 Hfl—al Bc4xa2 26 h2—h3 Ba2—d5 27 HK6xh6 De7—b4 Þessu hefur svartur ekki efni á. Frekar kom til Kreina að reyna að ýta peðunum á drottninKar- vænK fvam ok nota drottninKuna ok hrókinn til þess jöfnum hönd- um að styðja þau ok verja kónK- inn. 28 Hh6—h4 Db4xb2 29 Hal—el Db2—b4 30 Hel—e5 a7—a5 Nú verður svartur mát, en tafl- ið var tapað hvernÍK sem hann iék. 31 Dr3—k6 Hótar máti í þriðja leik. Svartur kemur í vck fyrir það, en verður mát í öðrum leik í staðinn! 31 ----Db4—d2 32 He5—e8f ok mát í næsta leik. Hverju mundirðu leika? N.N. Aljechin (Fjöltefli 1933) Hvítur á leik. Lausn annarsstaðar í blaðinu. Tvær nýjar bæknr Framhald af 3. síðu. ar, Trúlofun Jóns og Elínar, Trúlofun Kvenna-Gríms, Gift- ing Jóns og Elinar. Sagan er röskar 200 bls. í fremur smáu ,broti, sett skemmtilegu letri á góðan pappír. Snæbjörn Jónsson rit- ar formála um söguna, en ísa- foldarprentsmiðja er útgefandi. Mjög lausleg athugun bendir til þess að sagan sé prýðilega læsileg, þótt hún muni ekki gera kröfu til öndvegis á sagnaþingi. Hún virðist bráð- fyndin með köflum, og það er rétt persónulegur stíll á henni öðru veifi. Það er fráleitt eð hún smækki höfud sinn. n. Önnur bók frá ísafoldar- prentsmiöju nefnist Helga Sör- ensdóttir. Það er ævisaga fjör- gamallar þingeyskrar konu, er Jón Sigurðsson í YztafelH hef- ur ritað eftir sögn hennar sjálfrar. Segir hann svo í for- mála: „Hér birtist ævisaga fátækr- ar konu, sem nú hefur lifað rúmlega 90 ár. Sagan hefst. að fornum islenzkum sið, á því, að sagt er frá ætt hennar og þeim sögnum, sem hún nam af foreldrum sínum og afa sínum, sem fæddur var um aldmótin 1800. Reynt er síðan að rekja sem nánast frásagnir af dag- legu lífi á heimilum hennar frá 1855—1949“. Bókin er 190 bís. á lengd, 'í fremur smáu brotj. .Verður hennar getið nánar síðan. B.B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.