Þjóðviljinn - 02.12.1951, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.12.1951, Blaðsíða 8
uonasonar um atvlnnuleysistry „Mesta verðmætissóun þjóðfélagsins er vinnufærir menn fá ekki atvinnu“ Hið íslenzka prentarafélag hélt fund nýlega til að ræða at- vinnumáiÍR. Formaður, Magnús H. Jónlsson, skýrði frá því að 15 félagsmenn í H.I.P. gengju nú atvinnulausir. Formaður skýrði frá því að stjórnin hefði, samkvæmt heimild í félagslögum, á- kveðið að prentarar skyldu greiða fullt gjald til atvinnuleysis- sjóðsins og mun liækkunin r.ema 13 kr. gjaldi á viku hjá hverjr um vinnandi félagsmanni. Kemur þetta til framkvæmda frá næstu áramótum. Eftirfarandi tillaga frá Sigurði Guðgeirssyni og Gesti Páls- syni var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu: ,,Fundur haldinn í Hinu ís- lenzka prentarafélagi, í Alþýðu húsinu í Reykjavík, 25. nóvem- ber 1951, telur að mesta verð- mætissóun þjóðfélagsins sé sú, er vinnufærir menn fá ekki at- vinnu, og telur að það sé> frum- skylda þjóðfélagsins að sjá hverjum vinnufærum þegni fyr- ir hæfilegri atvinnu, en taka ella á sig ábyrgð þá, er af at- vinnuleysi leiðir. Fundurinn tel- ur að enda þótt verkamenn kjósi atvinnuöryggi fram yfir atvinnuleysistryggingar, verði ekki hjá því komizt að athuga núverandj ástand í þessum mál- um og að þjóðfélagið verði að taka á sig viðeigandi skyldur, Sökum fjölmargra fyrir- spurna skal þess getið að MÍR heldur almennan fund í Listamannaskálanum á miðvikudagskvöldið. Munu þar menn úr sendinefndinni til Sovétrílcjanna segja frá því sem fyrir bar utan tjalds, og auk þess verður rússneslc kvikmynd. MlH- sýningiis Sýning MÍR um síðustu fimm ára áætlun Sovétríkj- anna hefur valfið mjög mikla atliygli, enda er þar að fá mjög glögga vitneskju um hinar l stórfelldu athafnir Sovétþjóoanna og hinar undraverðu framfarir sem leiða af hagkerfi sósíalism- ans. Skorar Þjóðviljinn á al- menning að nota helgsna til að kynna sér sýningu þessa. Hún er í húsakynnum MÍR, Pingholtsstræti 27. sé það ekki fært um að sjá þessum þegnum sínum fyrir nægri atvinnu. — Fyrir því skorar fundurinn á Alþingi það sem nú situr, að samþykkja frumvarp það til laga um at- vinnuleysistryggingar, er nú liggur fyrir Alþingi“. Þá samþykkti fundurinn eft- irfarandi tillögu frá Sigurði Guðgeirssyni og Árna Guð- laugssyni: „Fundur haldinn í Hinu ís- lenzka prentarafélagi, í Al- þýðuhúsinu í Reykjavík, 25. nóvember 1951, beinir þeirri á- skorun til ríkisstjórnarinnar og Alþingis, að iþessir aðilar af- nemi nú þegar söluskattinn. Fundurinn telur að skattur þessi sé slík byrði á almenningi, að ekki verði lengur við unað. Einnig beinir fundurinn þeirri áskorun til stjórnarvald- anna, að nú þegar verði aflétt lánsfjárböftum þeim, er svo mjög hafa torveldað eðlilega þróun iðnaðarins og þá ekki hvað sízt bókaiðnaðarins.“ Ennfremur var samþykkt til- laga frá Páli Bjarnasyni og iBjörgvin Jónssyni um að leita samkomidags við prentsmiðju- eigendur um frekari takmörk- un á tölu nýrra nemenda í iðn- ina. Á fundinum fór einnig fram kosning fulltrúa félagsins í iðn- ráð og var Guðmundur Hall- dórsson- endurkjörinn, sem aðal fulltrúi og Gestur Pálsson end- urkjörinn sem varafulltrúi. Tvær kraftasýn- ingar í dag I dag hefur kraftajötuninn URSUS — Gunnar Salómons- son — tvær sýningar í Háloga- landi, kl. 5 og 9. Fyrsta sýning Gunnars var á föstudagskvöld og var þá hús fyllir. Leysti Gunnar þrautir sínar á ótrúlegasta hátt og var mikill fögnuður og undrun hjá almenningi. Á sýningunni í kvöld verða auk aflraunanna glímusýning í hléunum og annast hana glímu menn úr Ungmennafélaginu. Aðgöngumiðar verða seldir í Listamannaskálanum eftir há- degi í dng og ferðir verða frá Ferðaskrifstofunni. þlÖÐVILIINN Sunnudagur 2. desember 1951 — 16. árgangur — 273. tölublað Miuiið fundinn í Listamannaskál- anum kl. 2 í dag Sýning Jóns Engilbevts Iistmálara í sýninffarsal Málarans viöBanka- stræti hefur vakið inikia atlivgli ojj ánæg-ju. Hefur aðsókn verið góð os nokkrar myndir eru þegar seldar. Hér fyrir ofan er konu- mynd af sýninsrunni. § Jólasýning — sölusýnin opnuð í dag í Lislviiasalnum I dag verður opnuð jólasýning í Listvinasalnum við Freyju- götu. Verða þar myndir eftir 20 málara, ennfremur höggmyndir, leirmunir, vefnaður, silfurgripir o. fl. Aðgangur að sýningunnj er ókeypis. Verður hún opin frá kl. 1—7 nema fimmtudaga og mánudaga er hún opin til kl. 10. Meðal þeirra málara sem myndir eiga á sýningunni eru Svávar Guðnason, Þorvaldur Skúlason, Kjarval, Júlíana Sveinsdóttir, Nína Tryggvadólt ir, Snorri Arinbjarnar, Kristín Jónsdóttir, Jóhannes Jóhannes- Klara Eggertsdótfir fékk 1. vsrðtaun Aukaverðlaun i'eiít lyrsfa og yngsta þáttiakandan- um í getraun Islendiagasagnaútgálmmar. Dregið var um verðiaun í getraun Islendingasagnaútgáfunn- ar í gær. AIIs bárust 381 svar, og af þeim reyndust 25 röng að ein- hverju leyti. Dregið var úr 256 svörum. Þessir hlutu verðlaunin: 1. verðlaun kr. 2500.00 Klara Eggertsdóttir, Stórholti 14 Reykjavík, 2. verðlaun 34 bindi Islendingasagnaútgáfunnar í geitaskinnsbandi Friðrik Hjart- ar, skólastjóri, Akranesi. 3. yerðlaun: 34 bindi ísl. sagna- útg. í skinnbandi Ólöf Einars- dóttir, Sóleyjargötu 19 Reykja- vík. 4. verðlaun kr. 1000.00 Grímur Samúelsson, Gunnars- hólma, ísafirði. 5. verðlaun kr. 500.00 Sigurður Pálsson, Sunnu veg 7, Hafnarfirði. Utgáfan hefur ákveðið að senda þeim er fyrsta svarið sendi, Sigurjóni Jónssyni, Höfn í Hornafirði, næsta flokk út- gáfunnar, Þiðriks sögu af Bern, í viðurkenningarskyni. Einnig mun yngsta þátttakand anum, Sigmundi Franz Krist- jánssyni, Róðhóli, Sléttuhlíð, Skagafirði, 10 ára, verða send Þiðriks saga. Samband bindindisfélaga í skólnm: rar á æsku kodsins ai hafa sein Eoiimsl samskipti Eftirfarandj ályktun var samþykkt á 20. þingi Sam- bands bindindisfélaga í skólum, sem haldið var 24.—25. nóvember s. 1.: „20. þing SJí.S. heitir á íslenzka æsku að sækja á- .vallt fram til aukins manndóms og þroska og standa vörð um þjóðleg verðmæti, sérstaklega þó móðurmálið og íslenzkt þjóðerni. Skorar þingið á alia æsku iandsins að hafa sem minnst samskipti við hinn erlenda lier, sem dvelst í iandinu og sýna í umgengní við hann fulla einurð, heilbrigðan þjóðarmetnað og eindrægni." son, Barbara Árnason og Pétur Friðrik. Sýndaf- eru einungis smámyndir sem kosta flestar frá 100—600 kr., en nokkrar eru upp í 1000 kr. Siðar verð- ur bætt við fleiri myndum. Þá eru leirmunir frá Funa, þ. á. m. margar nýjar gerðir, margt nytsamra hluta s.s. boll- ar, könnur o. fl. Silfurmunir eru eftir Ásmund Bjamason og Val Fannar. Enn fremur er til sýnis sveinsstykki Ásdísar Thoroddsen, smíðað úr siifri, skreytt með slípaðri kræklingsskel frá Örfirisey. Þá eru þarna nokkrir munir úr kopar, slegnir af Birni Halldórs syni. Þá eru á sýningunni listvefn- aður eftir Júlíönu Sveinsdót'tur og Ásgerði Ester. Sýningin verður opin til jóla og eru sýningarmunirnir til sölu. og Bókaútgáfan Setberg hefur sent frá sér tvær nýjar bæk- ur. Nefnist önnur Furðuvegir ferðalangs og er frásögn Ric- hards Halliburtons um 40.000 mílna ferða’ag með flugvél um Evrópu, auðnir Afríku og há- lendi Asíu, þýdd af Hersteini Pálssyni ritstjóra. tlin er Við varffeldinn, söguá sagðar af Baden-Powell skátahöfcingja, i þýðingu Sigurðar Markússonar. Hann sem var týnáus ei iimdiim! ! Um svipað leyti og stjórnarvöld- in tilkynntu að íslendingar skyldu ekki fá kjöt nema um helgar svo stofuhundarnir í guðs eigin landi gætu fen.við nægju sína af ís- lenzku lambakjöti, skýrði Tíminn frá því að horfið væri eitt sið- prúðasta sveitanautið af þrem er greymd \:oru í g-irðing-u undir Eyja fjöllum. Timinn hefur síðan öðru hvoru minnzt nautsins sem hvarf. Voru uppi skemmtilegar bolla- leggingar um hvernig þvi hefði af vondum mönnum stolið verið. í gær skýrir Tíminn frá því að nautið sem hvarf sé nú fundið — innan nautagirðingarinnatr! ,,Hafði það auðsjáanlega hrapað bar fram a.f lcletti". á raáimdags- ©g þriðjizdagskvöld Annað kvöld, mánudagskvö’d, kl. 8,30 verður kynningar- kyöid Listvinasalarins. Verða sýndar þar tvær kvikmjTndir: Hvernig verður ballett til og Evangelium steinsins. Verður það endurtekið á þriðjudagskvöldiff. Myndin Hvernig verður ball- etf til er enslc, sviðsett af Ro- bert Helpmann, sem er einn frægasti karldansari sem nú er uppi í Evrópu. Myndin lýsir stig af stigi, allt frá einföid- ustu hreyfingum hvernig ball- ett verður til. Hin myndin, Ev- angelíum steinsins er frönsk, úr frönskum miðaldakirkjum, saga Krists sýnd í myndum — höggmyndum. Fyrra kvöldið er fyrir hand- hafa skírteina 1—100 en seinna kvöldið fyrir handhafa skír- teina 100 og þar yfir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.