Þjóðviljinn - 05.01.1952, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.01.1952, Blaðsíða 1
Fall Pleveits yfirvefaiadi Fréttaritari brezka útvarps- ins í París sagði í gær, að þar væri almennt álitið að , s t j ó r n René Plevens myndi ekki lifa af um- ræðurnar u m f járlagaf r u m - varpið, er hóf- ust í franska þinginu í fyrra- dag. Þá voru greidd atkvæði um traustsyfir- Pleven lýsingu á stjórn ina og marði hún aðeins sjö atkvæða meirihluta. Fréttarit- arinn sagði, að þegar einstakar greinar frumvarpsins kæmu til atkvæða myndi stjórnin að öllum líkindum lúta í lægra haldi. Laugarilagur 5. janúar 1952 — 17. árgangur — 3. tölublað iðsjár aokast við Súes I gær og fyrradag skiptust brezkir hermenn og egypzkir skæruliðar á skotum í nánd við bæinn Súes við suðurenda skurðarins, sem við hann er kenndur. Égyptar segja, að tugir Breta hafi særzt og beð- ið bana en brezka herstjórnin segir sex menn af Bretum hafa særzt. Hins vegar segir hún að nokkrir skæruliðar hafi fall- ið er hús, sem þeir höfðust við í, voru skotin í rúst með skriðdrekum og sprengjuvörp- um. Bretar stöðvuðu í gær alla umferð til og frá Súes. lar Kíira og Tyrklandi Jarðskjálfti mikill varð í Júannan í Suðvestur-Kína í fyrradag. Herma fyrstu fregnir að 200 manns hafi beðið bana en 100.000 misst heimili sín. í TyrRlandi varð einnig jarð- skjálfti í fyrradag og höfðu 90 lík fundizt í gær í þorpum í Anatólíu. Bíkissijóxnin „tilkynnir" Alþingi gerðan hlut: Olöglegt okurkerfí bétagjaldeyrisins framlengt og hann aukinn um mi Tíminn lýsir jafnframt yfir að þessi nýja gengislækkun sé „óþörf Ólafur Thórs tilkynnti fyrir hönd ríkisstjórnarinnar á fundi í sanxeinuðu þingi, sem boö’aö var til meö klukkutíma fyrirvara kl. 5 í gær, aö ríkisstjórnin hafi gert ,,samkomulag“ um framlengingu bátagjaldeyrisins þetta ár og aukningu hans um milljónatugi. Jafnframt kom óvenju skýrt fram, aö ríkisstjórnin byggir þær árásir á almenning sem fylgja framlengingu og aukningu þessa okurkerfis, ekki á neinni heimild ís- lenzkra laga, heldur einungis á því, aö henni er ,,leyft“ að gera þetta af hinum érlendu yfirboöurum, sem sam- stjórn Sjálfstæöisfiokksins og Framsóknar miöa nú allar geröir sínar við. StóÖ ríkisstjórnin alveg berskjölduð uppi fyrir þungri ádeilu sósíalista, og tóku þingmenn Alþýðuflokksins undir ádeiluna á þessar ósvífnu ráöstafanir. Ólafs Thórs væri því tilkynning um nýjar ólöglegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar- „LEYFI“ ERLENDRA ÍIÚS- BÆNDA ERU ÞEIM LÖG Ríkisstjórnin hefði ekki verið sökuð um að brjóta regiur er- lendrar stofnunar með þessum ráðstöfunum, heldur íslenzk n lög, en Ólafur Thórs og rikis- stjórnin öll virðist rugla þessu tvennu saman. Hún segðist hafa haft samráð við alþjóða- gjaldeyrissjóðinn. En hún tal- aði ekki við Alþingi Islend- inga_ Það kom maður frá þess- ai-i útlendu stofnun og sagði allt í lagi. En Alþingi Islend- Framhald á 6. sí3j. Yfirlýsing blaðs forsætisráðherra Ólafur Thórs las langa aug- lýsingu sem ríkisstjórnin ætlar Malan ótfasf séra Scott Stjórn guðfræðingsins Mal- ans í Suður-Afríku tilkynnti í gær brezka trúboðsprestinum Michael Seott, að honum væri b a n n a ð að viðlagðri fang- elsisrefsingu að koma til Suður-Afríku. Scot't hefur tvívegis, í síð- ara skiptið í vetur, talað máli kúgaðra Malan svertingjaætt- flokka í Suður-Afríku fyrir verndargæzlunefnd SÞ. Vesturveldin hafna fundi um bætta sambúð þjóða Tillögu Vishinskis vel tekið af smáríkjum Fulltrúar Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands hafa lýst yfir andstööu viö tillögu Sovétríkjanna um aukafund öryggisráðsins til að reyna aö koma á vinsam- legri sambúö þjóöa heimsins. í gær skýrir Tíminn, blaö forsætisráöherrans, frá því að ríkisstjórnin sé aö ganga frá nýrri gengislækkun. Blaöiö segir í leiöara: „Nú þessa dagana er verið að auka hinn svokallaða að birta í Lögbirtingablaðinu bátagjaldeyrislista. Það þýðir, að margar nauðsynjavör- ur almennings verða miklu dýrari en ella. Það er rök- studd skoðun, að þetta hefði verið óþarft að miklu eða öllu leyti, ef frjálsræði hefði ríkt í útflutningsverzlun- inni og samkeppni ríkti um það að tryggja útvegs- inönnum og sjómönnum sem hæst fiskverð.“ Vishinski lagði til að ráð- herrar sæktu þennan fund ör- yggisráðsins, ræddu fyrst rúð til að koma á friði í Kóreu og síðan leiðir til að aflétta hættu- ástandinu í heimsmálunum og koma á vin- samlegum sam- skiptum þjóða á milli. Cohen, fulltrúi Bandar. í stjórnmála- nefnd þings SÞ, sem hefur til- logumar til með ferðar, sagði blaðamönnum í gær, að stjórn sín hafnaði tillögunum „alger- lega og skilyrðislaust". Hann Vishinski neitaði því að Bandaríkjastjórn væri mótfallin vinsamlegri sam- búð allrá þjóða en sagði að hún vildi ekki „vekja falsvonir". A svipaða lund komust full- trúar Bretlands og Frakklands að orði. Fréttaritari brezka útvarps- ins sagði í gær, að meðal full- trúa smáríkjanna á þingi SÞ væri það hinsvegar útbreidd skoðun, að rétt væri að ganga úr skugga um hvað byggi undir tillögu Vishinskis. Margir þeirra myndu greiða atkvæði tillögu frá Iran, Egyptalandi og öðrum Arabaríkjum um að breyta tillögu Vishinskis nokk- uð en samþykkja aðalatriði hennar. um helgina, og voru þar taldar upp vörur þær sem bæta á við á einokunarlista bátagjaldeýr- isins. Þrjár þeirra sagði Ólaf- ur að mest munaði um: ull- árdúkar, kex og útvarpstæki. Verður nánar sagt af þessum lista er hann hefur verið birt- ur. Skýrði Ólafur svo frá að rík- isstjórnin hefði haft nefnd starfandi mánuðum saman til að leita bjargráða fyrir bátaút- veginn. f nefndinni hefðu ver- ið Benjamín Eiríksson, Sig- tryggur Klemensson, Gunnlaug- ur Briem, Þórhallur Ásgeirs- son og Davíð. Ólafsson. Sagði hann þá ekki hafa fundið neitt annað ráð eftir margra mánaða heilabrot en það sem þama var tilkynnt. Síðan sagði Ólaf- ur hvað eftir annað að þetta væri gert „að vitrustu manna yfirsýn"! En sérstaklega var þó at- hyglisverður sá kafli í fram- söguræðu Ólafs, er hann tók að verja stjórnina fyrir þeirri ásökun, sem hann sagði að mjög hefði klingt við, að báta- gjaldeyriskerfið væri brot á | gjaldeyrislögunum. — Til að hrinda því ámæli lýsti hann því fjálglega að ríkisstjórnin hefði borið málið undir al- þjóðagjaldeyrissjóðinn, því fs- lendingar mættu með engu móti gerast brotlegir við lög hans. Hefffi maður frá þessari erlendu stofnun komið hingað í haust samkvæmt beiðni rík- isstjórnarinnar til að athuga hvort íslendingar mcéttu gera þetta. Sá hélt aftur heimleiðis og við fengum um það skila- boð, að við mættum gera betta, sagði Ólafur Tryggvason Thórs, maður sem á að heita íslenzkur atvinnumálaráðherra! ALGER LÖGLEYSA Einar Olgeirsson sýndi enn einu sinni fram á að ráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar með bátagjaldeyrinn ættu enga stoð í íslenzkum lögum, og ríkis- stjórninni væri það sýnilega ljóst, því hún vitnar heldur ekki í neina lagaheimild í aug- lýsingu þeirri er Ólafur Thórs las upp, fremur en þegar reglugerðin um bátagjaldeyrinn var birt í fyrra. Tilkynning Þetta er óneitanlega athyglis verð yfirlýsing. Tíminn segir að verið sé að framkvæma þessa gengislækkun — sama Vesturreldin st?$rh$a Títé Stjórnir Bandaríkjanna, Bret- lands og Frakklands tilkynntu í gær, að þær hefðu ákveðið að veita stjórn Títós í Júgó- slavíu 25 miil- jón d o 11 a r a efnahags- affstoð- Þetta er fyrsta greiðsla af ó- ákveðinni heildarupphæð á. yfirstand- Efnahagsaðstoð til Júgóslavíu nam 50 milljónum dollara á síðasta ári. andi misseri. þessara ríkja daginn og Alþingi hefur störf á nýjan leik. En það er ekki Alþingi scm er að framkvæma hana, heldur ríkisstjómin sjálf í pukri, eins og þinginu kcmi það ekkj við! Og það á sama tíma og þing situr! Bátagjaldeyriskerfinu var sem kunnugt er komið á án ákvörðunar Alþingis, með þeim mun þó að Alþingi var sent heim áður. En nú er óskamm- feilnin komin á það stig að þingmennirnir sitja niður í Al- þingisliúsi, án þess að stjórnin. láti þá einu sinni i'ormlega sam- þykkja mál sem hafa hin víð- tækustu áhrif á fjárhagskerfið og afkomu almennings. Blað forsætisráðherrans bæt- . ir svo loks gráu ofan á svart með þeirri yfirlýsingu að þessi nýja gengislækkun sé eiginlega óþörf; orsök hennar sé einokun. útflutningsins og sú spilling sem af henni leiðir! Má það kallast hámark hins algera blygðunarleysis. Karlson skipstjórl tœr félaga biörgunarhorfnr góSar Karlson skipstjóra á Flying Enterprise tókst ekki að' ná dráttartaug um borö í skip sitt í gær, en viku ein- veru hans á stjórnlausu skipinu er lokið. Fyrsti stýrimaður 'á brezlca dráttanbátnum Turmoil komst um bprð í Flying Enterprise eftir að sjö tilraunir til að koma dráttartaug til Karlsons höfðu misheppnast. Vantaði tvö fet að borðstoklmum. í seinustu tilrauninni náði Karlson í' línu, sem kaðli var fest í, og gat dregið hana inn með annarri hendi, en hann varð að halda sér með hinni vegna þess hve skipið hallaðist, þangað til aðeins vantaði tvö fet á að endinn á kaðlinum kæmist innfyrir borðstokkinn en þá slitnaði línan vegna velt- ingsins á skipinu. Síðdegis í gær versnaði veðr- ið á þessum slóðum en fór aft- ur batnandi í gærkvöld og ætl- unin var að hefja aftur til- raunir til að koma taug á milli skipanna fyrir birtingu í morg- un. Skipstjórinn á Turmoil segist viss um að ef veffrið! batni muni hann geta dregið Fháng Enterprise, sem er 7COO tonna skip, til hafnar. Vcga- lengdin til næstu hafnar er 500 km. Sprunga er komin í yfir- byggingu Flying Enterprise cg niður skipshliðamar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.