Þjóðviljinn - 05.01.1952, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.01.1952, Blaðsíða 3
Laugardagur 5. janúar 1952 — ÞJÓÐVILJINN (3 EINAR BRáGI SIGURÐSSON: — Frá norræna f riðarþinginu í Stokkhólmi — II Þegar maður kemur í hóp eins margra og áhugasamra friöarvina og þeirra, sem sátu norræna friðarþingið, vakna eðlilega margar spurningar um, hvað við getum gert fyrir frið- inn. Ég hefi vikið að fáeinum atriSum áður, en mig langar til að drepa á nokkur til við- bótar. Ég veit, að tugir íslenzkra rithöfunda, mvndlistarmanna, leikara og annarra Hstamam eru fusir til ao undirrita áskor- un til íslenzku þjóðarinnar um að styðja kröfuna um friðar- sáttmála milli stórveldanna. Ég veit, að þeir hafa ekki minni skilning en stéttarbræð- ur þeirra í öðrum löndum á því, hve mikið gagn þeir geta unnið heimsfriðnum. Þeim er áreiðanlega fullljóst, að stríð er höfuðóvmur allra lista, allr- ar menningar, að í nýrri heims- styrjöld munu óbætanleg lista- verk og menningarverðmæti verða eyðilögð. Hvers vegna fer þá svo fáum sögum af störfum þeirra fyrir friðinn? Svarið er 'áreiðanlega jafn nær- tækt og það' er fráleitt: Fram- taksleysi. Ég er sannfærður um, að ef einhver ríður á vað- ið, mun fjöldi íslenzkra lista- manna leggja friðarmálunum Iið með mestu gleði. Þegar ég sat og hiýddi á yfirlækninn við stærsta sjúkra- hús Svía, dr. Varenius, flytja ræðu á friðarþinginu, varð mér hugsað til bréfs, sem mér hafði nýlega borizt frá sjúkri ís- lenzkri konu. 1 bréfinu bar hún hið mesta lof á lækna sína — hún tilbað þá, væri kannski réttara sagt. Ég veit, að lofs- yrði hennar um lækna og hjúkrunarlið sjúkrahússins, þar sem hún hafði dvalið, voru full- komlega verðug. Tugir og hundruð íslenzkra lækna og hjúkrunarkvenna vinna daga og nætur við að bjarga manns- lífum og lina þjáningar sjúkra. Það er ekki af skilningsleysi né skorti á vilja sem flest' þeirra standa utan við þá bar- áttu, sem háð er um heim all- an til að hindra dauða og þján- ingar tugmilljóna í brjálæðis- Iegri styrjöld. Það stafar á- reiðanlega ekki heldur af póli- tiskum fordómum. Ég lenti í fyrra i orðakasti við lækni, sem stendur eins fjarri mér í stjórnmálum og yfirleitt er hægt. Orðaskiptum okkar lauk með því, að hann sagði: Ef þú þarft að vitja læknis annað hvort sjálfur eða til einhvers úr fjölskyldu þinni, þá máttu treysta því, að ég skal gera það sem ég get — fyrir ekkj neitt". Það var drcngilegt nið- uriag á pólitisknm þrætum — og Iæknislegt. Ég gæti trúað þvi, að milriil meiri hluti ís- lenzkra lækna og hjíikrunar- kvenna bíði aðeins eftir því, að heitið sé á þau til leiðveizlu við friðinn. fc Ég á/ marga trúaða kunn- ingja, qg,,vini, utan þjóðkirkju og ihnári'. Margir þeirra 'eru svo göfúgar sálir, að manni líður alltaf, vel í náyist þeirra. Nokkrir víhir mínir úr fíladelf- íuhreyfingunni heimsóttu mig ¦het—í'i fyrra, og við sátum og robbuðum saman í bróðemi eina kvöldstund. Þeim þótti leiðinlegt, að ég hafði skömmu áður ritað hvassa ádeilugrein gegn manni sem mér virtist gera sér það að leik að blekkja sjúk trúsystkini þeirra. Þau trúðu því, að þessi maður hefði gert kraftaverk með guðs hjálp, og mér datt ekki í hug að álasa þeim fyrir það. Méx var hins vegar ekki gefin sú trú, og þau tóku afstöðu minni með fyllsta skilningi og um- burðarlyndi. Einn ympraði a því Iauslega, að ég ætti að snúast til liðs við þau og hjálpa þeim við að útbreiða guðsríki á jörðinni. Af því gat ekki orðið m. a. vegna þess, að ég trúi því ekki, að guð sé til. Þau urðu ekki vitund undrandi, höfðu áreiðanlega kynnzt mörgum þess háttar mönnum áður, og ég varð þess ekki var, að þau :hefðu neina andúð á mér af þessum sökum. Við höfðum sem sagt gjöróiika afstöðu til ýmissa mikilvægra mála. En samt fundum við öll til þess, að þótt við nálguðumst viðfangsefnin sitt frá hverri, hli'ð, þá vakti sami tilgangur fyrir okkur: að fegra og auðga líf okkar cg annarra. E-g minnist eins vinar mfns í klerkastétt. Okkur þótti báð- um góður mysuostur og kaffi, og við heimsóttum stundum hvor annan og þágum góðgerð- ir. Við vorum bá'ðir erperant- istar að hugsjón og sáum í draumsýn þá sælu tíð, þegar aKir menn gætu ræðzt vi'ð á ai- þjóðamálinu, fræðzt hver af öðrum, eytt tortryggni og mis- skilningi, sagt hver öðrum, að allt fjas um erfðafjendur og annað slíkt væri ósannindi. Hann glæddi til muna nývak- inn áhuga minn á yoga. Við vorum báðir sannfær£ir um, að með því að anda me'ð réttri nös á réttum tíma, skola á sér nef- ið með saltvatni á morgnana, sitja með krosslagða fætur og horfa milli augnanna á sér cg fara að öðrum ráffum hinna austrænu spekinga gætu menn- irnir losnað við öfund, ágirnd, illvilja, metorðahneigð og marg an annan hégómaskap, sem' gerir líf þeirra fátækt, leiðin- íegt og ljótt. Ég nefni a'ðeins í gamni þessi dæmi um, hve ágætlega getur fallið á með heiðnum mönnum og trúuðum í dagleg- um skiptum. Þau nægja einnig til að afsanna þá firru, að trú- aðir menn og trúlausir geti ekki unnið saman að varðveizlu friðar. Ég er sannfærður um, að guðhrædda fólkið þráir ekkert eins heitt og frið. Og það mætti segja mér að mörg- um trúuðum manni hafi orðið það vonbrigði, þegar séra Sig- urbjörn Einarsson lét strika nafn sitt út af Stokkhólmsá- varpinu í fyrra vegna ágrein- ings um ómerkileg aukaatriði. Því það er sjálfgert mál, að frumskilyrði fyrir samstarfi allra sannra fri'ðarvina er það, að höfu'ðmálið, friðurinn, sé hafið yfir öll hversdagsleg á- greiningsatriði. Allir vita, að mikill hluti stúdenta og kennara við Há- skóla Islands — kannski yfir- gnæfandi meiri hluti þeirra — er andvígur hernámi íslands og á samleið með fri'ðarsamvinnu. Samt sem áður hefur varla örlað á nokkurri andlegri hrær- ingu, sem athygli vekur, í þessu musteri íslenzkrar menn- ingar nú um skeið. Jafnvel þegar sjálfstæði lýðveldisins og íslenzkt þingræði voru af- numin á raun á síðast liðnu vori, brá svo óvanalega við, að íslenzkir háskólaborgarar þögðu og brugðust þannig gjörsamlega þeirri stoltu hefð, sem þeir eiga að verja í sjá'lf- stæðisbaráttunni. Hvernig á að skýra þessa þögn? Islenzkur stúdent, sem fylgir Sjálfstæð- isflokknum að málum, fullyrti í sumar leið, að 75 prósent stúdenta við háskólann væru a'gerlega sammála íslenzkum stúdentum á NorSurlöndum í herstöðvarmálinu, en þyrðu ekki að láta það uppi af ótta við atvinnuofsóknir. Það getur verið, að þetta skýri þögn sumra þeirra. En ég held þó að1 annað ráði meiru':1 Afnám íslenzks sjálfstæðis og þingræð- is var þeim allt of þungt áfall. Menn verða oft slegnir eins konar andlegri lömun, þegar þeim er gert eitthva'ð ákaflega illt. Mönnum getur sortnað fyr- ir augum, þegar þéir standa við gröf þess, sem þéim er kær- ast. Þeir hýsa harm sinn og hafast ekki að. Þetta er mann- legt og fyrirgefandi. En menntamenn ættu þó að skilja öðrum betur, að það er ekki gæfulegt að leggja hendur í skaut sér, þegar vanda ber að höndum. Og þess er áreiðan- lega mjög almennt vænzt, 'að íslenzkir háskólaborgarar og aðrir menntamenn váki betur á verði um íslenzkt sjálfstæði og leggi göfugum málum, svo sem baráttu fyrir fri'ði, meira lið en þeir hafa gert nú um sinn. Ein alþýðukona, sem tók til máls á norræna friðarþinginu, er mér sérstaklega minnisstæð. Hún var enginn ræðuskörung- ur, hefur kannski aldrei flutt ræðu áður. En hún og maður- inn hennar höfðu safnað yfir þrjú þúsund nöfnum undir kröfuna um friðarsáttmála milli stórveldanna, og hún vildi fræða okkur um margvíslega reynslu, sem hún hafði öðlazt við þetta hetjulega starf. Mér var'ð hugsað til íslenzkrar móð- ur, sem lá á spítala í fyrra, þegar verið var að safna nöfn- um undir stokkhólmsávarpið. Henni gafst ekki kostur á að skrifa á listann á spítalanum, en hún klippti ávarpið úr blaði og sendi það undirritað í pósti til framkvæmdanefndarinnar — sagðist hafa orðið að gera það vegna samvizku sinnar. Það eru manneskjur me'ð svona hug og dug,, sem eru líftrygg- ing friðarhreyfingarinnar. Og ég vil trúa því, að flestar, ef ekki allar mæður á Islandi séu sama sinnis og þessar tvær og myndu glaðar skrifa undir frið- arávarpið og safna undirskriít- um, aðeins ef þess væri óskað. Islenzk alþýða er þekkt að stéttvisi, víðsýni og góðri greind. Hún er svo glögg- skyggn á óvini sína, að stéttar- andstæ'ðingar hennar hafa átt erfitt með að skýra fyrirbrigð- ið. Sumir þeirra hafa helzt hallazt að því, að þrjózk and- spyrna hennar gegn kjara- skerðingum og trúnaður við sjálfstæði Islands stafaði af skynsemiskorti. Hitt vilja þeir ekki skilja, að heiðarieg mann- eskja hugsar ekki eins og stríðsgró'ðamaður. Heiðarlegur maður hefur enga ágirnd á auðlindum annarra þjóða, vill ekki hagnast á blóði þeirra og tárum. Hann vill una við frið- söm störf og batnandi afkomu í því landi, sem harin er bor- inn til, og gefur fjandann í hervæðingarstörf hinna stríðs- óðu. Og hann veit, að almenn- ingur í öðrum löndum elur ná- kvæmlega sömu þrá í brjósti. Ég þekki persónulega þúsundir íslenzkra verkamanna, sjó- manna og bænda í öllum Iands- fjórðungum. Sumir þeirra eru sósíalistar eins og ég — aðr- ir eru þa'ð ekki. Við suma hinna síðarnefndu hefi ég sagt, að mér sárnaði, að þeir skyldu kjósa til þingsetu menn, sem taka meira af þeim með einni nettri handlyftingu en þeir hafa áunnið sér með árastaríi — og seldu síðan landið okkat í þokkabót. Margir þeirra hafa ekki trúað mér, og pólitískar leiðir okkar liggja enn í ýmsar áttir. En samt get ég ekki komið fyrir mig nafni eins ein- asta, sem væri líklegur til að neita að undirrita kröfu um, a'ð stórveldin geri með sér frið- arsáttmála. Ef þeim væri sagt, að það væri glæpsamlegt að Framhald á 6. síðu. Auk flóðanna miklu á Norður-ltaUu í vetur fé1M á þeim sló«um skridur ihiklár;^ sama ill- viðrakafla, Hérhefur skriða faUið yfír veginR um Simplonskarð milli Italíu og«viss, Mitt á myndinni eru rústir af kirkjU) g^ skr{ðan hefUr brotið. Ný athugasemd frá Þjóðleikhússtjóra Herra ritstjóri! Út af grein sem birtist í blaði yðar eftir Kristínu Jó- hanns um skipulagsbreytingu í rekstri veitinga Þjóðleikhúss- ins, vildi ég biðja yður fyrir eftirfarandi athugasemd og leiðréttingu: Það sem sagt er um nettó- hagnað af veitingarekstri Leik- húskjallarans í ofannefndri grein er vægast sagt mjög villandrí Það er sagt að nettó- hagnaður hafi orði'ð krónur 166.945.84 frá því að leikhúsið hóf starf sitt þar til starfið hófst á ný í haust. Þess ber að gæta að þá er eftir að draga frá hagnað af sælgætissöl- unni, sem varð yfir allan tím- ann, sem frú Kristín stjórnaði veitingasölunni 93 þús. kr. Þá eru ekki eftir nema tæplega 74 þús. kr. hagnaður, sem ekki er heldur raunverulegur hagn- aður, því þá er eftir að draga frá fyrningu áhalda og allra tækja, hreingerningu veitinga- salanna og vexti af því fé, sem bundi'ð er öllum tækjum sem tilheyra veitingasölunum. Auk þess v^- húsaileiga, raf- magn og hiti mjög lágt áætlað sem útgjaldaliður veitingasal- anna. Þegar búið er að draga þessa kostnaðarliði frá þessum 74 þús. kr., hinum svokallaða hagnaði, verður hinn raunveru- legi hagnaður ekki mikili. Með því að leigja Leikhús- kjallarann fyrir 110 þús. kr. á ári og leikhúsið hafi sælgætis- söluna áfram svo sem gert er, en hún gaf yfir ofangreint tímabil 93 þús. kr. í nettó- hagnað, er ekki anna'ð sjáan- legt en að það sé hagnaður fyrir leikhúsið að leigja veit- ingasalina út með þessum kjör- um. Veitingahúsrekstur með mat- sölu er all áhættusamur og krefst auk þess mikils rekst- ursfjár. Þjóðleikhúsið gat ekk- ert rekstursfé fengið, enda vafasamt fyrir það að leggja í áhættufyrirtæki. Svo frá því sjónármiði var þa'ð hyggilegt að leigja veitinsastaðinn manni sem hafffi nægilcgt fé og að- stcðu til þess að koma af stað og reka fullkomið veitingahús. Leikhúskjallarinn er, fyrst um sinn aðeins leigður til eins árs, og er því hægurinn hjá, fyrir Þ.ióðleikhúsið ' að taka reksturinn. í sínar hendur, me'ð tiltölulega litlum fyrirvara, beg ar líkur benda til að eigin rekstur verði gróðavænlegri. Reykjavík, 3. jan. 1952. ^ Guðl. Rósinkranz

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.