Þjóðviljinn - 05.01.1952, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.01.1952, Blaðsíða 5
4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 5. janúar 1952 Laugardagur 5. janúar 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (5 þlÓOVIUINN Útgefandi: Saraciningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. B'.aðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri; Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 16 annarstaðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Gefið Stefáni dýrðina! Áramótagrein hins konunglega leiðtóga stjornarand- stöðunnar, Stefáns Jóhanns Stefánssonar, fjallar að meg- ínefni til um sósíalista, og eftir mikinn fúkyrðaaustur kemst leiðtoginn svo að orði: ,,En á þessi atriði er einnig drepið hér við áramót fyrir þær sakir, að þáð örlar stundum á því hjá einstaka stjórnmálamönnum borgaraflokkanna, að hugsanlegt gæti verið áð þiggja lið kommúnista. Það er hættuleg- asta fyrirbærið meðal íslenzkra lýðræðisfIokka.“ Þetta er boðskapur A.B.-flokksins til atvinnuleysingj- anna, húsnæðisleysingjanna, þeirra sem búa við öryggis- leysi og iskort: neyð þeirra er hégómi hjá hinu að enn crlar á því að menn vilji hafa samvinnu við sósíalista. Það er lang hættulegasta fyrirbærið í þjóðmálum ís- 3ands. Ummæli leiðtogans um ríkisstjómina eru í fullu sam- ræmi við þstta mat. Hann skrifar sérstakan kafla um , hið góða“ í fari stjórnarflokkanna og sá kafli er heill dálkur. Næsti kafli fjallar svo um það sem „er ekki gott“, og það er áðeins fjórðungur úr dálki. En „hættulegasta ’fyrirbærið“ er þá raunar ekki talið með. „Hið góða“ í fari stjórnarinnar er að mati Stefáns Jó- hanns meginundirstaðan að stefnu hennar: utanríkis- málin, marsjallstefnan, og allar afleiðingar hennar, en sem kunnugt er eru það þau atriði sem fyrst og fremst móta nú landsmálin öll. Og Stefán leggur sérstaka á- herzlu á það að þessi „góða“ stefna sé svo isem engin ný- ung hjá núverandi stjórn, heldur arfur sem hann hafi eftirlátið henni: „Utanríkisstefnan er hin sama og mörkuð var af sam- steypustjórn þeirri sem formaður Alþýðuflokksins hafði íorsæti í (þ.e. ég sjálfur Stefán Jóhann Stefánsson); enda gegnir sami maður nú embætti utanríkisráðherra og í þeirri stjórn. í tíð hennar var og ákveðin aðild aö Marshallaðstoöinni og Atlanzhafsbandalaginu. Hér er því ekki um nýja stefnu aö ræða, heldur framhald áður markaðrar stefnu ... Hinn stóraukni innflutningur á eingöngu rót sína að rekja til Marshallaðstoðarinnar... Það var samsteypustjómin, undir forsæti formanns Al- þýöuflokksins (þ.e. mín sjálfs Stéfáns Jóhanns Stefáns- sonar) sem öllu þessu hefur til leiðar komiö. . .. Þar hvarf sú dýrg núverandi ríkisstjórnar. Það góða, sem hún hefur gert, er nefnilega ekki nýtt.“ Þannig lýsir forustumaður „stjórnarandstöðuflokks“ yfir því að eini gallinn á stjórninni sé raunverulega sá að hún viðurkenni ekki sem skyldi forustuhlutverk Stefáns Jóhanns> Stefánssonar og „dýrð“. Og aldrei þessu vant fer forustumaður A.B.-flokksins með algerlega rétt mál. Stefna núverandi stjórnar er beint og rökrétt áframhald af stefnu fyrstu stjórnar Al- þýðuflokksins: Þegar stjórn Stefáns Jóhanns gerði marsjallsamning- inn skuldbatt hún sig einnig til þeirrar stórfelldu geng- islækkunar sem mest hefur skert lífskjör almennings. Þegar stjórn Stefáns Jóhanns geröi marsjallsamning- inn skuldbatt hún sig til þeirrar fjármálastefnu ssm birt- ist almenningi í sívaxandi sköttum, tollum og álögum, sem nú eru að sliga flest alþýðuheimili. Þegar stjórn Stefáns Jóhanns gerði marsjallsamning- inn skuldbatt hún sig til þeirrar lánsfjárstefnu sem hef- ur verkað á þjóðfélagskerfiö eins og blóðmissir á manns- líkamann. Þegar stjórn Stefáns Jóhanns gerði marsjallsamning- inn skuldbatt hún sig til að koma á því „jafnvægi“ sem birtist í óhindruöu okri heildsalastéttarinnar og skipu- lögöum atvinnuskorti. Þannig má taka einn liðinn af öðrum, þræöirnir liggja allir til fyrstu stjórnar AB-flokksins. Og það er von að Stefáni sárni að fá ekki að njóta „dýröarinnar“. Aö mati Stefáns Jóhanns er tvennt sem amar að í ís- lenzku þjóðlífi. Annað er „hættulegasta fyrirbæriö“, að til. skuli vera menn sem vilja vinna með sósíalistum að málefnum íslenzkrar alþýðu. Hitt er að hann skuli ekki íá að njóta ,/iýrðarinnar“ af stefnu núverandi stjómar. 3»að em hugsjónir AB-flokksins um þessi áramót- Ausch' heíur emnig L merkilegt starf BÆJARPOSTIIÍINN Þjóðerni tónlistar- manna, Lesandi Bæjarpóstsins hringdi til hans í gær og kváðst vilja leiðrétta villu eða misskilning sem komið hefði fram i bréfi „Ungrar konu“ er birtist hér í gær. 1 bréfinu er spurt hvað valdi því að enginn íslenzkur tónlistarmaður stjómi Sinfóníu- hljómsveitinni. — Lesandinn kvað þessa spumingu vera gjörsamlega út í hött, þar sem tveir íslenzkir þegnar stjóm- uðu hljómsveitinni nú þegar, þeir Róbert A. Ottósson og dr. Victor Urbancic. Bæjarpóstur- inn felst samstundis á þetta sjónarmið ,,lesandans“. Þessir menn báðir em að vísu fæddir og uppaldir í útlöndum, en þeir hafa unnið mikinn hluta starfs- dags síns hér á landi, báðir unnið stórfelld og þýðingar- mikil afrek í islenzkum menn- ingarmálum, og hafa báðir hlotið íslenzkan ríkisborgara- rétt. Bæjarpósturinn hefur enga löngun til að skipta mönnum í útlendinga og inn- lendinga, því hann hefur lengi verið þeirrar skoðunar að ein- hvem veginn séum við öll ein og sama þjóðin, hvar sem við búum á hnettinum. Og hann vill verða síðastur manna til þess að setja eitthvert útlent vömmerki á menn sem leggja fram alla sína hæfileika í menningarbaráttu okkar — jafnvel þó þeir séu ekki aldir upp við sömu fjöll eða fljót og við. Það er allt í lagi með þjóðemismálin í Sinfóníuhljóm- sveitinni. Myndir fornra meistara. „Það er haft eftir Guðmundi dúllara, að hann hafi sagt: Mikið skáld er Símon Dala- skáld, — Eins fór fyrir mér, þegar ég hafði skoðað sýning- una í Iþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar við Lindargötu. Miklir meistarar hafa þessir gömlu málarar verið. Allir hljóta að hafa gaman af því að skoða þsssi snilldarlegu málverk. Fyrsta myndin sem vekur athygli mína er til vinstri handar, þegar gengið er inn í salinn. Hún heitir1: Upp- skemvinna —, eftir norskan málara E. Normann, 1848— 1918. í framsýn er norsk blómarós, sem ber öll einkenni þjóðar sinnar, en í baksýn tröllsleg fjöll og jöklar. — Þá er mynd nr. 35 (Grátur). Tára- perlurnar í augunum em svo eðlilegar, að manni virðist þær vera að hrapa niður kinnamar. Það er sál grátsins. — Þama er mynd eftir málara, .sem var uppi frá 1589—1624: Danin- cio. Myndin heitir: Díana og Endymion, ákaflega litasterk og dramatísk. — Og svo kem- ur hún Judith, ógleymanleg mjmd. Ég varð jafnvel smeyli- ur, mér sýndist hún renna til augunum. — O Allt lífi þrungið. Næsta mynd heitir: Snyrt- ing. Þar sýndist mér standa lifandi kvenmaður. Og í allri minni hrifningu var ég nærri kominn að því að heilsa henni með kossi, að góðum og göml- um íslenzkum sveitasið, en til allrar hamingju heyrði ég eitt- hvert þrusk fyrir aftan mig, svo mér var þegar Ijóst, hvar ég var staddur og áttaði mig því í tíma. — Myndin: Lax- arnir er svo mikið snilldarverk, að ég hef engin orð til þess að lýsa heimi, Blæbrigðí hreisturs- ins voru dregin þarna með slíkri nákvæmni að maður gat staðið og horft frá sér num- inn yfir slíkri töfralist. — Og svo er það þá nr. 13: Blóm og ávextir. — Eg var þegar farinn að rétta út höndina, í minni einfeldni, til þess áð ná í eitthvað af þessum gimilegu og lifandi ávöxtum, sem héngu þarna á greinunum, þegar mér varð það ljóst, að hér var um málverk að ræða. • Opinberun í þagnargildi. Ég skammaðist mín þegar,*" ég fór allur hjá mér, því rétt hjá mér stóðu málarar og mál- arameistarar. Þeir hafa senni- lega hugsað sem svo, að sæmi- lega væri þessi vitlaus. — Það er hreinasta opinberun að skoða svona sýningu, eitthvað hliðstætt þvi að lesa perlumar í heimsbókmenntunum. En hvernig stendur á því, að svona hljótt hefur verið um sýningu þessa. Eins merkiLeg og hún þó er Lítið skrifað um hana af leikmönnum og því síður af fagmönnum í listinni. Er það ekki einmitt köllun málaranna að kynna og túlka þarna mál- aralist fyrir fólkinu, eins og það er rithöfundanna að kynna fornar bókmenntir? Fombók- menntir okkar, Islendingasög- urnar, eru taldar sígild lista- verk. Og mér hefur dottið í hug í allri minni fáfræði um list, að þessi málverk, minnsta kosti sum þeirra, séu sígild listaverk. — En sé svo ekki, þá vonast ég eftir, að þeir sem betur skilja, láti til sín heyra. Jóhannes frá Köstum“. ★ Ríkisskip Hekia er væntanleg til Rvík- ur i nótt eða morgun. Esja er i Álaborg. Herðubreið fór frá Rvík í gærkvöld til Breiðafjarðarhafna. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyrill er á Sauðárkrók. Ármann fór frá. Rvík í gærkvöld til Vestmanna- e'yja. Fiugfélag Islands I dag er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Vestm.eyja, Blöndu- óss, Sauðárkróks og Isafjarðar. Á morgun eru áætlaðar flugferð- ir til Akureyrar og Vestmannai- eyja. Gullfaxi kom til Reykjavik- ur í gær frá Prestvík og Khöfn. Loftleiðlr h.f. 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Isafjárðar og Vest- mannaeyja. Á morgun verður flog- 'ið til Vestmannaeyja. Á gamlárskvöld opinberuðu trúlof- sina ungfrú Guðmunds- dóttir, Ásvallagötu 23 Reykjavík, og Davíð Erlendsson, Lækjargötu 18 Hafnarfirði. Á gamlárskvöld opinberuðu trú- lofun sina ungfi’ú Petra Þórlinds- dóttir frá Fáskrúðsfirði og Ing- ólfur Jónsson loftskeytamaður, Skúlagötu 54, Reykjavík. ar Guðbrandsson, Bergþórugötu 15a. Heimili ungu hjónanna verð- ur að Gréttisgötu 20b. 1 dag verða gefin saman í hjónaband af séra Emil Björns- syni ungfrú Sigrún Jóhannesdótt- ir og Snorri sturluson, rafvirki. Heimili ungu hjónanna verður að Engihlíð 7. X Fastir liðir eins og venjulega. — Kl. 12.50 Óskalög sjúk- linga (Björn R. Einarsson). 18.00 Útvarpssagá barn- anna: „Hjalti kemur heim" (Ste- fán Jónsson rithöfundur) X. 18.30 Dönskukennsla; II. fl. 19.00 Ensku kennsla; I. fl. 20.20 Leikrit Þjóð- leikhússins: „Lénharður fógeti" eftir Einar H. Kvaran. Leikstjóri: Ævar Kvaran. Leikendur: Ævar Kvaran, Jón Aðils, Þóra Borg, Valur Gíslason, Elín Ingvarsdótt- ir, Gestur Pálsson, Róbert Arn- finnsson, Klemenz Jónsson, Yngvi Thorkelsson, Karl Sigurðsson, Valdimar Lárusson, Gerður Hjör- leifsdóttir, Arndís Björnsdóttir bg Lúðvík Hjaltason. 22.15 Danslög (pl.) til 24.00. Messur á morgun. r - . vr.,_ Dómkirkjan. Mess- * að kl. 11 f. 'h. Sr. Óskar J. Þorláks- son. — Laugarnes- kirkja. Barnaguðs- þjónusta kl. 10.15 f. h. Sr. Garðar Svavarsson. Eng- in síðdegismessa. — Fríkirkjan. Messað kl. 2. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Þorsteinn Björnsson. — Hallgrímskirkja. Messa kl. 11 f. h. Ræðuefni: Vitringarnir. Sr. Jakob Jónsson. Kl. 1.30 Barna- guðsþjónusta. Sr. Jakob Jónsson. Kl. 5 e. h. Messa. Sr. Sigurjón Þ. Árnason. Rafmagnstakmörkunin í dag: Kl. 10.45—12.15. Nágrenni Rvík- ur, umhverfi Elliðaánna, vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Viðeyjarsund, vestur að -Hlið- arfæti og þaðan til sjávar við Nauthólsvík í Fossvogi. Laugar- nesið að Sundlaugarvegi, Laugar- nes, meðfram Kleppsvegi, Mosfells sveit og Kjalarnes, Árnes- og Rangárvallasýslur. í Moskvu sjóst engin leikföng SKÁLKURINN FRÁ BUKHÁRA Eas&i MaðamaSiitimt Ralph Parker iýsir uEdir- búningi jóla- og nýársfeáiíðafma I Sovétríkjunum halda allir hátíð um nýárið og margir halda þar jólin hátíðlcg einnig, segir brezkj blaðamaðurinn Ralph Parker í grein um miðsvetrarhátíðar í Moskvu. Seinni helming desember- mánaðar er mikið annríki í búð nm og hjá félagssamtökum við undirbúning hátíðanna. Á heimilunum eru húsmæður önnum kafnar við bakstur og matartilbúning og skreytingar fyrir fjölskylduboðin. Ár frá ári hafa lífskjör fólks ins batnað, og ekki sízt um jólaleytið fá Moskvubúar tæki- færi til að mæla þann vöxt með áreiðanlegum mælikvarða: viðE'kiptunum í búðunum og á mörkuðunum. Frá 1947—1950 varð mest aukning í sölu matvæla. Síð- astliðið ár hefur stóraukin framleiðsla á öðrum nauðsynja vörum en matvælum orðið til þess að aukning á slíkum vör- um 'hefur orðið mikii. Josephine Baher fer í mál Josephine Baker hefur höfð- ^ mal ,;S S” hana kommún ista, gyðinga- Josephine hatara, negra- Baker^ hatara (faún er sjálf negri) og hina verstu ikonu. Josephine Baker hefur áður átt í málaferlum við Stork- klúbbinn í Washington fyrir alvarlegar móðganir af kyn- þáttaástæðum. En bandarískur dómstóll taldi klúbbinn hafa fyllsta rétt til að móðga hana vegna þess að hún er negri. Hæsta hús í heimi selt Stærsta skrifstofuhús í heimi Emþire State Building í New York, sem er 102 hæðir, hefur verið selt á 51,5 milljónir doll- ara, og hefur húsverð aldrei komizt jafnhátt, segir í banda- rískri fregn. Góð hugmynd um þetta fæst með því að ganga um eina stærstu verzlunargötu Moskvu, Gorkígötu. Og ólíkt því sem gildir um slíkar verzl- anir í öðrum löndum eru glæsi- iegustu verzlanimar hcr fyrir ahnenning. Ekiginn þarf að ótt- ast uppskrúfað geypiverð þótt hann fari inn í stórbúðirnar næst Moskvuráðhúsinu. Jólatré og snjókarlinn. Á þessum árstíma, er fjöldi manna flytur í nýjar íbúðir, er alltaf þröngt í búsáhaldaverzl- uninni stóru í Gorkígötu. Þar eru kæliskápar og þvottavélar, eldtraustir glerpottar og hrað- suðupottar frá tilraunaverk- smiðjunni í Kíeff, rafmagnsrak- vélar og allavega heimilistæki til aukinna þæginda. Við hliðina á þeirri búð er önnur sem verzlað er í fyrir háar upphæðir. Það er ein vin- sælasta skartgripabúðin í Moskvu. Engar hömlur hafa verið settar á sölu góðmálma í Sovétríkjunum. Flestar búðimar í Gorkígötu eru með jólatré í gluggunum og víða sést Snjókarlinn, rúss- neski jólasveinninn, minnandi foreldrana á að kaupa bömun- um gjafir. Leikföngin sem til sölu em í Gorkígötu eru fiest svipuð og annars staðar: brúð- ur, 'bangsar og skopparakringl- ur handa minnsiu bömunum, mekkanó, bíiar og járabrauta- lestir handa þeim stærri. En hvergi sést neitt sem minrir á stríð. Ef búð í Gorkígötu setti í sýningar- gJugga sprengiflugvélar eirs og þær sem bandarísk börn fá frá ástríkunr foreidruxn, lifti ekki á löngu þar til verzlunarstjórinn yrði að standa fyrir máli sínú vegna brots gegn lögunum er banra stríðsáróður. Þar sjást líkön af dráttarvélum og brunaliðsbílum en er.gir skriðdrékar eða tindátar. Verzlanirnar í Gorkígötu, allt frá leikfangabúðinni í nánd við Kreml til matvælabúðarinn- ar nálægt Púsjkintorgi, benda 'ú að miðvetrarhátíðirnar verði haldnar hátíðlegar við meiri vömgnægð en nokkru sinni fyrr, segir Ralph Parker að iokum. I Póllandi hefur verið gerð kvikmynd um kvennafangabúð- ir nazista í Auschwitz og hef- u r hún vakið mikla athygli viða um he'm. MyndatökUr.ni stjómaíí Wanda Jakubowská, sem sjálf sat fangi í witz, þar sem fjögurri og hálfri niilljcn manna frá flestum Iöndum Evrópu var tortímt. Á myndir-ni sést pólsk leikkona í hlutverki túlks í fangabuðun- um. Geislavirkt vatn stöðvar umferð Vatn sem farið hafði niður á þjóðveginn til Harwell, Eng- iandi, stöðvaði umferð um veg- inn í þrjár klukkustundir. Vatnið var geislavirkt og komið frá ensku kjarnorku- stöðinnj í Harwéll, hafði skvetzt út úr vatnsbíl við á- rekstur. Kvatt var á vettvang fólk frá kjarnorkustöðinni til að „gera vatnið hættulaust" og það var ekki fyrr en að þrem- ur tímum liðnum að vísinda- mennimir töldu óhætt að leyfa umferð um veginn. Kapphlaup upp á Mouní Everest Fjallamenn úr þremur lönd- um, Sovétríkjunum, Sviss og Eþglandi hafa sótt um leyfi til ríkisstjórnarinnar í Nepal að mega. senda með sumrinu leið- angur til hæsta fjalls jarðar- inhar, Möunt Everest, segir í Daily Mail. Frá Sovétríkjunum er von á 150 fjallamönnum er ætla sér að reyna að komast upp á fjall ið, sem er 8700 m. Eftir skáldsögu Leonids ir Teflmingar eftir Helge Kíihn-Nielsen Kínverji, Japani, Itali, Brasilíumaður, óðverji og Breti hlutu friðarverð- laun Stalíns 1952 Hinum alþjóölegu Stalín-friöarverölaunum var út- hlutaö á afmælisdegi Stalíns 21. des. sl., en hann varö þá sjötíu og tveggja ára. Þessir hlutu verölaunin: Kuo Mo-jo, forseti Vísindaakademíu Kína, formaöur kínversku deildar heimsfriöarhreyfingarinnar. Pietro Nenni, formaöur ítalska Sósíalistaflokksins. Ikno Oyama, japanskur prófessor og þingmaöur. Jorge Amadó, brásilískur rithöfundur. Anna Seghers, þýzkur rithöfundur. Monica Felton, brezk kona, þátttakandi í kvennanefnd- inni frægu til Kóreu. Kúó Mójó er viðurkenndur fremsti núlifandi rithöfundur Kína. Hann fæddist 1892 og iærði læknisfræði en sneri sér að listum og stjómmálúm. eigin rita hefur hann þýtt ýmis öndvegisverk heimS- bókmenntanna á kínverskn og leyst af hendi á sviði fom- leifarannsókna. Á styrjaldar- árunum gerðist Kúó Mójó for- stöðumaður menningarnefndar stjórnar Sjang Kaiséks. Eftir striðið, þégar Sjang hóf boi"g- arastyrjoldina, lagði Kúó eins og fleiri lýðræðissinnar leió sma til Hongkcmg og þaðar, til héraðanna, sem voru á valdi alþýðuhersins. Eftir stofnun kínverskr alþýðnríkisins \-ir Kúó gerður varaforsætisráð- Jorge Amado herra og menntamálaráðlierra. Qn af þy- sem hún sa þess er hanc forseri frið- hcyrði - Kórcu> komu fram aihreyfingannnar i Kma og kröfur um það á brezka þin fcrseti visindaakademiunnar. inu> að h-n yrði lögBÓtl fyrir drottinsvik en við þeim ligg- ur engin refsing nepia henging í Bretlandi. Dalton ráðherrá i Verkama'R.aflokksstjórinm vék þessari flokkssystur sinni úr fonp annss æti skipulagsnefnd a r nýborgarinnar Stevenag- Anna Seghers er í tölu þeirra. heirr.skunnu, þýzku rithöfunda, sem urðu að flýja land undan nazistum. Hún dvaldi lengst af í Mex:ko en hélt heim 1947 eftir 14 ára útlegð. — Víðkunnar eru skáldsög- ur hénnar úr lífi þýzkra námumanna og „Sjöundi Anna Segheré krossinn“, saga um flótta sjd manna úr fangabúðum nazista. Gegnum rimlagluggann sá í mjóa rák af himni, stjörnurnar blikuðu dauflega, mild- ur morgunblær straukst léttur og. rakur um laufið .... .... í gluggakarminum hófu káter turtil- dúfur að kurra og slctta fjaðrir sínar.- Og Hodsja Nasreddin kyssti fagra stúlk- una þar sem hún lá í móki og sagði: — Ég verð:-að fara. Lifðu heii, óviðjafnan-' lega stúlkan mín. Gleymdú mér ekki! :— Hinkraðu við! :sagði hún og lagði yndis- iega handleggi UBt háls hnnnml ' — Ég verð að fara. Mér liggur á. Þeir tím- ar eru löngu gleymdir, að ég dveldist tvær nætur í senn undir sama þaki. — Fara? Áttu þá erindi annarstaðar sem ékki mega bíða? Hvert ætlarðu að fara? PIETRO NENNI Pietro Nenni er formaður ítalska Sósíalistaflokksins og óþreytandi forvígismaður verka lýðseiningar. Hann er fæddur 1883 og var ritstjóri sósíalista- blaðsins „Avanti“ þegar Musso- lini bannaði það. Nenni dvaldi síðan í útlegð í Frakkandi, barðist með Garibaldihersveit- inni ítölsku í liði lýðveldissinna á Spáni. Vichystjórnin franska framseldi hann Mussolini, sem hafði hann _ í haldi til 1943 er fasistastjórinni var steypt af stóli. Meðan samstjórn and- fasistisku flokkanna sat að völdum í ítalíu fyrstu árin eft- ir stfíðið gegndi Nenni embætt- um varaforsætis- og utanríkis- ráðher’-a. Frá upphafi heims- friðarhreyfingarinnar liefur hann «taðiö þar í fylkingav- brjósti og er nú varaforseti heimsfriðarráðsins. Jorge Amado hefur skrifað margar skáldsögur, sú kunn- asta þeirra heitir „Blóðmettuö jörð“ og gerist í kakóræktar- héruðum Brasilíu. Honum var ungum varpað í fangelsi fyrir skrif sín og stjórnmálaafskipti. Amado á sæti á þingi Brasilíu en hefur orðið að flýja land undan pfsóknum stjómarvald- anna. Hann dvélst nú í Tékkó- slóvakíu. -'a Vegna frásagna Monicn Felt- Þjéðverjar vilja ekki stríðsleik- Væri hægt að dæma um af- stöðu íbúa Vestur-Þýzkalands til endurvigbúnaðar af eftir- spuminnj eftir tindátum, eru Þjóðverjar einstaklega frið- söm þjóð, segii’ í fréttaskeyiþ frá AP frá Frankfurt am Main. Eftir fimm ára bann var nú fyrir jólin aftur leyft að selja tindáta í þýzkum leikfanga- búðum, en Þjóðverjar snertu ekki við þeim. Leikfangasalarnir segja að einu kaupendurnir að tindátum og stríðsleikföngum liafi verið bandarísku hermennirnir, en þeir kaupi svo mikið af þessu að lei-kfangasalarnir telja sig' verða skaðlausa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.