Þjóðviljinn - 05.01.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.01.1952, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 5. janúar 1952 BátagjaHeyririnn Framhald af 1. síðu. inga var eklu spurt hvort það teldi ríkisstjórnlna haía laga- heimild til ]>essara ráðstáfana. Það er samið við útlenda stofn- un. Ríkisstjórnin fær skilaboð utan úr löndum. Svo fær Al- þingi tilkynningu! Þannig starf ar ríkisstjórnin að þessum málum. Einar sýndi fram á að með þessum ráðstöfunum væri ver- ið að hlaða nýjum byrðum á almenning og gefa allt öðrum aðiium en útveginum óhemju gróða- Með þessu væri verið að framkvæma gengislækkun smátt og smátt. Og jafnframt þvi að þessar ólöglegu ráístaf- anir væru framkvæmdar lýsti blað forsætisráðherrans yfir þvi, að þessar álögur á al- menning væru óþarfar, ef stjórnarflokkarnir gætu komið sér saman um að gefa út- flutningsverzlunina frjálsa! ÓLAFUR HÆTTIR SÉR t!T I LÖGIN! 1 seinni ræðu reyndi Ólaf- ur að draga fjöður yfir hina fcerorðu lýsingu í framsögu- ræðu sinni um þýlyndi stjórn- arinnar gagnvart erlendu hús- bændunum og mannaði sig upp í að segja að bátagjaldeyris- kerfið væri sett á samkvæmt 11. og 12. gr. f járhagslaganna! Einar Olgeirsson las upp þær lagagreinar og sýndi fram á að langt er frá að í þeim felist nokkur heimild til slíkra ráðstafana. Skoraði Einar á ríkisstjórn- ina að leggja málið á þinglegan hátt fyrir Alþingi, eins ug henni bæri skylda til. LEXÍA FRA FRANCO! Ólafur lýsti yfir að málið yrði ekki lagt fyrir þingið á þinglegan hátt. „Þessi samn- ingnr er gerður“, þá athuga- semd taldi þessi dáandi þing- ræðisins nægja alþingismönn- um. Gylfi Þ. Gíslason benti á að fyrirmynd bátagjaldeyris- kerfisins myndi hvergi finnast í Evrópu nema á Spáni, en þangað hafa foringjar Sjálf- stæíisflokksins mjög sótt und- anfarið. Þankar um friðinn Framhald á 3. síðu. krefjast friðar, af því að sósí- alistar vilja frið og Rússar og Kínverjar, þá myndu þeir hrista höfuðið vantrúaðir og segja eins og Sveinki vinur minn á Raufarhöfn: Nei, nú Jýgurðu, heillin. Þegar Halldór Kiljan Lax- ness sleit norræna friíarþing- inu sem einn af forsetum þess, sagði hann m.a.: „Við hverfutn heim með aukið traust á okkur sjálf- um í þessari baráttu og sannfærð um, að enda þótt stríðsöflin vinni ötullega, er lífsvilji þjócanna þó ennþá sterkara afl, ekki sízt á tímum eins og þessum, þeg- ar mikil] hluti hins kúgaða heims er að vakna og hefja skipulega, einbeitta baráttu gegn óvinum mannkynsins. Friðarhreyfingin heyr sams konar einbeitta, skipu- lagða baráttu gegn gereyð- ingaröfiunum. Iiún nær til alls mannkynsins og er runnin af lífsþrá þjóðanna". Hvorum ætla íslendingar að Jeggja lið: Stríðsöfiunum, sem hafa hrifsað til sín land okk- ar, eöá friðarhreyfingunni sem berst gegn gereyðingaröflun- um ? Þet.ta er samvizkuspurning mannkynsins ti] íslenzku þjóð- arinnar.. 67. DAGUR er ekkert um að vera við Greenwood vatn lengur, finnst mér. Eintóm gömul hænsni.“ „Þetta þætti móður þinni gaman að heyra.“ 0,Og þú lepur það auðvitað í hana.“ „Nei, það geri ég ekki. En ég býst ekki við að við förum að elta Finchley eða Cranstonfólkið upp að Tólfta 'vatni. Þú getur farið þangað ef þig langar til og pabbi leyfir þér það.“ Um leið var gengið um útidymar; Bella gleymdi rifildinu við bróður sinn og hljóp niður til að heilsa föður sínum. ANNAR KAFLI Aðalmáttarstólpi Griffithsfjölskyldunnar í Lycurgus var at- hyglisverð persóna. Hann var alger andstæða hins litla, ráð- leysislega bróður sáns í Kansas City, rúmlega meðalmaður á hæð, vel byggður og ekki of feitur, með skarplegt augnaráð og röska og ákveðna framkomu. Hann hafði ikomizt áfram af eigin rammleik ,og smám saman hafði hann gert sér ljóst að haijn var öðrum fremri að skarpskyggni og útsjónarsemi í við- skiptamálum, og af þeim sökum. var hann stundum dálítið ó- þolinmóður við þá sem voru honum síðri í þeim efnum. Hann var engan veginn fráhrindandi í framkomu, en hann gerði sér far um að vera rólegur og virðulegur í fasi. Og hann réttlætti sig fyrir sjálfum sér með því, að hann mæti sjálfan sig mikils, af því að aðrir gerðu það. Fyrir tuttugu og fimm árum hafði hann komið til Lycurgus með dálítið fé handa á milli, sem hann lagði í flibbaframleiðslu, og honum hafði gengið betur en hann hafði nokkru sinni þor- að að vona. Og vitanlega var hann hreykinn af því. Að þessum tuttugu og fimm árum liðnum bjó fjölskylda hans í einu glæsi- legasta og smekklegasta húsinu í Lycurgus. Fjölskyldan var einnig talin ein hinna fremstu þar um slóðir — virðuleg, íhalds- söm og lánsöm. Böm hans, að því elzta undanskildu, voru í miklum metum í samkvæmislífi yngra fólksins, og hingað til hafði enginn skuggi fallið á álit faans. Þegar hann kom heim frá Chicago þennan dag, hafði hann gert ýmsa hagkvæma samninga, sem virtust boða áframhald- andi velgengni, og hann var í ágætu skapi og ánægður með lífið og tilveruna. Allt hafði gengið að óskum í ferðalaginu. í fjarveru hans hafði allt gengið sinn vanagang í verksmiðju hans. Pantanirnar streymdu inn. Þegar hann kom inn um dymar á húsi sínu, lagði hann frá sér þunga ferðatösku og glæsilegan yfirfrakka, leit við og sá einmitt það sem hann hafði vonazt eftir — Bellu á hlaupum í áttina til hans. Hún var eftirlætið hans — hið yndislegasta og bezta sem lífið hafði veitt honum — æska, hreysti, fjör, greind og ástúð — allt þetta í liki fagurrar dóttur. „Ó, pabbi,“ kallaði hún mjúkri og ástúðlegri röddu, þegar hún kom auga á hann. „Ert það þú?“ „Já. Það tel ég víst. Og hvernig líður telpukominu hans pabba?“ og hann breiddi út faðminn og yngsta afkvæmið flaug upp um hálsinn á honum. „Þú ert sannarlega hraust og táp- mikil stúlka," sagði hann um leið og hann lauk við að kyssa hana ástúðlega. „Og hvernig hefur litli svarti sauðurinn í fjöl- skyldunni hegðað sér síðan ég fór? Ekkert klandur núna.“ „Ég hef hegðað mér lifandis ósköp vel. Spurðu hvern sem er. Ég faefði ekki getað hegðað mér betur.“ „Hvað er að frétta af mömmu þinni?“ „Henni líður ágætlega, pabbi. Hún er uppi hjá sér. Hún hefur víst ekki heyrt þegar þú komst.“ „Og Myra? Er hún komin frá Albany?“ „Já. Hún er upp; á herberginu sínu. Ég heyrði að hún var að spila rétt áðan. Ég er nýkomin heim.“ „Já, auðvitað. Á þeytingi eins og fyrri daginn. Láttu mig bekkja þig.“ Hann lyftj. vísifingrinum aðvarandi,'en Bella hékk ? öðrum handlegg hans og þau gengu saman upp stigann. „Nei, ég var ekki á neinum þeytingi,“ maldaði hún biíðlega 1 móinn. „Alltaf tortryggir þú mig, pabbi. Ég var bara hjá Sondru dálitla stund. Og hvað heldurðu pabbi? Þau ætla að ílytja úr sumarbústaðnum við Greenwood vatn og byggja glæsilegt hús upp við Tólfta vatn. Og herra Finchley ætlar að kaupa rafknúinn bát handa Etuart og þau ætla að búa þar allt næsta sumar, kannski frá því í maí og fram í október. Og Cranston fólkið ef til vill líka.“ Herra Griffiths var orðinn vanur brögðum dóttur sinnar, en þó höfðu orð hennar önnur áhrif á hann en hún hafði ætl- azt til: 1 stáð þess að fara að hugsa um að Tólftd vatn væri ákjósanlegri staður en Greenwood vatn, fór hann að hugsa um að Finchley fjölskyldan væri. ekki á heljarþröminni fyrgt hún gæti staðið í öðriun eins útgjöldum. 1 sta.ð þess að svara Bellu hélt hann áfram upp á loft og fór inn í herbergi konu sinnar. Hann kyssti frú Griffitbs, leit inn til Myru, sem kom á móti honum til að faðma hann og talaði um ferðina og hvað allt hefði gengið að óskum. Það sást bezt á því, hvernig hann faðmaði konu sína, að sambandið milli þeirra var með ágætum — ekkert ósamlyndi -r— og þegar hann heilsaði Myru, kom í ljós, að þótt hann væri ekki fyllilega á- nægður með skapgerð hennar og skoðanir, þá átti hún þó sinn hluta af hinni miklu ást hans. Meðan þau töluðu saman, tilkynnti frú Truesdale, að kvöld- verðurinn væri framreiddur, og nú kom Gilbert inn í sam- kvæmisfötum. „Heyrðu, pabbi,“ hrópaðj hann. „Ég þarf að tala við þig um mikilvægt mál á morgun. Má ég það?“ „Já, já. Komdu um hádegisleytið.“ „Komið þið nú, annars kólnar maturinn,“ sagði frú Griffiths alvarlega, og Gilbert sneri sér strax við og gekk niður og Griffiths á eftir honum, og Bella hékk enn á handlegg hans. Og á eftir honum gengu frú Griffiths og Myra, sem var nú ♦□•o#o#o®o#o*o#o#o*oi ss .* 5a •• % .• s? i 1 $8- ss s? ss o* •o § s§ o* •o o» ss •o ss 1 TILKYNMNG frá Landssambandi íslenzkra útvegsmanna Með því að samkomulag hefur náðst við ríkis- stjórnina um að framlengja bátagjaldeyrisfyrir- komulagið fyrir árið 1952, mælir stjórn og Verð- lagsráö L.Í.Ú. með því við útvegsmenn, aö þeir láti skip sín hefja veiðar og kaupi aflann á eftir- töldu verði miðað við vel meöfarinn og ógallaðan fisk og skráí skipverja samkvæmt því: *« Þorskur: Iislægöur með haus....................... kr. 1.05 pr. kg. slægður og hausaður............. — 1.37------ óslægður ....................... — 0.88------ss g§ flattur ......................... — 1.55------§s | . 1 s? Ysa: enda sé henni haldið ss íj sérskildri í bátunum p slægð með haus.................. — 1.15------Í slægð og hausuö ................ — 1.48------s§ I T 1 §§ Langa: t, slægð með haus.................. — 0.93------§s s§ slægð og hausuð .............. — 1.20------ óslægð ......................... — 0.74-------- s? flött .......................... — 1.37------ •c 2o o* “2 | Keila: islægð með haus ................ — 0.38------- §§ slægð og hausuð .............. — 0.55---------» §• ú §§ Ufsi: ® slægður með haus............. — 0.55-------- slægður og hausaður ............ — 0.71------- s§ •; Steinbitur í nothæfu astandi: s? ss ss slægður með haus................. — 0.77---------ss ?S 52. 2» Skötubörð: jjs P stór ............................ — 0.82 — — jjs s§ smá ............................. — 0.57---------;• •1 .* *• Skarkoli: ss •: I. IVa lbs. og yfir .......... — 3.17---------> •: • II. % lbs. til iy4 lbs......... — 2.65-------I | III. 250 g. til % ibs........... — 1.80----------| Meðalverð .................. — 2.73--------§s | s| 25 Þykkvalúra: ?• I. iy4 lbs. og yfir .......... — 2.52----------Í II. % lbs. til iy4 lbs. ....... — 2.08— — f III. 250 g. til % lbs.......... — 1.53úw—r s§ ís Meðalvsrð ................. —"'2.19' — •! 2? i ' 2S‘: *•: Lúða: ' -aaivölteR | |§7 2—20 lbs........................ _ 3.50 — — s§ W - •' *2’ .*5 Hrogn: til 1. april 1952 s§ •l, " i. fi.............................. - '2«ní _ ! I 2. fl............................ _ 1.00----------i §2 . Meðaiyerö (óflokkað) .......... — 1.50 —' — §s t*SS2ÓSS252SSóSS2?SS2óSnSSSSSS2ó2SSS2S2S2SSS282SSS2S2SSS2SSS2SSS2o25SS252?2?SS2t2S25252?SSSS25252S

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.