Alþýðublaðið - 06.09.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.09.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBL AÐIÐ Kaupf élögin. C3Jf yyi Q 728 Laugavcg 22 A. :: Olllluil • 1026 Gamla bankanum. Mjólkurbúðingur. Eggjadufí. Gerduft. Þi/ottabláma. ^ Blásápa. Sfpuspænir. Suðuduft. Blæsóda. Gætið þess, að stafirnir C. W. 8. séu á þessum vörum. Það er trygging fyrir gæðum þeirra. Libbys-mjólkin er komin aftur. stór dós l,io Hreiti, það bezta sem hér fæst, kostar 1,00 kr. kíióið. Kartöflur komnar aftur, ódýrari en áður. Sekkur 23,00 Laukur, nýr og svaár, á 1 00 kg. eins og flestar húsfreyjur kjósa. Mysuostur í kíló stykkjum, kost ar 2,00 kr. kíióið. Kafflbætir okkar er cnn jafnódýr og áður, 2,20 kg. Sæt mjólk, ágæt tegund, koítar aðeins 1,10 dósin. Stangasápan bládröfnótta ryður sér til rúms, engu síður en Sun- lightsápan. Rjól, B. B. Verðið ekki hækkað. Brent og malað kaffi. Súkkulaði, margar tegundir. Kakaó. Te (sérlega gott). Strausykur. Moiasykur. Kandíssykur. Rúgtnjöi. Haframjöl. Sagó Haodsápur. Blautsápa. Sóda. Margar aðrar nanðsynjaTÖrnr, setn eru allar með lægsta búðar- verði. A 1 1 r | Til þess að bæta kjör Alþýðumenn! yöar, þurfið þér að: vera samtaka um kaupkvöfu yðar, kjósa yðar eigln menn tll trúnaðaxstarfa, verzla i yðar eigin b ú ð u m. Carit Etlar: Ástin vaknar. hefði getað kropið á kné fyrir honum, hún fann, að hún á þessu augnabliki sat gegnt manni. Morgunin eftir lá ferjan á Langeyrarhöfn albúin þess að sigla til Árliúsa með iávarðinum og dóttur hans. Jakob hafði komið öilu f kring. Tollstjórinn og prest- urinn frá Norðurbse, sem var magur maður og tekinn að horast klæddur rauðleitri hempu, gengu á ströndinnj og ræddust við. Sinn hvoru megin brúarinnar sem lá út að ferjunni, stóðu hermenn af fallbyssubátunum 1 röðum með spegilgljáandi sverðin dregin úr sliðrum í kveðjuskyni. Komið var að hádegi þegar ieðginin sýndu sig. Ayscha gekk við hlið Elinoru og bar skinnkápu hennar á handleggnum. Á eftir þeim lötraði Pétur Bos með stóra ferðakistu á öxlunum. Um morguninn hafði lá- varðurinn gefið honum há loðskinnsstígvél að skilnaði. Pétur batt þau við eitt hnappagatið og horfði nú hug- fanginn á þau dingla framan á sér um leið og hann blístraði hfergöngulag á leiðinni til strandar. Súld var og dimt upp yfir. Við og við komu smá skúrir, og niður 1 fjörunni skvettist sjórinn upp á klapp- irnar. Þegar Lesley lávarður og dóttir hans komu til strandarinnar gengu tollstjórinn og presturinn til þeirra til að heilsa þeim. „Var það ekki þessi maður, sem fór' með út að flak- inu?“ spurði Elinora. Þegar Takob játaði því, greip hún hendi prestsins og kysti á hana áður en hann gat varn- að þess. „I gærkvöldi heyrðum við sagt frá því, að þér hefð- uð hætt lífi yðar við að bjarga skipreika fólki," sagði lávarðurinn til skýringar framferði dóttur sinnar. Presturinn gamli hneigði sig djúpt og feimnislega ttm leið. og hann leit á Jakob og hrópaði: „Æ, náðuga ungfrú! er hægt að tala um mig, þegar hann þarna er viðstaddur?" „Já, eg þekki hann." svaraði lávarðurinn. „En fyrst þér nú, herra minn, sýnið mér þann heiður að heilsa mér áður en við förum af eynni, þá leyfið mér eina spurningu. Get eg hjálpað yður eða sóknarbörnum yð- ar nokkuð; segið mér ef svo er og eg mundi glaður skilja eitthvað eftir sem bæri vott um þakklátssemi okkar feðginanna." Presturinn stóð berhöfðaður og snéri hattinum í höndum sér. „Fyrst yðar hévelborinheit bjóðið það sjálfir, Þá er eitt, sem við í mörg ár höfum óskað okk- ur án þess að fá það uppfylt. í Besser kirku eiga þeir svo dæmalaustlega snotrá klukku með slagverki, í Norðurbæ attum við líka aðra, en hún er stönsuð af elli og raka, úrsmiðurinn vill fá 17 ríkisdali fyrir að koma henni af stað og sóknin hefir ekki ráð á að borga. Ef eg mætti biðja yðar háyelborinheit um ofurlítinn skerf til klukkunnar, langt því frá að eg eigi við alla upphæðina, mundu sóknarpörn mln verða yður mjög skuldbundin." „Minnist þér ekki á þetta lítilræði," sagði Lesley lávarður og lagði tíu gullpeninga í lófa prestsins. Öldungurinn leit á hann og síðan á peningana. „Eg átti ekki við svona mikið," mælti hann, Það væri að misnota góðsemi yðar." Við skulum ekki tala meira um þetta," sagði lávarð- urinn, „láttu lagfæra klukkuna, og gefðu fátæklingum afganginn." „Eg þakka mikillega," sagði presturinn. „Ef lávarður- inn vill gefa mér heimilisfang sitt eða hvert hann fer nú, skal honum send kvittun og nákvæmur reikningur yfir það, hvernig þessi mikla upphæð hefir verið nottið."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.