Þjóðviljinn - 19.02.1952, Side 3

Þjóðviljinn - 19.02.1952, Side 3
Þriðjudagur 19. fébrúar 1952 — ÞJÓÐVILJÍNN — (3 ÍÞRÓTTI RlTSTJÓRl: FKÍMANN HELGASON FRÍMANN HELGASON: FERR A VETRARÓLYMPÍULEIKANA Við heyrum þytinn frá hreyfl- um „Gullfaxa"; flugmennirnir eru áð reyna þá áður en lagt er af stað yfir Islandsála. Inn- an stundar „sleppa þeir lausu“ og hinn vængfrái gammur sleppir fótum af Fróni.. Klukk- an er 6.30. Flugfreyjan til- kynnir fagnandi að veður og flugskilyrði séu hin beztu. — I morgunhúminu liggur' Reykja- vík ljósum skreytt, varla vökn- uð er þessir árrisulu ferðafé- lagar kveðja. Smátt og smátt birtir. Útsýnin sannar okkur að nú á nafnið „Eyjan hvíta“ rétt á sér; hvergi sér á dökkan díl svo langt sem augað eygir. — Hélzt svo alla leið þar til kom móts við öræfajökul. Þar kvaddi konungur íslenzkra fjalla, og okkar kæra Frón kvaddi í bili. 9 Farþegar flugvélarinnar eru ýmist á leið til Prestvíkur, Osló eða Kaupmannahafnar. Sá hópurinn sem til Osló fer hef- ur þó fyrst og fremst það í huga að sjá beztu vetrar- íþróttamenn eigast við í harðri keppni þar sem barizt verður um hvert brotið úr sekúndunni, hvern metrann; þar sem síð- ustu kröftum er fórnað til að sigra eða til að gera sitt bezta, meira er ekki hægt að krefjast. Við ætlum að horfa á hina fornhelgu leiki sem að vísu hafa verið klæddir í vetrar- skrúða, og að því leyti breytzt frá sinni upprunalegu mýnd. Og hví skyldi ekki skíðastökk svig, brun, ganga og skauta- hlaup vera eðalbornar íþróttir á borð við hinar upprunalegu keppnisgreinar á Olympíu. Mað- ur hlakkar til að sjá þennan glæsilega hóp íþróttafólks sem Tennis- og Bad- mintonfélag Reykjavíkur Aðalfundur Tennis- og Bad- mintonfélags Reykjavíkur var haldinn í félagsheimili verzl- unarmanna við Vonarstæri sunnudaginn 10. febrúar. Áður en íundurinn hófst minntist fundarfólk forseta ís- lands með því að rísa úr sæt- um. Formaður var kosinn Þor- valdur Ásgeirsson, en fráfar- ándi formaður, Friðrik Sigur- bjönsson, baðst eindegið undan endurkosningu. I stjórn til 2ja ára voru kjörnir Pétur G. Niku lásson, Friðrik Sigurbjörnsson og Guðmundur Árnason, en fyr ir í stjórninni var Magnús Da- víðsson. —• 1 varastjórn voru kjörnir Páll Ándrésson og Ein- ar Jónsson. Endurskoðendur voru kjörnir Kolbeinn Péturs- son og Gunnar Petersen. — I badmintonmótanefnd voru kjörnir Guðmundur Árnason, Einar Jónsson og Gunnar Már Pétursson. Fráfarandi formaður gaf greinargóða skýrslu um starf- semi félagsins á liðnu starfs- ári. Hagur félagsins batnaði verulega á árinu. Félagar eru nú 142. reynir þrek sitt og kunnáttu í djörfum leik. Fólk sem kom- ið er frá mörgum löndum heims áð berjast í friði, þar sem takmarkið er ekki að sem mest blóð renni, að sem mest sé eyðilagt af verðmætum sem tekið hefur tugi og hundruð ára að byggja upp. Maður gleðst yfir því að íþróttirnar skuli vera jafnsterkur þátt- ur í því að tengja saman og kynna æsku landanna sem þær eru. Því hefur verið haldið fram að samstarf íþróttanna hafi unnið mera friðarstarf en nokkurn grunar. I ÞÁGU FRIÐARINS Ég var einmitt áðan að lesa bók þar sem Hjalmar Ánderson norski skautakappinn, segir um þenhan þátt íþróttanna á þessa leið: „Alþjóðlegt íþróttasam- starf hefur stórt hlutverk í friðarstarfinu. — Ég held að íþróttasamkomur þar sem mætt- ir eru fulltrúar frá austri og vestri, suðri og norðri í bróð- urhug sé þýðdngarmeira fyrir málefni friðarins en allar heims ins ráðstefnur um friðarmál. — Ófriður og stríð stendur sem hræðileg ógnun æsku nútímans. Ef til vill er það líka þess vegna áð fleiri hópast til iðk- unar íþrótta en nokkru sinni fyrr. Hér finnur maður sam- einuð hugtökin manndómur, skilningur og félagslund. Hér lærir maður viljandi eða óvilj- andi að skilja menningarleys- ið með mannslátrun. Það mundi verða mjög jákvætt ef öll íþróttaæska. landanna samein- aðist til átaka fyrir friði. Hvað stoðar að strita til að hljóta hraustleiká, styrk og lífsgleði, með öðrum orðum: það sem við köllum hamingju, — þar sem vel þjálfaðir vöðvar og leiftrandi lífsgleði er á næsta augnabliki orðið skotmál ó- kunnugs hermanns. Umfram allt verðum við að trúa á frið og manndóm. Jafn- framt'því sem við hver á sín- um stað tökum þátt í að vinna að hatri á stríði og vekja slika alþjóðlega hugarfarsöldu sem útilokar stríð“. Þetta segir þessi frægi íþróttamaður um íþróttir og friðarstarf þeirra, og hver er ekki á sama máli? N'f'TT FLUGMET Flugstjórinn tilkynnir kl. 10 að flogið sé með 420 km hraða, allar líkur til að sett verði nýtt met á flugleiðinni Reykja- vík-Prestvík. — „Meta“-idíótar eru auðvitað samstundis full- ir áhuga fyrir þessu nýjá hugs- anlega íslandsmeti; það er gert ráð fyrir að það geti munað um 5 mínútum. Bezti tíminn hingað til var 3,28 mín. (það kváð ekki vera svo nákvæmt með sek. eða brot úr þeim, sem er þó mikill galli!) Loks snertir vélin flugvöll- inn í Prestvík; Bravo! NýHt met, 3,25; þrem mín. betri tími en gamla metið. Flug- menn fullyrða að allt hafi ver- ið löglegt, margar klukkur, og við þær gamalgóðir dómarar úr sundmótum og má þar nefna Rafn Sigurvinsson sundkappa úr KR og Hörð Sigurjónsson úr Ægi. Met þetta var stað- fest af öllum viðstöddum: flug- stjóra og áhöfn. Ásbjörn Magn- ússon starfsmáður hjá Loft- leiðum, sem mættur var á fundinn, skrifaði undir með fyrirvara! ER MÖGULEIKI Á 4. SÆTI I BOÐGÖNGUNNI? Við sitjum hér saman, góð- kunnur skíðakappi og ég, en það er hinn ágæti göngugarp- ur úr Ármanni í Skutulsfirði Sigurjón Halldórsson. -— Við röbbum um möguleika göngu- manna. Við vitum ekkert með neinni vissu hváð við getum eða okkar menn, segir Sigur- jón, það er nú fyrst sem úr þvi verður skorið. Allra björt- ustu vonir standa til að þeir gætu orðið nr. 4 í boðgöngunni, en ef til vill er það full mikil bjartsýni. Ég kalla ágætt ef þeir verða í öðrum keppnum í meðalhópn- um rniðið við þá reynslu sem þeir hafa, en Tennmann hefur trú á þeim. Ég ér viss um að Islendingar hafa aldrei búið sig betur undir göngukeppni og piltarnir hafa tekið þennan undirbúning mjög alvarlega. — Við sjáum hvað setur. Framundan blasir við snævi- þakinn Noregur — fyrirheitna landið; landið þar sem viðburðir næstu daga verða fréttaefni um heim allan. — Frímann. Aðalfundur Skíðaráðs Rvíkur Á nýafstöðnum aðalfundi Skíðaráðs Reykjavíkur var Ragnar Ingólfsson (KR) kjör- inn formaður. Með honum í stjórn voru tilnefnd Sigurðui' Þórðarson (ÍR), Árni Kjart- ansson (Á), Ellen Sighvatsdótt ir (IK), Þórarinn Björnsson (Skátar), Lárus Jónsson (Skíðafél. Rvíkur), Valgeir Ár- sælsson (Valur) og Sigurður S. Waage (Víkingur). Auk venjulegra aðalfundar- starfa voru gerðar ýmsar sam- þykktir, m. a. þessi: „Aðalfundur Skíðaráðs Rvík- ur, 1952, þakkar hér með borg- arstjóra Reykjavíkur, hr. Guhn ari Thoroddsen, og Reykjavík- urbæ, svo og vegamálastjóra, hr. Geir Zöega, og Vegagerð ríkisins, fyrir tilraunir og framkvæmdir við að halda op- inni akfærri leið að skíðaskál- um íþróttafélaganna s. 1. vet- ur. Treystir fundurinn nefndum aðilum til þess að gera allt sem hægt er til þess að opna þær leiðir nú, svo fljótt sem við verður komið. — Þótt segja megi að nægilegur snjór sé á nær'liggjandi skíðaslóðum, er það mjög áríðandi fyrir félög- in, vegna fjárhagsafkomu skál- anna, að þeir standi ekki auðir yfir bezta skíðatimann, því að aðaltekjur þeirra eru skála- gjöld, veitingasala og leigu- tekjui'. Jdfnframt beinir fundurinn því til sömu aðila, hvort ekki séu möguleikar á því að láta þungar ýtur þjappa snjóinn, svo að bifreiðir með drifi á öll- um hjólum geti ekið á hjarni“. Vanrœktur BBTRA er að láta ógert, að skrifa sig fyrir útgáf- urn ungskáldánna, en Ijá þeim nafn sitt á áskriftar- listana til augnayndis. V.7-' ar Það hefur hokkuð farið í vöxt að safnað er áskrifendum að bókum sem gefa á út. Hafa þar ýmsir bókaútgefendur riðið á vaðið. Ekkj bar neitt á síikri útbreiðsluaðferð meðan peninga þokan hvíldi þyngst yfir mann- fólkinu. Þeir sem gefa vilja út bækur eru vissulega af ýmsum stétt- um og hafa misjöfn tækifæfi til þess að koma lesefni sínu á prent. Ræður þar vissulega miklu hvað efnið ér og skal það ekki frekar rætt, þótt skemmti- legt og rétt væri. Nú nýlega er búið að úthluta styrk þeim sem þingkj. nefnd sér um „sanngjarna" skiptingu á. Þykjast margir vafalaust og ef ekki allir, sem úthlutað er til, hafa þar sæti hjá óverðug- um. Þarf því ekki að v.orkenna þeim, sem hreinlega hafa verið sviptir sjálfsögðum launum, að verða' fyrir slíkum hugarskejd- um frá styrkþegum. Mörg okkar yngstu skálda og listamanna hafa ekki fengið að sjá nafnið sitt í þessum fríða hópi, og hafa því misst þar enn þá af veikri von um örlitla umbun fyrir eina, tvær eða þrjár bækur, sem þeir hafa sjálfir reynt að gefa út, í hæsta lagi með „fínt“ útgáfunafn að láni, eða ekkert. Það hefur verið blásið hátt og títt um það hvílíkt verð sé á bókum og útgáfukostnaður all- ur geypilegur, jafnvel eins og allt annað væri með hinu „gamla lága verði“, og skal ekki dregið úr því að dýrt sé að gefa út hugsanir á prenti. Þessvegna má það heita merkilegt, hve mörg hinna yngstu skálda hafa komið út einhverju af verkum sínum, þrátt fyrir engan útgef- anda og fáa kaupendur. Þetta fóllc hefur ekki átt nema um eina leið að velja. Þ.e. að gefa sjálft út verk sín. Til þess að tryggja sér kaup- endur og þar með möguleika á að geta klofið kostnaðinn hafa þessi skáld safnað áskrifendum sem gengist hafa undir að kaupa bókina þegar hún kæmi út. Er það ekki lítU raun hverj- um að þurfa að ganga fyrir dyr manna, þó í slíkum erindum sé, því flestir munu þeir safna sjálfir kaupendunum. Það hefur Þorvaldur vann „bændaglímuna“ Tennis- og badmintonfélagið efndi til ,,bændaglímu“ í bad- mintonleik. Voru þeir bændur Þorvaldur Ásgrímsson og Wagner Wallom og höfðu hvor 11 manna liði á að skipa. Var síðan gengið til einvíganna ým- ist tveir saman (tvíliðakeppni) eða einn og einn. Var keppn- in jöfn, tvísýn og skemmti- leg og varð hverju sinni að fara fram aukaleikúr til úr- slita. Vegna tímaleysis var ekki hægt að etja öllum til keppni þar til yfir lauk, heldur var það ráð tekið að bændur meö annan sér við hlið áttust við. Fór sú viðureign svo að Wall- om og félagi hans biðu lægri hlut eftir aukaleik. Stóðu þá uppi 5 af Wallom en 3 af Þor- valdi. En þar sem foringinn var fallinn hafði Þorvaldur unnið. Innanfélagsmót TBR hefst í lok þessa mánaðar. vorgróður síðar komið í Ijós hjá mörgum þessara manna að állt.að helm- ingur þeirra sem skrifað hafa sig fyrir bókunum, taka þær alls ekki, þegar komið er með þær til þeirra. Nú hafa áskrift- irnar orðið til þess að skáldið hefur séð sér fært að leggja út í fyrirtækið, sem óhjákvæmi- léga hefur haft mikinn kostnað í för með sér, fyrir rýran sjóð. Vegna þessara áskriftasvika hafa menn þessir síðan setið uppi með skuldir og svo það sem þeir ætluðu með lítillæti að lofa samborgurum sínuih að sjá eftir sig, hugsanir í þeim bún- ingi er sterkast orkar á þá sjálfa á hverju tímabili. Nú skal það ekki dregið í efæ að sumir af áskrifendum þess- um eigi kannske erfitt með að innleysa sína áskrift, en hitt er þó efalausara að margt þessa fólks áritar sig í algjöru ábyrgð arleysi og ætlar sér aldrei að taka hið áskrifaða. Hvað hefur nú skáldið að launum ? Það hefur verið blekkt með því, að sýndur er faiskur áhugi fyrir verki þess og í öðru lagi verið narrað til þessi að binda sér þungan skulda- bagga um ófyrirsjáanlegan. tíma. Hafi .þeir skömm og ó- sóma sem slíkt gera. Hinsvegar er skylt að þakka’ þeim mörgu, sem hafa farið öðruvísi að og gert mörgumj fært að koma verkum sínum á framfæri, þrátt fyrir engar við- urkenningar frá opinberum1 sjóðum. Slíkt verður ekki með orðum þakkað. Skyldi ekki margt skáldið okkar, sem upp er að vaxa mega „sitja uppi um nætur“ og reikna út hvernig kljúfa megi þrítugan hamar lífsbaráttunnar. Er þá að furða þótt margur sjái frekar dauða og myrkur en; hinar bjartari hliðar samfélags- ins. Að lokum þetta: Þið sem ger- ist áskrifendur að bókum gerist það ekki til þess að sýnast. H 300 aivinnuleysingiar Framhald af 8. síðu. Það er hægt að bæta veru- lega úr atvinnuleysinu strax: með því að ríkið ráðist nú þeg- ar í hiuar fyrirhuguðu fram- kvæmdir við lengingu flúg- brautarinnar’ á Reykjavíkur- flugvelli og undirbúningsvinnu við byggingu menntaskóla og lögregiustöðvar. Það er fjar- stæða að láta togarana sigla út með aflann í stað þess að vinna hann hér í frystihúsum og verhunarstöðvum, og skapa þar með hundruðum manna at- vinnu og þjóðinnl melri gjald- eyristekjur. Það er heimsku- leg firra af bæjaryfir\öldumima að hafa götur bæjarins svo til, ófærar, bæði bílum og gang- andi fólki viku eftir viku, þeg- ar nægur vinnukraftur er fyr- ir hendi til þess að hreinsá snjóinn og klaikann burtu og afstýra þannig slysum og eyði- leggingu á verðmætum. Svona mætti lengi telja. Verkefnin bíða alstaðár og ör- birgðin þrengir að heimilum atvinnulauss fólks. En stjórn- arvöldin sofa og hafast ekkil að. Það er fyrir löngu kominn. tími til athafna og aðgerða í stað endalausra athugana og málalenginga stjórnarvaldanna Ástandið krefst þess að ráð- ist sé tafarlaust í framkvæmd- ir sem gefa atvinnulausum. mönnum vinnu og sveltandí fjölskyldum þeirra nauðsyns legt lífsviðurværi. )

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.