Þjóðviljinn - 19.02.1952, Síða 4

Þjóðviljinn - 19.02.1952, Síða 4
4) _ ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 19. febrúar 1952 þlÓOTBUINN Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósiallstaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vlgfússon. Auglýsingastjóri: Jónstelnn Haraldsson. Kitstjórn, afgreiðsla, auglýslngar, prentsmlðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 16 annarstaðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. v_______________________________________________________________✓ Eiga Islendingar að veita erlendum auðbringum sérleyfi til að virkja stærstu fallvötn Islands? 'Sú fregu, sem birt var hér í blaðinu um daginn um vænt- anlegar eða begar gerðar samningaumleitanir ríkisstjómarinnar við brezka. eða bandaríska aluminíumhringinn um sérleyfi til að virkja Þjórsá og hefja aluminíumvinnslu í stórum stil, hefur að vonum vakið feikna athvgli. Auk þess sem Timinn hef- ur áður sagt um málið rædái annað stjómarblað, Vísir, það s.l. laugardag. Tekur það í sama streng og Timinn, og greini- legt er að málið hefur verið rætt á þessum grundvelli þótt öllu sé haldið leyndu um það hye langt er komið. Tíminn telur að sérleyfisleiðin sé að flesíu eða öllu lieppi- legri en lánaleiðin til þess að hrinda' slíkum hlutum í fram- kvæmd, og Vísir telur að hér sé fyrst og fremst um að ræða útflutning á rafmagni í stórum stíl. En hér er um annað og miklu meira að ræða, er nú skal sýnt. Fáum mun blandast hugur um það, að í fossum og fall- vötnum eigum við einar mikilverðustu auðlindir okkar. Það mun því beinlínis hafa örlagaríkar afleiðingar fyrir framtíð þjóðarinnar að þær séu skynsamlega nýttar, og þeim sé ekki glatað fyrir annaðhvort óframsýni eða undanlátssemi við á- sælið erlent peningavald, sem gína vill yfir auðlindum smá- þjóða sem íslendinga. En um hitt þarf ekki heldur að deila, að til hlítar verður fossaaflið ekki notað nema komið sé upp stóriðju og til þess þurfum við erlent fjármagn a.m.k. að nokkru leyti. Þá kemur til athugunar hvora leiðina skal fara, lánaleiðina eða sérleyfisleiðina eins og Tíminn talar um og er þar væg- ast sagt grunnfæmislega frá ástæðum skýrt. Blaðið telur t.d. það lánaleiðinni til foráttu, að lánveitandinn þurfi ekki ann- að en að „innheimta sfcukl sína og þyrfti ekki að eiga neitt undir hiutaðeigandi þjóð að sækja.“ Með svona röksemd er vægast sagt treyst á litla dómgreind lesendanna. Sú ríkisstjórn sem tæki slík lán án þess að semja nm endurgreiðslu á ákveðnu tímabili með vissum afborgunum árlega, væri a.m.k. furðulega fáráðum skipuð. Auðvitað eru svona röksemdir ekki verðar svars. Nú hagar svo til mcð aluminíumframleiðslu heimsins að mestur hluti hennar er einokaður af brezku og bandarísku hringunum. Fjöldi þjóða er því neyddur til að sæta einokun þeirra. Islendingum væri því án efa heppilegast að ná sam- komulagi við eitthvert þeirra ríkja sem þurfa að flytja inn aluminíum, um lán til stofnkostnaðar er síðan yrði greitt með hluta framleiðsunnar á ákveðnu árabili samkvæmt samning- um. Þannig geta mætzt hagsmunir beggja. Þetta er sú Ieið, sem íslendingar eiga að fara í sinum stóriðjumálum, hvort sem þeir ætla sér að framleiða til útflutnings tilbúinn áburð, aluminíum eða annað, sem heppilegast þykir. Á þann hátt eru fyrirtækin eign þjóðarinnar, framleiðslan. er eign þjóðarinnar, gjaldeyririnn er eign þjóðarir.nar og stjómað að öllu leyti á hennar vegum. Með sérleyfisleiðinni, sem ríkisstjóraln virðist vera að hugsa um, ef blöð hennar ekki fara með fleipur eitt, verður fossa- orkan leigð eriendu auðmagni sem leyfi fær til nytjunar þeirra og atvinnureksturs hér. Fyrirtækin verða erlend eign, fram- leiðslan verður erlend eign, gjaldeyririnn, sem fyrir hana fæst verður erlend eign. Stjórnin öll verður í höndum erlendra eig- enda, en íslenzkir menn verða aðeins vinnuþiggjendur erlendra atvinnurekenda, í eigin landi. við nytjun eigin auðlinda. Það virðist ekki vera mikill vandi að velja, hér á milli. Um alllangt skeið hefur afl Þjórsár verið eign erlends fé- lags. Á síðasta ári tókst loks að tryggja aftur íslenzkan eign- ari'étt yfir þessum míklu verðmætum. Það væri sannariega kaldhæðni örlaganna ef islenzk stjómarvöld yrðu til þess þegar í stað að ráðstafa þeim án vitundar þjóðarinnar í hendur ann- arra erlehdra aðila, sem he^ðu það eitt að markmiði að skapa sjálfiuibisér. stórgróða áa minusta tillits til kagsj5aupaj[sl£j«jinga. Þriðjudagur 19. febvúar 1952 — ÞJÓÐVILJINN Vlisskilin blíðuhót — Öþægindi af lokuðum símum — Mismæli í útvarpinu NÝLEGA mætti ég á götunni manni sem hefur at- vinnu af að setja upp ógurlega stóra kæliskápa útum allt land. Hann kvaðst vera á förum austur í Fljótshlíð til að setja þar upp einn þessara skápa, svo að geyma mætti í honum einhverja sérstaka tegund blómplantna. Minnir mig hann segði að plöntur þessar þyrftu helzt að geymast við 7 stiga frost, og ekki minna, því að annars héldu þær að komið væri vor og spryngju út. SlÐAN hef ég verið að velta því fyrir mér, hvort það geti ekki hent fleiri lifverur en plöntumar í Fljótshlíðinni að misskilja tímabundna blíðu vetrarins og lialda að hún sé vorið: — Undanfama daga hefur verið hlýja í lofti og leysingar á götum og Htill kátur lækur skoppað niður Bankastræti. Og í gærmorgun sá ég dúfu sem hafði strá í nefi og flaug undir þakskegg þar sem karri stóð og ’ var orðinn ástfang- inn í háttum. Og snjótittling- arnir sátu á símalínum og sungu gleðisöngva einsog þeir ættu allskostar við heiminn. Og eftir Ljósvallagötunni hlupu tveir strákar sem höfðu skilið úlpumar sínar eftir heima, stukku uppá kirkju- garðsvegginn, og annar þeirra kastaði gúmmíbolta í höfuðið á hinum. Og á Suðurgötunni gekk framá mig kunningi minn einn blístrandi gamlan ame- rískan slagara sem heitir ,,Oh, what á beautiful moming“ (lausl. þýtt: Hvílíkur morg- unn!) og liann fór aðtala um það í fyllstu alvöru að selja vetrarfrakkann sinn og kaupa sér í staðinn tiltekinn ljósan jakka sem hann hafði séð lijá Haraldi. Hvað skyldi hann annars geta smíðað stóra skápa, mað- urinn sem ég var að tala um áðan? MORGUNBLAÐIÐ birtir í fyrradag mynd af Bjarna Benediktssyni á ráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins í Róm í desember 1951, og er hann þar að ræða við ítalska ráð- herrann Penna. Nú er það spumingin, hvort Bjami sé þama nokkuð annað en blý- antur. • STYRKÁR skrifar: „Einn ágalli er á þjónustu bæjarins okkar, sem mig undr- ar að ekki skulj fyrir löngu hafa verið lagfærður. Hann er sá, að þegar síma er lokað, þá er varla hægt fyrir þann, sem í viðkomandi númer hringir, að vita að þannig sé ástatt, 'því að hann heyrir ekki betur en að hringingarmerkið kveði við hinum megin. — Veldur þetta vitaskuld miklum óþæg- indum, og tímaeyðslu. ,,OG NÚ vil ég beina þeirri fyrirspum til símayfir- valdanna, hvort ekki mætti lagfæra þetta með lítilli fyrir- höfn, láta heyrast eitthvert sérstakt hljóðmerki þegar sím- ar eru lokaðir, eins og gert er •t.. ,d. þegar þeir eni á tali. — •Styrkáiv" AUSTFIRSK konaskrif- ar: — „Út af gagnrýni um óskalagaþátt sjúklinga sem birtist í Bæjarpóstinum fyrir stuttu, get ég ekki stillt mig um að gera eftirfarandi at- hugasemd. — Að finna að við Björn R. út af þvi þó hann umli svolítið, eða skjóti inn setningu með lagi, finnst mér hreinasta geðillsika. Hitt væri eðlilegra að krefjast þess, að ekki sé annað útvarpsefni (eins og t. d. fréttir frá SÞ) látið skerða þann t.íma sem óska- lagaþættinum er ætlaður. Þátt- urinn á að fá sinn hálftíma óskertan, því að vitað er, að á þessum stutta tíma er ekki nema að litlu leyti hægt að uppfylla hinar mörgu óskir, enda munu dæmi þess, að sjúklingar séu löngu staðnir upp úr legu sinni, 'þegar þeir loksins fá lagið sitt. Vérður það að teljast seinagangur. „ANNAÐ er það í út- varpinu sem fremur er víta- vert, og raunar fyrir neðan allar hellur, og það eru mis- mæli þau og ambögur, sem um munn fara ýmsum er starfa þar. Til dæmis að tal.a um að skip hallist 80 prósent (sæmi- legur hallj það, ekki satt?); að flugvél farist sökum hláku í stað hálku; að skip hafi verið búið að missa út tvo skips- stjóra í stað skipverja; og að tiltekin verzlun hafi ágætis sjómannabúllur, sem mætti á- líta að ætti a.ð vera bússur (að minnsta kosti vonandi ekki bullur). •— Þetta ætti að nægja, þó af meiru sé að taka. — Þak' ir til Bjöms R. fyrir óskalagaþáttinn. — Austfirzk kona.“ G A T A N : Oft á hrygginn er mér bylt, opnuð til að liggja, ef þú dyggur af mér vilt uppfræðingu þiggja. Kimskip Brúa.rfoss kom til Hull 16. þm.; fer ’þaðan til Reykjavíkur. Detti- foss kom til Reykjavíkur 16. þm. frá Gautaborg. Goðafoss kom til New York 16. þm. frá Rvík. Gull- foss fór frá Rvík 16. þm. til Leith og Khafnar. Lag-arfoss fór frá Akranesi í gær til Iíeflavíkur og Rvíkur. Reykjafoss er í Antwerp- en; fer þaðan til Hamborgar, Bel- fast og Reykjavikur. Selfoss fór áleiðis til Rvikur síðdegis í g»r frá Akureyri. Tröllafoss kom til Rvíkur 1?. þm. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er í Reykjavík. Skjald- breið er væntanleg frá Rvík í kvöld til Skagafjarðar- og Eyja- fjarðarhafna. Þyrill er norðan- lands. Oddur fór' frá Reykjavik í gærkv. austur um land til Reyð- arfjarðar. Ármann fer frá Rvik i kvöld til. Vestmannaeyja. Skipadeild S.I.S.: Hvassafeil er á Húsavík. Arn- arfell fer væntanlega frá London í dag, áleiðis til Islands. Jökul- fell lestar frosinn fisk fyrir Aust- urlandi. Flugfélag íslands: 1 dag verður flogið til Akur- eyrar, Blönduóss og Sauðárkróks. Austflrðingafélagið í Reykjavík heldur framhaldsaðalfund í Fé- lagsheimili Verzlunarmanna (uppi) n. k. mánudag kl. 8.30 siðdegis. Á laugardaginn birtl AB þrídáflía ljósmynd af tveim- ur grímuklæddum „flóttaprestum“ austan fyrlr tjaid, og „segja þeir ljótar sögur af of- sóknum Sovétstjórnarinnar". Vér höldum því fram að það blað sé ckkl á fia'ðiskeri statt með sönn- unargögn sem getur jafnvel notað andlitsmyndir af liöfuðlausu fólki. La;knavarðstofan Austurbæjar- skóianum. Sími 5030. Kvöldvörður: Óskar Þ. Þórðarson. Næturvörður: Guðmundur Björnsson. SÖNGÆFING i Cf V fiAt Edduhúsinu við Lindargötu í kvöld. Ténór og bassi mæti kl. 8. Sópran og alt kl. 8.30. — Stuudvisi. A sunnudaginn voru gefin sam an i hjónaband af séra .Sigur- birni Einars- syni, prófessor, Neuman, frá Samstarf bænda og verkamanna li'TT-iif^gniirrr i«mhjih ungfrú Haile, Brigitte og Þorsteinn Jónsson, kaupmaður í Vaðnesi. Heimili þeirra verður að Klapparstíg 31. Þriðjudagur 10. febrúar. 50. dagur ársins. — Tungl á síðasta kvartili; í hásuðri kl. 6.52. — Árdegishá- flæði kl. 11.10. Síðdegisflóð um miðnætti. Fastir liðir eins Pg, venjulega. 18.15 Framburðark. í es- perantó. 18.25 Veð- urfr. 18.30 Dönsku-' kennsla; II. fl. —‘ 19.00 Enskukennsla; I. fl. 19.25 Tónleikar: Óperettulög. 20.20 Er- indi: Norður-Afríka; fyrra erindi (Baldur Bjarnason magister). Blekklngiiflii Tíimuas svarað I Tímanum var 9. febrúar s. 1. alllöng grein um verðlags- mál landbúnaðarins og er hún að nokkru leyti svar við grein er ég skrifáði hér í blaðið fyrir stuttu, þar sem ég benti á að stærsta sporið í hagsmunamál- um bænda hafi verið stigið meðan samvinna var nánust milli þeirra og verkalýcsins. Þessi svargrein Tímans er nafn- laus og verður því að teljast á ábyrgð ritstjórans, enda mun ég svara henni sem slíkri. Svo virðist sem Tímaritstjór- . anum hafi brugðið lítið eitt ónotalega við, að vera minnt- ur á það, að þegar hann sjálf- ur hefur viðurkennt, að hér hafi náðst samningar um verð- lagningu landbúnaðarvara er . tr.vggi bændum betri afkomu miðað við aðrar vinnandi stétt- ir, en enn þá hefur fengizt framgengt í nágrannalöndun- um, þá er jafnframt bent á það, að þessi réttur bændanna fékkst VðUrkenndur þegar Framsókn ha.fði minni áhrif á landsmálabróunina en hún hef- ur haft bæði fyrr og s'ðar. Og ennfremur þáð, aS þetta gerðist á þeim tíma, er sam- starf og skilningur bænda og verkamanna á kjörum hvors annars var gleggstur og sam- starf har af leiðandi bezt. Sósíalistar áttu drýgstan þátt ! að sex manna nefndar fyrir- komulagið var framlengt að stríðinu lolaiu. Greinarhöfundur vill afsanna þáð að ákvæði laga um skip- un sex manna nefndarinnar hafi nokkrar rætur átt að rekja til kosningasigurs Sósía’- istaflokksins og aukinna áhrifa hans í verkalýðshreyfingunni. Þetta hyggst hann að gera með því að prenta upp 4. gr. laga frá 14. mpí 1943 um það efni. Hann verður þó að viðurkenna að sósíálistár hafi tekið þátt, i þeirri lagasetningu. En auk þess gleymir hann 'öðru.- í fyrsta lági segir í greininni: „Nú verðu;’ nefndin saramála um vísitölu fi'amleiðslukostnað- ar landbúnaðarafurða pg kaup- gjalds stéttarfélaga og skal þá verð á landbúnaðarafurðum greitt í samræmi við það meðan núverandi. ófriðarástand helzt“,. Og í öðru lagi sannar fram- hald þessarar sögu mitt mál á þann hátt að ekki verður hrak- ið. í þessum kafla lagagreinar- innar er tvennu slegið föstu. Til þsss að heimilt væri að ákveða verðið á landbúnaðar- vörum í samræmi við vísitölu nefndarinnar varð hún öll að verða sammála. Og ennfremur aö þótt hún yrði sammála. þá náði fyrirkomulagið ekki nema tii ófriðarloka. Nú vita það allir, að þsgar ekki liggja. fyrir nema tiltölu- lega ófullkomnar skýrslur um a.fkomu landbúnaðarins, sem því miður er, þá hlaut það að vera mjög miklum erfiðleik- um bund'ð að finna óyggjandi vísitölugn.ndvölll. I fjölmörg- um tilfellum varð aö byggja á meiri og minni ágizkunuin. Því mei.' i reyndi á samnings- lipurð og viiia til að ná sam- komulagi. Það er útilokað að neita því sern greinarhöfund- rr gengur framhjá. að úrslií þessa máis fóru fram í þessari nefnd, og liefði hún ekki náð samkomulagi var málið allt far- ið útum þúfur. En nefndin náði samkomu'agi og það sem. siðai gerðist sanriar fullkomlpga, að fulltrúar verkalýðsins.. gengu lengra en hinir pólitísku leið- togar bændastéttarinnar höfðu gert ráð fyrir. Aulc þess þarf enginn að halda að sjálf skip- un nefndarinnar hafi verið ó- háð þeirri hreyfingu, sem þeg- ar var komin á þetta mál, og styrktist við þá staðreýmd, sem báðir aðilar, bændur og verka- menn, fundu betur á stríðsár- unum en nokkru sinni fyrr, að þeir eiga sameiginlega liags- muni í öllum aðalatriðum. En því fer fjarri að málinu væri lokið með þessu, sem helzt er þó að skilja á um- ræddri Tímagrein. •Eins og fyrr er sagt skyldi fyrirkomulag þetta aðeins gilda til ófriðarloka, samkvæmt á- kvæ’ði laganna. En þar sem hér hafði náðst merkilegur áfangi í baráttunni íyrir sameiningu islenzkrar al- þýðu bæði í hagsmima.barátfu og pólitískri baráttu, þá var öllum þeim er áhuga höfðu fyrir eflingu þeirrar- samvinnu það óskoráð áhugamál, að þetta fyi’irkomulag héldist áfram og eyða mætti þeim agnúum er líklegastir voru til að hindra frekara samkomulag. —- Þess vegna lögðu sósíalistar það. til, þegar á næsta ári, 1944, að nefndinni yrði fa'ið að starfa áfram þótt ófriðnum lyki. Og ennfremur að Búreikningaskrif- stofa landbúnaðarins yrði stór- um efld, svo hún gæti annað því hlutverki að skapa örugga vísitölu byggða á raunveruleg- um upplýsingum um fram- leiðslukostnað landbúnaðarvar- anna. Þessu var vægast sagt dauflega tekið, og eru við- skipti Alþýðusambandsins og Búnaðarfélags íslands á árinu 1944 ljósasta dæmi þess. Sú saga er hins vegar helzt til löng til að verða rakin til hlítar í þessari stuttu grein því ástæða væri þá að birta þau bréf er fóru milli þessara stofnana og þar koma við sögu. En þess skal þó getið að fyrir ítrekaðar tilraunir AI- þýðusambandsins, fól Búnaðar- þing stjórn Búnaðarfélags Is- lands að ræða við Alþýðusam- bandsstjómina um þessi mál. Þegar Alþýðusambandsstjórnin óskaði eftir almennri bænda- ráðstefnu til að ræða þessi mál og treysta framhaldandi s.-irn- starf þá svaraði Búnaðarfé- ’agsstjórnin ekki því erindi. Og þegar- Alþýðusambandsstjómin boðaði til ráðstefnu eigi að síður, þá lagði stjóm Búnað- arfélagsi.is á móti því í opnu bréfi til hreppabúnaðarfélag- anna að þau sinntu þeim til- mælum. Það kom nefnilega greinilega í ljós, að hinir pólitísku leiðtog- ar bændastéttai-innar, sem jafn- framt litu á hagsmuni stjóm- málaflokkanna, vildu Iáta lög- gjafarvaldið eitt hafa málið til meðferðar en hindra sam- komulag og samninga milli stéttanna. En þrátt fvrir þetta allt, þá er það þessi viðleitni, þessi barátta, sem hefur tryggt bændunum þann rétt., er þei:1 hafa nú. Og sú barátta var hafin og háð fvrir vaxandi fylgi og áhrif Sósíalistaflokks- ins á þessum árum. Ef ritstjóm Timans óskar. þá er hægt að birta þau skjalfestu gögn, sem til em i þessu máli og skal þá líka verða gert. ' A áruuum 1930-’40 boðaði Tímiim bændum að þeir 'ættn að láta sér nægja tekjur er aðeins hr.vkkju til að halda \ ið starfsorku og greiða skuldir. Þá ræðir greinarhöfundur nokkuð um verðlagninguna frá 1934 og telur að þá hafi verið fylgt sömu reglum og sex manna nefndin fylgdi. Sér er nú hver blekkingin. Grundvöll- ur laganna frá 1934 var sá að verðjafna, það er hækka verð sumra bænda á kostnað hinna. Annars .ætti Tíminn að ta’.a sem minnst um afstöðu Fram- sóknar til fjárhagsafkomu bændastéttarinnar. á kreppu- Framhald á 7. síðu. Gamalmenni og sjúklingar em meðal þess mikla fjölda Guð- inga sem flytur tíl ísracl. Með samkorn'ulagi við Sameinuðu þjóðirnar hafa 3000 flóttamenn, 1600 sjúkir og 1400 vanda- menn þeirra, f<mgið ný heimili í Israel. — Myudin er af sjúkum Gyðingi af þýzkum ættum. Sameinuðu þjóðimar leggja fram 2,5 milljónir dollara til fimm elliheimila í israel fyrir flóttamenn JÖHANN J. E. KDLD: Landhelgisinálið og fram- tíð fiskveiðanna — Hvað segir þú, hr-ópaði Hodsja Nas- icddín. — Hversvegna hefur þessum æru- verðugu herrum lent svona saman? Og hvfirs vegna varstu að stanza mig? Ekki get ég dæœt í deilu þeirra, — Nú er nóg komið af þessum, vífillengj- um, sagði þjónninn. — Snúðu við! Nú verð'ur þú að svara til saica út ’af þessum hesti. .! Hvaða hesti? spurði Hodsja Nasreddín. _ Þú gerist meira að segja svo djaríur að spyrja! Hestinum sem þú fékkst fulla pyngjú af silfurþeningúm fyrir hjá- húe- • Á •. - /bþuda. minum. ' : . • ■ > •...; • I hverri einustu verstöð landsms er nú daglega varpað fram þeirri spuraingu, hvað gert verði í landhelgismálinu, mest aðkallandi vandamáli ís- lenzku þjóðarinnar. Menn biða með óþreyju eftir svari ríkis- stjórnarinnar í því máli, en svarið lætur ennþá standa á sér. Og það er eðlilegt að sjó- menn og allur almenr.ingur sem hefur lífsframfæri sitt af fisk- veiðum spyrji, hvað dvelji nú raunhæfar aðgerðir í landhelg- ismálinu. Ekki er nú lengur verið að leitæ eftir úrskurði Alþjóðadómstólsins í landhelg- ismáli Norðmanna. Sá dómur er fallinn og tekur af allan vafa í því máli. Hvað er það, sem gerir nú útvíkkun landhelginnar hér að þeirri brennandi spumingu sem hún er í dag? Þessu er fljót- svarað: Landsmönnum er nú lcksins orðið ljóst, að rányrkja sú sem stunduð liefur verið hér í tugi ára. á grunnum mið- um, af erlendum og innlendum skipum með botnvörpu og dragnót, lmn er á hraðri leið til eyðileggingar á efnahags- grundvelli vélbátaútvegsins. Ef lengur verður haldið áfram á þessari braut, þá er algjör fiskþurrð og voði fyrir dyrum. Nú er svo lcomið á beztu fiski- slóðunum hér í Faxaflóa a.ð Hnubátarnir leggja línu sina dag eftir dag í „dáuðah sjó“, og þetta skeður á aðalaflatíma vetiarvertíðarinnar. Hvernig halda menn að uMiorfs verði hér í sjávarplássunum að nokkrum árum liðnum ef þessu heldur áfram? Vélbátaútvegin- um duga engir ríkisstyrkir eða. „bátagjaldeyrir" til þess að halda honum gangandi, ef unn- ið er að því markvisst að eyði- leggja grundvöll hans, sem eru sjálfar fiskveiðamar á grunnmiðunum. Hvað á þá að gera? Um það held ég aö sé enginn ágrein- ingur hjá þeim mönnum sem eitt.hvert skyn bera á þetta mál. Landhelgina verður að stækka. Fjögurra mílna land- helgislína dregin undan yztu annésjum, þannig að innan hennar verði allir firðir n<Dr minnsta lágmarkskrafa sem gera vei'ður til breytLngar á landhelginni. Jafnframt slíkum aðgerðum í landhelgismálinu þá er fyllilega kominn tími til að athugaðir séu á því mögu- leikar að lýsa allt iandgrunnið íslenzka eign að lögum. Og ef gagn á að verða að slíkri land- helgi sem ég hef hér nefnt, þá verður algjörlega að friða í hana fyrir hverskonar botn- sköfuveiðarfærum, (svo sein botnvörpu og dragnót). Þegar Faxaflóinn hefur verið friðaður þannig um nokkurt ái'abil, þá tel ég á þvi lítinn vafa að hér fari aftur að verða fiskisæld á miðunum hjá línubátaflotan- um. Allir menn með sæmiléga greind, vita nú, að firðir og flóar landsins eru uppeldis- og klakstöðvar fyrir margskonar nytjafisk, og að botngróður- inn má ekki eyðileggja á þess- um stöðvum ef vel á að fara. Og þó hefur verið unnið að því markvisst á undanförnum ár- um með auknum og margföld- uðum botnsköfuveiðarfærum að skemma og eyðileggja þessar uppeldisstöðvar. Því er nú svo lcomið í dag, að Hnubátarnir hér við Faxaflóa sækja á „dauðan sjó“ yfir hávertíðina., þar 'sem áður var uppgripa- afli. Náttúran er alltaf gjöful svo lengi sem itiérin virðá lögíriál hennar. En'séu lögmálin brótin. rányrkjunni beitt án allrar miskunnar eða fyrirhyggju, þá getur ekki á annan veg farið, en þanriv að rieyðin berji að dvruin fyrr eða síðar. Það er þetta sem menn fara nú að súpa seyðið af við sjávarsíð- una ef rányrkjan verður ekki stöðvuð tafarlaust. Við mund- um kalla þann fjárbónda brjál- aðan, er æli önn fyrir refa- hóp sem hann slepptj svo laus- um með ánum á vorin svo þeir ætu upp lömbin jafnóðum ög ærnar bæru. En á þennan hátt hefur rányrkjau siglt beCT<ria skauta byr á öllum uppeldis- stöðvum nytjafiska okkar ipn langt árabil. Ungviðið hefur verið unnai'laust drepið án állrar fyrirhyggju og uppeldisstöð\>- i' >< n\iU o . ó : r7 ■ æÍAii

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.