Þjóðviljinn - 22.03.1952, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.03.1952, Blaðsíða 3
Laugardagur 22. marz 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (3 mmmmmmmmm twi ■ •t'ft Kv't .**&&*& ■ is*». ,1 BIHI® SIGFUS Rík var sú alþýðukynslóð, sem ól upp Sigfús Sigurhjartar- son og hæfileika hans á vor- dögum aldarinnar. Stendur hún nú fátækari yfir honum fölln- um? Hið verðmæta skiptir dauð- ann engu, þegar hann rænir ,því. Okkur þýðir ekkert að kvarta um það. Maður, sem hef- ur hálfa öld verið að vaxa til ihlutverks efri áranna, hverfur okkur eins snöggt og algert og hinn, sem lítið þroskaðist og enginn salcnar frá hlutveriki. Brostinn strengur heyrist ekki framar . Þá má ekki gleyma orðum, sem Sigfús skrifaði fyrir 14 árum. Hann var að taka að sér mikilvægt stjórnmálahlutverk, sem aðrir biluðu frá, og sagði: ,,... .um það skal ékki sakast, heldur þakka þeim það, sem þeir hafa vel gert, og óska þeim góðrar hvíldar í fullu trausti þess ,að maður kemur manns í stað og gott málefni skortir aldrei formælendur." Björt eru þau orð. En stund- um er tilveran svo svört, að góðu málefnin skortir í bili for- mælendur, alþýðan flest kefluð og andlega snauð. Sigfús Sigurhjartarson fædd- ist 6. febrúar 1902 á Urðum í Svarfaðardal, sjöunda og yngsta bam föður síns, er þar bjó, Sig- urhjartar Jóhannessonar, og var það svarfdælskt ágætisfólk og skynsemdarkyn. Móðir Sig- fúsar, Friðrikka Sigurðardóttir frá Draflastöðum í Fnjóskadal, var móðursystir Sigurðar Sig- urðssonar búnaðarmálastjóra, Og margt manna með bráðan áhuga og skerpu er þar í ætt. 1 foreldrahúsum naut Sigfús jafnan ástríkis, og honum varð eiginleg hlýjan ,sem hann bar til alls og allra. Eftir að hann hóf skólagöngu, var hann í kaupavinnu á sumrin í ýmsum stöðum til námskostnaðar sér, og landinu vildi hann kynnast, langaði mest til háskólanáms í náttúruf ræði (grasaf ræði). Verkmaður var hann ágætur og gönguskarfur, svo orð fór af, t. d. er hann gekk eitt haust úr Svarfaðardal til Reykjavíkur m. a. til að hafa þeim krónum fleira, sem fargjaldi nam, til að lifa af um veturinn. Eftir að Sigfús lauk stúdents- prófi 22 ára og innritaðist með eitthvað 17 sambekkingum sín- um í guðfræðideild háskólans, lét hann ekki árið líða, áður en hann kvongaðist og réð við sig að gerast kennari, jafnframt því sem hann las og lauk guð- fræðiprófi, 1928. Kennsla í gagnfræðaskólum var aðalstarf lians lengstum til 1939 ,þegar hann hvarf óskiptur til starfa Sameiningarflokks alþýðu. Af kennurum hafði hann þá um áratug verið talinn meðal beztu skólastjóraefna, sem hér væru til. Á stúdentsárum og næst eftir þau var eitthvað að brjótast um hið innra með Sigfúsi. Hann hafði verið óframfærinn í skóla, þjáður af feimni og í fáu notið sín eftir hæfileikum. Skólabræð- ur hans hefðu svarið fyrir, að úr honum ætti eftir að verða einn djarfasti og málsnjallasti baráttumaður á landinu. Allir vissu, að úr honum yrði ekki nema gott, en hvað? Hjónaband hans var gæfu- ríkt. Með Sigríði Stefánsdóttur konu sinni eignaðist hann tvær dætur, sem stunda að loknu stúdentsprófi nám í Osló, og son, sem er í skóla. Heimilislíf og heimilisþarfir, venjubundin skólakennsla, þröngur fjárhagur, kreppuár, þetta hefði gefið hverjum meðalmanni nóg að annast- og una við án baráttu við hið f jar- skyldara mannlífsböl. Mundi eigi hver, sem vissi bæði fallvelti þjóðmálasigra og skammlífi sitt, ur, því ekki veitti af deginum og meiri tíma til kennarastarfs- ins og hinna skylduverkanna. Ritstjóri Nýs larids varð hann 1938 og síðar á ári Þjóðviljans. Eftir það tóku þjóðmál og bæj- armál hann heilan. Hann er fallinn í blóma þrosk- ans fyrir hjartabilun, sem rekja mátti úr æsku, en háði honum lítt fyrr en seinustu árin. Oí- Sigfús Sigurhjartarson — stúdentsmynd 1924 vera ásáttur að koma aldrei nærri almennum málum ? Og það því fremur sem ásköpuð friðsemd og nokkur ófram- færni voru enn sterkar hömlur. En hvorki er viturlegt né stórmannlegt að hugsa þannig. Hér vantar menn. Þess vegna var það sem eldur byltist inni fyrir með Sigfúsi og fyrir kom, að hann, þessi fyrirferðarlitli guðfræðistúdent, átti leiftur í augum og logandi orð á vörum. Á fáum árum breyttist hann i glæsimenni og félagsmálafröm- uð ,sém gekik með fágætri al- vöru og einbeitni að hverju máli og hlaut aðdáun bæði vina og andstæðinga. Þetta var örstutt ágrip af þroskasögu Sigfúsar Sigurhjart- arsonar. Með talning á störfum hans milli 1930 og 1939 skal mönnum hjálpað til að gera hana eitthvað fyllri. Hann vann að bindindismálum bæði seint og snemma ævi ,og aðeins 29 ára gamall varð hann stór- templar í stórstúku IOGT, en var jafnan síðan í framkvæmda- nefnd stórstúkunnar. 1 alþýðu- tryggingamálum var margt að gerast um þetta. leiti, og 1935 var Sigfús formaður nefndar, sem undirbjó alþýðutrygginga- lögin 1935, og sat síðan í trygg- ingaráði til 1939. Hann var for- maður útvarpsráðs 1935—39 og vann þar ötullega að vanda. Sæg blaðagreina ritaði hann fyrir Alþýðublaðið 1934—37 og vann þær helzt seinni part næt- reynsla sifellt öðru hverju á ævinni vann á lífsþrótti hans sökum veilunnar. Eftir góðan stundarbata hafði Sigfús nýtek- ið við öllum störfum og hlífði sér við fæstu erfiði. Ef ég þoli ekki þetta, hugsaði hann, er mér eins gott að falla snöggt. Far- lama og veiklaður vil ég aldrei lifa. „Enginn kemst fyrir enda- dægur, æskusnar né gamalhæg- ur,“ I fáorðri trúarjátning Sigfús- ar voru máttugust þessi orð Jóhannesarguðspjalls: • ,,Oss ber að vinna verk þess, er sendi mig, meðan dagur er; það kemur nótt, þegar enginn getur unnið.“ Það, sem gerði hann að sósíal- ista og byltingamanni í hugsun, var framar öllu boðskapur mannssonarins, sem kenndi, að eini sálarfriðurinn á þessari jörð fæst í baráttu fyrir réttlætinu og engu nema því, og til þess að réttlætið sigri kvaðst hann kominn til að varpa eldi á jörð- ina. Þetta breytti feimnum grasa- safnara úr afdal og gerði hann eldlegan baráttumann, sem hjó biturlega og vægði ekki and- stæðing nema vopnlausum. Vel er það, að nú harma hann óvinir jafnt sem vinir, drengskapar- manninn. Fögnum þó enn meir öðru: Aldrei stefndi Sigfús djarflegar en síðasta sprettinn í gagnstæða átt við afurhald þessa lands og var í hugsun hvorki háður austri né vestri, aðvörunum né skammsýnum heilræðum. Yfir mjallgröf systrungs hans úr Fnjóskadal fyrir fjórum tugum ára voru kveðin orð, sem nú eiga við: Þú fórst aleinn þinnar leiðar þvera brekku jökulheiðar, þar sem ömum væri vegur, vængjastyrkum, hæfilegur. Sá, sem aðeins vörðuvegi vogar sér á björtum degi, aldrei verður ofurhugi, hndinn jafnan lár á flugi. Þeir, sem vesalt hjarta hafa, hugsun litía, í miklum vafa, aðfero manns, sem á sér vilja, aldrei þeir til hlitar skilja. Björn Sigfússon. I janúar 1940 munaði minnstu að tekizt hefði að ganga af dagblaðinu Þjóðviljanum dauðu. Þjarmað var að blaðinu á allar hliðar, öll útgjöld sem hugsan- legt var að skera niður, voru skorin niður, og virtist ekki ætla að duga til. Aðeins þrír blaðamenn voru orðnir eftir við blaðið, en þeim hafði fjölgað þegar blaðið varð málgagn Sam- einingarflokks alþýðu — sósíal- istaflokksins. Þessir þrír blaða menn komu þá saman upp úr hádeginu í Austurstræti 12 og ræddu þau vandamál dag eftir dag hvort nokkur tök yrðu að halda blaðinu áfram sem dag- blaði. Hvort sem um það var rætt lengur eða skemur setti einn þessara þriggja, Sigfús Sigurhjartarson, hnefann í stóra svarta skrifborðið og sagði nei, setti úrslitakosti: Hann yrði ekki við blaðið ef fækkað yrði útgáfudögum, ef Þjóðviljinn hætti að vera dagblað, til slíks undanlialds mætti aldrei koma. Mér er þetta minnisstætt því ég heyrði Sigfús aldrei fyrr eða síðar binda endi á umræður á þennan hátt. En þarna var mik- ið í húfi. Og það voru fundnar enn nýjar leiðir til spamaðar, sagt upp öllu ritstjórnarhús- næði blaðsins, og barizt við að borga prentunarkostnaðinn dag- lega, annars hefði blaðið verið stöðvað. Og Þjóðviljinn þrauk- aði, kom á hverjum degi þar til rofaði í gjörningaveður aftur- haldsins. En sagan um það hvað það kostaði Sigfús Sigurhjart- arson, fjölskyldu hans og heim- ili að fórna öllu fremur en segja skilið við Þjóðviljann og Sósíal- istaflokkinn verður sennilega aldrei færð í letur. Fyrir þær fórnir, eins og svo margt annað sem alþýða Islands á Sigfúsi að þakka, ber konunni hans góðu, Sigríði Stefánsdóttur, ekki síður virðing og þökk. Rösku ári síðar var Þjóðvilj- inn, fjögra síðna blaðið, blá- fátæka, orðinn svo hljómmikil rödd íslenzkrar alþýðu, íslenzkr- ar sjálfstæðislundar, að brezka hernámsstjórnin á Islandi taldi nauðsyn að banna það og flytja ritstjórn þess fanga til Eng- lands. Næstu mánuði urðu kynni okkar þremenninganna dýpri og nánari en þau hefðu nokkurn tíma annars orðið. Starfið við Þjóðviljann, ekki sízt eftir að við höfðum ekki aðra ritstjórnar skrifstofu en gluggalausa próf- arkakompu í Víkingsprenti, var unnið á hlaupum, ritstjórarnir tveir Einar og Sigfús skrifuðu oftast greinar sínar heima. Nú gafst tóm til að ræða fleiri hugðarefni en blað næsta dags og var það óspart notað. Við tókum til við skák þegar á út- leiðinni, höfðum enga hugmynd um skákmennsku hver annars, en áttum ekki einungis eftir að stytta fangavistina dögum oftar við tafl heldur tefldum við okk- ur inn í kunningsskap við menn flestra Evrópuþjóða í dvalar- stöðvum okkar í London. Sigfús hafði yndi af skák, tefldi rólega og öruggt, undirbyggði sóknar- tafl rækilega, af sívaxandi þunga, og varð oftar en hitt sigurs auðið. Hann tefldi ekki ósvipað í stjórnmálum, einnig þar var hann mikill stjórnandi og skipuleggjari með afbrigð- um, einnig þar undirbjó hann sókn af- þolgæði og skarp- skyggni, með þrotlausu starfi. Ekkert var fjær honum í stírirfi, en grunnfærni eða sýndar- mennska starf hans var á öll- um þeim sviðum sem hann vann á drjúgum meirá en hann hirti um. að sæist. Klefinn hans í Brixton Prison var ekki sömu megin og iklefar okkar Einars, og þar naut betur sólar. Hann var ekki lengi að gefa þessum litla og leiða fanga- klefa skínandi, íslenzkt nafn: Hann skýrði vistarveruna í gamm: Sólvang. Eða var það í alvöru ? Fann hann að það birti í hug okkar hvert sinn sem við heyrðum þetta nafn á fanga- klefanum hans Sigfúsar? Tím- um saman þegar klefahurðin var læst að baki honum stóð hann á stólnum og horfði út um litlu rúðurnar í rimlaglugg- anum uppi við loft, horfði út á iðandi stórborgina, og þegar við hittumst næst fengum við að skyggnast í nokkuð af því sem. honum flaug í hug þessar ein- verustundir. En skyldi ekki son- ur norðlenzka dalsins hafa hugsað mun fleira en hann hafði orð á, einnig hann þekkti óstýriláta íslendingsútþrá, hafði ekki draumurinn um háskóla- nám í náttúrufræði bliknað vegna þess að námskostnaður erlendis var ókleifur bláfátæk- um stúdent? Nú var hann kom- inn út í lönd fyrsta sinni, fangi hins brezka heimsveldis, sök hans sú ein að vinna því er hann vissi sannast og réttast, vinna málstað Islendinga. Því fór fjarri að fangavistin yrði honum ónýtur tími. Hann not- aði hvert tækifæri til að auka þekkingu sína á enskri tungui og þjóðfélagsháttum Breta, af blöðum og bókum, hann lærðí og kynnti sér ný málefni með þeirri ná'kvæmni og samvizku- semi sem einkenndi öll hans störf. Enginn okkar naut eins veí og hann frjálsu sumarvikunnar í London að lokinni fangavist- inni, en hugurinn var alltaf heima, hjá ástvinunum, hjá ís- lenzkri alþýðu, heima vissi hann var hnípin þjóð í vanda, heim þráði hann — til að gefa henni allt sitt líf, yljað göfugri hug- sjón, gætt óverijulegu þreki og atorku. • Heima biðu tímar harðra á- taka, skáktaflið var ekki fram- ar snert, en teflt við afturhald Islands stutt erlendu hernáms- liði, teflt um velferð alþýðunn- ar og lífskjör, teflt um allt það sem til framfara horfði allan þann áratug sem liðinn er síðan. Það verður vart ofmetið hve ríkan þátt Sigfús Sigurhjartar-* ’C'r •-< m Viol/I á 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.