Þjóðviljinn - 22.03.1952, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.03.1952, Blaðsíða 4
4) — ÞJÖÐVIUINN — Laugardagur 22. marz 1952 •' i þlÓOVIUINN Otgcfandl: Samolningarflokkur alþýðu — SÓBÍalistaflokkurlnn. Bltstjórar: Magnás Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttarltatjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfl Ólafsson, Guðzn. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Bltatjóm, afgreiðsla, auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðuatíg M. — Síznl 7500 (3 línur). Aakrlftarverð kr. 18 á mánuðl i Reykjavík og nágrenni; kr. 18 annarstaðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmlðja Þjóðviljans b.f. Heitsirenging vor 25. október 1948 var Sósíalistaflokkurinn — flokkur Sigfúsar Sigurhjartarsonar — tíu ára. Sigfús skrifaöi þá minnisstæöa grein í Þjóðviljann, jþar sem hann lýsti and- stæðum sósíaiisma og kapítalisma og sagði fyrir þróun íslands á næstu ártrni, lýsti því ástandi kreppu og at- vinnuleysis sem er nú hlutskipti íslenzkrar alþýðu. Loka- orð hans voru þessi: „gósíalismi þýöir ekki aðeins nýtt fyrirkomulag at- vinnulífs og fjármála, heldur og nýja menningu, hann þýðir að mannkynið hverfur frá siöleysi samkeppninnar, en hún birtist í kapphlaupi tveggja verkamanna um vinnu á atvinnuleysistímiun, í baráttu tveggja fram- leiðenda um vörusölu á tímum offramleiðslu, og styrj- öldum milii þjóra þegar framleiðslu einnar þykir ofaukið á heimsmarkaðnum, í stað hennar kemur samvinna ein- staklinga, atvinnustétta og þjóða. Það er víst og satt áö í dag eru átökin milli samkeppni og séreignarfyrirkomulagsins annarsvegar, samvinnu og sameignarfyrirkomulagsins hinsvegar, harövítugri en nokkru sinni. Þess væri óskandi aö íslendingar geröu sér Ijóst aö þessi átök varöa lífafkomu þeirra hvers og einsi þess væri óskandi aö augu hvers einasta verkamanns opn- uöust fyrir því, aö auövaldsskipulagiö er samt viö sig og von bráöar býöur þaö honum sömu kjör og þaö geröi fyr- ir tíu árum, — von bráðar býður ,þaö honum atvinnu- £inn maóur falllnn Verkamaðurizui, sem iberst fyrir rétti sínum við ranglátt þjóðskipulag, hefur misst einn sinn glæsilegasta leiðtoga. Al- þýðukonan, sem fómar ölliun kröftum til að verja heimili sitt fyrir vaxandi hömumgmn fá- tæktar, hefur misst einn sinn öt- ulasta málsvara. Lítilmagninn, sem er fyrirlitinn, ofsóttur og smáður af skilningslausu sam- félagi, hefur misst einn sinn umhyggjusamasta hjáiparmann. Unglingurixm, sem horfir kvíð- inn mót ótryggri framtíð, hefur mist einn sinn ráðhollasta vin. Bamið, sem iiggur svangt og reynir að sofna í sagga og kulda braggans, hefur misst einn sinn bezta bróður. Öll höfum við misst einn okk- ar traustasta félaga. — Og hver fyllir skarðið? Þannig hefur oft verið spurt síðan fregnin barst mönnum síðast- liðinn sunnudag. — Karlana í Verkamannaskýlinu hef ég heyrt spyrja þannig, eirmig af- greiðslustúlkur í verzlunum, lærðan hagfræðing, ungan námsmann, gamlan skósmið, konuna sem þvær gólfin hér á Þjóðviljanum. 1 öllum stétt- um og starfsgreinum sjá menn nú skarð fyrir skildi. Og þó er ekki nema einn máður fallinn. Einn maður fallinn. En hann fór líka allsstaðar þar í fylk- ingarbrjósti sem sótt var fram. Lét sér ekkert það óviðkom- andi sem snerti málstað alþýð- unnar. Kjör verkamannaf jöl- skyldunnar á Skólavörðuholti kynnti hann sér af sömu ná- kvæmni og hinar margbrotn- ustu stjómmálaaðgerðir. 1 bar- áttunni fyrir frelsi ættjarðar- innar var honum efst í huga frelsi hins fátækasta heimilis. Hann var gæddur þeim kostum sem einkenna alla mestu bar- áttumenn hinnar sigrandi hug- sjónar sósíalismans. Ekkert réttlætismál var svo smátt, að hann léti það afskiptalaust; ekkert ofríki svo mikið að hann glúpnaði fyrir því. Hann barð- ist á mörgum vígstöðvum, og þessvegna. féll hann einnig á mörgum vígstöðvum. Því er það nú svo víða sfem menn sjá skarð fyrir skildi, — þó ekki sé nema .einn fallinn. En hver á að fylla skarðið? — Erum við ekki þegar búin að svara þessari spumingu sjálf ? Eða hvaða ósk mundi hann eiga heitari okkur til handa en einmitt 'þá, að við legðum fram alla okkar krafta til að flýta komu þess dags er mun færa alþýíunni endan- legan sigur í baráttu hennár fyrir björtu lífi í landi sínu, heimi sínum? — Gerðu allt sem þú megnar til að ■ efia þessa baráttu, slík eru skila- boð hans til þín. Þú átt sjálfur að fylla skarðið. f dag skulum við þessvegna strengja heit. — Við skulum strengja þess heit. að bérjast ávatlt ótrauðir fyrir fuPum rétti til handa verkamanninum. fögru og hamingjvíríku heimili til handa alþýðukonunni, um- hyggju og mannúð til handa smælingjanum. bjartri framtfð til handa unglingnum, hlýju og g'eði til ' handa. litia baminu sem ekki getur sofið fvrir kulda. — Því að ef við gerum bétt.a ekki, svíkjum við hann SJigfús. Kaupið merki Hvítabands- ms Mikll aðsókn hefur verlð aó ljósastofu Hvltabandsins, l.aulás- vejri 53, en þar er hægt að fá ljós- böð fyrir börn á aldrinum 2—7 ára. Margir læknar hafa þegur vísað á ljósastofu þessa og er fólk sem þang-að sækir ánægrt í alla staði með reksturinn. Á morgun selur Hvitabandið merlti til ágóða fyrir ijósastofuna og ættu bæjarbúar að styrkja þessa lofsverðu starfsemi. Böm seem vildu taka merki til sölu geta fengið þau í verzluninni Vesturgötu 10 og í Alþýðubrauð- gerðinni Laugaveg 61. Kviknar í Sæ- björgss Klukkan rösklega 3 í gær kom upp eldur í vélarrúmi björgunarskipsins Sæbjargar þar sem hún lá við Ægisgarð. Siökkviliðið var þegar kallað á vettvang. Var aðeins lítill eldur í skipinu, en mikill reyk- ur, og vann slökkviliðdð fljót- lega bug á hvorutveggja. Skemmdir urðu litlar. Ástæðan fyrir eldinum er talln skammhlaup í leiðslu frá rafal 1 jósavélarinnar sem ligg- ur undir gólfi vélarúmsins. Einnig gæti hugsajzt áð neisti hafi hrokkið úr dýnamó. Verð- ur málið rannsakað. Skíðaíerðir Ferðasbrifstofán efnir til þriggja skíðaferða í Hveradaií um næstu faelgi. Á laugardag verðar lagt af stað kl. 13.30. og á sunnudag ki. 10.00 og 13.30. leysi og skort. Þess værl óskandi aö augu sérhvers bónda, cérhvers smáframleiöanda, opnuöust fyrir því að auö- valdsþjóðfélagið býöur þeim von bráðar sömu kjör og fyrir tíu árum. En umfram allt ber að óska þess aö öll- um þessum aöilum verði ljóst aö atvinnuleysi, ssölutregöa og skortur er ekki neitt náttúrulögmál, heldur blátt áfram afleiðing af röngu fyrirkomulagi, fyrirkomulagi sem þjóð- unum, og þar með okkar þjóö er nauösyn að breyta, enda á þeirra valdi. Tíu ára starf Sósíalistaflokksins hefur fyrst og fremst veriö fólgið í áö boða þjóðinni þennan sannleika, verulega hefur áunnizt í þeirri baráttu, þó við ofurefli áróöurs þriggja borgaralegra auövaldsflokka hafi veriö að etja. Þó eru meiri störf framundan en þegai’ hafa verið unnin, og nú á tíu ára afmælinu skyldi þaö vera heitstrengjng sérhvers sósíalista á íslandi, aö boða þjóöinni hinn nýja siö, boða henni sósíalismann af meiri djörfung, eldmóði og festu en nokkru sinni.“ ★ í dag kveöur íslenzk alþýöa, öll íslenzka þjóöin, Sigfús Sigurhjartarson meö sárum harmi. En svo sár sem harm- urinn er, vsrða þó djúp viröing og innilegt þakklæti rík- ari kenndir. Því Sigfús Sigurhjartarson lifir. Hann hefur nteö lífsstarfi sínu breytt högum hvers alþýöuheimilis á íslandi, hann hefur mótaö sögu þjóöarinnar, hann er hluti af mér og þér, hann lifir með öllum þeim sem berj- ast fyrir frelsi og sjálfstæói ættjarðarinnar og framkvæmd sósíalismans, fegurstu hugsjónar mannkynsins. Sigfús Sigurhjartarson.heldur áfram aö vera leiötogi Sósíalistaflokksins. Fordæmi hans og boöskapur færir oss styrk í hverri raun, þrek í hverjum harmi. Hann mælir sjálfur fyrir heitstrenginguna í dag, þá „heitstrengingu sérhvers sósíalista á íslandi, aö boöa þjóöinni hinn nýja sið, boöa henni sósíalismann af meiri djörfung, eldmóði og festu en nokkru sinni.“ Laugardagur 22. marz (Páll biskup). 82. dagur ársins. — Hefst 22. vika vetrar. — Tungl næst jörðu í hásuðri kl. 9.44. — Árdeg- isflóð kl. 2.50. Síðdegisflóð kl. 15.18. — Lágfjara kl. 9.02 og kl. 21.30. Itíkisskip Iíekla er í Reykjavík og fer þaðan á mánudaginn austur um land í hringferð. Skjaldbreið er i Reykjavík og fer þaðan á mánu- daginn til Skagafjarðar- og Eyja- fjarðarhafna. Ármann fór frá R- vík í gærkvöld til Vestmannaeyja. Oddur fór frá Reykjavík í gæn- kvöld tii Snæfellsnoss- og Breiða- fjarðarhafna. Skipadeild SÍS Hvassafell fór frá Reykjavík 19. þm. áleiðis til Álaborgar. Arnar- fell kom til Reyðarfjarðar kl. 06.00 í morgun frá Álaborg. Jökui- fell fór frá N.Y. 18. þm., til R- víkur. Eimsklp Brúarfoss fór fzá Hull 19.3. til Reykja.víkur. Dettifoss kom til N. Y. 15.3. fer þaða.n 24.-25.3. til R- víkur. Goðafoss fór frá Akranesi síðdegis í gærmorgun til Keflavik- ur og Reykjavíkur. Gullfoss fór frá Leith i gærkvöld til Rvíkur. LagarfosSí-fór frá N.Y. 13.3. vænt- anlegur til Reykjavíkur um há- degi i dag. Reykjafoss kom til Hamborgar 20.3. Selfoss fór frá Leith 20.3. til Reýkjavikur. Trölla- foss fór frá Davisville 13.3,- væzrt- anlegur til Reykjavikur. annað kvöld. Póistjarnan fór frá Hull í gær til Reykjavikur. 12.50—13.35 Óska- i lög sjúklinga (Bj. R. Einarss.) 18.00 L \% 'K Útvarpssaga barn- 7 Y \ anna: „Vinir um veröld alia“ eftir Jo Tenfjord, í þýðingu Halldórs Kristjánssonar (Róbert Arnfinns- son leikari) — III. 18.30 Ðönsku- kennsla; II. fl. 19.00 Enskukennsla I. fl. 19.25 Tónleikar: Samsöngur. 20.30 Leikrit: „Systkinin" eftir Davíð Jóhannesson. Leikstjóri: Þ. Ö. Stephensen. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmur (35). 22.20 Danslög. 02.00 Dagskrár lok. Flugfélag IsJands 1 dag verður flogið til Akureyn- ar, Vestmannaeyja, Blönduóss, Sauðárkróks og Isafj. Á morgun til Akureyrar og Vestmannaeyja. Hjónimuni Hildi- gunni Sveinsdótt- ur og Guðmundi Björgvinss., Máva- hlið 39, fæddist 12 marka dóttir 16.3. Óliáði fríkirkjusöfnuðurlnn (gjaf- ir og áheit). Kirkjubyggingarsjóð- ur: Gjöf frá J.S. 50.00 og Björgu 50.00. Afhent af piesti safnaðarins, frá Stefaniu og Einari 200.00; Lælinavarðstofan Austurbæjar- skólanum. Sími 5030. Kvöldvörð- ur: Ófeigur J. Ófe.igsson, Nætur- vörður: Elías Eyvindsson. Helgi- dagslælmir er Kristján Hannes- son. Skaftahlíð 15. Simi 3836. 1 dag verða verða. g‘efin sam > an í hjónaband af borgardómi- ara frk. Anna ___ Margrét. Jafets- dóttir, stud. med., Framnesvegi 55, og Hálfdán Guömundsson, stud. oecon., frá Auðunarstöðum. Óháði fríkirkju- söfnuðurinn. Messa í Aðvent- kirkjunni kl. 2 e. h. Þórir Stephen- sen stud. theol. og safnaðarprestur prédika. Ræðu- efni: Unga fólkið og lífsviðhorfin. Sungnir verða sálmar nr. 645, 648, 649 og 508. Nesprestakall. Messa. i Mýrarhúsaskóla kl. 2.30. Séra Jón Thorarensen. — Laugarues- kirkja. Messa kl. 2 e.h. Séra Garð- ar Svavarsson. Barnaguðsþjónusta kl. 10.15. f.h. Næturvarzla i Laugavegsapóteki. Simi 1618. AUKINN iðnaður stuðlar að betra jafnvaigi í atvinnulífi þjóðarinnar. gömul kona 100., N.N. 50. Brúð- hjón 30., og frá Þórði 50. — Safnaöarsjóðúr: M.A. 35., Ána;gð- ur 100. Jóh. Á. 50. Ónefnd kona 30. Kona í Rangárvallasýslu 50 krónur. — Kœrar þakkir. Gjald- kerinn. S. 1. iaugardag op- inberuðu trúlofun sína, ungfrú Krist- jana Heiðdal Skipa sundi 59 og Eyjólf ur Högnásón, sjó- maður, Barmahlíð 25. PÖNNUKÖKU- PÖNNUBNAR Beldust upp í síðustu viku — nú koranar aftur. Verksmiðfuverð Málraiðjan Bankastræti’ 7. Sími 7777

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.