Þjóðviljinn - 09.05.1952, Page 1

Þjóðviljinn - 09.05.1952, Page 1
Föstudagur 9. maí 1952 — 17. árgangur — 102. tölublað Kína býður Ind- landi hrísgrjón Kínastjórn hefur boðið Ind- landsstjórn til kaups 100.000 tonn af hrísgrjónum. Jafnframt fer Kínastjórn þess á leit að fá að fiytja matvæli og annan varnig til Tíbet yfir Indland. Lífskjor í Sovétríkjunum befrl en víða í Vívrópu segir brezka borgarablaðið TEMES í langri grein í brezka blaðinu Himes frá efna- hagsráöstefnunni í Moskva í síðasta mánuði segir frétta- ritari þess, að lífskjör manna í Sovétríkjunum hafi batn- að ótrúlega ört hin síðari ár. Times, sem er mikilvirtasta borgarablað í heimi, farast orð á þessa leið: „Frá stríðslok’um þangað til nú hafa lífskjörin í Sovét ríkjunum batnað svo ört að erfitt er að gera sér grein fyrir því og í dag eru þau orðir betri en í ýmsum lönd- om Vestur-Evrópu“. Um efnahagsráðstefnuna segir blaðið, að hún hefði verið m.erkisviðburður hvar sem er en það hafi aukið þýðingu hennar að hún var haldin í Sovétríkjunum. Ræðumenn hafi forðast allar ádeilur en lagt megináherzlu á að benda á leiðir til aukinna viðskipta. Fréttaritari Times kemst svo að orði um Kína að landið hafi „aukna þörf fyrir innflutning vegna stóraukins kaupmáttar á heimamarkaðinum, sem leið- ir af því að kyrrð er komin á í landinu“. Hvað Sovétríkjunum viðkem- ur er niðurstaða hans að þau séu „að líkindum komin á það stig að framleiðslugeta þunga- iðnaðarins er orðin meiri en þarfir heimamarkaðarins krefj- ast og lífskjörin hafa batnað það mikið að innflutningur varnings verður æ fýsilegri". Fréttaritari Times bendir á að brezku fulltrúunum, sem margir voru kaupsýslumenn úr Ihaldsflokknum, var boðið að ferðast um Sovétríkin, einum sér eða fleiri saman eftir því sem þeir vildu. I Moskva fengu þeir „fyllsta frelsi til að seðja forvitni sína“. Van Flfeet hershöfðingi. Kvartar yfir grjóthernaði! Van Fleet, yfirhershöfðingi bandaríska. landhersins í Kóreu, kvartaði yfir því í gær að norðanmenn væru teknir að beita skæðu leynivopni í næt- urárásum sínum á víglínu 'Bandaríkjamanna. Sagði hann þá skjóta stórum steinum úr slöngum niður í skotgrafir manna sinna. Dóra Sigorðsson skipuð prófessor Bóra Sigurðsson, kona Har- aldar Sigurðssonar, hefur verið lega tónlistarháskólann í Kaup ihandsamaður af fönarim mannahöfn. Blaðið Berlingske Tidende skýrir frá þessu 28. f. m. og segir að hún sé fyrsta konán, sem þar skipar prófess- orsstöðu. Frúin er prófessor i söng og eins og kunnugt er er maður hennar prófessor í píanóleik við Tóniistarháskól- ann. Berlingske Tidende segir að þa'u séu vafalaust fyrstu hjónin í Danmörku, sem bæði eru prófessorar. Bandarískur hershöfðin^i Fangar á ey við Kóreu halda íangabúðastjóranum í gislingu Kóreskir og kínverskir fangar í bandarískum stríðs- íangabúðum hafa bandarískan hershöfðingja í haldi. Fangabúðastjórinn í strí'ðs- fangabúðum Bandaríkjamanna á eynni Koje undan suðurodda Kóreu, hershöfðingi að nafni Krefjast Kýpur af Brefum Öspektir í Aþenu er erkibiskup býður ríkisstjórn Grikklands byrginn og ávarpar bannaðan íund Óspektir urðu í Aþenu í gær er lögregian reyndi að dreifa mannsöfnuði á útifundi. Fundurinn var haldinn til að árétta kröfu Grikkja um að Bretar láti af hendi eyna Kýp- ur i Miðjarðarhafi. — 'Eyjar- skeggjar eru flestir grískumæl- andi og vilja sameinast Grikk- landi en eyjan er ein mikil- vægasta her-, flug- og flotastöð Breta á þessum slóðum og mega þeir því ekki heyra nefnt að láta að óskum íbúanna. KveSja frá sendi- nefndimii ÞJÓÐVILJANUM barst í gær eftirfafeandi skeyti frá verkalýðssendinefnd MlR: Förnm í dag til Kænugarðs (Kieff). Góð líðan allra. Kveðjur. — Þorvaídur. Gríska stjórnin hefur verið deig að bera fram við Breta kröfu almennings um samein- ingu Kýpur og Grikklands. — Hinsvegar hefur Spyridon erki- biskup í Aþenu tekið foryst- una í baráttunni fyrir samein- ingu. Erkibiskup ávarpaði fundinn i gær og hafði að engu bann ríkisstjórnarinnar við fundar- haldinu. Sama máli gegndi um almenning í Aþenu, opinberir starísmenn lögðu niður vinnu og kaupmenn lokuðu búðum sinum til að sækja fundinn. Áður en lögregian réðist a fundarmenn hafði Spyridon erkibiskup borið upp og fengið samþykkta áskorun á ríkis- stjórnina að taka kröfuna á hendur Bretum um Kýpur upp á alþjóðavettvangi. Allmargir óbreyttir borgarar og lögreglu- þjónar særðust í átökunum. Dodd, var í fyrradag staddur í fangabúðunum ásamt öðrum bandarískum liðsforingja. Allt í einu gerðu fangarnir aðsúg að þeim og handsömuðu þá. — Undirforingjanum tókst að sleppa en fangarnir fóru með Dodd hershöfðingja til vistar- vera sinna og er hann nú fangi fanga sinna! Fréttamenn gátu lítið haft upp úr talsmönnum bandarísku herstjórnarinnar um þennan at- burð, en þó það að fangarnir hafa sett fram einhverjar kröf- ur og halda Dodd hershöfð- ingja i gislingu, hóta að líf- láta hann ef kröfunum er ekki fullnægt en lofa að láta hann lausan ef að þeim er gengið. I fangabúðunum á Koje kom til blóðsúthellinga í febrúar og marz í vetur. 1 bæði skiptin skutu Verðirnir á fangana og drápu og særðu tugi þeirra. 100.000 flokks- menn á 3 lán. Kommúnistaflokkur ítal.’u hefur tilkynnt, að fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafi 100.000 menn gengið í flokkinn. Tala flokksmanna er nú 2.200.000 og auk þess eru 400.000 unglingar í Æskulýðssambandi kommún- ista á ítalíu. tjrslitakostuiii USA hafnað en viðræðiir lialda álrain Nam II, formaöur samninganefndar norðanmanna um vopnahlé í Kóreu, sagði í gær að þeir létu sér hvergi bregða við úrslitakosti Bandaríkjamanna. Nam II sagði, að með því að neita að skila stríðsföngum væru Bandarikjamenn af ráðn- um hug að tefja vopnahlé í Kóreu. Um árangur gæti ekki örðið að ræða fyrr en þeir hættu hótunum féllu frá úr- slitakostum sínum. Fundurinn í Panmunjom í gær stóð í átján mínútur og var ákveðið að halda annan fund í dag. Þúsundir lítra af napalni. Bandaríska herstjórnin til- kynnti í gærkvöld, að frá birt- ingu til sólseturs hefðu flug- vélar hennar haldið uppi lát- lausri árás á birgðastöð norð- anmanna, 50 km suður af Puongyang, höfuðborg Norður- Kóreu. Þar hefði verið ■ varpað niður þúsundum lítra af na- palm, benzínhlaupinu, sem brennir allt á mörghundruð fermetra svæði. Ridgway, yfirhershöfðingi Bandaríkjamanna í Kóreu, og Clark hershöfðingi, sem á að taka við af honum, komu í gær frá Tokyo til Munsan, aðseturs- staðar bandarísku samninga- nefndarinnar. Sátu þeir þar á fundi með Joy aðmírál, for- manni nefndarinnar, í hálfan þriðja klukkutíma. Að fundin- um loknum vörðust þeir allra frétta af hvað þeim fór á milli. Benzinskorfur i Breflandi Brezka flugmálaráðuneytið hefur fyrirskipáð að benzínsala til farþegaflugs skuli minnkuð um þriðjung frá því sem hún hefur verið. Stafar þessi ráð- stöfun af verkfalli olíuiðnaðar- manna í Bandaríkjunum, þar sem gripið hefur verið til sama ráðs vegna benzínskorts. Bjarni Benediktsson var þó dómari í Hœstarétti I hinum rökfasta málflutningi sínum fyrir kröfunni um ómerkingu undirréttardómanna út af atburðunum 30. marz sökum rangrar málsmeðferðar vitnaði Ragnar Jónsson hrl. í Hæstaréttardóm frá 1938. (Ræða Ragnars var birt í Þjóðviljanum 3. maí s.l.). 1938 voru 19 lyfsalar víðsvegar um landið sóttir til saka og kærðir sameiginiega, þótt mál þeirra væru" óskyld. Þegar málaflækja þessi kom fyrir Hæstarétt viku allir hinir reglulegu dómarar úr réttinum, en í dómarastólana settust þessir menn: Björn Þórðarson dr. jur., Bjarni Benediktsson þáv. próf. og Isleifur Árnason þáv. próf. Dómur þeirra allra var samhljóða, en í forsendum hans segir svo m. a.: „Þá er það einnig ljóst, að hin ástæðnlausa málasteypa hefur mjög haft áhrif á gang og hraða rannsóknar máls- ins og meðferðar þess yfirlcitt . . . Yfirlit þetta sýnir, að á rannsókn og allri meðferð málsins hefur orðið óhæfileg- ur drátt'ur. Málið gegn hverjum einstökum hinna ákærðu lyfsala mátti ljúka á skömmimi tíma eftir að rannsókn gegn honum var hafin. Með því að steypa öllum þessum óskyldu málum í eitt, og draga auk þess inn í málið menn, sem dómarinn hafði ekki dómsvald yfir, seinkaði ekki ein- ungis stórlega málum þeirra, sem fyrst var hafin rannsókn gegn, heldur einnig hinna, því að vegna umfangs síns varð málið mjög seinmeðfarið. Verður því að telja, að með þessari málsmeðferð hafi mjög verið brotið gegn« þeim rétti hinna ákærðu, að veita þeim greiða úrlausn mála þeirra.“ >■ Þáverandi prófessor í lögum við Háskóla íslands, Bjarni Benediktsson, átti þess vegna hlut að ómerkingardómi Hæstaréttar 1938, sem grundvallaðist á rangri meðferð máls í héraði og málasamsteypu, og var sá dómur kveðinn upp í anda þeirrar meginreglu, að réttarfarsreglum má ekki beita í refsimálum þannig að til tjóns sé eða stór- fellds óhagræðis fyrir hina sakbornu. Núverandi dómsmálaráðherra, með öðrum orðum, ákæruvaldið sjálft, Bjarni Benedikts- son, stendur hins vegar á árinu 1952 fyrir rangri málasamsteypu og öllum þeim réttar- spjöllum, sem af hertni Ieiða fyrir 24 sakborna menn!

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.