Þjóðviljinn - 09.05.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.05.1952, Blaðsíða 6
6) — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 9. maí 1952 BæJarfréÉtlr 159. DAGUR En hann endurtók nafnið, fornafnið og heipiilisfangið eins nákvæmlega og hann mundi eftir því, lýsti sporvagnaleiðinni og húsinu. Clyde hafði nú fengið þær upplýsingar sem hann óskaði eftir, þakkaði honum fyrir og fór út, en kaupmaðurinn horfði vingjamlega en tortryggnisiega á eftir honum. Já, þessir ríku unglingar, hugsaði hann. Að detta í hug að spyrja mig ráða í svona máli. Maður skyldi halda að hann þekkti nægilega margt fólk sem gæti gefið honum betri og hollari ráð en ég. Ea ef til vill er hann hræddur við að spyrja þetta kunningjafólk sitt. Það er elíki að vita hvaða stelpu hann hefur komið í vandræði — ef til vill er það Finshleysdóttirin. Margt væri ólíklegra. Ég sé þau oft saman og hún er víst nógu fjörug. En hamingjan góða, það væri nú .... að missa kjarkinn? Ég vona ekki, því að nú er einmitt tæki- færið til að losna úr þessari klípu. Og það er ekki eins og þú sért að fara til manns, sem hefur aldrei gert þetta áður, því að þessi náungi hefur gert þetta. Mér er kunnugt um það. Það sem þú þarft að segja er það, að þú sért í standandi vand- ræðum og vitir ekki hvað þú eigir til bragðs að taka ef hann hjálpi þér ekki, því að þú eigir enga vini sem þú getir leitað til. Og þótt þú ættir einhverja, þá gætirðu ekki farið til þeirra vegna umtalsins. Og ef hann spyr hvar ég sé og hver ég sé, þá skaltu bara segja að ég sé héðan — en ég hafi hlaupizt á brott — nefndu eitthvert nafn sem þér sýnist, en segðu að ég sé farinn og þú vitir ekkert hvert. Og þú getur líka sagt að þú hefðir ©kiki leitað til hans, -ef þú hefðir ekki frétt að hann hefði einu sinni hjálpað stúlku í sömu kringumstæðum — stúlka hafi sagt þér það. Og þú mátt ekki láta hann halda að þú hafir há laun — af því að þá setur hann ef til vill meira upp en ég get borgað, nema hann gefi okkur nokkurra mánaða Framhald af 4. síðu. merki félagsins á lokadaginn 11. roaí, geta fengið þau afhent á morgun, laugardag, til kl. 5 eh. í skrifstofu Siysavarnafélag'sins, Grófin 1. Aðalfundur Fríkirkjusafnaöarins í Reykjavík verður haldinn á morg- un laugardagrinn 10. maí kl. 5 síðdegis, í Fríkirkjunni. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. -- . Saf naðarstjórnin. Örvaroddur Framhald af 5. síðu. svo að ségja eingöngu á brauðí, „venjulegast þurru brauði“, og þeir skera sneiðarnar þynnri þegar peninga vantar. Það er allur galdurinn. -jc Já, það er ekki ónýtt fyrir ríkisstjórn atvinnuleysis- ins og eymdarinnar að eiga benjamíninu á að skipa. Lausn- in virðist einnig liggja beint við hér, að áliti benjamínsins: Bara að skera brauðsneiðina þynnri. „Brauðið og kornið er aðalfæða og inniheldur þessi fæða allt eða flest, sem líkam- inn þarfnast. Það er því síður en svo ástæða til að vorkenna rússneskri alþýðu, þótt hún lifi aðallega á brauði“. — Við skulum alveg sleppa því að benjamínið fer með ein- berar lygar og visvitandi blekk- ingar um lífskjör fólks í Sovét- ríkjunum. En úr því ekki er á- stæða til að vorkenna Kússum að áliti benjamínsins þótt l>eir verði að lifa af 300—400 krón- um á rnánuði, hvers vegna skyldi þá ekki vera óhætt að þjarma svolítið betur að ís- lenzkri alþýðu? Það er þetta sem benjamínið meinar þegar umbúðunum er1 sieppt. Reykjavíkurmótið Framh. af 3. síðu. rangri. Það lýsir sér í því að þeir erú kyrrstæðir. Vantar hreyfingu og kunnáttu til að nota sér eyðumar. Við það bætist að leiknin leyfir ekki þá nákvæmni sem ■til þarf. Vegna hins óhagstæða veðurs þessa tvo fyrstu leikdaga er ekki gott að segja um stvrk félaganna, þó má gera ráð fyr- ir að þessi byrjim sé betri en í fyrra. Menn í betri þjálfun, og verður gaman að sjá næstu leiki. Hinn ungi markmaður Vík- ings lofar góðu eftir þennnan leik. Gunnlaugur virðist lika í góðri þjálfun. Annars er Vík- ingsliðið nokkuð jafnt. Halldór Halldórsson var þarfur í sókn og vöm, Sveinn Helgason er frískari en oft áður og hefur tekið upp virkari leik. Dómari var Hannes Sigurðs- son. Áhorfendur voru fáir. ÞRÍTUGASTI OG SJÖUNDI KAFLI Þessar upplýsingar voru þeim til hugarhægðar, en þó aðeins' að nofekru leyti. Um vemlegan fögnuð gat ekki verið að ræða fyrr en búið var að leiða þetta vandamál til lykta. Og þótt hann færi á fund hennar nokkrum míuúturn eftir að hann hafði fengið upplýsingarnar og segði henni að hann hefði loks haft upp á lækni, sem gæti ef til vill hjálpað henni, þá beið hennar nú hið erfiða hlutskipti að ganga ein á fund læknisins, segja honum tilbúna sögu sem átti að leysa Clyde allra mála cg vekja um. leið ©vo mikla vorkunnsemi að læknirinn Ikrefðist sem allra minnsitrar þóknunar. En í stað þess að andmæla eins og ihann hafði óttast í fyrstu, samþykkti Róberta þetta fljótlega. Ýmislegt í framkomu Clydes siðan um jól hafði fyllt hana örvæntingu, og nú átti hún það áhugmál eitt að losna úr þessum vandræðum án þess að nokkur skuggi félli á hann eða hana og fara síðan sína leið — hversu þungbær og ömurlegt sem það væri. Hann virtist ekki elska hana lengur og vildi bersýnilega losna við hana, o-g hún hafði ekki i hyggju að neyða hann til neins. Hann mátti íara. Hún gat séð om sig sjálf. Hún hafði gert það áður og gat gert iþað enn, svo framarlega sem hún losnaði úr þessum vanda. En meðan hún hugsaði um þetta og gerði sér 1 jóst mik'd- vægi þessarar ákvörðunar, að Jæssi dásamlegi tími gæti aldrei komið aftur, bar hún hendurnar upp að augunum til að þurrlka tárin sem ruddust fram. Að hugsa sér að þetta skyldi enda á þennan hátt. En þegar hann birtist sama kvöldið og hann hafði talað við Short með ánægjusvip eftir unnið afrek, 3agði hún aðeins þegar hún var búin að hlusta á skýringar hans: „Veiztu hvar þetta er, Clyde ? Getum við komizt langleiðina með sporvagni eða þurfum við eitthvað að ganga?“ Og þegar hann sagði henni að [ætta væri rétt fyrir utan Gloversville og sporvagninn stanzaði skammt frá húsinu, bætti hún við: ,,Er hann til við- tals á kvöldin, eða verðum við að’fara að degi til? Það væri miklu betra ef við gætum farið að kvöldlagi. Þá væri síður hætta á að einhver sæi okkur.“ Og þegar hann fullyrti að svo væri samikvæmt upplýsingum Shorts, hélt bún áfram: „En veiztu hvort hanh er ungur eða gamall? Ég væri miklu örugg- ari ef hann væri gamall. Mér geðjast ekki að ungum læknum. Við höfðum ailtaf gamlan lækni heima og mér þætti miklu. auðveldara að tala við maan eins og hann.“ Clyde vissi það ekki. Honum hafði ekki dottið í hug að spyrja að því, en henni til huggunar sagði hann að hann væri miðaldra — og af hendingu var sú tilgáta rétt. Kvöidið eftir fóru þau bæði af stað, hvort fyrir sig eins og venjulega, til Fonda, þar sem þau þurftu að skipta um vagn. Og þegar þau nálguðust heimkynni læknisins fóru þau ut 4r vagninum og gengu eftir vegi sem var .þakinn gömium, troðnum snjó. Hann var mjúkur undir fót fyrir ungt fólk eins', og þau.. Nú gengu þau ekki lengur hægt og letilega eins og fyrrum. Róberta gat ekki varizt að hugsa um, að þá hefði hann ekki liikað við að hægja ferðina, leggja handlegginn utanum mitti hennar og tala um einskis verða hluti — kvöldið, vinnuna í verksmiðjunni, herra Liggett, frænda sinn, nýjustu kvikmynd- irnar, einhvem stað sem hann langaði að heimsækja, eittlwað sem þan gætu tekið sér fyrir hendur saman. En núna .. . Og rinmitt undir þessum kringumstæðum, þegar hún þurfti meira en nokkru sinni fyrr á ást hans og stuðningi að halda. Hún sá að hann hafði miklar áhyggjur af því hvort hún missti nú kjarkinn og gæfist upp, þegar hún væri orðin ein; hvort hún segði það sem við ætti og sannfærði læikninn um að hann yrði að gera eitthvað fyrir hana án þess að krefjast of mikils í aðra hönd. „Jæja, Berta, hveraig líður þér? Sæmilega? Þú ætlar ekki gjaidfrest." Clyde var svo taugaóstyrkur og einblíndi svo á nauðsyn þess að gefa Róbertu nægilegt hugrefeki til þess að lelka þetta hlutverk til enda, að hann gerði. sér ekki ljóst hversu smásál- arlegar og þreytandi þessar ráðleggingar hans voru. Og hún var að hugsa um að það væri auðvelt fyrir hann að standa álengdar og gefa ráð, en henni væri otað aieinni fram fyrir skjöldu, og einnig fannst henni hann hugsa meira um sjálfan sig en hana — hann. vildi losna úr þessari klípu á sem kostn- aðarminnstan hátt án þes3 að þurfa nokkuð að leggja í sölurnar. En þrátt fyrir ailt þetta var hún hrifin af honum — fölu andliti haas, gröanum höndunum, óstyrkri framkomu. Og þótt hún vissi að harm var að reyna að £á hana til að gera það sem hann hafði ekki hugrekki til að gera sjálfur, þá fann hún —oOo— oOo — —oOo ■ - oOo oOo— —• oOo—■ — *■ ’oQo * BARNASAGAN T0KK —TÚKK 2. DAGUR 'Skýin íölnuðu hægt cg hægt, urðu gráleit cg líkt- ust að lokum skuggalegum íjöllum. Allt umhveríið breyttist. Það var eins og við værum komnir í ann- að umhverfi, og fyrir kraftaverk. Þegar vatnið sauð ao lokum í samóvarnum, fórum við með hann inn í skálann að nýju, kveiktum ljós og drukkum te. Náttfiðrildin flugu inn um opinn gluggann og suðuðu kringum lampann. Allt var svo óvenjulegt og kyrrt. Við sátum sem hægast, drukk- um teið okkar og vorum óendanlega frjálsir. Er við höfðum drukkið teið lokaði Mikki dyrunum og skaut slagbrandi fyrir. Kcmi þeir nú bara eí þeir þcra, sagði hann, en það var geigur í rödd hans. Allt í lagi, sogðum við. Það kemur enginn. Ég er heldur ekkert hræddur. En lokao er lokað — og það spillir engu. Við skulum líka setja gluggahlerana fyrir. Við skellihlógum að honum, en slógum þó hler- unum fyrir. Vio færðum saman þrjá bedda, svo við gætum talað saman með góðu móti, og háttuðum síoan. Mikki vildi liggja í miðjunni. Þú vilt náttúrlega að ræningjarnir káli okkur íyrst, sagði Gústi, þao er líkt þér. Allt í lagi, vertu bara í miðjunni. Og Mikki lagðist í miðbeddann. En samt var hann hræddur. Hann sótti öxi fram í eldhús og setti hana undir koddann hjá sér. Við Gústi ætluð- um að springa af hlátri. Þú ætlar alveg að gera út af við okkur með ein- tómri fyrirhyggju, hlógum við. Það gæti farið svo að þú héldir við værum ræningjar og notaðir öx- ina á okkur! Allt í lagi, engin hætta, sagði Mikki. Við slökktum á lampanum og fórum að segja hver öðrum sögur. . ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.