Þjóðviljinn - 16.05.1952, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.05.1952, Blaðsíða 1
ALMENNUR FUNDUR UM 30s MARZ DOMANA í KVOLD í ÆBSíbruæjariiíúí og hefst kí. 8.30 Fundarsfjóri verður: Eðvarð Sigurðsson. 1 Ræðumenn: Ingi R. Helgason Jón Múli Árnason Unnur Skúladóttir Rjöm Bjarnason Stefán ðgmundsson Einar Olgeirsson. Þeir sem geta eru beðnir að greiða kr. 5 við inn- ganginn, upp í kostnað, og jafnframt bent á að vissast er að koma stund- víslega. VILIINN Föstudagar 16. maí 1952 — 17. árgangur — 108. tölublað Stefán ðgmundsson var dæmdur í 12 mánaða íangelsi og svipturmann- réttindum íyrir að flytja mannfjöldanum úrslit at- kvæðagreiðslunnar um Atlanzhafsbandalagið Jón Múli Ámason var dæmdur í 6 mánaða fangelsi og svipturmann réttindum vegna fram- burðar Clausenbræðra er var ósamhljóða og óná- kvæmur ur e Franska nýlendustjórnin í Alsír hefur fiutt Missali Hach, foringja sjálfstæðishreyfingar Alsírbúa, í útlegð til Frakk- lands. Hefui' honum verið bann að að fara út. fyrir mörk þeirrar sýslu, sem hann hefur verið settur niður í. Talið að brezka stjórnin kæri íslenzku landhelgina til Alþjóðadómstólsins Norska útvarpið skýrði frá því í gærkvöldi, að diplómatar í London telji sig hafa ástæðu til að ætla að brezka stjórnin muni biðja Alþjóðadómstól- inn í Haag að dæma ógilda reglugerðina um stækk- un fiskveiðalandhelginnar við ísland, sem gekk í gildi í fyrrinótt. Brezki sendiherrann í Reykjavík, J. D. Greenway, kom til London í fyrradag og er talið að hann hafi haft meðferðis svar íslenzku ríkisstjórnarinnar við mótmælum Bretlandsstjórnar gegn setningu land- helgisreglugerðarinnar. Síðdegis í gær sat Green- way á fundum með embættismönnum í brezka ut- anríkisráðuneytinu og er haldið að þar hafi verið rætt málskot til Alþjóðadómstólsins. Bandaríska hersfjornin gengur á bak orða sinna Clark, yfirhershöföingi Bandaríkjamanna í Kóreu íýsti yfir í gær aö gerður samningur viö stríðsfanga á eynni Koje verði aö engu hafður. Bar Clark þær ástæður fram fyrir samningssvikun- um, að samningurinn væri nauðungarsamningur, gerður meðan Dodd hershöfðingi, yfir- maður fangabúðanna, var á valdi fanganna og auk þess hefði Colson hershöfðingi, eft- irmaður Dodds, enga héimild haft til að gefa föngunum nein loforð. Dod(l og Colson hafa báðir verið settir af og í fyrradag kaliaði Clark þá í'yrir sig í Tokyo og húðskammaði þá Er uppi orðrómur um að þeir verði drengir fyrir herrétt. Dodd og Colson hefur verið bannað að tala við blaðamenn en í samningnum við fangana var því lofað að hætt sk.yldi að beita pyndingum og nauð- ung til að knýja þá til að und- Framhald á 6. siðu. Islandi boðið á fnnd um Túnis Fulltrúar fimmtán Asíu- og Arabaríkja hjá SÞ hafa boðað til fundar á mánudaginn til að ræða aðfarir Frakka í Túnis, þar sem ríkisstjórnin var sett af með valdi og hundruð for- ystumanna sjálfstæðishreyfing- ar landsbúa hafa verið sendir í útlegð. Ætla Asíuríkin að leita fyrir sér um stuðning annarra ríkja við kröfu um að þing SÞ komi saman á auka- fund til að ræða atburðina í Túnis. Meðal þeirra fulltrúa, sem boðnir hafa verið á fund- inn á mánudaginn eru fulltrúi Islands hjá SÞ, fulltrúar ann- arra Norðurlanda og fulltrúar ýmissa Suður-Ameríkurikja. Verkíall í Noregf Skrifstofumenn og búðar- menn í Noregi hafa gert verk- fall og krefjast hækkaðs kaups. Rekstur ýmissa tækja hefur stöðvazt vegna verkfallsins og atvinnurekendur hóta verk- banni. Gunnlaugur Þórðarson ver doktorsrit— gerð um landhelgi ísl. við Svartaskóla Heimskunnur þjóðréttarfræðingur telur sögulegan réti Islendinga til 16 sjómílna landhelgi ótvíræðan PARÍS, 11. maí 1952. Föstudaginn 9. maí varði Gunnlaugur Þórðarson doktorsrit- gerð um fiskveiðalandhelgi íslands við Svartaskóla. Ritgerðin féksk: mjög góðar undirtektir og fékk Gunnlaugur fyrir hana ágætiseinkunn. Sibert, einn kunnasti sérfræðingur heims í al- þjóðarétti, taldi sögulegan rétt fslendinga til 16 sjómílna land- helgi ótvíræðan og hafði það helzt við ritgerðina að athuga að hún væri of akademísk, hún sýndi ekkj á nógu áhrifaríkan hátt harmsögu smáþjóðar sem ætti í höggi við stórveldi sem einskis svífast. vðir sfri Austurþýzka stjórnin hefur lý3t yfir að síðasta svar Vest- urveldanna við tillögum sovét- stjórnarinnar um sameiningu Þýzkalands hafi það markmið að tefja tímann meðan verið er að ganga frá hernaðarbanda- lagi Vestur-Þýzkalands og Vest urveldanna. Slíkt hernaðar- bandalag myndi þýða endan- lega skiptingu Þýzkalands og leiða til styrjaldar, sem byrjaði með bræðravígum í Þýzkalandi. Ritgerð Gunnlaugs er 200 vélritaðar síður og skiptist í fimm kafla. í inngangi er gerð grein fyrir alþjóðareglum um land- helgi og sýnt fram á að eng- ar fastar reglur gildi um víð- áttu hennar. 1. kafli fjallar um landhelgi íslands frá 874—1631 og hann skiptist aftur í þjóðveldistíma- bilið og tímann eftir 1262. Á þeim tímabilum er ekki hægt áð tala um landhelgi í nútíma- skilningi þess orðs. 2. kafli gerir grein fyrir tímabilinu frá 1631—1859. Þá er landhelgin við ísland aldrei minni en 16 sjómílur. 3. kafli tekur yfir tímabilið 1859—1901. Þá eru fyrri regl- urnar um 16 sjómílna land- helgi.enn í gildi, en landhelgis- gæzlan er lengstaf aðeins mið- uð við 4 sjómílur. 4. ikafli nær frá 1901—1951, en á því tímabili var land- helgih við ísland bundin við 3 sjómílur, samkvæmt samningi Dana og Breta frá 1901. 1 5. lcafla eru loks niður- stöðurnar, og þar er gerð grein fyrir skoðun höfundar á rétti íslendinga í dag. Þar er hald- ið fram sögulegum rétti Islend- inga til 16 sjómílna en þó að- Dr. Gunnlaugur Þórðarson allega rétti okkar til land- grunnsins alls. Munnleg vörn ritgeröarinnar tók þrjá t.'ma og voru við- staddir fjórir íslendingar, Birg- ir Kjaran, Níels Sigurðsson lögfræðingur, Wolfgang Edel- stein og Sigurður Jónsson, en þeir eru báðir neinendur við Svartaskóla. Gagnrýnendur voru þrír prófessorar í lögfræði, Sibert, forstöðumaður Institut des Hautes Etudes Internationales, Rousseau og Capitant, en þeir eru báðir prófessorar við Svartaskóla. Rousseau tók fyrstur til máls. Hann lauk lofsorði á rit- gerðina, gagnrýndi ýms smærri atriði en ræddi ekki um rétt íslendinga til landhelginnar. Sibert prófessor taldi ein- sætt að íslendingar ættu sögu- legan rétt á 16 sjómílna, land- heigi og lýsti yfir því affi sér hefði hitnað í hamsi við að hynrast viðskiptum Breta og ísSendinga á þessu sviði. Capitant ræddi um vaxandi tilhneigingar í þá átt að veita hverrí einstakri ])j;;ð einkarétt á rýtingu Inndgratms síns og ta.ldi allar líkur á að sá réttur myrdi emnig r.á tii fiskveiða í framtíðinn:. Allir luku prófessorarnir miklu lofsorði á ritgerð Gunn- laugs og töldu Svartaskóla feng að því að hafa fengið hana til meðferðar. IslendingTim er fengur að starfi, Gunnlaugs Þórðarsonar og hinni ágætu frammistöðu hans, og þess er að vænta að hann þýði doktorsritgerð sína á íslenzku og gefi hana út í bókarformi. M. K.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.