Þjóðviljinn - 16.05.1952, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 16.05.1952, Qupperneq 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 16. maí 1952 þlÓOVIUINN Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjóm, afgreiðsia, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 10. — Sími 7600 (3 linur). Aflkrlftarverð kr. 18 á mánuði i Reykjavík og nágrenni; kr. 16 annarataðar á landinu. —- Lausasöluverð 1 kr, eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljana h.f. Vér stefnum þeim fyrir æðsta dém — dóm sögunnar og þjóðarinnar Stóridómur Hæstaréttar hefur vakið svo almenna reiði og fyrirlitningu, að leita verður allt aftur til illverkanna, er vald- hafar landsins frömdu 30. marz 1949 og 7. maí 1951, til þess að finna jafn almenna fordæmingu á aðgerðum svokallaðra „æðstu valda“ í landinu. Þjóðin var orðin því vön að ríkisstjóm hennar væri á mála hjá erlendu valdi, þægi nokkur hundruð milljóna króna í Marsh- aílgjafir og léti í staðinn hinu erlenda valdi í té æðstu ráðin yfir efnahagslífi landsins og þau svæði af landinu, sem það ágirntist til hernaðarnota. — Þjóðin hafði þekkt þessháttar fyr- irbrigði áður, hún mundi niðurlægingu sína undir hirðstjóravald- inu forðum daga, en hún hafði ekki búizt við að eiga eftir að upplifa þá niðurlægingu á ný. En nú er sú niðurlæging komin og flokksfjötrar Ihalds, Framsóknar og Alþýðuflokks halda enn meirihluta þjóðarinnar á klafa slíkrar leppstjómar. Þjóðin var líka orðin því vön að sjá meirihluta Alþingis svín- beygðan undir erlent vald. Hún hafði orðið að horfa upp ,á þá hryggðarmynd að sjá vesaldóm þingmanna þríflokkanna aukast með hverju árinu. Keflavíkursamningurinn hafði verið samþykkt- úr 1946 með 32 atkv. gegn 19, Atlanzhafssamningurinn 1949 með 37 atkv. gegn 13, en hernámssamningurinn af öllum þing- mönnum þríflokkanna gegn þingmönnum Sósíalistaflokksins níu. Flokksfjötrar amerísku kúgunarinnar höfðu verið hertir, síðasta mótspyman í þingflokkum Alþýðuflokks og Framsóknar verið brotin á bak aftur. — Það var verið að mjaka Alþingi niður í þá.svívirðingu, sem það var komið í forðum daga, er það sam- þykkti valdboð danskra kúgara mótspyrnulaust. Sósíalistaflokk- urinn einn hélt uppi með andstöðu sinni heiðri þeirrar stofnun- ar, sem löngurn var vörður íslenzks sjálfstæðis í aldalangri bar- áttu þjóðarinnar. ' En þjóðin hafði búizt við því, þrátt fyrir slæma reynslu, að þótt framkvæmdavald bg löggjafarvald ríkisins væri hertekið eins og Keflavíkurflugvöllur, þá myndi þó æðsta dómsvaldið reyna að halda sér óháðu, eins og því ber að vera samkvæmt stjómar- skrá lýðveldisins. En nú eru síðustu vonir um að íslenzkt sjálfstæði og mann- réttindi ættu sér skjól, þar sem Hæstiréttur væri, brostnar. Hæstiréttur hefur hjálpað ósvífnu lögregluvaldi og mútuþegum erlends valds í íslenzkum ráðherrastóltun til að gera að engu í framkvæmd mannréttindaákvæði og lýðréttindi stjórnarskrár- innar. Hæstiréttur er þarmeð prðinn eitt tækið enn til að kúga þjóðina. Æðsta dómsvaldið er þá hertekið eins og hinir hlutar ríkisvaldsins, orðið skálkaskjól landráða- og lögbrotamanna í æðstu valdastöðum landsins. Þjóðin hafði að vísu þekkt slíka misnotkun dómsvaldsins fyrr. Hún man enn niðurlægingartíma sína, er dómsvaldið var skálka-j skjól arðræningja og útlendra valdsmanna, er ofsóttu hverja frelsishreyfingu landsmanna, fordæmdu hverja viðleitni fólksins til frjálsrar hugsimar og mannsæmandi lífs. En þjóðin hafði ekki búizt við að þurfa að lifa þá niðurlægingu aftur. En nú er hún komin líka á þessu sviði. Drekkingarhylurinn á Þingvöllum verður ekki eini staðurinn, sem ætíð minnir okkur á niðurlæg- ingartíma xlómsvalds á Islandi. Hæstaréttarhúsið nýja er auð- sjáanlega orðið standandi áminning um Islands svívirðingu. Islenzk frelsishreyfing átti í danskri tíð ofsóknum að mæta af dómsvaldi í höndum danskra imdirlægja á Islandi. Skúli Thor- oddsen var dæmdur af handbendum leppstjórnar Dana hér á landi í sinni tíð. Það var fyrir Hæstarétti í Kaupmannahöfn, sem hann vann mál sitt að lokum. Frjálslyndir dómarar þar reynd- ust réttdæmari handbendum dansks valds hér heima. Það voru ýmsir, sem óttuðust það er hæstiréttur var fluttur inn í landið, að réttlætinu myndi jafnvel síður gert hátt undir höfði en fyrr. Siðspilling valdhafanna íslenzku myndi fljótt sýkja Hæstarétt lika. — Svo hefur réynzt því miður. En þótt ailt sé hertekið í svipinn, sem íslenzk þjóð hefur bar- izt fyrir að gera að sínu: löggjafarvald, framkvæmdavald, dóms- vald og landið sjálft, þá mun þjóðin ekki gefast upp. Þá sem hafa brugðizt henni á neyðartímum nú, mun liún dæma þeim dómi, sem hún hefur dæmt þá, sem brugðust henni fyrr og hrundu henni niður' í niðurlægingu kúgunar, fátæktar og smán- ar: þungum dómi sögunnar og þjóðarinnar. Fyrir þann dóm er Hæstaréttardómurunum stefnt. Og sá dóm- ur verður kveðinn upp fyrr en varir, er þjóðin rís upp og varpar íif sér því fargi þrælmennsku og kúgunar, sem nú er á liana lagt. Þrjú prómill gerast rithöfundar! EIMSKir. Brúarfoss fór frá Hamborg i gær til Rótterdam og Rvíkur. Dettifoss kom til Rvíkur 12.5. frá N.Y. Goðafoss fór frá Hull 14.5. til Rvíkur. Gullfoss kom til Kaup- mannahafnar í gærmorgun frá Leith. Lagarfoss fór frá Vestm.- eyjum 12.5. til Gravama, Gdynia, Álaborgar og Gautaborgar. Reykja ■— Fösludagur 15. maí 1952 —- ÞJOÐVTUINN — (5 ðS*'1 ’ " ” foss kom til Álaborgar 13.5. fór DAÖFARI skrifart:) Ég hygg að OG LEYFIST manni að spyrja: þaðan í gær tii Kotka, Seifoss fór sá verði dómur sögunnar, að Hvemig er það með formæl- frá Rv!k 14.5. vestur og norður endur skáldfjenda í Stúdenta- um !and Húsavíkur og þaðan félagi Reykjavíkur - getur W Gautaborgar. Jröliafoss fór fm hugsazt, að þeir hafi lesið Rvik 14.5. til vestur og nor5ur. fatt eitt af þeim ljóðum, sem landsins. vatnajökuii lestar í þeir hamast gegn, og farið yf- Antverpen 17,—19.5. til Reykjavlk- ir hitt á hundavaði ? . Kunn- ingi minn lét í það skína, að Sambandssklp færa mætti aö þvi óyggjandi Hvassafell er væntanlegt til ísa- rök. Og hann sagðist meira fiarðar 1 fyrramáiið, frá Kotka. að segja hafa illan gnm um, !“fr “nlbur á Austfj' sjaldan hafi nokkrir menn orðið sér eins rækilega til minnkunar og íslenzkir stúd- entar í umræðum þeim, sem fram hafa farið að undan- fömu um ljóðlist. Það kem- ur nefnilega upp úr dúrnum strax við lauslega athugun, að þeir vita alls ekki um hvað {æir eru að tala. Að ör- að sumir þeirra sem hafa með Jökulfell átti að fara frá Rvík. sl. nótt, til Patreksfjarðar. fáum undanskildum hafa þeir ekki lesið bækurnar, sem þeir höndum úthlutun listamanna- em að dæma. Það er hrað- launa, vissu ekki einu sinni nugféiag Islands ritunarkerfið hans Guðbrands, um nöfnin á líkt því ö'.lum t dag. verður ^,^0 til Ak„ Ve., sem hefur verið tekið í notk- bókum sem út eru gefnar eft- Kiausturs, Fagurhóismýrar, Horná un, eins og nú skal sannað. ir íslenzka höfunda. En hvað fjarðar, vatneyrar og Isafjarðar. sem þessu líður, er augljóst Á morgun til Ak„ V„ Biönduóss, . af öllum málflutningi þeirra, Sauðárkróks, Isafj. og Sigiufj. að þeir hafa lesið verk ungu höfundanna með hugann full- an af þeim illviljuðu fordóm- um .sem gera menn gjörsam- tega ónæma á list hversu góð sem hún er. Og ein spuming enn: Hvao líður skiptum stúdenta og þeirrar göfugu skáldgyðju ? Af ungum mönnum man ég ekki eftir nema fimm stúd- ÞEIR ÖRFÁU ungu menn, sem stunda hina óvinsælu iðju að yrkja ljóð, gefa nær allir út bækur sinar sjálfir. (Menn mega ekki blanda þeim saman við bókaútgefendur, því bóka- útgefandi af miðlungsgerð er maður, sem tekur við þegar höfundur er hættur að geta tapað á því að gefa út bækur sínar sjálfur). Flestir þeirra fara þá leið að safna áskrif- endum meðal kunnjngja sinna og vina, svo skemmtileg sem 'hún hlýtur að vera eða hitt þó heldur. Þessi áðferð hefur einn kost með sérj: HÖfund- amir vita nákvæmlega, hverj- ir hafa keypt verk þeirra. Ég þekki einn þeirra sem gefið hafa út ljóðakver með þessum hætti, og hann gaf mér nokkrar upplýsingar sem gætu kannski varpað ljósi yf- ir ýmislegt, er áður var tor- skiiið. Yæri fróðlegt að fá slíkar upplýsingar frá sem flestum af ungu skáldunum, sem orðið hafa fyrir árásum, svo að þær mættu geymast skáldfjendum vorum til verð- ugs heiðurs. Hjónunum Magn- ou S. Magnúsdótt- ur og Bárði Jó- hannessyni, Trí- pólíkampi 1, fædd- ist 15 marka son- ur 9. þ. m. Læknavarðstofan Austurbæjarskól- anum. Sími 5030. Kvöldvörður og næturvörður. entum, sem af alvöru hafa Næturvarzla er í Laugavegsapð- freistað þess að skana bék- teki. Sími 1618. menntir — má þó vera, að mér hafi sézt yfir einhverja. Þeir eru dreifðir á eina 30 árganga, svo að á því .tima-.' bili múnu hafa útskrifazt á Islandi ;im 1500 stúbentar. Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 19.30 Tónleikar Harmon ikulög. 20.30 Út- varpssagan: ,Bása vík‘, söguþættir AF KAUPENDUNUM að bók hans voru 15% stúdentar. Vestfjörðum á norðurleið. Oddur er a Vestfjörðum á norðurleið. Barnaheimiiið Vorboðinn. Sumsé: með ej.lföldu'n pró- eftir Helga Hjörvar; III. (Höf- gentureikivngi komumst vér undur les). 21.00 Islenzk tóniist: að þeitri aiðurftöðu að þrjú Sönglögr eftir Hallgrím Helgason, prómill hafa gengið i þjón- 2125 Iþróttaþáttur (Sig- Sig.). ustu skáldgyðjum.ar - Já. 2145 E“gur: °acar Natzke , ; • ,,, . , ... syngur. 22.10 „Leymfundur . Bag- .þetta er a-lt gra,bros- dad,(> gaga eftir Ag. christie. (H. le£+ .... Pálsson ritstj.). — VI. 22.30 TÓn- . leikar: Duke Ellington og hljóm- sveit hans leika. 23.00 Dagskrár- lok. Skákritið, 3.-4. tbl. 3. árgangs, hefur borizt. Efni er þetta: Gi’fer- mótið. Landsliðs- keppnin 1952. Af erlendum vettvangi. Bækur. Holl- enzki skákmeistarinn Prins kem- Föstudagur 16. maí (Sa.ra). 137. ur hingað, og er mynd af honunl dagur ársins. Tungl á síðasta forsiðu. Einvígi Reshevskys og kvartiii; í hásuðri kl. 6.28. — Ár- Najdorfs. Skákdæmi — og auk nans vora wo stuueuuxr. de&isflóð kl. 10.35. Siðdegisflóð kl. þesJs margar skákir með skýring- Þessi hlutfallstala er akaflega 23.12. - Lágfjara ki. 16.47. £m> bæði gamlar og nýjar. ha, en það stafar af þvi, að hann a mjög marga kunn- Ríkisskip , iðnsvelnar, sem útskrifuðust úr ingja í hópi stúdenta. Hlut- Hekla fer frá Akureyri í kvöld Iðnskólanum fyrir 10 árum, 1942, Ur stúdenta er því gerður eins til Norðurlanda. Esja var á Isa- koma saman laugardaginn 17. þ. góður og auðið er, ef maður firði í gærkvöld á norðurleið. m. í Verzlunarmannaheimilinu. — reiknar mpð að 15% af kaup- Skjaldbreið var í Flatey á Breiða Þátttaka tilkynnist í síma 80729. endum að verkum ungu skáld- firði ^íðdegis í gær. Þyriii er á og 3249. anna almennt séu stúdentar. Ljóðabækur nýliðanna eru yf- Xrmann fer frá Rvik ; kvöld til irleitt gefnar Ut í rnjög litl- Vestmannaeyja. um upplögum: Ljóð Sigfúsar Daðasonar voru gefin út í 150 eintökum, Dymbilvaka Hannesar Sigfússonar í 250 eintökum, svo að dæmi séu nefnd. Það mun ríflega áætl- 106. dagur að, að hinar fordæmdu bæk- fmz&.r-- 'tut ur seljist að meðaltali í 200 , { j' U\ otiJ' eintökum. Þá kemur í ljós, að ! \d> y.\; j|' , í hæsta lagi 30 stúdentar á i -A\\\\\!j , /// öilu Islandi kaupa bækur \\\\\\\ ' I ‘ 'l/ þieirra höfunda sem harðast er um deilt. Ég veit ekki ná- kvæmlega, hve íslenzkir stúd- entar munu ur þúsundum. um: entum græðingsins í íslenzkri Ijcða- genð. Og það eru þessir sem efna til umræðna ljóðlist! Það fer ekki fyrir húmornum í brjósti ís- lenzkra menntamanna um Lifvéröirnír. hiupu fyrstir út úr hailar- miðbik 20. aldar. En er ekki Pm'tunum; en á hæla þeim fór hervörð- , . • urinn, sem barði með kyifum, á báða kommn timi til, að Spegillmn bága> alla þá er köfðu hætt sér of langt taki málið að íiér? fram.... Þeir sem óska að koma börn- Framhald á 7. síðu. Að lifa á brauði í Rússlandi Hugleiðingar um hagfræði og lífeðlisfræði Hvað mikla næringu þarf fullorðinn maður til þess að geta lifað? Vestræn lifeðlis- fræði staðhæfir, að maður í al- gerri hvíld, 70—75 kg. að þyngd, þurfi á sólarhring nær- ingu, er hafi að geyma 23Ö0 hitaeiningar, auk nokkurra annarra skilyrða. Skrifstofu- maður þarf 2900 hitaeiningar, verkamaður 3200, en maður er vinriur mikla erfiðisvinnu, þarf 4200 hitaeiningar. Fái menn ekki þessa’ næringu að stað- aldrj veslast þeir upp og deyja að lpkum úr næringarskorti Vilji maður túlka hitaeining- ar t. d. í rúgbrauði sem er langódýrasta fæða í Rússlandi, en dr. Benjamín Eiríksson telur „síður en svo ástæðu til að vor- ikenna rússneskri alþýðu, þótt hún lifi aðallega á brauði“, þá jafngildir 1 kg. af rúgbrauði 2250 hitaeininguHi (þ. e. a. s. nokkru minna en nauðsynlegt er handa fullvaxta manni í algerri hvíld). Dr. Benjamín Eiríksson spvr í 3. grein sinni í stjómarblöðunum: Á hverju lifir rússnesk alþýða? og :er ekki von að hann sé forvitirin? því að í 1. og 2. grein sirtni hefur hann í raun og veru reiknað hana — eða að minnsta kosti „margar milljón- ir“ hennar — i hel. Ef litið er á hina vísindalegu töflugerð doktorsins, þá kemur í ljós: fyrir verðlækkun og kauphækk- un hans hafði bvggingarverka- maður 202 rúblur á mánuði. Kíló af rugbrauði kostaði þá Stjórn Byggingarsjóðs Islendinga í Kaupmannahöfn vinnur 1,70 r.úvlnr e5J 51 rublu á nú að nýrri fjársöfnun í því skyni að koma upp þar í borg manuði. (1 kg. a dag). Doktor b Benjamín Eiríksson segir um þetta orðrétt: „Fimm manna fjölskylda, sem neytir 5 kg. af brauði á dag, eða 150 kg. yfir mánuðinn greiðir 225 rúblur“ (þetta er eftir lækkun Benja- míns, en '255' rúblur fyrir lækk- un hans). Með þessu brauðáti væri hitaeiningarþörf fjölskyld- unnar ehki fullnægt, þótt bless- áð fólkið lægi allt fyrir og hefðist ekkert að. En við þetta bætist, að fjölskylduna vantar 53 rúblur til að kaupa þennan brauðskammt, eða 30 kg. af rúgbrauði. Allir liagfræðilegir töluútreikningar um slíka fjöl- skyldu mundu því brátt verða fremur þýðingarlitlir nema í gambandi við dánaitöluna. Það er kannskí óþarft að taka það fram, að þessi byggingarverka- mannsfjöiskylda Benjamíns, sem vísindalega séð má ekki hræra legg né lið, er bæði skó- laus, nakin og húsnæðislaus. Éinasta ráðið til að bjarga býggingarverkamanni doktor iBenjamíns er að skilja hann við matka og afkvæmi, svo að liann fái otið rúgbrauð sitt einn. Það lítur þó út fyrir, að di'. Benjamín gruni, að ekki sé allt með felldu um þessa bygg- ingarverkamannsfjölskyldu, því að hann hækkar í 2. grein sinni laun fyrirvinnunnar um 110 rúblur, eða í 312 rúblur á mán- uði, og lækkar rúgbrauðið nið- ur í 1,50 rú'blur. Gangi maður nú í berhögg við allar stað- rejmdir lifeðlisfræðinnar og geri ráð fyrir, að byggingarverka- maður dr. Benjamíns hafi ©kki verið dauður fyrir síðustu kauphækkun, þá skulum við líta á, hvemig honum tekst að li-fa með hækkað kaup og „hið marglækkaða verðlag“. Fjölskyldan heldur áfram að borða rúgbrauð sitt, því að það er ódýrast miðað við hita- einingar.. Hann borðar ásamt fjölskyldu sinni 5 kg. á dag af rúgbrauði, en skortir þá, til að hann og kona hans geti unnið, ca. 2000 liitaeiningar á dag fyrir alla fjölskylduna. Hann ræðst þá í að ikaupa 1 líter af mjólk á dag (2,93 rúbl- ur, 670 hitaeiningar) eða á mánuði 87,90 rúblur. I rúg- brauð og mjólk hefur bygg- ingaverkamaður Benjamíns eytt 312,90 rúblum, eða örlitlu meiru en kaupi hans nemur. En þrátt fyrir aukið kaup og marglækkað verðlag er hann enn óvinnufær samkvæmt nið- urstöðum lífeðlisfræðiimar. Enn er hann nakinn, skólaus og húsnæðislaus. I 3. grein sinni virðist dr. Benjamín Eiríksson þá líka vera búinn að grafa hinn illa haldna byggingarverkamann, en hefur nú allt í einu hækkað meðalkaupgjaldið hjá verka- fólki og starfsfólki upp í 500 —600 rúblur, enda er hann sýnu örlátari við þetta fólk en byggingarverkamanninn. Hann gefur því jafnvel „óbleikt“ hveitibrauð til helminga við rúgarann. Þá er brauðevðslan komin upp í 427,50 rúblur a Fjársöfnun hafín á ný til íslendingahúss í Höfn Islendingahúsi, en fjársöfnun til sjóðsins hefur Iegið niðri uxn hríð. Samkvæmt upplýsingum sem formaður sjóðsstjórnarinnar, Martin Bartels, hefur iátið Þjóðviljanum í té eru eígnir bygg- ingarsjóðsins nú 30 þúsund krónur danskar og 40 þúsund krónur ísienzkar. íslendingar hafa árum saman rætt um nauðsyn þess að eign- ast hús, sem yrði samastaður þeirra Islendinga, er dvelja þar lengur eða skemur, en í Kaup- mannahöfn eru nú samtals bú- settir um 1000 íslendingar og í Danmörku allri um 2000. Byggingarsjóður Islendinga í Kaupmannahöfn var stofnaður árið 1945 og stóðu að stofnun hans íslendingafélagið þar og Félag íslenzkra stúdenta. Mark- mið sjóðsins er að afla fjár til byggingar húss eða kaupa á húsi í Kaupmannahöfn, sem verði bústaður handa námsfólki og vistarverur fyrir gamal- menni. Ennfremur er ætlazt til að þar verði samkomusalur fyr- ir þær samkomur sem Islend- ingar þar halda. Stofnskrá byggingarsjóðsins var staðfest af forseta Islands og stjóm hans skipa fimm Islendingar, búsettir í Kaup- mannahöfn: Martin Bartels, bankafulltrúi, Gunnar Björns- son, forstjóri, Halldór Krist- jánsson, yfirlæknir, Hallgrímur Thomsen, lögínaður og Jón Helgason, prófessor. Árið 1947 var komið á stofn nefnd manna hér heima til að hafa á hendi fjársöfnun til sjóðsins. En af ýmsum ástæ'ðum hefur fjár- söfmmin legið niðri undanfarin ár. Nú leitar stjórn sjóðsins liðsinnis íslendinga enn á ný með ósk um stuðning við mál- ið. Væntir sjóðsstjómin þess að Islendingar taki liöndum saman og leiði þetta mál til farsæila lykta, þannig að draumurinn um íslendingahús í Kaup- mannahöfn verði sem fyrst að veruleika og þeir landar sem þar búa eða dvelja eigi kost á að lifa í íslenzku xunhverfi, við skilyrði þar sem þeir geta talað móðurmál sitt og um leið eflt íslenzkt þjóðerni. Samkvæmt ósk sjóðstjómar- innar tekur Þjóðviljinn við framlögum til sjóðsins. að sá mánuði. Þess skal getið, hitaeiningafjöldinn verður sami og. í rúgbrauðinu, þ. e. 2250 hitaeiningar á mann í fjölskyldu Benjamíns. Varla mundi slíkri fjölskyldu veita af einum mjólkurpotti á dag (134 hitaeiningar á mann), en það mundi kosta á mánuð' 87,90 rúblur. Fjölskylduútgjöld in í ódýrasta fæði væru því komin fram úr lægii meðal- tölu Benjamíns. En þessi fjöl- skylda er einnig skólaus, klæð- laus, húsnæðislaus og tæpast vinnufær. Þegar alls þessa er gætt, þá virðist það vera meinfýsin fyndni hjá dr. Benjamín að enda sinn vísindalega greina-- flokk í' stjómarblöðunum með langri frásögn um húsnæðið í Rússlandi. Hann hefur nefni- lega skjallega fært sönnur á það sjálfur, að byggingarverka- maðurinn geti ekki byggt hús, því . að fæðið, sem Benjamín ætlar honum nægir rétt til þese að liggja í algerri hvíld, þrátt fyrir hækkað kaup og marg- lækkað verðlag. Og jafnvel þótt hann gæti byggt hús, þá hefði hann ekki fé aflögum til að búa í þeim, og hin margupp- hækkaða meðaltalsfjölskylda í 3. grein dr. Benjamíns á heldur ekkert fé afgangs í slikan munað. Dr. Benjamín Eiríksson er hálærður vísindamaður, sem hefur tekið sig upp úr góðri stöðu í „guðs eigin landi“ til þess að verða ráðunautur ís- lenzku ríkisstjórnarinnar í efna liagsmálum. Hann er reiknings- meistari svo mikill, að enginn er hans líki í Islandssögunni síðan Sölva Helgason leið. Þeg- ar hinn danski reikningsmeist- ari reiknaði forðum barnið í hirðmey konungs, reiknaði Sölvi Helgason það úr henni á svipstundu. En hvað er það á móts við afrek dr. Benjamíns Eiríkssonar, sem reiknar klæði, skæði, húsnæði og jafnvel fæði af 200 milljón manna þjóð- austur í heimi. Kannski dokt- orinn hafi tekið svo djúpt í árinni í þetta skipti til að hilma yfir þessj 40%, sem skakkaði í útreikningi hans á þeirri dýrtíð, sem honum var falið að leiða yfir íslenzku þjóðina af liinum bandarisku húsbændum hans! 1 + s í'VAfOÍ^ ★ Tíminn ræðir í ieiðara sinum I gær um „aldor forset- ans“. Segir þar m. a.: „Þrjár meginástæður valda þvi, að fylgt hefur verið þeirri reglu, að velja aldraða menn til for- setastarfa“. •jt Síðan rekur Tíminn þessar þrjár „á:‘ æðuri‘, og er óþarft að fara hér út í tvær hinar fyrstu, enda prentar Tímimi þær með venjulegu grönnu ietri. En þriðju ástæð- una feitletrar haim, og er upp- haf hennar svohijóðandi: „Þriðja árí æðan — og ef til vill sú veigamesta — er sú, að ekki þykir heppilegt, að sami maður gegni forsetaem- bættinu lengi“. Eins og kunn- ugt er hefur Framsóknarflokk- urinn ákveðið að styðja frarn- boð séra Bjarna Jónssonar til forsetakjörs, enda ritar sjálfur formaður Framsóknarflokksins stóra lofgrein um sr. Bjariui á 5 síðu Tímans í gær. Stefna flokksins og blaðsins hefur þannig verið túlkuð og skýrð vandlega, og má lýsa þeim með þessum orðum: Við styðj- um séra Bjania af þvi að haim er dauðans matur. Framhald á 6- síðu. Uppsögn siýiimannaskólajis 62 nemendur útskrifaðir Uppsögn stýrimannaskólans fór fram 10. þ. m. Viðstaddir voru auk kennara nemenda og prófdómara, þeir, sem á lífi eru og komið gátu af 40 og 50 ára prófsveinum. Af hinum síðartöldu voru viðstaddir 3 menn, Jón Bergsveinsson, fyrrum erindreki, Ólafur G. Kristjánsson skipstjóri frá Björgum í Arnarfirði og Sigurður Jónsson skipstjóri frá Bakka á Sel- tjarnamesi. .... og siðan komu hljómlistarmennirnir, börðu trumbur sínar, og blésu i flautur sinar, lúðra og pákur. Sióastir komu hirðmennirnir, fjallaðir silki og gulli og báru bjúgsverð í flauelslíðrum j.týddum gimsteinum. Að baki þeim sigu c.fram tveir fílar með viðamikla fjaðra- —---—----—— »■ iii.'. ■ —ií r irúska á hausnum. Allra siöast kom í 1 'ós fagurskreyttur burðarstóil. En undir litglæstum silkihimni hans hvíldi emír- iun sjálfur í allri sinni tign og veidi. Eftir að skólastjóri hafði boðið gesti velkomna, minntist hann hins látna fcrseta Islands, herra Sveins Bjömssonar, og 29 íslenzkra sjómanna, sem farizt hafa i sjóslysum, síðan 's'iólinh tók •til starfa á- s.l. hausti. Að því loknu flutti hann yfirlit um starf skólans á þessu skólaári. I skólanum voru 148 nemendur í 8 kennsludéild- um, þegar flest var. Kennarar voru 15 auk þeirra, sem kenndu leikfimi, sund og björgunaræf- ingar. Burtfararprófi luku að þessu sinni 62 menn, 14 með farmannaprófi og 48 með fiski- mannaprófi. Hæstu einkunn við farmannaþróf hlaut Guðmuhd- ur Ingimarsson frá Hnífsdal. 7,41 og hæstu eir.kunn við fiskimannaprófið hlaut Guð- mundur Sveinsson írá Seyðis- firði, 7,45 í meðaleinkunn. Að lokinni sltýrslu sinni a- varpaði skólastjóri nemendur og afhenti þeim skírteini. Einn- ig afhenti hann þremur efstu mönnunum úr hvorri deild verðlaun úr Verðlauna- og styrktarsjóði Páls Halldórsson- ar skólastjóra. Þorvarður Bjömsson yfir- hafnsögumaður hafði orð fyrir 40-ára nemendum og minntist Magnúsar Magnússcnar, fyrr- um skipstjóra og útgerðar- manns, sem um langt skeið var kennari við stýrimannaskólann. Aflienti hann skólastjóra mál- venk af Magnúsi heitnum frá þeim bekkjarfélögum, gert af Halldóri Péturssyni listmálara. Þá ávarpaði Þorvaldur hina. nýju stýrimenn og árnaði þeim og skólanum heilla. Jón Berg- sveinsson hafði orð fyrir 50-ára nemendum, ávarpaðj hina nýju stýrimenn og árnaði þeim og skclanum heilla. Skólastjóri þakkaði gjafir og heillaóskir og gat þess, að 25-ára nemendur hefðu tilkynnt sér, að þeir mundu færa skólanum að gjöf vandaðan radio-miðara á hausti komanda. — Hér fara á eftir nöfn próísveina: FARMENN: Ágúst Jónsson, Rvk. Atli Snæbjörnsson, Kvígyndisdál Axel Schiöth, Sigluf. 3jöm T. Kjaran, Rv'á. Eyjólfur Guð- Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.