Þjóðviljinn - 18.05.1952, Síða 3

Þjóðviljinn - 18.05.1952, Síða 3
Sunnudagur 18. maí 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (3 m SKAK Ritstjóri: Guðmundur Arnlaugsson Lodewijk Prins Þegar Argentínumeun buðu til alþjóðaskákmóts í Buenos Aires 1939 komu keppendurn- ir frá Evrópu allir með sama skipinu. Þetta var óvenjuleg- ur farmur, hátt í hundrað skák- menn og konur af 16 þjóðern- um, enda vakti hann mikla athygli, skipið var orðið fullt af blaðamönnum og ljósmynd- urum löngu áður en það komst upp að bryggju. Þessir menn virtust kunna góð skil á því, hverjir væru frægastir tafl- meistarar í hópnum, en létu sér annars ekkert mannlegt óviðkomandi, enda fór svo að jafnvel víðkunnir meistarar urðu að láta sér þáð lynda að vekja minni athygli en lítt þekktar skákmeyjar frá Verm- landi og Holmenkollen. Fersk- leiki æskunnar og ljósgullið hár vógu upp það sem skorti í reynslu og skáklegri frægð. 1 þessum sundurleita hópi var þó einn maður sem ekki þurfti að kvarta undan því að ekki væri eftir honum tekið. Þetta var ungur hollenzkur skák- maður sem stundum hafði leik- ið lög eftir Bach á slaghörpu skipsins en annars ekki látið mikið á sér bera. Ástæðan til hinnar gífurlegu athygli var hið dökkjarpa skegg hans, sítt og spámanrtlegt, og óvenjulegt á jafnungum manni. Myndir af bc-ssu merkilega skeggi voru að biriast í blöðum stórborgar- innai allt til enda skákmóts- ins. Nú eru mörg ár liðin síðan þetta gerðist, skeggið spá- mannlega orðið að venjulegu efrivararskeggi, og maðurinn sem ber það orðinn víðreist- ur blaðamaður og skákmeist- ari, skákbókahöfundur á tveirn tungumálum og kominn hing- að til Islands á leið sinni frá Kúbu og Bandaríkjunum til Hoilands. Þess gerist ekki þörf að rekja taflmennsku Prins hér á iandi að þessu sinni, hún er kunn úr daglegum fréttum hiaðanna, en ef til vill hafa menn gaman af að sjá sam- ráðaskákina, sem hér fer á eftir Prins teflir þar með hin- um efnilegasta af yngri skák- monnum Bandartkjanna gegn víðtunnasta skákmanni Vest- urheims, sern einnig er við ann- an mann. Skákin er skemmti- leg og vakti talsverða athygli. Er hér stuðst við skýringar i Chess Review. Þegar skák- in var tefld. var svo vel búið að áhorfendum, að þe’r gátu jafrharðan fylgzt með íhug- unum og bollaleggingum hvors aðila um sig Sikileyjarleikur. Evans og Horowitz og Prins Reshevsky 1 e2—-e4 c7—c5 2 Rgl—f3 d7—d6 3 d2—d4 c5xd4 4 Rf3xd4 Rg8—f6 5 fl—f3 Euwe mun vera höfundur þessa ieiks. Prins beitir honum jafn- an, eins og þeir sem hafa teflt gegn honum í fjölskákum hér geta vottað. 5 ------ e7—e5 Þétt-a er talið bezta snarið. Drottningarpeðið á aö koma fram líka. 6 Rd4—b3 Bb5f er almennt talinn bezti leikurinn, en Prins teflir að jafnaði svona. 6----- 7 Bcl—g5 d6—d5 Bc8—e6! Á þennan hægláta hátt nær svartur þægilegri stöðu. 7.— dxe og 7.—d4 eru vafasam- ari leikir. 8 e4xd5 Dd8xd5 9 Rbl-—c3 Bf8—b4 10 Bg5—d2 Dd5—d8 11 Bfl—b5f Rb8—c6 Svarta herstjómin er fram- takssöm og vígreif og telur sig þola veilu í peðafylkingunni ef svo ber undjr. 12 Ddl—e2 0—0 Nú er hvítur nærri neyddur til að taka kaupunum, þvi að svartur hótar Rc6—d4. 13 Bb5xc6 b7xc6 14 0—0—0 En vitaskuld ekki 14. Dxe5 vegna 14.—Bxb3 og He8. 14 ----Dd8—c7 15 Rc3—e4 a7— a5 Svartur sækir fast eftir sókn- arfærum á drottningarvæng og kærir sig kollóttan, þótt hann fái veilur í stöðima kóngs megin. Áhættuminni leið var Bxd2f. 16 Re4xf6+ 17 De2—f2 g7xf6 Hf8—c8 Hvítur hótaði að vinna skipta- mun með Bh6. Svartur forðar hróknum úr hættunni og undir- býr c6—c5, en öruggara hefði verið að leika Kh8, því að kóngurinn þarfnast skjóls, en ekki er gott að vita, hvar hróks ins er mest þörf. 18 Bd2—1;6 19 Rb3—c5! Kg8—h8 Hvítur hótar nú Dh4, De7, Re4 og vinnur peð. 19 — Hc8—g8 Svartur hefur glatað tíma í hróksleikinn. Bxa2 kom all^ ekki til greina vegna 20. Dh4 De7. 21. Hd7! 19.—Bxc5 er einnig hvít í hag, þrátt fyrir mislita biskupa, veilurnar í peðafylkingunni eru of sær- anlegar. Svartur á nú erfiða stöðu. 20 Df2—h4 Hg8—g6 21 Rc5xe6 f7xe6 22 Hdl—d3 Bb4—e7 23 Hhl—dl f6—f5 24 Dh4—h5 Ha8—d8 Svartur verður að koma í veg fyrir Hd7. 29 f3xe4 f4—f3 30 Bc5—<36 Dc7—-bö 31 Bd6—e5 Ðb6— e3+ 32. Kcl—bl 25 Hd3xd8f 26 g2—g4! Be7xd8 f5—f4 Svartur stefnir áð því að koma kóngspeðinu fram og eignast frípeð. En það er ekki kleift, ef hvítur heldur rétt á sínu. og skapar því einungis nýjar veilur í stöðu peðanna. Hvít- ur á nú hægara um vik, en ef svartur hefði leikið Bf6. 27 Bh6f8! ? Þessi leikur er hlekkur í áætl- un, sem bindur skjótan endi á skákina. En svo hefði ekki þurft að fara og framsókn peð- anna á g- og h- línunum hefði verið betra framhaldl: 27 hg4! og hótar nú g5, Dg4, h5 og g6, ef svo ber undir. Hvítur þarf ekki að óttast e4: 27 h4 e4 28 fxe4 f3 29 Be3 f2 30 g5 (en auðvitað ekki Bxf2, Df4f), og er f-peðið þá dauðadæmt. 27 ----- 28 Bf8—c5 Bd8—f6 e5—e4! FIMMTUGUR í DAG • r • , nístjon Halldór Ólafsson, ritstjóri og bókavörður á ísafirði, er fimmtugur í dag. Hann er fæddur á Kaldrana- nesi í Strandasýslu og voru foréldrar hans hjónin Kristín Jónatansdóttir og Ólafur Gunn laugsson bóndi þar. Snemma kom í ljós að Hall- dór var óvenju fróðleiksfús. Brauzt hann til náms í Gagn- fræðaskólanum á Akureyri — að mestu af eigin ramleik — og lauk þaðan prófi vorið 1923. Mér er ekki kunnugt um hvenær Halldór fluttizt fyrst til ísafjarðar, en á árunum 1926 til 1930 kemur hann mik- ið við sögu í verkalýðsbarátt- unni þar vestra, er virkur með- limur í Alþýðuflokknum og á sæti í stjórn jafnaðarmanna- félagsins 1928 og 3929. Þegar til átaka dró innan Alþýðuflokksins á milli hi.nna raunverulegu sósíalista ann- arsvegar og tækifærissinnanna hinsvegar skipáði Halldór sér í vinstri arminn og varð einn af stofnendum Kommúnista- flokksins árið 1930. Halldór varð atvinnurekenda- valdi ísafjarðar mikill þyrnir í augum, enda ótrauður að berjast fyrir málstað verkalýðs- ins. Svo fór að krötunum og íhaldinu tókst bókstaflega að svelta hann úr bænum, hvergi var atvinnu að fá. Um nokkur ár dvaldi Hall- dór hér sunnanlands, en hvarf aftur til Isafjarðar og tók við ritstjóm Baldurs. Bókavarðar- starfinu við Bókasafn Isafjarð- ar hefur hann gegnt um nokk- / ur ára skeið. Það var engin tilviljun að Halldór skipaði sér þegar í upphafi í róttækari arm Al- þýðuflokksins. Halldór er nefni- lega sósíalisti af lífi og sál. Það vitum við bezt er méð honum höfum unnið. I fyrsta lagi hefur hann aflað sér hald- góðrar þekkingar á þjóðfélags- Framhald á 7, síðu. ABCDEFGH Staðan er orðin afar tvísýn1 vegna þess hve svarta frípeð- ið er hættulegt. En nú sést svarti yfir hótun hjá hvít og hann tapar því skákinni snöggiega í stað þess að leika Kg7 með góðri von um að lifa ólætin af. 33 ----De3xe4 ? ? 34 Be5xf6+ Hg6xf6 35 Dh5—e8+ Kh8—g7 36 Hdl—d7f og svarta herstjórnin gafst upp, þvi að hún getur ekki varizt máti. E»á er dómurlnn fallinn. Enn spegjast sorgardag-urinn í skuggsjá augna vorra: þrítugasti marz þegar sói vor hneig í vestri þegar ey friðarins var vígð heimsmorðinu þegar ættingjum Benedikts og Þorsteins var fyrirskipað að ijósta oss kylfum að biinda oss gasi ef vér dirfðumst að segja nei. Auðvitað sögðum vér nei: mótmæltum uppgjöfinni, vopninu, dauðanum, skírskotuðum til lýðræðisins, kröfðumst atkvæðis um örlög vor — og þá féll hinn raunverulegi dómur, hann féll þá en ekki nú: grátandi vorum vér hrakin burt af vellinum sem Jón Sigurðsson stendur á. Það var ekki Alþingl fslendinga heldur þing kylfunnar sem seldi oss tortímingunnl á vald; það er ekki Hæstiréttur lslands heldur réttur s.prengjunnar sem dæmir yður í dag; af handahófi gripu þeir yður út úr þúsundunum til þess að fela á bak við yður sitt eiglð gerræði; í þrjú ár hafa þeir verið að reyna að murka lífið úr anda sannleikans; dómsorðið dæmir sig sjálft. *'■■■ Gangið hnarreistir í fangelsið, vinir; sitjið þar rólegir í þrjá fjóra finrm sex sjö mánuði — heilt ár; sök yðar er sönnuð: blóð yðar var heltt sök yðar er sönnuð: blóð yðar var rautt sök yðar er sönnuð: blóð yðar var íslenzkt — vér óskum yður til hamingju með glæpinn. Gakk heill í fangelsið, Stefán Ögmundsson; gakk stoltur og beinn: eitt ár vor vegna líður skjótt en á heilu ári slær þó mannshjarta mörg högg; sem í hljómauka mun nú hjarta þitt slá þessi snöggu lifandi högg er ein megna að opna nýjar veraldir, sigrazt á dauðanum; þau högg skulu dynja á ofbeldinu unz yfir lýkur. 'ir' Enginn má kjós.a þig framar, kæri félagi, engan mátt þú heldur kjósa framar — samt kjósum vér þlg öll: vér kjósum þig til ævilangra virðinga á Alþingi frelsisins Og í Hæstarétti friðarins eins og þú hefur kosið oss ævllangt að samherjum í baráttunni gegn heimsmorðinu mikla. Bíðið rólegir í fangelsinu; helgið það með ívist yðar — munið að sá sem s.vikinn er af þrælum að sá sem sleginn er af þrælum að sá sem dæmdur er af þrælum hann er frjáls — jafnvel í fangelsL Ó hversu ég blygðast min að ganga laus í þessu svívirta landi: ég neitaði þó eins og þér. Eðá er þetta aðeins upphafið: er eftir að kveða upp dóminn yfir þúsundunum? komum vér á eftir? á að gera fangelsið að hjartasfað íslenzkrar tilveru?

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.