Þjóðviljinn - 18.05.1952, Side 6

Þjóðviljinn - 18.05.1952, Side 6
6) — 'ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 18. maí 1952 FSugþroun Framhald af 5. síðu. Þessi vél gat aldrei lyft sér frá jörðu. Tæpum 60 árum síðar tókst bræðrunum Wilbur og Orville Wright frá Ohio að lyfta sér í nokkurs konar svifflugu og svífa spölkorn. Árið 1903 settu þeir svo benzínmótor í vél sína. Tveim árum síðar höfðu þeir farið 45 flugferðir og verið lengst á lofti í hálfa klukkustund og ferðast sam- tals í lofti 40 km. Síðan þetta var hefur flugtækninni fleygt fram risaskrefum. Og nú fyrir nokkrum dögum var tekið upp áætlunarflug fyrir farþega með þrýstiloftsvélum og tókst fyrsta ferðin með ágætum. NorSurljós Framhald af 5. síðu. Menzel telur að í eins kvölds Ijósadýrð fari eins mikil orka og Öll jörðin fær frá sólinni á heilum degi og það valdi því að veðrabreytingar um teikinn hluta jarðarinnar eiga upptök sín á norðurslóðum þar sem norðurljósamia gætir. Vonást hann til að nánari athuganir verði til þess að veðurfræðing- ar geti stuðzt við norðurljósin í veðurspám sínum. Falsgreifi Framhald af 5. siðu. sýningu í leikhúsinu á næst- unni. En þetta sama kvöld hefði hann ákveðið að senda könnun- arsveit, greifa, konu af sænsku (konungsættinni og fleira hefð- arfólk, sem yrði að sitja eitt sér á fremsta bekk. Uppselt var á sýninguna en eftir mikið rifrildi gat leikhússtjórinn rýmt fremsta bekkinn. Greifinn og föruneyti hans kom og settist í sæti sín. En þá var leikhús- stjórann farið að gruna að brögð væru í tafli. Hann náði símasambandi við Bardenfleth kammerherra, sem kannaðist ekki við fyrra samtalið. í leik- hléi bauð Schroeder svikurunum bak við tjöldin, veitti þeim sherry og hélt ræðu um ósvífin strákapör þeirra, sem villa á sér heimildir. Lögreglan kom á vettvang en sleppti falsgreifan- um og föruneyti hans eftir að hann hafði greitt áfallinn kostn að fyrir leikhúsið. Greifinn reyndist vera Börge Christen- sen, blaðasali frá Esbjerg, og talið er að mál verði höfðað gegn honum fyrir að nota nafn Bardeníleth kammerherra í blekkingarskyni. GiáUífuE soldán Framhald af 5. síðu. á ný. Gerðist soldán nú enn djarfari til kvenna en áður, gekk að eiga 42 á nokkrum mánuðum. Loks fundust myrtir þeir tveir frændur hans, sem eftir urðu af ríkisráðsmönnum. Gerðist nú kurr mikill í Lahej svo soldóni var ekki vært Ieng- ur og flýði hann til Yemen en brezkir hermenn frá Aden sett- ust að í höll hans. Grunur leik- ur á að brezka nýlendustjórnin í Aden hafi hrósað happi yfir framferði soldáns því að hana hefur vantað landrými fyrir olíuhreinsunarstöð og Lahej er talið ákjósanlegur staður und- ir hana. Ötbreiðið 166. DAGUR Newtonsfólkið, alla sem þekktu til hennar — hvílík ógn, kvöl og smán dyndi yfir alla þá sem voru henni nákomnir — for- eldrar hennar, systkini. Það var ómögulegt. Ómögulegt: Það mátti aldrei verða. Að vísu gat það virzt dálítið kaldranalegt af henni að halda þessu til streitu, eftir alla þá áherzlu sem Clyde hafði hingað til lagt á framtíðarhorfur sínar i þessum bæ. En hvað átti hún annað að gera? Og daginn eftir fékk Clyde sér til mikillar undrunar bréf frá henni, þar sem hún fór fram á að hann kæmi til hennar um kvöldið, þótt þau hefðu verið saman kvöldið áður. Hún þurfti að tala við hann og það var eitthvað í orðalagi bréfsins sem benti á meiri einbeitni en hún hafði áður sýnt. Og hann fékk strax áhyggjur af að þetta gæti orðið óheillavænlegt samtal, en hann yrði að taka því sem að höndpm bæri með rósemi, hlusta á tillögur hennar eða kvartanir. Þegar hann kom til herbergis hennar síðla kvölds, virtist honum- hún rólegri i framkomu en hún hafði verið síðan ólánið dundi yfir, og hann varð mjög undrandi, því að hann hafði búizt við að hún væri hágrátandi. En nú virtist hún vera í fuil- komnu jafnvægi og vangáveltur hennar um viðunandi lausn höfðu vakið hjá henni kænsku, sem hún brá nú fyrir sig. Og áður en hún minntist nokkuð á hvað fyrir henni vakti, spurði hún í fyrstu: „Hefurðu frétt um nokkum lækni eða látið þér detta eitthvað í hug?“ ,,Nei, Berta,“ svaraði hann dauflega, því að taugar hans höfðu verið þandar til hins ýtrasta. „Ég hef verið að reyna, eins og þú veizt, en það er svo erfitt að finna mann, sem ekki er dauð- hræddur við að fást við svona mál. Svei mér þá, Berta, ég er alveg að verða ráðþrota. Ég veit ekki hvað við eigum að gera, ef þér dettur ekki eitthvað í hug. Hefur þú haft upp á nokkrum sem þú gætir leitað til?“ Eftir fyrstu heimsókn hennar til læknis ins hafði hann bent henni á, að hún gæti ef til vill fengið ein- hverjar hagnýtar upplýsingar með því að gefa sig meira að út- lendu stúlkunum í verksmiðjunni. En Róberta var ekki þannig skapi farin, að hún gæti stofnað til slíkra sambanda, og ekkert hafði orðið úr slíku. En þegar hann hélt því fram að hann væri ráðþrota, gafst henni tækifærið sem hún hafði beðið eftir til þess að koma með tillögu sína, sem hún taldi óhjákvæmilega. En hún óttaðist að Clyde mjrndi bregðast illa við og hún vissi ekki hvemig hún ætti að leggja hana fram. Hún hristi höfuðið og sýndi tauga- óstyrk, sem var raunverulegur, og sagði loks: „Heyrðu, Clyde. Ég hef verið að hugsa um þetta fram og aftur, og ég sé enga aðra lausn en að þú — að þú já, kvænist mér. Ég er komin tvo mánuði á leið núna, og ef við giftum okkur ekki hið bráð- asta, þá verður þetta lýðum Ijóst.“ Þegar hún sagði þetta var framkoma hennar blandin ytra hugrekki, sem stafaði af þeirri fullvissu hennar að hún hefði rétt fyrir sér, og innri kvíða um undirtektir Clydes, sem fór vaxandi þegar hún sá undrun, reiði, öryggisleysi og óttasvip leika imi andlit hans, og þessi svipbrigði hans virtust éinna helzt gefa til kynna, að húp væri að reyna að baka hoiium óverðskuldað tjón. Síðan kynni hans af Sondru höfðu aukizt, hafði bjartsýni hans vaxið að sama skapi, og hann hnyklaði brýrnar meðan hann hlustaði á mál Róbertu og framkoma hans sem áður var vingjarnleg og tillitssöm, varð nú blandin ótta, andúð og þeim fasta ásetningi að láta ekiki ánetja sig. Því að þetta myndi steypa honum í glötun, hann missti Sondru, at- vinnuna, allar vonir hans og draumar í sambandi við Griffiths- fjölskylduna hryndu í rúst — og þessar hugsanir drógu úr honum allan mátt, en þó fór hann að velta fyrir sér, hvað hann gæti tekið til bragðs. En þetta gerði hann ekki, ekki til að tala um. Hann gerði það aldrei, aldrei, aldrei, aldrei!!! Andartaki síðar sagði hann varfærnislega: „Já, það er auð- vitað gott og blessað fyrir þig, iBerta, því að það er lausn á öllum þínum vandræðum. En hvað um mig? Þú mátt ekki glevma, að það er ekki svo auðhlaupið að þessu fyrir mig, eins og allt er í pottinn búið. Þú veizt að ég á enga peninga. Ég hef ekkert annað en atvinnu mína. Auk þess veit fjölskylda mín ekkert um þig — ekki nokkurn skapaðan hlut. Og ef það kæmi allt í einu á daginn, að við hefðum verið saman allan þennan tíma, þetta óhapp komið fyrir og ég þyrfti að kvænast fyrirvaralaust, hamingjan góða, þá vissu þau að ég hefði farið á bak við þau og yrðu bálill. Og hvað svo? Ef til vill yrði mér sagt upp starfinu.“ Hann þagnaði tií þess að sjá hvaða áhrif þessi skýring hefði, en þegar hann tók eftir tortryggnissvipnum sem stundum hafði borið á hjá Róbertu upp á síðkastið, þegar hann bar fram af- sakanir sínar, bætti hann við til þess að draga allar ákvarðanir á langinn: „Auk þess getur verið að ég geti haft upp á ein- hverjum lækni. Ég hef ekki haft heppnina með mér fram að þessú, en það er ekki þar með sagt að það verði áfram. Og enn en nokkur tími til stefnu, er það ekki? Það er áreiðanlegt. Það er engin hætta á ferðum fyrr en þrír mánuðir éru liðnir.“ (Hann hafði fengið bréf frá Ratterer, með þessum upplýsingum.) „Og um daginn frétti ég af lækni í Albany, sem er ef til vill tilleiðan- legur. Og mér var að detta í hug að skreppa þangað og athuga málið, áður en við látum til skarar skríða.“ Meðan hann sagði þetta var framkoma hans svo vandræðaleg, að Róberta sá mætavel að hann var að ljúga til að draga málið á langinn. Það var enginn læknir i Albany. Auk þess var aug- ljóst að hann var gramur yfir tillögu hennar og var að reyna að hugsa upp eitthvert ráð til að komast undan. Og hún vissi vel, að 'hann hafði aldrei sagt beinum orðum, að hann vildi ganga að eiga hana. Og þótt hún gæti gert kröfur til hans, þá gat hún ekki neytt hann til neins. Ef til vill færi hann sína leið, eins og hann hafði einu sinni sagt, þegar þau höfðu verið að tala um þann möguleika að hann missti stöðuna hennar vegna. Og enn meiri ástæðu hefði hann nú til að fara þannig að ráði sínu, ef sá heimur sem hann dáði svo mjög yrði frá honum tekinn og fyrir honum lægi það eitt að taka við henni og barni. Við’ þetta varð hún varkárari og hætti við að halda þessu til streitu, þótt hún teldi brýna nauðsyn til þess. Og hann varð svo skelfdur, þegar hann hugsaði til þess að hann ætti eftir að glata þessum dýrlega heimi, sem Sondra tilheyrði, að hann gat varla hugsað skýrt. Átti hann að sjá á bak því öllu fyrir, það líf sem hann og Róberta gætu skapað sér — lítið heimili — bam, hversdagslegt strit til þess að geta séð fyrir henni og barni með þeim litlu launum sem hann hafði, líf, sem hann væri dæmdur til að lifa ævilangt. Hamingjan góða. Honum varð óglatt-. Hann gat það ekki og vildi það ekki. Og þó var honum ljóst, að hún gat hæglega lagt allar framtíðarvonir hans í rúst, vegna þess eina víxlspors sem hann hafði tekið. Hann varð 0RL0F h.f. Framhald af 1. síðu. skipaf élög og járnbrautir í sömu löndum. Skrifstofan skipuleggur hóp- ferðir íslendinga innan lands og utan, með hvers konar far- artækjum: skipum, flugvélum, bílum. Einnig hefur skrifstof- an fyrirgreiðslu um heimsóknir útlendinga til íslands, en þegar þeir koma hingað mun Ferða- skrifstofa ríkisins taka þá að sér, og lagði Ásbjörn Magnús- sön á það áherzlu í viðtali við fréttamenn í gær að Orlo-f væri ekki keppinautur Ferðaskrif- stofu ríkisins. Starfsemi þeirra væri allmjög sitt á hvoru sviði. MORÐ b.f. Framhald af 1. riðu. keppni um að framleiða stríðs- varning, án þessarar fram- leiðslu myndi allt efnahags- kerfi okkar vera gjaldþrota. Flestir þeir Bandaríkjamenn sem hafa nóg til hnífs og skeið- ar, lifa nú á því að synir þeirra; deyja í Kóreu. Það er bezt fyr- ir okkur að játa hreinskilnis- lega að þetta er nokkurskonar þjóðfélagslegt mannát.“ Orlof er meðlimur í alþjóða- sambandi ferðaskrifstofa. For- maður félagsstjómarinnaj' er Björn Jóhannsson. Er nú ekki kominn tími til að þér athugið hitunar- tækin í húsum yðar, eða hvort það muni ekki borga sig fyrir yður að skipta um hitunartæki, þar sem olí- an er orðin þetta dýr, en mismunurinn á hinum ýmsu gerðum katla er það mikill að olíuspamaðurinn yfir árið eða í hálft annað ár gæti numið andvirði ketils- ins, ef hin rétta gerð væri notuð. Þér, sem emð að byggja, ættuð að athuga allar gerðir af okkar viðurkenndu og SPARNEYTNU mið- stöðvarkötlum áður en þér festið kaup annarsstaðar, svo það hendi ekki yður, sem hent hefur svo marga áður, að þurfa að skipta um ketil eftir stúttan tíma. Þér smáíbúðarbyggjendur, ættuð að athuga 2,3 fer- metra miðstöðvarkatlana frá okkur með blásara og brennara fyrir aðeins kr. 4400,00. Aðeins það bezta er nóg’u gott fyrir yður, hringið í síma 222 eða 243, Keflavik, þar fáið þér aJlar frekari upplýsingar. VÉLSMIÐJA 0L. 0LSEN h.f YTRI-NJARÐVÍK Sími 222 — 243 SSSSS8SSSijSiíSSSSS«SSSSSSSS3CSSSSS8SSSS3SSSSSSSSSSS3SSSSSSSS8SSS^8»SSS86SS8S8S83SSæS3^íSSSS^

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.