Þjóðviljinn - 25.05.1952, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.05.1952, Blaðsíða 1
SiumudagTir 25. maí 1952 — 17. árgangur — 115. tölublað Dagsbrúnarfundur Dagsbrún heldur íélags íund n.k. þriðjudags- kvöld kl. 8,30 *í Iðnó. Kosnlngar á Ifalíu i dag tfrsiifanna heoið meS mikilii eftÍEvænfingai — Eining vinstri flokkanna hefur aldrei verið öflugri I dag fara frairí bæjar- og Bveitarstjórnarkosningar í Italíu. — Kosið er í 2589 bæjar- og sveitarfélögum á Suö- ur- og Miö-Ítalíu, á Sikiley og Sardíníu. M. a. fara fram kosningar í stórborgunum Róm og Napoli. Kosningar þessar hafa stór- pólitíska þýðingu, enda hefur kosningabaráttan verið ákaf- lega hörð. Kristilegir demoRrat- ar de Gasperis og stuðnings- flokkar hans óttast miög úr- slit' kosninganna. Kosningum írestað Á Italíu er kosið til fjög- urra ára í senn, og átti að kjósa í fyrra, en þá beitti de Gasperi þeim bellibrögðum. að l'áta kosningar fara fram á Norður-ítaliu, en fresta kosn ingu annars staðar. Eins og menn muna, biðu stjórnarflckk- árnir herfilegan ósigur í þeim kosningum, töpuðu mörg hundruð þúsund atkvæðum. Ástæðan til þess að ekki var kosið um alla ftalíu í fyrra er sú áð stjómarflokk- amir reka aðra pólitík í iðn- aðarhéruðum Norður-ftalíu, heldur en í landbúnaðarhéiuð- nnum á Suður-ítalíu. Nyrðra hafa þeir samvinnu við hluta af sósíalidemokrötum, frjáls- lynda og repúblíkana og haga áróðri sínum með tilliti ti! þess, en á Suður-ítalíu hefur de Gasperi samvinnu við ný- fasista og konungssinna, og það 'þótti ekki sigurstranglegt að ganga samtímis til kosninga með tvær ólíkar stefnuskrár. Aíturhaldið sundrað Nú hefur aftur á móti ekki tekizt eins vel um samvinnu afturhaldsflokkanna, því að ný- fasistar og konungssinnar bjóða víða fram sérstaklega. Þeir hyggjast vinna sér fylgi með því að látast' vera andvígir stjórninni, einkum í utanríkis- málum; þeir vita hversu und- irlægjuháttur hennar við Banda ríkin er orðinn óvinsæl] meðal þjóðarinnar. Eining vinstri ílokkanna Vinstri flokkarnir ganga til þessára kosninga samstilltari en áður hefur verið. Komraúa- istar, sósíal-demokratar, óháð- ir demokratar og fleiri frjáls- lyndir flokkar hafa með sér traust kosningabandalag. Framboð vinstri sinna í Rómaborg vekur mikla athygli. — Francesco Nitti, sem áður var foringi frjálslynda flokks- ins, en er nú forystuma'ður ó- háðra, hefur bedtt sér fyrir kosningabandalagi. í kjöri eru 40 óháðir, 20 kommúnistar og 20 úr hópi óháðra demókrata. Framboð þétta nýtur einnig stuðnings fjöMa þekktra á- hrifamana, þiugmanna, dóm- ara, lækna, lögfræðinga og margra annarra, sem vilja berj- ast gegn spiilingu afturhalds- ins og kirkjuvaldsins. Fordæm- inu frá Rómaborg hefur verið fylgt víða um landið. Segja má að í kosningum þessum sé aðallega um þrjár pólitískar samsteypur áð ræða: 1. Sósíalistar, komm- únistar og óháðir demokrat- ar; 2. Kristilegi' lýðræðis- flokkurinn (flokkur de Gas- peri), og ýmsir smáflokk- ar; 3. Konungssinnar og ný- fasistar. I kosningabaráttunn ihefur kirkjuvaldið notað öll tæki- færi til framdráttar flokki de Gasperi. Undir forystu vatík- an^ins hafa guðsþjónustur ver- ið notaðar til áróðurs í kosn- ingum, og mönnum miskunnar- laust hótað með eilífum kvöl- um í hreinsunareldinum, ef þeir gerðu ekki skyldu sína: að .kjósa flokk de Gasperi. Það fer ekki hjá því að í eins rammkaþólsku landi og Italía. er, hefur áróður sem þessi miklð að segja. Fari svo að flokkur de Gasp- eri bíði ekki minna afhroð í þessum kosningum, heldur en kosningunum í fyrra, og ailar líkur benda til þess, ekki sízt þar sem afturhaldsflokkar ganga til kosninganna í tveim- ur fylkingum, þá getur þaö þýtt algjört gjaldþrot fyúir bandarísku pólitíkina á ítalíu. Þess ber og að gæta, að þing- kosningar eiga að fara fram á næsta ári. Framlöff Trumans lækk- uð um fjórðung Bandaríkjamenn eru orðnir hugsandi út af gegndarlausum fjáraustri til leppa sinna erlend- is með vafasömum árangri. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær að lækka víg- búnaðarstyrkinn, sem frumvarp Trumans gerir ráð fyrir, um 1700 milljónir dollara. Þar af nemur lækkunin til Evrópu 600 milljónum dohara. Lækkanir þessar vcru samþykktar með 245 atkvæðum gegn 110, og frumvarpinu síðan vísað til öld- ungadeildarinnar. Þessi meðferð frumvarpsins hefur vakið mikla ólgu meðal vígbúnaðarpostula Bandaríkj- Andúðin má ekki sjási Dr. Adenauer, forsætisráð- herra Vestur-Þýzkalands, hef- ur látið gera mjög víðtækar varúðarráðstafanir til þess að koma í veg fyrir samkomur og fundi i mótmælaskyni við undirritun samningsins um endurvígbúnað Þýzka’ands. anna. Averell Harrimann komst svo að orði, að þeir þingmenn, sem léð hefðu lækkuninni fylgi, gerðu sig seka um beinan stuðn- ing við kommúnismann í heim- inum. Eumimr ítalskur söagvari heimsækir Reykjavík Syngur í Ganila bíói í dag Nýkomirn er hingað til lands- ins víðfrægur í.talsk'ur söngvari, Leonida BelTon að nafni. Mun hann halda hér nokkrar söng- skemmtanir, og er hin fyrsta þeirra kl. 3 í <lag í Gamla bíói. Lconida BcIIon Leonida Bellon er frá bænum Vicenza á Italíu, en söngnám stundaði hann í Mílanó, hjá Garbin er sjálfur var kunnur tenorsöngvari. Síðar stundaði hann nám í Sesilíusöngskólan- um í Róm, og þar kom hann fyrst fram, i óperunni Faust eftir Gounod. Af öðrum óperum er hann hefur sungið i má nefna Manon Lescaut og Turan- dot, eftir Puccini. Árið 1939 söng hann í Vilhjálmi Tell, eftir Rossini, í París. En á stríðsár- unum söng hann samfleytt 5 ár í sjálfri Skalaóperunni í Míl- anó. Leonida Bellon hefur sungið víða um Evrópu, en auk þess hefur hann farið 8 söngferðir til Ameríku. Hefur hann m. eu sungið þar í Metropolitan í New York, í Chicago, Buenos Aires og Líma í Chile. 1 fyrra söng Bellon í Skalaóperunni, í vetur var hann í Róm, en héðan fer hann til Napólí og syngur í San Carlo söngleikahúsinu. Blaðamönnum og nokkrum öðrum gesuum gafst kostur á að heyra Bellon syngja nokkur lög í Gamla Bíói í gær. Því miður er blaðamaður Þjóðvilj- ans, er viðstaddur var, ófróður um söng. En einhvern veginn. hafði hann á tilfinningunni, og sýndist það líka á andlitum sessunautanna, að slík rödd hefði sjaldan heyrzt á þessum stað. Röddin er hár og bjartur tenór, og Reykvíkingar ættu að fjölmenna í Gamla bíó kl. 3 í dag. Verður Borgarbíl- sföðinni lokað? Deila er risin milli Borgarbíl- stöðvarinnar og bifreiðastjóra- félagsins Hreyfils út af há- markstölu bifreiða afgreiðslu- tilhögun o. fi. Bílstjórafélagið hefur haft samninga undanfar- in tvö ár við bílstöðvarnar um hámarkstölu bifreiða, en Borg- arbílstöðin neitar að skrifa und- ir samnir.g um þau atriði. tír- slitasamningstiiraunir stóðu yf- ir síðdegis í gær. Víðtæk samtök um fjársöfnun til bygg- ingar Árnasafns í Reykjavík Stúdentafélag Reykjavíkar beítir sér fyrir raálinu — 1 milijén kréna fyrir haustið Ætlunin er að safna Fyrir forgöngu Stúdentafélags Reykjavíkur befur nú verið slofnuð landsnefnd er hefur með höndum yfirstjóm f jársöfnunar til Árnasafns í Reykjavik. Hefur verið reiknað út að um tíu króna framlag frá hverju mannsbarni á íslandi mundi nægja til að reisa húsið. Fer hér á eftir frétt frá Stúdentafélaginu um gang málsins, en á 8. síðu er ávarp landsnefmlarinnar. Stjórn Stúdentafélags Reykja- víkur ritaði í byrjun þessa mánaðar nokkrum helztu fé- Frakkar emiliá báðum áttiim r a SendinefiuUn á Rauða torginu í Moskva 1. maí. (Sjá grein á 8. s.) Franska. stjórnin hélt tvo ráðuneytisfundi í fyrradag um samniugana við Vestur-Þýzka- land. I gær sendi stjórnin síðan Schuman, utanríkisráðherra, sem staddur er í Bonn til þess að undirrita vígbúnaðarsamn- inginn við Þjóðverja, ný skil- yrði fyrir undirskrift Frakka. Ekkert var látið uppi um það í fréttum hver þessi nýju skil- yrði væru, en Frakkar töldu þau mjög aðgengileg. - lagssamtökum í landinu og bað þau að tilnefna fulltrúa af sinni hálfu í nefnd, sem hefði forgöngu í fjársöfnun og undirbúningi að byggingu safns yfir íslenzku handritin, Þess- um tilmælum var strax vel tek- ið og tilnefndu félagssamtök- in hvert af öðru fulltrúá í nefndina, þannig að hún er nú fullskipuð og eiga eftirfar- andi samtök fulltrúa í n°Oid- inni.: Stúdentafélag Reykjavíkur, Vinnuveitendasamband íslands, Alþýðusamband Islands, Stétt- arsamband bænda, Samband íslenzkra, samvinnufélaga. Verzl- unarráð Islands, Landssamband íslenzkra útvegsmanna, Félag íslenzkra iðnrekenda, Lands- samband iðnaðarmanna KvCn- félagasamband íslands, Ung- mennafélag íslands,' Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Farmanna & Fiskimannasam- band Islands, Samband íslenzkra sveitarfélaga, Félag íslcnzkra stórkaupmanna, Samband smá- söluverzlana. Nefndin hefur komið saman nokkrum sinnum og rætt hvern- ig f jársöfnuninni verði bezt fyr- ir komið.Hefur verið skipuð 5 manna framkvæmdanefnd og eiga þessir sæti í henni: Páll Ásgeir Tryggvason, Barði Friðriksson, Guðrún Pét- ursdóttir, Ólafur Pálsson og Sæmundur Friðriksson. Er ætlunin að framkvæmda- nefndin hafi með höndum um- sjón söfnunarinnar og hefur henni til aðstoðar verið ráðinn sérstakur framkvæmdastjóri Magnús Guðjónsson stud. jur., og liefur hann aðsetur í her- bergi Stúdentaráðs í Háskólan- um sírni 5959 og hefur þar fastan viðtalstíma milli kl. 5—7 alla virka daga nema laugar- daga. Takmark nefndarinnar er að safnað verði alls 1 millj. kr., og að söfnuninni verði lokið í haust. Ekki er enn fullráðið Fi'amha.ld á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.