Þjóðviljinn - 15.06.1952, Side 6

Þjóðviljinn - 15.06.1952, Side 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagnr 15. júni 1952 Annoð bréf, meira Framhald af 3. síCSu. innar svo rækilega að hún eygir ekki von í lífinu framar. Þetta á auðvitað við um borg- aralega menntamenn og rit- höfunda; og mörgum ungum manni sem telur sig sósíalista og ber skyn á framvinduna lánast samt sem áður ekki að frelsa hug sinn með öllu úr viðjum hinnar flanandi feigðar þjóðskipulagsins. Afleiðingin verður vonleysi og þreyta. Þeim tekst ekki að komast í nógu náið samband við verkalýðs- hreyfinguna, hin virku öfl framþróunarinnar. Margt af því sem kallað er nýtt í list samtímans er ekki annað en örþrifaráð, blekking, spriklandi dauði; spegill af upplausn og öngþveiti þjóðfélagsins. Hvaða ljóðskáld hefur t. d. verið á- hrifaríkast hér í vestrinu und- anfarna áratugi? Ég veit ekki betur en það sé Eliot hinn brezki. Jafnvel hér úti á Is landi hefur ekki verið vogandi að ljúka sundur kjafti um ljóðagerð án þess að geta borið nafn þessa manns fram með háskólaenskum framburði. Eh Eliot er kaþólskur konungssinni, sem sagt eins svaitur aftur haldsmaður og hægt er að vera; og ég þori að fuilyrða að slíkur maður hefur enga möguleika bil að endurnýja Ijóðagerð heimsins á þessari öld. Ég hef reynt að glugga svolítið í hann, og þetta er i sannarlega einhver alþraut'eið inlegasti grútarháleistur með skáldsnafni sem ég hef komizt í færi við. Það er firra að h'íta listarleiðsögu slíks manns, Við hlið Eliots hefur stundum ver- ið nefndur Ezra Pound gemall brjálæðingur og fasisti að auki, svo það er allt á eina bókinri lært. Ef við erum misnægðir með vestræna ljóðagerð al- n.ennt og íslenzka sérstakiega — er þá annars að vænhn á forustuskeiði slíkra höfunda 1 Það er satt, Bragi: alþý'ian og höfundarnir verða að fá að ræðast við. En þú mátt líka vera þess fullviss að fólkið er ævinlega á sínum stað. Það er •enginn vandi fyrir höfundana r.ð finna það ef þeir leita þess í einlægni. Það eru þeir sem eiga að koraa til fólksins, fe- lagar í striði, samherjar í lifs- baráttu. Ég hef enga ánægju þeirri kenningu þinni oð skáld hafi ekki tíma til ann- ars en liggja yfir list sinni. Er raunar þeirrar skoðunar að svo eindregin listræksla sé lík- leg til að styrkja þann múr milli fólksins og höfundanna aem þú kvartar yfir. Sá höf- undur sem getur átt slíka daga verður að minnsta kosti að hafa nenningu til þess að leita list sinni frjóvgunar úti meðal fólksins, eins og þeir :gera t. d. í Sovét. Stofur eru oft hættulegar skáldum, þó hér verði engin regla gefin. Ingimar Jónsson hefur aðeins vit á einu í sambandi við skáld- skap: níu þúsundunum henn- ar Elínborgar. Þessvegna skul- um við, Bragi, allir leggjast á eitt um að kveða hann niður í umræðum á listaþingi, ásamt öllu þvi menningarafturhaldi sem hann er fulltrúi fyrir. En við gerum það ekki með því að skjalla hverjir aðra, upp aftur og endalaust, ekki heldur með sundurlausu táknmáli án ná- kvæmni og rökfylgni. Því bið ég enn um hið þunga atkvæði ■<og hinn heita hljóm sem stígur beint frá brjósti fólksins og .ber lit af stríðL þess. Ég bið að heilsa. B. B. 186. DAGLR — fegurð — auð — virðingu — uppfyllingu allra ósíka þinna. Og annars bíður þín fátækt, leiðindi, erfið og auðvirðileg vtnna.“ „Þú verður að velja — velja! Og svo verðurðu að hefjast handa. Þú verður! Þú verður! Þú verður!“ Þannig talaði röddin og bergmálaði í salnum mikla um leið og hún hvarf. Fyrst hlustaði Clyde.með skelfingu og hryllingi, seinna með ró og stillingu þess manns sem þykist hafa rétt til að íhuga hinar fáránlegustu hugmyndir sér til bjargar, og loks hlustaði hann vegna veiklyndis síns gagnvart nautnum og dihiimutn, sem hann gat ekki neitað sér um, og þar kom að hann var farinn að trúa þvi að þetta væri gerlegt. Því ekki það? Var það ekki eiumitt þetta sem röddin sagði — þarna var útgöngu- leið — þetta eina illvirki yrði til þess að allir draumar hans og óskir rættust? En vegna þess hve lunderni hans var fálm- andi og óstöðugt, gat hann ekki leyst vandann með þessum hugsunum — ekki í svipinn — né heldur næstu tíu daga, Hann gat ekki aðhafzt neitt í ;þessu máli af sjálfsdáðum og vildi það ekki heldur. Eins og' venjulega þurfti að neyða hann til að hefjast handa eða hætta við þessar hræðilegu örvænt- ingarhugsanir. En á þessu tímabili ikomu ótal bréf —■ sjö frá Róbertu, fimm frá Sondru — og í þeim var brugðið upp hin- mn miklu andstæðum sem hann þurfti nú að velja á milli — í dimmum og skuggalegum litum í bréfum Róbsrtu — ea skær- un og fjörlegum litum í bréfum Sondru. Clyde þorðj ekki að svara bænum Róbertu, hvorki með bréfum né símtali, þær voru svo ágengar og ógnandi. Þvi að nú hugsaði hann með sér, að svar hans yrði aðeins til að draga Róbertu út í ógæfuna — og hin hræðilega lausn sem slysið á Pass Lake hafði vakið í huga hans yrði að veruleika. En í bréfunum til Sondru ritaði hann ástríðuþrungnar ástar- játningar — elsku hjartað hans — yndislega stúlkan hans — hvað hann þráði að koma til Tólfta vatns að morgni hina fjórða júlí, ef hann gæti, og hvað það yrði dásamlégt að sjá hana aftur. En því miður, skrifaði hann, vissi hann ekki með vissu hvort hann gjeti það, því að starf hans gæti tafið hann einn eða tvo daga — hann gat - ekki gagt um það ennþá — en haitn skrifaði henni ekki síðar en annan júlí og segði henni af eða á. En meðan hann var að skrifa var hann að hugsa ucn, að hún ætti bara að vita, hvaða starf það væri —. En um leið — hann var ekki búinn að svara síðasta vandræðabréfinu frá Róbertu — taldi hann sjálfum sér trú um, að hann væri alls ekki staðráðinn í að fara til Róbertu, og þótt hann gerði það var ekki þar með sagt að hann ætlaði að gera tilraun til að myrða hana. I raun og veru játaði hann aldrei hreinskilnislega fyrir sjálfum sér, að hann hefði gert áætlun um að fremja slíkt óhappaverk. Þvert á móti virtist honum tilhugsunin þeim mun' ógeðfelldari því meir sem stundin til að taka ákvörðun nálgaðist — viðbjóð3leg og erfið tilhugsun, og það virtist ó- sennilegt að hann gæti nokkru sinni framkvæmt þetta verk. Öðru hverju — þegar hann átti í þessum rölkræðum við sjálfaa sig, titrandi af ótta og skelfingu — hugsaði hann með 3ér að hann gæti farið með hana til Big Bittem til að róa með hana (enn ein afsökun og blekking gagnvart sjálfum sér), um leið cg hann fengi sjáLfur lengri tíma til að íhuga hvað haun gæti gert. Vatnið. / Vatnið. En þegar þangað var komið — yrði þá ráðlegt að gera það — eða ekki — já, hver gat sagt um það. Ef til vill tækist honum að fá Róbertu til að skipta um skoðun. Hvað sem öðru leið, þá var hún vissulega mjög ósanngjörn í þessu máli. Þegar hann leit á málið í Ijósi þeirrar dýrðar sem stafaði frá draumunum um Sondru, þá gerði hún úlfalda úr mýflugunni — reyndi að gera ástand sitt að einhverri ógn og s'kelfingu, þótt það væri í rauninni ekki verra en ástand Estu á sínum tíma. Og ekki hafði Esta neytt neinn til að kvænast sér. Og var Aldensfólkið nokkru betra en foreldrar hans — fátækt bænda- fólk, fátækir boðberar fagnaðarerindisins. Og þvi skyldi hann hafa áhyggjur af hvað þau hugsuðu, þegar Esta hafði ekki gert sér neinar grillur út af skoðunum foreldranna? Þrátt fyrir allt sem Róberta hafði sagt um sök hans, þá' var hún engan veginn saklaus sjálf. Að vísu hafði hann reyat að tæla hana eða fleka hana, en hafði hún alveg hreinan .skjöld? Hefði hún ekki getað neitað honum, fyr3t hún þóttist vera svona siðavönd ? En hún hafði ekki gert það. Og þótt hana ætti sína hlutdeild í þessu, þá hafði hann gert allt sem í haos valdi stóð til að hjálpa henni. Og hann hafði yfir svo litlu fé að ráða. Og aðstaða hans var svo erfið. Hún átti eins mikla sök á þessu og hann. Og samt-var hún svo staðráðin í -að- neyða hann til að stíga þetta spor. Hún krafðist þess að hann kvænt- ist henni, en ef hún léti hann i friði — og það gæti hún með aðstoð hans — myndi hún firra þau bæði þessum vandræðum. En nei, hún vildi það ekki, og hann vildi ekki kvænast henni, og um það þýddi ekki að tala. Hún þurfti ekki að láta sér detta í hug að hún gæti neytt hann til þess. Nei, nei, nei. Þegar hann var í slíku skapi, fannst honum se:m hann gæti gert hvað sem væri — drekkt lienni án minnsta samvizkubits, og hún gæti sjálfri sér um kennt. En þess á milli greip hann ótti við það sem kunningjar hans myndu gera og halda, ef þeir vissu þetta, hvernig hugsanir sjálfs hans yrðu á eftir, og þá komst hann að þeirri niðurstöðu að haon yrði að flýja, hversu mjög sem hann þráðí að vera kyrr. Og þannig liðu þriðjudagurinn, miðvilkudagurinn og fimmtu- dagurinn án þess að nokkuð bæri til tíðinda. Og á funmtudags- kvöldið eftir mikið sálarstríð, fékk hann eftirfarandi bréf frá Róbertu: Biltz, miðvikud. 30. júní. Kæri Clyde. Ég sendi þér þessar línur til að segja þér, að ef ég heyri ekkert frá þár fyrir hádegi á föstudag, ,kem ég til Lycurgus sama kvöld og þá skulu allir fá að vita, 'hvernig þú hefur farið með mig. Ég vil ekki bíða og kveljast klukkustund lengur. Mér finnst leitt að þurfa að taika til þessara ráða, en nú hefur þú látið hvern daginn af öðrum líða án þess að gefa frá þér lífsmarl’c, og á laugardaginu kemur er þriðji júlí og við erum ekki 'búin að taka neinar ákvarðanir. Líf mitt er eyði- lagt og það verður líf þitt líka, en ég ber ekki ein sök á því. Ég hef gert allt til þess að létta þér þessa byrði, og ég harma þá sorg sem þetta á eftir að baka foreldr- um mínurn og vinum og öllum þeim sem þú þekkir og þykir vænt um. En ég vil ekki bíða í þessari Icvöl lengur. Réberta. —oOo— ——oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo—« BARNASAGAN Töfrahestiirinn 17. DAGUR sér íöruneyti, svo frítt, sem hann framast óskaði sér. Gat hún þess, að nóg væri þar fyrir af persneskum kaupmönnum, og þyrfti hann ekki annað en velja úr þeim sveit handa sér, svo marga sem honum líkaði, og myndi það föruneyti geta orðið honum vel sæmandi. Fírus sá gjörla, hvað kóngsdóttur bjó í skapi, og varð hún honum enn hugþekkari, er hann sá þann vott elsku hennar; en þótt hann væri heill- aður af ástinni,4 þá gleymdi hann samt ekki skyldu sinni. Svaraði hann því hiklaust: „Ég fæ ekki fullþakkað yður slíkt vináttuboð, og mundi ég feginn þiggja það, ef ekki væri eitt til fyrirstöðu, en það er hugsýki sú, sem ég get til, að hafi þyrmt yfir föður minn, er ég hvarf honum svo sviplega. Ég mundi sýna mig ómaklegan góosemi þeirrar og ástríkis, sem ég hef ávallt notið a.f honum, ef ég ekki hið bráðasta leitaði heim til hans aftur, til þess að firra hann áhyggjum hans. Meðan ég hef því láni að fagna, að tala við svo elskulega kongsdóttur, sem þér eruð, hefur hann eflaust kvalizt af dauðans angist, og er nú líklega orðinn úrkula vonar um að sjá mig nokkurntíma framar. Veit ég, að þér munið vorkenna mér, og láta það ásannast, að það væri vanþakklæti af mér og jafnvel versti glæpur, ef ég ekki þegar í stað með heimkomu minni bjargaði lífi hans, því víst mundi ég búa honum bana með of langri burt- veru. Ef þér að því búnu teljið mig maklegan þeirrar sæmdar, að verða eiginmaður yoar, þá mun mér auðsótt að fá leyfi hjá honum, til að fara hingað aftur, því hann hefur ávallt heitið því statt og stöðugt, að ég skyldi hafa óbundið frjálsræði, hvað kvonfang mitt snerti; kem ég þá ekki sem ókunnugur gestur, heldur eins og kóngs-*

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.