Þjóðviljinn - 15.06.1952, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.06.1952, Blaðsíða 8
,Við íiöíuiii verið gabbaðir4 Asinn á Geysismönnum olli gremju í Þórshöín Svo er að sjá sem koma karlakórsins Geysis frá Akureyri til Færeyja hafi þótt heldur snubbótt. móÐWUniN Sunnudagur 15. júní 1952 :— 17. árgangur —■ 131. tölublað Gamli bœrinn i Glaumbœ og byggSasafn SkagafjarSar opnaS almenningi Eins og kunnugt er fór Hekla með Geysi í söngför til Noregs um daginn og á heim- leiðinni var komið við í Fær- eyjum. tJm þá viðkomu segir Þórshafnarblaðið 14. september fimmta þessa mánaðar: „Það voru fremur snúðugir gestir íslenzku söngmennirnir, eem komu til Þórshafnar á þriðjudaginn. Islenzka söng- félagið „Karlakórinn Geysir“ frá Akureyri hafði boðað komu sína löngu fyrirfram og beðið söngfélagið í Þórshöfn að gangast fyrir söngskemmtun. Voru þessu allir fegnir og mundu bæði SöngféJag Þórs- hafnar og við aðrir hafa lagt ckkur fram um að gera þetta góðan dag og taka á móti gestunum. En á síðustu stundu, daginn áður, kemur skeyti frá skip- inu um að þeir ætli ekki að stanza nema þrjá klukkutíma! Ekkert varð því úr neinu nema því að tilkynnt var að fólk gæti komið niður í leikhúsið að hlusta á söngvarana einum klukkutíma áður en skipið fór. Engu lagi líkt. Við leyfum okkur að segja, að slíkt er engu lagi líkt. Þetta er að gera gabb að fólki og úr því að íslenzku söngmennirnir virða okkur ekki meir en þetta hefði verið eins gott að þeir hefðu siglt beint heim til Is- Gömul kosnmgabeífa reynd á ný Framhald af 1. siðu. Fyrir síðustu kosningar aflaði hann sér fylgis svertingja með loforðum um að fá sliíc lög sett en hefur ekki sýnt minnsta lit á því að efna þau allt kjör- tímabilið. Demókratar vonast til að geta unnið sér fylgi svertingja í kosningunum í haust vegna þess að bæði helztu forseta- efni republikana, Taft og Eis- enhower, hafa lýst sig and- víga lagasetningu gegn kyn- þáttakúgun. Það er t.il lítils að senda það fólk til útlanda sem ekki tek- ur eftir neinu og er jafnnær um alla hluti þegar það kemur aftur. Því þýðingarmeiri eru utanfarir þeirra sem ferðast ekki einungis með opin augu, heldur hafa áhuga á að miðla þeim er heima sátu einhverju af þeim fróðleik sem þeir urðu vísari. Áskell Snorrason, tón- skáld á Akureyri, hefur verið heppilegur maður til Rússlands ferðar MlR sl. haust. Hann varði sem sé tómstundum vetrarins iil að rita dáh.tla bók um Rússland og er hún nú nýkomin út á vegum MlR. Þjóðviljinn vill vekja athygli á þessari bók um hið rægða frum ríki sósíalismans. Hún á eríndi til okkar. Höfundurinn segir svo í for- mála: ,,Ég hafði jafnan hjá mér minnisbækur og ritaði í þær allt það, er mér þótti máii skipta, eftir því sem tími og lands án þess að koma hér við. Satt að segja er lítið vit í þessum stuttu viðstöðum, sem nú tíðkast. Norðmenn og Is- lendingar eru verstir. Vilji þeir ek'ki fórna meiru en hálfum degi — oft minna — fyrir „frændur sína“, væri sæmra að þeir létu ekki sjá sig hér.“ Framhald af 1. síðu. Borg leikkona mun flytja það. Um kl. 3 verður svo lagt af stað suður á íþróttavöll. Stað- næmst við leiði Jóns Sigurðs- sonar og á það lagður blóm- sveigur frá bæjarstjóm Reykja víkur. 17. júní-mótið. 17.-júní mót íþróttamanna heldur áfram kl. 3.30. Munu piltar úr KR sýna áhaldaleik- fimi undir stjóm Benedikts Jakobssonar. Síðan fara fram úrslit í mótinu. Keppt verður í 100 m hlaupi karla og kvenna 400 m hlaupi, 1500 m hlaupi, 4 X100 m boðhlaupi, lang- stökki og stangarstökki. Loks verður bændaglíma. Barnaskemmtun í Lækj- argötu. Nú verður í fyrsta skipti höfð sérstök barnaskemmtun. í Lækjargötu. Verður Har. Á. Sigurðsson kynnir. Hefst sú skemmtun kl. 16. Verður hún sennilega á neðrj tröppum Menntaskólans. Verður þessari nýung áreiðanlega fagnað af bæjarbúum. Kvöldið á Ainarhóli. Á Arnarhóli hefst svo dag- skráin kl. 20. Meðal dagskrár- þátta verður þar ræða borg- arstjórans í Reykjavík, Einar Kristjánsson, cperusöngvari, sjmgur með undirleik Lúðra- sveitar Reykjavíkur. Stúlkur úr Ármanni sýna þjóðdan'a. Þjóðkór*->-> —T’.gur ’-ndir stjórn dr. Pá!s Ítóí.'ksorar. ástæður leyfðu ... Er þessi frásögn .... byggð á mir.nis- bókum mínum. Ég vil geta þess, að okkur virtist allir þeir, sem á einn eða annan hátt leiö beindu okkur í þessari kynn- isferð, gjöra sér mjög far urn að veita okkur sem sannastar upplýsingar um hvað eina og láta sér á allan hátt annt um, að ferð okkar gæti orðið lær- dómsrík, þægileg og skemmti- leg“. Bókin skiptist í nokkra kafla, svo sem: Fyrstu dagarnir í Moskvu, Rússneska fólkið, I háborg gömlu keisaranna, Ferð til Gorkij, Gnésina tónlistar- skólinn, 1 hringleikahöll, o. s. frv. Ennfremur er bókin prýdd mörgum myndum. Er útgáfan hin smekklegasta, og kostar bókin þó ekki nema 25 krónur. Þjóðviljinn mælir með henni, og gerir það með góðri sam- vizku. Eins og jafnan áður verður Sósíalzstaflokkurinn að leita til flokksinanna um aðstoð í sam- bandí við þá vinmi sem leggja þarf af mörkum við Jónsmessu- mótið. Er hér hvorttveggja um að ræða, undirbúning mótsins og vinnu á Þingvöllum meðan mótíð stendur yfir. Þeir félag- ar sem geta veitt aðstoð sína eru beðnir að gefa sig fram við skrifstofu Sósíalistafélags Reykjavíkur, sími 7511. Bláa stjarnan" gerð að þjóðhátíðaratriði! Á Lækjargötu verða svo sýndir þættir úr, ,Bláu stjörn- unni“. M-un sú sýning verða kl. rúmlega 22. Loks verður svo dansað á 3 stöðum til kl. 2 eftir miðnætti. Verða það sömu staðir og í fyrra. Er- lendur Ó. Pétursson mun stjórna dansinum af sinni al- kunnu röggsemi og fjöri. Auk þess sem dansað verður er ætl- ast til að ,,marsérað“ verði um göturnar í nágrenni danssvæð- anna. Lúðrasveitin Svanur mun leika fyrir marsinum. Gestunum íagnað. Auk Húnvetninga sem nú eru á hópferðalagi og ætla að vera hér í bænum 17. júní og taka þátt í hátíðahöldunum hefur frátzt um fleiri hópa ut- an af landi er ætla að koma til bæjarins og taka þátt í hátiðahöldunum. Þjóðhátíða- nefnd Reykjavíkur og bæjar- búar allir fagna komu þeirra og vona að þeir njóti dagsins vel. Skreytið bæinn. Nefndin beinir þeim tilmæl- um til borgarbúa að þeir flaggi við hús sín og eins að sjó- og útgerðarmenn sjái um að flaggað sé á sikipum í höfninni. Heppilegt væri fyrir húsmæð- urnar að framreiða kvöldmat- inn í fyrra lagi svo fólk kom- ist sem fyrst til hátíðahald- anna. Þess skal getið að stræt- isvagnar munu ganga til kl. 2.15. Það er von og ósk nefndar- innar að hátiðarhöldin megi nú sem fyrr fara vel og prúðmann lega fram og verða bænum og borgurunum til sóma og gleði. Reykvíkingum þakkað. Formaður þjóðhátííarnefnd- ar Reykjavíkur, Þór Sandholt, kvaö nefndina fagna tillögum frá almenningi um fyrirkomu- lag hátíðahaldanna. Þótt ekki verði breytt til í þetta sinn er gott að hafa slíkar tillögur til athugunar næst. Að lokum þakkaði nefndin a’menningi fyrir góða fram- komu á undaníörnum þjóðhá- tíðardögum og treystir hún því að sami menningarbragur verði á framkomu Reykvíkinga á þessari þjóðhátið og undanfar- in ár. Auk Þórs Sandholts eru i þjóðhátiðarnefnd'nni Ásgeir Pétursson, Björn Vilmundsson, Böðvar Pétursson, Erlendur Ó. Pétursson, Gunnar Steindórs- son og Jens Guðbjörnsson. M gefnu tilefnz Vegna mjög rangrar frásagn ar í nafnlausri grein á íþiótta- síðu Þjóðviijans 13. þ.m. um sölu Olympíumerkja, skal það upplýst að umrædd merki sem eru þre.nnskonarj: eir, silfur og gull, hafa verið til sölu i Reykjavík síðan i febr. s.l. og auk þess á 56 stöðuni öðrum víðsvegar um landið. Frá 15. þm. verður bær og byggðarsafn í Glaumbæ opið almenningi til sýnis. Bærinn í Glaumbæ, sem er ríkiseign, er einn þeirra bæja, sem áformáð er að geyma og varðveita sem sýnishorn hinna gömlu íslenzku torfbæja, sem nú eru óðum að týna töl- Akurnesmgar — Keflvíkingar bæjarkeppnin í sundi verður í dag í Keflavík Hin árlega bæjarkeppni milli Akurnesinga og Kefhikinga fer fram i Sundhöll Keflavik- ur í dag og hefst kl. 2.30 e.h. Keppt verður í 8 sundgrein- um karla og kvenna og keppa tveir frá hvorum bæ í hverri grein, auk þess verður keppt í nokltrum unglingasundum, I fyrra urðu Akurnesingar hlut- skarpari, og unnu keppnina með 4 stigum. Ef að líkum lætur þá verður keppnin hörð í mörgum grein- um og úrslitin tvísýn. — Sund- höllin tekur aðeins takmarkað- an fjölda ákorfenda og er því ráðlegra að tryggja sér miða í tíma. Vömskiptajöfnuðuiinn óhagstæður Jan — maí: 151,3 millj. kr. Vöruskiptajöfnuðurinn í maímánuði var óhagstæður um tæp’ega 56,5 millj. króna, og er þá óhagstæður um 151,3 millj. kr. það sem af er þessu ári. Á sama tíma í fyrra var hann óhagstæður um 52,6 millj. Útflutningurinn í maí nam 45,7 millj. en innflutningur 102,1 millj. en í maímánuði í fyrra 57,9 og 80,6; 1 jan.-maí í ár hefur verðmæti útflutnings- ins numi'ð 229,3 millj., en inn- flutnings 380,5 og fyrir sama tíma í fyrra eru tölurnar 247,0 og 299,6. Verðmæti út- flutnings hefur á þessu tíma- bili minnkað um 17,7 millj. en innflutnings vaxið um 80,9 milljónir. Nær tíu íbúðarhús eru í smiðum hér á staðnum. Var byrjað á sumum í vor, en á öðrum í fyrra og verður þeim væntanlega lokið í sumar. Húsin eru öll úr steini, ým- ist steypt eða hlaðin. Þá hefur verið hafizt handa um byggingu beinaverksmiðju í stað þeirrar sem brann í vetur, sem minnisstætt er. Verður nýja verksmiðjan bæði stærri og fullkomnari en sú gamla, og verður hún byggð þannig' að auðvelt sé að stækka hana. Er fyrir- hugað að byggja síldar- pnni. — Hefur bærinn verið hresstur við og að nokkru leyti endurbyggður á undanförnum árum undir umsjón þjóðminja- varðar. Má minnast þess með þakklæti, áð enskur maður að nafni Mark Watson, lagði fyrstur til að bærinn í Glaum- bæ yrði látinn standa og lagði fram nokkurt fé í þvi skyni, en mest af kostnaðinum er greitt af opinberu fé. Bærinn er mjög stór og myndarlegur, fjöldi sambyggðra húsa, enda prests- setur og stórbýii í Glaumbæ löngum. Allur er bærinn frá 19. öld, elztu hlutar hans frá fyrri huta aldarinnar. Bærinn í Glaumbæ hefur ekki verið til sýnis fram að þessu vegna þess, að ætlunin var að koma byggðarsafni Skag- firðinga bar fyrir, eins og nú er komið í framkvæmd. Skag- firðingar hafa af miklum á- huga safnað þjóðminjum í hér- aðinu um áraskeið, enda er þar margt áhugamanna á þessu sviði, og má nefna fyrsta í flokki Jón alþingismann Sig- urðsson á Reynistað og Árna bónda Sveinsson á Kálfsstöð- um. Safngripunum hefur nú verið safnað heim í Glaumbæ og komið fyrir í bænum. Hef- ur Ragnar Ásgeirsson ráðu- nautur unnið að þessu í.vrir byggðarsafnsnefndina. Safn- gripum hefur ekki enn verið komið fyrir í öllum húsum bæjarins, en nokkur hús eru þar alskipuð, svo sem baðstof- a.i. sern er mjög stór og mun vart ennars staðar kostu' að sjá sannara og myndarlegra dæmi nm þetta einkennilega hús, sem er svo samgróið hug- myndvnum um gamla íslenzka sveitamenningu. Þeir sem séð hafa byggðar- safnið í Glaumbæ Ijúka upp einum munni um, að þar beri f yr ir augu næsta einstæða menn- ingarsögulega mynd, og er ó- hæti að hvetja menn til að 'eggja leið sína þangað heim, þegar sumarferðalög byrja. — Skal á það bent, að Glaumbær cr örstutt frá krossgötunum í Varmahlið, en þar liggur leið flestra, sem í Skagafjörð ltoma. Eí t^valið að bregða sér þaðam til Glaumbæjar, en fyrir þá scm lara til Sauðárkróks er bærirn alveg í leiðinni. — v'Frett frá Þjóðminjaverði). bræðslu í sambandi við hana, síðarmeir. Nóg efni er til í allar þessar byggingar. I fyrra var borað fyrir vatni handa Grindvíkingum í hrauninu inn undir Þorbirni. Var sýnt að þar mundi fást nóg af góðu vatni, og í fyrra- dag var byrjað að grafa fyrir vatninu. Vatnið mun verða. leitt í rörum til þorpsins og er það 2—3 km leið. Hyggja Grindvíkingar gott til þess að fá nú loksins rennandi vatn. Nóg atvinna er hér í þorp- inu, bæði við þessar bygging- ar og eins við fiskverkun. Ký bók um Sovéfiíkin: í LANDIUFSGU9MR MÍR hefur nú nýlega gefið út fyrstu bók sína. Nefn- ist hún í landi lífsgleðinnar og er eftir Áskel Snorrason Háiíðahöldin í Rekjavík 17. júní Framkvœmdir í Grindavík Grindavik. Frá fréttaritara Þjóðv. Hér í Grindavík er nú fjörugt athafnalíf, við smíði íbúðar- húsa, beinaverksmiðju og lagningu vatnsleiðslu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.