Þjóðviljinn - 14.09.1952, Blaðsíða 3
Sunnudagur 14. sept. 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Jónas Arnason
Hvað æfli sé svo sem að
koma fyrir mann?
i.
Bíllinn sem flytur okkur
í vinnuna er gulur að lit og
hár í lofti og allmiklu breiðari
en bílar eru vanir, yfirbygg'ður
að framan einsog rútubíll, on
að aftan vöruflutningapallur
með trébekki eftir hliðunum.
Frammí sitja yfirmenn og fag-
menn, en afturí safnast ófag-
lærðir verkamenn, setjast fyrst
á bekkina meðan rúm endist
þar, síðan á gólfið, loks á pall-
brúnina og láta fæturna dingla
afturaf. Bíllinn ekur um bæinn
vissa leið á hverjum morgni
og tínir upp mannskapinn. Það
fer eftir því hváð snemma
menn eiga heima við áætlunar-
braut hans hvort þeir fá sæti
á bekk eða. ekld. Ég tek hann
við Tjarnarbrúna um það bil
sem krían fer á fætur og fæ
alltaf sæti á bekk. Síðan er
ekið norður Lækjargötu og upp
Hverfisgötu.
Það er skuggsýnt á pallinum
því opið er hulið af segli til
hálfs, og mannskapurinn horfir
útí Ijósi'ð. Fátt er talað svona
snemma morguns. Þó kemur
fyrir að hinir yngri menn skipt-
ast á nokkrum orðum í keskni.
Piltur sem situr á vinstri hönd
mér fer alltíeinu að blístra hátt
og snjallt. „Spilar þú í Lúðra-
sveitinni?“ segir náungi seip
situr úti í horni. „Nei hann
spilar í Mosfellssveitinni", segir
annai' sem situr beint á móti
mér. Sá fyrsti lætur þetta ekk-
ert á sig fá og klárar lagið.
Síðan ríkir sama þögn og áður.
Það er svæfandi að horfa gegn-
um opið afturaf og sjá götuna
þjóta burt. En þa'ð heldur
manni vakandi að bíllinn er
alltaf að stanza og taka menn
uppí.
Inni hjá Mjólkurstöð bætast
á pailinn þrir menn, þar á með-
a4' ungur piltur mjög syfjaður
á svipinn. „Ljóti andarunginn
hefur ekki speglað sig í morg-
un“, segir náunginn í hominu.
„Uss hann er löngu hættur að
líta í spegil“, segir sá sem sit-
ur beint á móti mér. „Hann
þolir það ekki. Hann er svo
uppstökkur". Sá nýkomni sezt
þegjandi á miðjan pa.ll og virð-
ist sí'ður en svo vera uppstökk-
ur.
Bíllinn hættir að aka malbik-
aðar götur, því að liann þarf
að sækja marga menn í Klepps-
holtið. Frá hjólum hans þyrlast
rykið inná pallinn, og þessar
mínútur gera mannðkapinn oft
miklu óhreinni helduren allur
dagurinn í vinnunni.
Thæir eldri menn fara að
ræða um garðyrkju og upp-
skeruhorfur. Annar þeirra seg-
ist hafa fengið uppúr sínum
garði rófu sem var alveg ó-
möðkuð og á stærð við manns-
höfuð. „Veiztu nema það hafi
verið mannshöfuð?“ segir ná-
unginn í horninu. Yngri mönn-
unum þykir brandarinn góður
og hlæja dálítið. Hinir eldri
skilja ekki þessa tegund húm-
ors í sambandi við matjurta-
rækt, en þagna við.
Bíllinn ekur yfir brirna á
Elliðaánum og beygir svo til
hægri. Hann stanzar við Elliða-
árstöðina. Mennirnir fara nið-
ur af pallinum, hinir yngri í
einu stökki, hinir eldri með því
að setjast fyrst á pallbrúnina
og síga svo niður unz fætum-
ir nema við jörö. Þeir leggja
frá sér nestistöskumar inni i
matarskúmum og sækja síðan
verkfæri í áh al dage yms 1 u na.
Þessi virinuflokkur hefur með
liöndum undirbúning þeirra
mannvirkja sem hér verða að
vera upp risin þegar nýja Sogs-
virkjunin fer að senda sitt raf-
magn á markað. Að svo búnu
gengur hvcr til síns verks.
FRÁ VILMUNDI ÁRNA-
SYNI VERKAMANNI.
15. ágúst.
Fyrst ætla ég að segja dá-
lítið frá einum elzta manninum
I þessum vinnuFiokki. Hann
heitir Vilmundur Ámason.
Hann er 68 ára. Vi'ö köllum
hann Villa.
Villi fæddist á bæ sem Sperð-
ill hét í Vestur-Landeyjum.
Þaðan fluttist hann með for-
eldrum sínum 16 ára gamall,
og skömmu seinna fór Sperðill
í eyði. Eftir þetta átti Viíli
heima 7 ár í Krýsuvík, og sið-
an 40 ár í Grindavík. I Grinda-
vík réri hann á vertíðum, en
stundaði jafnframt búskap. Ár-
ið 1940 átti Villi 200 fjár. Síð-
VILMUNDUR ÁRNASON
an kom mæðiveikin, og árið ’46
átti hann 50 fjár. Þá fluttist
hann til Reykjavíkur. Reyndar
settist ltann ekki að i sjálfum
Reykjarikurbæ, heldur keypti
hann strax lítið hús inni við
Elliðaár og býr þar enn. í bæ-
inn hefur hann einu sinni far-
ið síðan um sumannál, Hann
þurfti að láta klippa sig. Aust-
ur í Landeyjar hefur hann
aldrei komið siðan hann flutt-
ist þaðan fyrir rúmum 50 ár-
um. Þeir segja, að þar sé nú
búið að rækta talsvert. í bíó
hefur hami tvisvar komið, og
var narraður þangað i annað
skiptið. Villi hefur keypt eina
flösku af -brennivíni siðan hann
fluttist frá Grindavik. Og hann
segist hafa, keypt einhver ó-
sköp af neftóbaki. Hann byrj-
aði a'ð taka i nefnið 23 ára
gamall. til að lækna. blóðnasir.
Hann brúkar tim það bil hálft
pund af neftóbaki á mánuði.
Hálfpundið er selt í krukkum
og kostar 36 krónur.
Ég er stundum að spyrja
Villa hvort hann hafi aldrei
lent i lífsháska við sjósókn til
dæmic? eða fjárleitir á haust-
um. En Villi segist ekki hafa
lent í neinu. Það hafi ekki
neitt komið fyrir sig. Hann
hefur aldrei á ævinni brotið
hitabrúsa. Hvað ætli sé svo
sem að koraa fvrir mann. Samt
hefur Villi komið upp 12 börn-
um, 2 dætrum og 10 sonum. 1
hádeginu borðar hann harðfisk
sem einn sonur hans, kyndari á
togara, komið með úr Hvitahaf-
inu í vor. Það var svo mikið
smælki, og frekar en láta
fleygja því öllu fyrir borð liirtu
þeir nokkuð af 'því, létu það
lianga einn dag upm á. keisnum
og þurrkuðu það síðan niðri í
vélarrúminu.
Villa hefur löngum verið
sama hvemig hann sneri með
skófluna, enda gat hann mokað
uppá báðar hendur jafnt. En
í fyrra var hann eitt sinn á-
samt öðrum manni að setja
uppá bíl, og ma'ðurinn missti
þá alltieinu tökin á steininum
svo Villi varð að beita snöggu
átaki til að fá hann ekki ofaná
tærnar. Við þetta tognaði hann
dálítið illa i annarri öxlinni,
J-k) hann yrði raunar ekki frá
vinriu. En. síðan hefur hann átt
bágt með að moka nema uppá
vinstri hönd.
SMÁVEGIS VÍSDÓMUR
UM RAFMÁGN.
18. ágúst.
Ég vann í allan dag me'ð
Guðmundi Axelssyni kúiuvarp-
ara. Við vorum tveir einir í
skurði syðst á svæði því sem
afmarkar framkvæmdir hér,
undir stóru rofunum þar sem
fyrst verður tekið á móti raf-
magninu við komuna austan
frá Sogi. Þrír menn unnu i stál-
grindunum yfir okkur og festu
efst á rofana eirstengur miklar
sem leiða munu inní þá raf-
magnið. Stengur þessar eru hol-
ar innan, enda óþarfi að eyða til
þess dýrmætu efni að hafa þær
massífar, því að rafmagnið
hleypur hvort sem er ekki
nenia með yfirborðinu. —
Fjórði rafmagnsmaðurinn var
niðri á jafnsléttu og gætti þess
áð stengurnar hefðu snyrtilegt
samræmi hver rið aðra. Þetta
gerði hann með því að ganga
spölkom afturábak, loka. öðru
auganu og kíkja stengumar
saman eftir einliverjum reglum
sem ófaglærðir verkamenn i
skurði áttu erfitt með að skilja.
„Kíkja, Tommi. Kíkja“, -hróp-
u'ðu meimimir í grindun.um þeg,
ar handaverk þeirra þarfnaðist
Tveir rafmagnsmaruvanna að starí'i. Einn verkfræðinganna horf-
ir á. 1 baksýn er einn af miniu rofunum.
viöurkermingar mannsins á
jafnsléttu. Þeir reyndu að
stríða honum og sögðu aö hann
væri beztur þegar liann lokaðd
báðum augum. Þeir köl’uöu
hann Tómas Lukkeöje.
Þetta voru mjög skemmtileg-
ir rafmangsmenn. Tómas Lukke
öje kom oft til okkar á skurð-
bgrminn þegar liann átti frí
frd að kíkja. Mennirnir í grind-
unum komu líka stundum nið-
ur þegar þeir tóku sér fri frá
að láta Tómas kíkja. Þeir miðl-
uðu okkur margvislegum fróð-
leik.
Það vorCur 130 þúsund volta
spenna á rafmagninu þegar það
kemur þarna í fyrsta rofann
Friðarráðstefna verka
uriendum
verður í Osló 15.—16. nóvembes í haust
Verkamenn á Norðurlöndum Iiafa átt frumkvæði að því
að boða til friðarráðstefnu í Osló 15.—16. nóvember n. k.
Tildrögiin eru þau að verkamannafulltrúamir frá Bergen
og OIsó sem voru á friðarráðstefnunni í Stokkhólmi í
íyrrahaust sendu áskorun til annarra fulltrúa á Norður-
löndum um að stofna til sérstakrar friðarráðstefnu verka-
manna fyrir Noröurlönd.
Var síðan haldinn undirbún-
ingsfundur í Osló 25. maí þar
sem komu saman allmargir full-
trúar verkalýðssamtaka • frá
Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi
og Noregi, og ákváðu þeir að
boðað skyldi til friðarráðstefn-
unnar i Ösló 15.-16. nóvember
í ár og var kosin undirbún-
ingsnefnd sem hefur snúið sér
til fjölmargra kunnra verka-
lýðsleiðtoga á Norðurlöndum
og einnig boðfð Islandi þátt-
töku. Hefur nýlega verið sent
út boð um fri'öarráðstefnura. og
dagskrá henriar imdirritað af
ýmsum formönnuiri verkalýðs-
félaga og öðrum áhrifamönn-
um verkalýðshrejd'ingarinnar"á
Norðuriöndiun.
Af íslands hálfu hafa undir-
ritað fundarboð ráðstefnunnar:
Sigurður Guðnason, formaður
Verkamannafélagsins Dagsbrún,
Björn Bjarriason, formaður
Iðju, Snorri Jónsson, formaður
Félags járniðnaðarmanna, Þu-
ríður Friðriksdóttir, formaður
Freyju, Helgi Þorkelsson, for-
maður Skjaldborgar, Gunnar
Jóhannsson, foraiaður Þróttar
á Siglufirði, Tryggvi Helgason,
forseti Alþýðusambands Norð-
urlands og Eðvarð Sigurðsson,
ritari Ðagsbrúnar.
Hér fer á eftir fundarboð
friðarrá'ðstef unnar:
„Við erum órólegir yfir þeirri
staðrejmd að vígbúnaðuriim í
austan frá Sogi. Til að drepa
einn mann þarf í hæsta lagi
500 volt, og sést af því að ef
alit hefði verið komið í gang
mundi þaraa hafa verið æri,:>.
spenna til að drepa alla raf-
magnsmennina, að viSbættum
okkur Gnðmundi kúluvarpara.
— Stóra roíarnir era þrír, og
norðan við þá verður settur
einn óskaplegur spennubreytir.
Hej'rzt hefur að hann muni
vega yfir 30 tonn. Á leiðinni
gegnum liarni minnkar spenr.a
rafmagnsins niður í 30 þúsur.d
volt. Siðan taka við 6 minrri
rofpr, sem þegay_, hafa verið
settir upp, og víst líka ein-
Framhald á 6. síðu.
heiminimi nær einnig til Norð-
urlanda og faefur þannig áhrif
á stjórnmál þeirra og cfnahag,
Hinn auikni vígbúnaður bitnar
beint á okkur verkamönnur. -
um og fjölskyldum okkar, þanr.-
ig að lífskjör okkar þrengjast,
verð á nauðsynjavöram liækkar.
skattabjTðiraar aukast og kaup -
máttur launanna þverr.
Við vitum að ef styrjöld brýzt
út, mun hún hafa í för með sé:-
margfallt viðtækari eyðilegg-
ingu og ki'efjast margfallt
þyngri fóraa en nokikur önnur
stjTjöld til þessa.
Við enjm órólegir fyrst o*g
ifremst vegna framtiðar okkar
sjálfra, barna og fjölskyldu-
fólks. Þar að auki hefur kom-
ið á daginn að vigbúnaðurir.n
ógnar ennig sjálfst’æði og sjálfs-
ákvörðunarrétti landa. okkar.
Við, fulltrúar verikamanna á
Norðurlöndunum fimm, Noregi.
Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi
og íslandi, hvetjum alla nor-
ræna verliamenn að velja sér
fulltrúa, er haldi með sér ráö-
stefnu um það, hvernig friðn-
um verði bezt borgið á Norður-
löndum og með því einnig unn-
ið að þvi að tryggja heims-
friðinn. Verkamenn og félagg-
samtök þeirra eru afl, sem ráða-
menn þjóðanna verða að taka
tillit til.
Framhald á 7. siðu.