Þjóðviljinn - 28.11.1952, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.11.1952, Blaðsíða 8
Rfgiríhiiiíi (Rngmanna h'efur með ö tustetnu og-marsja erindrekar erleitd herveldis Önnur umræða fjárlaganna hófst í gær með framsöguræðum frá meirihluta ogMveggja minnihluta f járveitinganefndar. Fluttu þær Gísli Jónsson, Ásmundur Sigurðsson og Hannibal Valdi- marsson. / ,. Ásmundur kvaðst ekki hafa getað fylgt meirihlutanum vegna þess að frumvarpið og afgreiðsla meirihlutans á því sé alger- lega byggt á þeirri stefnu í fjármálum og atvinnumálum sem fylgt hefur verið undanfarin ár. Þeirri stefnu væru sósíalistar andvígir og teldu ríkisstjórnina bera alla ábyrgð á því ófremd- arástandi í atvinnulífi og fjármálum þjóðarinnar sem sú stefna hefði skapað. . í ræðu sinni hrakti Ásmund- ur lið fyrir lið þær ásakanir Gísla Jónssonar að tillögur þær sem hann (Ásm.) bar fram í fjárveitinganefnd og flytur sem breytingartillögur, bæru vott um „ábyrgðarleysi". Ásmundur hafði m.a. lagt til a'ð sparað yrði samtals um ein milljón króna á lúxusflakkinu og tildurþátttöku í hinum ýmsu stofnunum „vestrænnar" sam- vinnu. Virtist sem þessar tillögur hefðu komið ákaflega sárt við Gísla Jónsson, taldi hann enga lei'ð að spara á þessum liðum, þeir -lúti að samstarfi vest- rænna þjóða og vörnum gegn Trésmiðir boða verkfall 4. des. Á fundi Trésmi'ðafélags R- víkur sem haldinn var s. 1. sunnudag var samþykkt ein- róma að félagsmenn leggðu allstaðar ni'ður vinnu frá og með 4. des. n. k. ef samningar við vinnuveitendur hafa- ekki náðst fyrir þann tíma. Einnig kaus fundurinn þriggja manna samninganefnd. heraaðarárás að austan! Taldi hann Ásmund hafa komi'ð fram sem „erindreka erlends herveld- is" með því að vilja spara á þessum liðum. Ásmundur benti á hve þingmenn þeir sem ábyrgð bera á hemáminu og mar- sjallf jötrunum veeru orðnir viðkvæmir ef minnzt væri á eitthvað sem snerti þessi mál. Það væri staðreynd að einmitt meirihluti þíng- manná, sá sem ábyrgð ber á öllum utanstefnum undan- farandi ára,-haf i gerzt erind- rekar erlends herveldis, með þeim skuggalegu afleið- ingum að her þess herveldis hafi nú hreiðrað um sig á Islandi. Benti hann Gísla á að þótt hann gerði lítið úr þessum upphæðum, væri ekki hikað vi'ð að fara í hörkurifrildi í fjár- veitinganefnd út af 5 þús. eða 10 þús. kr. fjárveitingum til ýmissa menningarmála. Það virtist ekki alveg sama til hvers peningarnir ættu að fara. Nefndarálit Ásmundar, þar sem hann rökstyftur afstöðu sína til afgreiðslu fjárlaganna, verður birt hér í blaðinu á morgun. mm oq nc8 í Bandksnkiunum • i Nefnd SÞ, sem rannsaka á þrælahald í heiminum, hef- ur veriö skýrt frá því aö í Bandaríkjunum séu 5.4 millj- ónir manna ánauöugir þrælar þeirra sem þeir vinna fyrir. Blaðamaðurinn Stetson Kenne- dy frá Switzerland í Flórida- fylki í Bandaríkjunum skýrði nefnd þeirri, sem á vegum SÞ rannsakar þrælkunarvinnu í heiminum, að í Bandaríkjunum væru 5.388.000 manns í raun og veru ánauðugir. Kennedy kvað lögum um flakk og skuld- heimtu beitt í suður- og suð- vesturríkjum Bandaríkjanna til a'ð hneppa menn í þrældóm. Yfirvö'din létu stórbændur, timburvinnslufyrirtæki og aðra at\'innurekendur til sveita hafa fanga til vinnu og síðan væri eéð um að láta þá alltaf vera skulduga atvinnurekandanum, evo að þeir mættu ekki um frjálst höfuð strjúka. Svertingjaprestar í Flórida skutu saman til að kosta för Kennedy til Genf í Sviss, þar sem rannsóknarnefnd SÞ situr. Hann kvað flest hið ánauðuga fólk í Bandaríkjunum vera svertingja e'ða af mexíkönskum ættum. Margir Mexíkómenn laumuðust yfir landmærin í leit að vinnu, fjöldi þeirra sé hand- tekinn fyrir flakk og hneppt- ur í ánauð. Kennedy sagði það rangt að hermdarverkafélagið Ku Klux Klan í Suðurríkjun- um stefndi að útrýmingu svert- ingja, markmið þess væri a'ð halda svertingjum niðri í þræl- dómskjörum. Magnys hefur 1 umræðum um skýrslu sambandsstjórnar á sam- bandsþingi í fyrrakvöld gat Magnús H. Jónsson, fulltrúi Hins ísl. prentarafélags þess að hann hefði á síðasta sam- bandsþingi borið fram og fengið samþykkta tillögu um að leggja fyrir þá stjórn- málaflokka sem styðja nú- verandi Alþýðusambands- stjórn að flytja og fá lög- fest á Alþingi ýmis mikils- verð mál er snerta hags- muni verkalýðsins og laun- l>ega og fá þannig fram hags bætur fyrir fólkið. Sagðist Magnús hafa viljað meff þessu sannreyna „hvað vaeri að marka þá J'lokka sem á bak við sambandsstjórn standa". En í þessu hefði nákvæmlega ekkert verið gert af hálfu sambandsstjórn ar. Slíkt væri vítavert. Var ekki annað hægt að merkja af ræðu Magnúsar en hann a.m.k. hefði nú feng- ið sig fullsaddan af aftur- haldssami'innunni og ríkis- stjórnarþjónustu núverandi sambandsstjórnar og mun svo vera um marga fleiri úr þríflokkaliðinu, hvort sem þeir láta kúska sig einu sinni enn eða rísa nu loks- ins upp gegn afturhalds- sam\innunni. 17. áragngur — 270. tölublað Bandaríkiaiiienn hótui .slysaloftárás6 á Gautaborg Fyrrverandi bandarískur sendiherra skýrir frá njósnum sínum í Svíþjóð Endurminningar bandaríska kaupsýslumannsins og sendilierrans Stanton Griffis, sem eru nýkomnar út, hafa vakið mikla athygli. Bókin heitdr Lying in State og er sjálfsævisaga höfundar, sem framan af aldri var með heppnustu kauphallarbröskur- um Bandaríkjanna og gekk í opinbera þjónustu, er hann kærði sig ekki um að græða meira. Frá 1947 þangað til í febrúar í ár var hann sendi- herra Trumans í Póllandi, Egyptalandi, Argentínu og síð- ast á Spáni. Griffís skýrir meðal annars frá því, er yfirstjóm banda- ríska viðskiptahernaðarins sendi hann á stríðsárunum til Svíþjóðar til að stöðva útflutn- inginn á kúlulegum frá sænsku SKF-verksmiðjunum til Þý^ka- lands. Hann sneri. sér ekki til sænsku st jórnarinnar heldur sænsku stóriðjuhöldanna sjálfra, auðmannsins Marcus Walíenbergs og Harald Ham- bergs, stjórnanda SKF. Griffis segist hafa lýst því yfir, að yrði kúluleguútflutningurinn til Þýzkalands ekki stöðvaður myndu bandarískar sprengju- flugvélar gera árás á verk- smiðjur SKF í Gautaborg ,,af mistökum". Einnig segir Griffis frá þvi, Alþýðinsambandsþingið Framhald af 1. síðu. firði kvað Ihaldið láta Jón Hjartar og aðra Framsóknar- menn túlka viðhorf sitt á þing- inu, en sjálfir sætu íhalds- mennirnir úti í horni og létu ekki á sér kræla! Einar Albertsson frá Siglu- firði sýndi fram á að Alþýðu- sambandið myndi hverfandi lít- il áhrif hafa á skipun slíkrar nefndar. „IHræmdasta stjórn á íslandi". Helgi Björnssón frá Hnífsdal kvað tillöguna móðgun við þingið. 1 henni væri farið fram á að skjóta máli verkalýðsfé- Missið. ekki af ferðasögo Þór- bergs og félaga Iians Nú er hægt að fá aðgöngu- miða að fundi Kínafaranna á sunnudag. Þeir fást í Bókabúð KRON, Bankastræti, og Bóka- búð Máls og menningar. Fundurinn er í Austurbæjar- bí6i á sunnudaginn og hefst kl. 2 e.h. Það verður einstæður við- burður að heyra ferðasögu Þór- bergs og félaga hans úr þess- ari löngu ferð til hins nýja Kítia. laganna til illræmdustu stjórn- ar sem við völd hefði setið á fslandi. Láta Eystein skipa nefndina og fyrirskipa síðan hvort kjaraskerðingin gæti tal- izt nógu víðtæk! Býri maðurinn. Hálfdán Sveinsson á Akra- nesi kvað rikisstjórnina hafa framkvæmt allar sínar verstu ráðstafanir með samskonar rökstuðningi og Jón Hjartar flytti. Til þess er hann færi fram á hefði ríkisstjórnin ráð- ið sér „dýran mann" er Benja- mki héti — meira þyrfti hann ekki að segja um það við þing- fulltrúana, þeir þekktu allir ráð Benjamíns. Að fólkið komist af. Jón Rafnsson kvað þingið ekki geta eytt tíma sínum í að pexa um hvort atvinnuvegirn- ir gætu kpmizt af. Við höfum senn í 4(T ár heyrt þetta sama svar við öllum kröfum um kjarabætur: atvinnuvegirnir þola það ekki! Yfirgnæfandi meirihluti þjcðarinnar, 80—90% er vinnandi fólk. Spurningin er að þetta fólk, maðurinn sem skapar auðinn, komist af. Verkalýðsfélögin hafa þegar sett fram kröfur sín- ar. Um þessar kröfur eig- um við öll að standa saman unz sigri er náð. Þingi var frestað í gær- 'kvöldi kl. að ganga 8 og hefst þingfundur aftur kl. 2 í dag. að hann hafi í fyrsta skipti komið til Svíþjóðar 1942 til a'ð njósna fyrir 'Bandaríkin. Að yfirvarpi hafi hann haft að ráða hlauparann heimsfræga Gunder Hágg til a'ð keppa í Madison Square Garden í New York. Erlendar fréttir í stuttu máli Bandaríska sendinefndin á þingi SÞ lýsti yfir í gær að hún gæti fallizt á tillögu Ind- lands um fangaskipti í Kóreu með áorðnum breytingum. Með an talið var að veri'ð gæti að Kínastjórn féllist á tillöguna töldu Bandaríkjamenn hana ó- viðunandi. I gær hófst í London ráð- stefna ráðherra frá brezku samveldislöndunum. Ræða þeir efnahagsmál og þá einkum framkomnar uppástungur um. að gengi sterlingspundsins verði gefið frjálst og leyfð ó- takmörku'ð skipti á pundum fyrir dollara. * Vesturþýzka þingið samþykkti í gær með 220 atkv. gegn 160 að taka á dagskrá í næsta mán- uði samningana við Vesturveld- in um hervæðingu Vestur- Þýzkalands. Að minnsta kosti 16 manns hafa orðið úti og mörg hundr- uð kalið og slasazt á annan hátt í hríðarveftri, sem gengið hefur yfir miðvestu.rríki Banda ríkjanna undanfárna daga. Uppdráttur sam- þykktur að verzlunafhúsi í Bú- staðahveríi Á fundi bæjarráðs á þriðju- daginn var lagður fram Upp- dráttur Sigmundar Halldórs- sonar að verzlunarhúsi í Bú- staðahverfi. Samþykkti bæjar- ráð nppdráttinn. Hið fyrirhugaða verzlunar- hús verður 577 fermetrar að stærð og er 'það mun minna en gert var ráð fyrir í upphafi, en mjög mikiL tregða hefur verið á því að fá leyfi Fjár- hagsráðs fyrir byggingunni þrátt fyrir þau augljósu vand- ræði sem íbúar hverfisins eiga. við að stríða meðan engin við- hlítandi verzlun er komin í hverfið. 1 húsinu er gert ráð fyrir nýlenduvöruverzlun, mjólkur- búð, fiskbúð, kjötbíið, lækn- ingastofu, rakarastofu, skó- vinaustofu o. fl. pdrættisntlSanna!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.