Þjóðviljinn - 08.03.1953, Page 7

Þjóðviljinn - 08.03.1953, Page 7
Sunnudagur 8. marz 1953 — ÞJÓÐVILJINN —(7 Að nema af kappi, að vinna af gleði EF EG VÆRI SPURÐUR að því hvað mér hefði fundizt mest til um í heimsókn okkar sexmenninganna til Kína á liðnu hausti þá mundi ég hik- laust svara: mér fannst mest koma til ungu kynslóðarinnar. Oft óskaði ég þess með sjálfum mér á því ferðaliagi að íslenzk- ur aeskulýður ætti þann eld- móð, þá geislandi trú á fram- tiðina, sem lýsti af ásjónum unga fólksins þar. Við félagar áttum mikið saman við ungt fólk að sælda allan tímann sem við dvöld- um iþar eystra: flestir þeirra er sáu okkur fyrir daglegri fyrirgreíðslu voru ungir að laldri, auk þess sem við heim- sóttum fjölda stofnana sem helgaðar eru börnum og ung- linigum, allt ofan frá höfuð- stöðvum æskulýðshreyfingar- innar niður í dagheimili og vöggustofur. Öll kynni mín af þessum efnum færðu mér heim sanninn um það að hin uppvaxandi kynslóð er stoit kínverska lýðveldisins og dýr- mætasti helgidómur og að það telur seint of mikið í sölurnar lagt fyrir þennan efnivið fram- tíðarinnar — enda munu á- vextirnir á sínum tíma fara þar eftir. Kina er meira en hundrað sinnum stærra en fsland og Kínverjar meira en þrjú þús- und sinnum fleiri en íslend- ingar. Það sýnist því ekkert áhlaupaverk að hefja allan þennan fjölda á öliu þessu flæmi upp úr aldatuga kyrr- stæðri niðurlægingu og brýna hann til sameiginlegra óska og dáða. Þess vegna stendur mað- ur steini iostinn frammi fyrir iþeim árangri sem náðst hef- ur á þessum þrem stuttu ár- um siðan alþýðulýðveldið var stofnað. Alþýðan er viðbragðs- fljót til mikilla hluta þegar hún hefur loks eignazt þá leiðtoga sem hún treystir og finnur að eru hold af hennar holdi og blóð af hennar blóði. En viðbragðsfliótastur er þó æskulýðurinn af þeim skiljan- legu ástæðum að hann. er ó- bundnastur af fortíðinni og djarfastur i draumum sínum og vonum. EINS OG NÆRRI má geta er lögð megináherzla á félags- legt uppeldi æskulýðsins í hinu nýia Kína og ekkert til sparað að veita samtökum hans þann stuðning sem verða má. í marz 1949 var Landssam- band kínverskra stúdenta stofnað. Hlutverk þess er að leiðbeina stúdentum um náms- jónum meðlima og hefur tekið upp tengsl við skyld samtök vítt um lönd — meðal annars gengið í Heimssamband lýð- ræðissinnaðrar æsku. Af þessu má sjá að hin upp- rennandi kynslóð hefur ekki voru um það bil fjögur hundr- uð. Aðaldeildir háskólans voru fimm: lagadeild, læknadeild, listadeild, vexikfræðideild — og flóðvarnadeild. Nafn hinnar síðustu gefur skemmtilega til kynna hvern hátt kínvérska alþýðustjómin hefur á barátt- unni við tortímingaröfl nátt- úrunnar í landi sínu. Þarna vorum við meðal annars leidd inn i geysivíðan 'sal þar sem gólfið allt var líkan iaf einu stærsta flóðvarnasvæðinu við Bláá. Urðum við þannig á- horfendur að ferli og verkun- um vaxtiarins í fljótinu og síðan hinu, hvernig flóðið var stöðvað og því veitt til land- bóta í stað eyðingar, hamingju í stað harmkvæla. Það voru stoltir menn og fagnandi sem leiddu okkur um þennan merkilega sal. Þarna fengu allir nemendur ókeypis vist: fæði, klæði, hús- næði, bækur og aðrar nauð- synjar. Það strikkaði ofurlítið á mildum andlitsdráttum hins síðskeggjaða rektors þegar hann minntist þess að ekki voru liðin nema fimm ár síð- an handbendi Sjangs um- kringdu þennan skóla og tóku Qb Æskulýður í æviutýri val, hvetja þá til þátttöku í efnahagslegri viðreisn og fram- kvæmdum þjóðfélagsins og stuðla að vemdun þjóðlegra verðmæta. Þá skal það einnig vinna að alhliða umbótum á einkahag stúdentanna sjálfra. Þetta samband telur yfir hálfa aðra milljón meðlima, en grunneiningur þess eru stúd- entafélögin í öllum miðskól- um og háskólum landsins. Það er deild í Alþjóðasambandi stúdenta og hefur þannig sterk áhrif á heimsbar'áttuna fyrir friði og lýðræði. í apríl sama ár var Nýja lýðræðissinnaða æskulýðs- fylkingin í Kina stofnuð. Hún stendur undir handleiðslu Komm'únistaflokksins og í henni starfar sá hluti æsku- lýðsins sem staðráðinn er í að berjast fyrir fullkominni fram- kvæmd hins nýja lýðræðis samkvæmt ikenningum Marx og Leníns og í framhaldi af stefnu -Maós forseta í bylting- unni. Fylkingin telur nú 310 þúsund deildir með nokkuð á sjöundu milljón meðlima, auk þess sem nær hálf sjötta mill- jón un'gherja starfar undir hennar umsjá. í sama mánuði var einnig stofnað Hið kinverska ' lands- samband lýðræðissinnaðrar æsku, en því sambandi er ætl- að að ná til ungmennasamtaka af öllum tegundum meðal allra vinnustétta, þjóðerna, flokka og trúarbragða í landinu. Er reynt að ná því takmarki með margvíslegum þingum og ráð- stefnum alls æskulýðs, þar sem hið nýja alþýðulýðræði er rætt, skýrt og yfirvegað. Sam- bandið tekur yf ir nær áttá tugi undirdeilda með tíu mill- farið varhluta af þjóðvakning- unni miklu, enda vex hlut- deild unga fólksins í þessum voldugu samtökum óðfluga með hverjum deginum sem líður — og það sem mest er urn vert: augu þess loga af þeim staðfasta ásetningi að sikapa þjóð sinni og öllu mann- kyni friðsæla framtíð nýrrar og voldugrar menningar. VIÐ STÓRFLJÓTIÐ Jangste eða Bláá eins og það hefur verið kallað á vestrænum málum stendur þríborgin Vú- ihan. Fyrir utan þann hluta hennar sem heitir Vúsjang stendur háskólahverfi eitt mikið sem kennt er við svo- kallaða Ló Sín hæð. Er mér heimsókn okkar á þann stað séfstaklega minnisstæð. Hverf- ið sem samanstendur af mörg- um hallarbyggingum i fomum 'stíl liggur í hinu fegursta um- hverfi við Austurvatn. Sér- staklega er útsýnið heillandi ofan af svölum aðalbygging- arinnar. Þaraa var tekið á móti okkur af sama látlausa innileikanum og alls staðar annars staðar þar sem við komum: þegar við, ásamt rekt- or og yfirkennara, gengum upp liin háu hallarrið kváðu við af svölunum beggja vegna fagnaðaróp fjögur þúsund stúdenta, karla og 'kvenna, og það var eins og lófatakinu ætlaði aldrei að linna. Ég fann og vissi að þetta var ósk hins nýja Kína um vináttu við laila friðsama og heiðarlega menn. Þama hafði stúdentatalan ferfaldazt á þessum þrem ár- um eftir lýðfrelsunina, en pröf- essorar og aðrir kennarar tuigi stúdenta drápu suma. höndum, en ÞAÐ ER EINS OG allt líf kínverska æskulýðsins sé orð- ið eitt spennandi kapphlaup í fögru ævintýri. Við komum á vinnustöðvar þar sem æsku- fólk var að starfi, við komum á skemmtistaði þar sem það flutti listir sínar með ýmsum hætti — og alls staðar var sami brennandi áhuginn, sami vorilmurinn i andrúmsloftinu. Allt þetta nýja, iðandi líf fannst mér þó birtast í skær- ustu ljósi i silkidansinum sem ivið sáum í 'Hanká, Iþar sem piltar og stúlkur liðu fram og aftur um sviðið og bylgjuðu umhverfis sig löngum rauðum slæðum sem tákni hinnar eld- legu sóknar kínverskrar alþýðu eftir lýðfrelsuninia. Einlægari og látlausari ‘gleði er erfitt að hugsa sér. Vel þykist ég vita að sumir landar mínir muni segja mig fara hér með skrum eitt eða jafnvel lygi. Aðrir munu stað- . hæfa að allar þessar milljónir kínverskra ungmenna séu píndar til að líta svona ham- ingjusamlega út: eldmóðurinn sé tilbúinn, fögnuðurinn fals- aður. Slíkt hefur þó engin á- hrif á sjálfa staðreyndina. Hitt skiptir öllu meira máli hver skilyrði þeir hinir sömu hafa búið íslenzkum æskulýð. Sú kynslóð sem nú vex hér upp er yfirleitt harla glæsileg að öllu atgervi, enda sú fyrsta sem búið hefur við sæmilegan kost. Samt sem áður skortir hana þann yndislega lífsfögn- uð sem jákvæð siamfélagssókn ein getur veitt. „Vestræn menning" hefur sem sé svikið hana í tryggðum: gert þjóðfé- iag hennar að neikvæðu brask- fyrirtæki, landið að víghreiðri, þjóðina að ölmusulýð. Þvílíku ástandi getur enginn æskulýð- ur unað til lengdar. Okkar unga ikynslóð á ekki nema um eitt að velja: fara að dæmi hins austræna æskulýðs, taka heilshugar höndum sam- an við framsæknustu öfl al- þýðunnar í landimu og hrinda þannig sjálf af sér þeim ó- verðskulduðu örlögum sem stríðsbraskararnir hafa búið henni. iSjálf verður hún að kveikja sér eldmóðinn, ávinna sér fögnuðinn. Sjálf verður 'hún að skilja hin djúpsæju varn aðarorð skáldsins á Kirkjubóii: ^ Ef æskan bregzt þeirri ætt- jörð sem lienni var gefin er ekkert í heiminum til sem bjargar því landi. Helvíti og Hallesby Man ég þá tið þegar Halles- by prédikari og prófessor kom til Reykjavíkur og sagt var að einn mikilsmetinn stjórnmála- maður ísienzkur hefði frelsazt hjá honum á leiðinni yfir sjó- inn, svo hann sté frelsaður í lánd (en ísl. iannst sem sá maður hefði úthverfzt). Síðan talaði Hallesby yfir Reykvíkingum og voru þeir svo þægir að lofa honum að tala yfir sér að ég veit engin dæmi slíks. Og þá er hann fór, og hafði boðað íslendingum Hel- víti í viku, en enginn salur í bænum svo stór að hann troð- fylltist ekki í hvert skipti sem Hallesby ætlaði að fara ð boða Helvíti, fjölmenntu Reyk- víkingar svo miög á hafnar- bakkanum að hafnarbakkinn reyndist of lítill. Var Hallesby þakkað innvirðulega fyrir komuna með miklum blóma- !gjöfum. Þetta man ég úr Hel- vítisboðskap Hallesbys: Ég veit ekki hvar Helvíti er. Raddir kvenna Þrátt fyrir þessar góðu mót- tökur var hundur í Hallesby til íslendinga og talaði hann illa lum þessa samlanda mína sem höfðu sýnt honum alian þennan sóma og aðeins örfáir ikomið til að rmrrast að hon- um og flissa þegar hann var 'að hræða með ' Helvíti. Flestir létu hann hræða sig án þess ' að þeim stykki bros. Qg sem Islendingar sitia í Reykjavík uppnumdir af alvörunni í Hel- vitisboðskap Hallesbys, gerist það að hann semur einhvers- konar ritverk heima í landi sínu, Noregi, lastar íslendinga ákaft og óskar þeim .ills, ósk- ar þeiim þess að vindar trúar- vakningarinnar fari að næða um íslancte þurru þorp og sveitir og bölvar þeirn fyrir það að þeir hafi haft anda- trúarmann fyrir guðfræðipróf- essor (en sá prófessor var þá dauður). Þetta stóðust ekki þeir anda- Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.