Þjóðviljinn - 30.06.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.06.1953, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 30. júní 1953 ■ o Bréf III Onnu Fyrsta sumardag. Nú heldur þú fyrir víst að ég sé dauð, enda er ég dauð og það margdauð, en þó ekki slíkt sem þú heldur. Það er ekki búið að jarða mig enn, heldur ligg ég hérna á þakinu, bjart í lofti og bráðum koma máfarnir, en þó ekki fyrr en á matmálstíma því þeir þekkja hann, einnig þekkja þeir staðinn þar sem þeim gefast matarleifar en sjálfir þekkjast þeir á því( að einn þeirra vantar fót. Er hann fyrirliði fyrir flokki þeim. — Svona þekkjumst vér, vesaling- ar á því að ýmist vantar okkur hönd eða fót eða mjöðm eða hryggjarliði eða eitthvað annað sem betra er að hafa en missa. Samt líður öllum vel hérna og er héðan allt gott að frétta og það helzt, að vér erum flest- ar farnar að eldast eða orðnar gamlar, en af ungum konum sést ákaflega fátt og svo gaml- ar erum vér flestar, að vér deyjum af aldurdómi, en sumar skrimtum vér enn. Og þá er vér deyjum hérna er farið með það eins og morð að vér höfum dáið og öllu kviku sópað burtu af göngunum þá er farið er með morð þetta og liggur við mikið raus og ströng augnatillit ef útaf er brugðið, en síðan erum vér látnar nátta oss í borðstofunai, en síðan í líkstof- unni, litlu húsi að húsabaki og allra seinast er oss ekið út um hliðið sem ekki sýnist vera hlið heldur plánkaverk eða stakkit og er það gert til að leyna hliðinu að hafa það svona ókennilegt, auk þess sem það er málað grátt svo það sjáist síð- ur. Ef þú skyldir koma í Nyrðri Fríhafnargötu, þú sem þetta lest, þá gáðu að hliðinu, það stendur á því að bannaðar séu álímingar, því það er út um hlið þetta sem oss skal hef ja að síð- ustu. (F.yrir utaa það hlið er myrkur). Hvað um okkur verður síð- an er vandsagt, því um það ber fáum saman. Úti við Péturs- Bangsveg er ein voldug höll og heitir EB-höllin, og er ekki höll heldur skáli. Sá skáli fyllt- ist um daginn því þá talaði þar einn mikill preláti, sem ekki er preláti, Aage Falck Hansen, og sagði hann öllum viðstöddum að tU væri eilíft líf og mundu Bætur á sparifé þeir hreppa það. Hvort það var fyrr eða síðar sem þar safnað- ist annar manngrúi að hlusta á annan boðskap, veit ég ekki, en þar var þrumað á móti hin- um fyrri boðskap, sem og prest- um landsins og voru þeir kall- aðir ljótum nöfnum, en við- stöddum sagt að þá er þeir séu dauðir, séu þeir ekki að fullu dauðir, heldur muni þeir lifna við, sumir til eilífs lífs á jörðu hér og ævarandi barneigná, — aðrir til enn æðra lífs sem ég kann ekki nánar að greina, en í þriðja og fjórða flokki verða þeir sem hvorki mega veitast barneignir né annað æðra held- ur fá þeir að vera til svo sem eins og fyrir náð. og verður það dauflegt líf. Það er aðal- skilyrði fyrir að lenda í fyrsta flokki að þora að taka á sig þann kross að'standa á gatna- mótum hérna í borginni og ota að vegfarendum spjaldi sem á er letrað: Vaknið! og blaði sem heitir Varðberg, en aðrir í flokki þessum eru sendir í hús- in að boða trú og eru sagðir á- leitnir. Þessir eru þeir, sem baraeignarembættin hljóta. Aðr ir sem aðliyllast trúna, em ann- aðhvort nenna engu eða þora ekki að sýna sig í neinu, fá að lifa fyrir náð, en alla aðra af- máir hinn mikli hegnandinn, Jesús, sem kominn er aftur af himni til þess að vera hjá þessu fólki ósýnilegur og styrkja það. Bráðum telcur hann til við þetta verk. Þá hefst lokahríðin hin mikla, Harmageddon. (Jes- ús kom hingað 1914 og hefur verið hérna síðan). Þetta þykir prestunum vond trú og undrast þeir heimsku þess fólks sem aðhyllist hana, þykir þeim sín trú góð, en hún er í stuttu máli þessi: Þá er vér deyjum, skiljum vér ekki við líkíð, heldur förum vér með því niður í mold og kallast sá hluti vor sál og sefur hún þarna í kistunni lengi; en þar kemur að hún vaknar og rís upp í líkklæðum, en sá búning- ur þykir bezt hæfa á þeim degi, þvo þeir sér þá og greiða sér (þetta hef ég séð á mynd) og koma síðan fram fyrir skap- ara allra hluta, Jesú, en þá eru löngu grotnaðar líkamsleifarn- ar skriðnar saman og orðið hold úr: þetta er hinn ófor- Samkvæmt lögum um gengis- skráningu, stóreignaskatt o. fl., nr. 22/1950, 13. gr., svo og 'bráðabirgðalö'gum 20. apríl 1953, á að verja 10 milljónum króna iaf skatti þeim, sem innheimtist samkvæmt lögunum til þess að bæta verðfall, sem orðið hefur á sparifé einstaklinga. Landsbanka íslands er með fyrrgreindum iögum falin fram- kvæmd þessa máls. Samkvæmt auglýsingu oankans í Lögbirt- ingablaðinu og öðrum blöðum landsins, verður byrjað að taka á móti umsóknum hinn 25. júní næstkomandi. Hér á eftir er gerð stutt grein. fyrir reglum þeim, er giida um greiðslu bóta á sparifé. Skilyrðj bótaréttar. Jl) Bótarétt hafa aðeins einstakl- ingar, sem áttu sparifé í sparifjárreikningum inniáns- stofnana eða í verzlunarreikn- ingum fyrirtækia á tímabij'- inu 31. desember 1941 til 30. júní 1946. Innstæður ó spari- sjóðsóvísanabókum eru bóta- skyldar, en hins vegar greið- ast ekki bætur á innstæður í hlaupareikaingum og hlið- stæðum reikningum. 2) Bætur greiðast á heildar- sparifjáreign hvers aðila í árslok 1941, svo framarlega sem heildarsparifjáreign hans 30. júní 1946 er að minnsta ■ kosti jafnhá heildarupphæð- inni á fyrri tímamörkum. En sé heildarspariféð lægra 30. gengilegi líkami. Það var þarna á dögunum. að ég stóð utanvert við hliðið gráa og skein tungl af himni og blikaði sem á hrím á hinu svarta tré fyrir innan og virtist mér tré þetta vera líktré eða feigðartré og breiddi það limar ýfir líkhúsið og yfir úthafning- arhlið vort, en urðarmáninn glóði, sá hinn sami sem áður hafði setzt á þakið og talað til mín sofandi og vakið mig: und- arlegt höfuð að sjá í svefnrof unum og man ég ekki hvað það sagði við mig. En trén í garð- inurn voru þá græn og út- sprungin að blómum og laufi, nema huldutréð svarta yfir hulduhliðinu. Málfríður Einarsdóttir. es'-TWBff spar júní 1946 en það v.ar í árslok 1941, þá eru bæturnar mið- aðar við lægri upphæðina. 3) Ekki eru greiddar bætur á heildarsparifjáreign, sem var lægri en kr. 200.00 á öðru hvoru tímamarkinu eða þeim báðum. 4) Skilyrði bóta er, að spari- féð ha.fi verið íalið fram tll skatts á tímabilinu, sem hér um ræðir. Þetta skilyrði næ.r þó ekki til sparifjáreiigenda, sem voru yngrí en 16 ára í lok júnimánaðar 1946. 5) Bótarétt hetur aðeins spari- fjáreigandi sjálfur á hinu umrædda tímabili, eða ef hann er látinn, iögerfingi hans. 6) Bótakröfu skal lýst fyrir 25. október 1953,- að viðlögðum kröfumissi, til þeirrar inn- lánsstofnunar (verzlunarfyr- irtækis), , þar sem innstæða var á tímiamörkunum, 31. desémber 1941 og (eða) 30. júní 1946. Umsóiknareyð'Uiblöð fást í ÖIÞ um sparisjóðsdeildum bankanna, sparisjóðum og innlánsdeildum samvinnuféiaga eftir 25. júní. Sérstök athygli skal vakin á því, að hver umsækjandi skal útfylla eitt umsóknareyðublað fyrir hveri.a innlánsstofnum (verzlunarfyrirtæki), þar sem hann átti innstæðu eða inn- stæður, sem hann óskar eftir 'aö komi til greina við úthlutun bóta. Að öðru ley-ti vísast til ■leiðbeininiganna á umsóknar- eyðub'laðinu. Heimilt er að greiða bætup þessar í ríkisskuldabréfum. Efti.r lok kröfulýsingarfrests- ins verður tilkynnt, hvenær ibótagreiðslur hefj'ast og hvar þær verða inntar af hendi. Landsbankj íslands. Biradlndisfélag kennard hefur verið stofncað Þann 15. júní s. 1. var stofnað 'Bindindisfélag islenzkra kennara (B.Í.K.). Stofnfundur þessa fé- lagsskapar var haldinn í Mela- skólanum í Reykjavík. Stofnend- ur voru 52 kennarar víðsvegar að >af landinu og úr fles-tum skólaflokkum. í 2. grein félags- laga segir svo: ,,Tilgangur félagsins er að vinna að heiiþrigðu þjóðarupp- eldi á grundvelli bindindissemi í öllum stéttum þjóðfélagsins". 'Hyggst ‘félagið að 'ná þessum tilgangi m. a- með skipulegri fræðslu um bidindismál í skól- um landsins, námskeiðum, út- igáfu fræðslurita og með Því að safna saman í eina félagshei'ld öllum þeim kennurum á ís- landi, sem áhuga hafa fyrir ibindindismálum. Fyrst um sinn e,r hér aðeins um að ræða eitt félag fyrir allt landið, en ætl- unin er að stofna deildir í bæj- um og héruðum. Þegar svo er komið, verður B.Í.K. landsam- 'band samtakannia. Settur fræðslumálastjóri, Ingi- mar Jóhannesson, flutti ávarp á stofnfundinum, hvatti til átaka um toindindismálin innan kenn arastéttarinnar og óskaði félags- skapnum velfarnaðar. Hannes J. iMagnússon, skólastjóri á Akur- eyri, er var fundarboðandi, skýrði frá starfsemi hliðstæðra félaga á Norðurlöndum. I stjórn voru kosnir: Formað- ur: Hannes J. Magnússon, skóla- stjóri, Akmreyri; varaform.: Brynleifur Tobiasson, áfengis- málaráðunautur, Ak.; ritari: Jó- hannes Ólf Sæmundsson, Ár- skógi; vararifari; Eiríkur Sig- urðsson, Akureyri og gjaldkeri: Þórður Kristjánsson, Reykjavík. Kosnir voru 3 íulltrúar til að mæta á norxæna bindindisþing- inu, sem háð verður í Reykja- vík síðar á þessu sumri: Hann- es J. Magnússon, Marinó L. Stefánsson og Þorsteinn G. Sig- urðsson. Lög B.Í.K. mæla svo fyrir, að aðalfundur þess skuli haldinn í júní eða júlí á ári hverju. HANN hafði vakað alla múnu- dagsnóttina; og um morgun- inn klukkan tíu, þegar ég var á gangi meðfram Tjörninni, hitti ég hann, ofurlítið ryka'ð- an eftir vökuna og það sem hann hafði látið oní sig. Hann var gleóðbrosandi og grár í framan. Ég vissi ekki, 'hvort heldur honum leið bölvanlega eða prýðilega, en það fyrsta sem hann sagði var þetta: ,.Nú fer þetta fyrst að verða svolítið skemmtilegt". „Á?“ sag'ði ég, „ertu svona hrifinn af úrslitunum?“ ir EKKI var hann það nú, 'bein- línis, enda flest í nokkurri ó- vissu, þegar við hittumst. En hann var spenntur. Mér hefur oft blöskrað, hvað sá maður er annarg kærulaus. — Hann er ánægður með ástandið Jivem'g svosem það er — eða Mánudaqsmorgun — Spurningar — Munnhörpu- leikur — Smurt brauð og tóbak lítur a.m.k. út fyrir a'ð vera það. Ég þarf náttúrlega ekki að taka það fram, að maður- inn er mikill lieimspekingur, ef ekki beinlínis skáld, og .þannig mönnum eru flestir vegir færir. Þeir hafa það bara fyrir reglu, að fara aldrei neinn af þessum vegum — nema kannske þann illfærasta, veg þess, sem ‘kallast auðnu- leysi eða eitthvað slíkt. En honum lí'ður ekki illa, samt sem áður. Það er nú það góða við manninn. Og hans blað er Spegillinn. ★ VIÐ gengum upp Skothúsveg- inn og inn í kirkjugarð, og það var dálítið þungbúið ve'ö- ur, sjálfsagt rigning í aðsigi, og grænu litirnir á reitum 'hinna dauðu voru óvenjulega dökkir. Þá tók hann upp munnhörpu og spilaði fyrir mig. Ég tók mér sæti og hall- aði mér upp að legsteini, en harm stóð með annan fótinn í götutroðningi, hinn uppá lágri þúfu burtkallaðs meðbróðurs og spilaði 'á munnhörpuna allt hvað af tók, ýmist melódíur úr óperum eftir Mozart eða vinsæl dægurlög eftir íslenzka tónsmiði frá síðasta áratug. ÉG SAGÐI: „Þetta kalla ég nú 'að bera timburmennima með kar.lmennsku“) annars sagði ég sosum ekki neitt meðan hann 'spilaði. Hann anzaði mér ekki, og það kom mér til að hald-a, að hann væri alls ekkert timbr- aður, og búinn að vaka við drykkjiu og danslög og at- kvæðatalningu heiia nótt. „Éttu“, sagði hann svo og dró upp úr vasa sínum þessa iíka býsn af smurðu brauði i vendi- lega frágengnum pakka; það var ostur og gúrkur og tómat- ar og ég veit ekki hvað og hvað. „Ekki veitir manni af að éta“, sagði hann, „óg spi'Ia, þú étur“. Svo hélt hann áfram að spila, eintóm létt lög, sem var náttúrlega mjög viðeigandi á svona hátíðlegum stað. — „Má ég ekki bjóða þér í nefið“, sagði ég þá. Það var það eina, sem óg gat gefið manninum fyrir smurt brauð og hljómlist uppi í kirkjugarði á mánudags- morgni. Og hann gorði mér þá ánægju að tak.a við glasinu og snússa sitg. „Hún snýst nú ennþá“, .sagði hann svo. „Snýst hún?“ spurði ég, því ég hafði ekki hugmynd um, hvað haran var að fara. „Ja, jörðin, ski'lurðu“, sagði hann. „Nema hvað“, sagði ég. „Þeir myndu nú kannski láta hana hætta að anúast, ef þeir gætu“, sagði hann. „Hverjum væri það til g.agns?“ spurði ég. „Gagns? Spyrja menn nú ailt- ■af að því, 'góði?“ sagðí hann og hafði mig að fífli. „En, sem sagt, hún snýst. Og ég er fjandans ári spenntur. Nú fer fy.rst iað komast líf í tuskurn- •ar“, sagði hann — og fleira í þessum dúr. Einn af þessum skrýtnu mönnum: maður veit aldrei, hvar maður h efur þá.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.