Þjóðviljinn - 30.06.1953, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.06.1953, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 30. júni 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Veturinn 1918 var mörgum ís- lendingi þungur í skauti. Heims- styrjöldin íyrri hafði staðið á fjórða ár. Flutningaörðugleikar og vöruskortur ásamt háu verði erlendrar vöru hafði gengið nærri allmörgum fátækum al- múgamanni. Eldiviðarskortur- inrii murj jafnivel hafa verið einna tilfinnanlegastur í a. m. k. sumum kaupstöðum landsins. Kol voru mjög dýr og munu stundum hafa verið lítt eða ekki fáanleg. Svo þegar þar við bætt- ist frostharka vetrarins — frost- ið komst alloft yfir 20 gr. C. og jafnvel allt að 30 gr. mánuðina jan.—marz — var eðlileg't að reyndar væru ýmsar leiðir til eldiviðaröflunar annarra en kola- í Melasveit í Borgarfirði er víða allgott mótak. Þó mun að- staða til mótekju hvergi hafa verið eins góð og í Melaleiti. Á nokkrum bæjum í Mela- sveit^er nokkuð skógarkjarr, víðast lágvaxið, en nokkur víð- átta. Björn Lárusson, þáverandi bóndi á Ósi í Skilmannahreppi, hafði á þeirn árum ýmis járn í eldinum ásamt búskapnum. — Hann gerðist þennan vetur aðal- milligöngumaður að eldiviðar- öflun í Melasvcit. Björn Jónsson kennari í Vestmannaeyjum, síð- ar skólastjóri á ísafirði, komst í samband við Björn á Ósi og vorið 1918 hófu þeir nafnar mó- tekju í Melaleiti í stórum stíl. Um veturinn 1918 keypti Björn á Ósi 70 hestburði af viði í Fiskilækjarskógi. Sigurður Sig- urðsson bóndi á Fiskilæk seldi viðinn högginn og borinn saman í kesti. En Stcini B. Arnórsson bóndi á Narfastöðum ásamt son- um sínum Arnóri og Hans tóku að sér að binda viðinn og flytja hann til sjávar. Um veturinn hjó Sigurður svo viðinn í svonefndum Kötlum; sem er landspilda upp við fjall- ið Ölver (skemmtistaðurinn Öl- ver í „Hafnarskógi" er undir norðvesturhorni fjallsins) og liggja landamörk Narfastaða og Fiskilækjar um Katlana. I júní um vorið byrjuðu svo Narfastaðafeðgar á bindingu við arins og var það seinlegt verk. Klyfjarnar voru fyrst hertar í venjulegu reipi. Svo voru tveir vírar vafðir um hvora klyf. — Þegar bindingu viðarins var lok- ið var hann fluttur á hestum til sjávar. Stytzt leið til sjávar var að Höfn og þar sem saman fór greiðfær leið úr Kötlurn að Höfn og allgóð lcndingarskilT yrði fyrir smábáta, var viðurinn að sjálfsögðu fluttur þangað. — Flutningur þessi fór fram um mánaðamótin júní—júlí. Sjö hestar voru hafðir undir klyfj- ar. Byrjað var á flutningi seinni part dags og þar sem freklega einnar klukkustundar lestaferð var úr Kötlum að Höfn var seinni part nætur lokið við að flytja helming viðarins og þá hætt að sinni. Nokkrum dögum síðar var svo síðari helmingur viðarins fluttur til sjávar. Hans var aðallega við flutning viðarins og var ég honum til aðstoðar. Það þótti mér skemmti Úr lífi alþýðunnar tJranía sfrandaði legt verk. Leið nú svo fram um hríð. V’iðarkösturinn stóð við flæðarmál i sandinum við túnið í Höfn. Svo var það í ágústmán- uði árla morguns í logni og sól- skini að bátur úr Ilafnarfirði, sem Úranía hét kom til að sækja viðinn. Eigi er mér kunnugt um stærð Úraníu, en mér fannst hún mjög stór; hefur sennilega verið nálægt 30 tonn að stærð. Hver var skipstjóri á Úraníu veit ég ekki og hcf enda enga tilraun gert til þess að grennsl- ast eftir þvi, en víst er um það, að hann var með öllu ókunnug- ur leiðum um Borgarfjörðinn. En áformað hafði verið að fá leiðsögumann á Akranesi, en sökum þcss að allir Akurnes- ingar voru að störfum um þetta leyti árs varð ekki af því að leiðsögumaður fengist. Stórstraumur var og mjög flóðhátt þennaiTdag, fóru því a. m. k. tveir eða fleiri Akranes- bátar inn í Bcrrgarf jörð, í Anda- / kíls- eða Hvítárósa að sækja hey. (Á þessum árum og nokk- Eftir Þorvald Steinason uð lengi eftir það var flutt mik- ið af heyi af flæðiengjum Borg- arfjarðar til Reykjavíkur). Það varð því úr, úr því sem kornið var, að Úranía skyldi halda inn fjörðinn í kjölfar eins Akranes- bátsins (Sigurfara að mig minn- ir). Siðan átti hún annaðhvort að reyna að stilla svo til að hún gæti siglt út fjörðinn í kjölfar einhvers heybáts eða að fara að öðrum kosti án utanaðkom- andi leiðsagnar. Ferðin inn fjörðin gckk vel. Öll sker og boðar voru í kafi, sjór var ládauður, svo cigi örl- aði við stein. Út af Skálavík fór Björn Jónsson frá Úraníu í lítilli skektu. Hann fór að Mela- leiti til undirbúnings því að Úr- anía átti að taka mó þar í baka- leið. Grunnt á Hafnarvíkinni lagð- ist Úranía fyrií akkeri, en stór- um uppskipunarbát, sem Úranía hafði meðferðis var róið upp í fjöruna og skyldi þar fjara und- an honurn, en taug var á milli bátanna til þess að draga upp- skipunarbátinn frá landi þegar aftur flæddi að. Um fjöruna var viðurinn borinn í bátinn og gengið frá honum að fullu, því í honum skyldi viðurinn vera þar til kæmi til Hafnarfjarðar. Ekki komst allur viðurinn í bátinn og fór það sem ekki komst þar fyrir yfir í Uraníu. Þegar nú flæddi að og báturinn flaut uppi var hann dreginn út að Úraníu. Var þá komið fast að flóði og allir heybátar komnir fram hjá, svo eigi var um annað að gera en halda út fjörð og láta lukku ráða hvort tækist að rata hina vandförnu leið út fjörðinn. Ferðin gekk vcl fyrst eða þar til komið var að Klofning, sem er við grunnleiðina um Borgar- fjörð undan Narfastöðum. Þá hefur frávik Úraníu frá réttri leið verið innan við hundrað rnetra, en nóg samt til þess að hún renndi upp á innra skerið (Skerið er eins og nafnið bendir til klofið í tvo hluta, nokkuð jafn stórar kollóttar þúfur). — Það var að afhallandi flóði, sem Úranía renndi á skerið, svo ekki reyndist auðið að ná. henr.i út aftur af eigin rammleik en ekki brotnaði hún í það sinn. Nú þegar Úrania var þarna strönduð á Klofning voru þeir svo gott sem bátslausir, því upp- skipunarbátnum varð eigi róið nema að ryðja hann farmi, en eins og sakir stóðu þótti engin ástæða til slíks. Enda brá Björn Jónsson þegar við er hann sá hvernig komið- var, þar sem hann var staddur við móinn í Melaleiti og fór á léttbátnum. inn á strandstaðinn. En þar var ekkert að gera að svo komnu máli. Þeir fluttu því til lands þá menn sem höfðu unnið að útskipun viðarins í Höfn og voru með Úraníu til þess að vinna að útskipiJn mósins í Skálalæk. Eins fóru þeir í land Björn á Ósi og skipstjórinn til þess ef hægt væri að fá aðstoð til að ná Úraníu af skerinu. Sími var þá næst í V'ogatungu á hinum enda sveitarinnar. Ekki man ég hverjar eða hvaða til- raunir voru gerðar til að ná Úr- aníu út nema að björgunarskip- ið Geir kom eitt sinn inn á fjörð, en gat ekkert aðhafzt, enda komst hann ekki nálægt strand- stað og nú var einnig aðfarandi smástraumur. Með þeim tækj- um sem þá voru fyrir hendi var ekki hægt að ná henni út á með- an smástreymt var. Framhald á 10. siðu. Kjörorð Joe McCarthys er: Sfarfsferill mannsins og vinnuaSferSir Fyrir fjórum árum kom skyndilega fram á sjónarsvið- ið lítt þekktur stjórnmáiamað- ur frá Wisconsiti,, Joseph Ray- mond McCarthy. Ilann varð fljótlega höfuðumræðuefni allra amerískra blaða. — ,,Eg held hér á lista með 205 nöfn- um. Utanríkisráðherrann veit að þetta eru kommún'star, en þó halda þeir enn stöðum ski- um í utanríkisráðuneytinu“, hrópaði Joe og veifaði saman- brotnum skjalastranga. Daginn eftir sagði liann á fundi í Salt Lake Cty: ,,Eg held hér á lista með nöfn- um 47 meðlima kommúnista- flokksins, sem enn skipa háar stöður í utanríkisiúðuneyt- inu.“ 10 dögum síðar sagði hann í öldungadeildJnni: ,,Eg hef lista yfir 81 kommúnista, sem starfa í utanríkisráðu- neytinu. Þrír þeirra eru mjög hættulegir. Ef okkur tekst að losa. okkur við- þá, þefur okk- ur þar með tekist að stemma stýgu fyrir njósnum kommún- ista í utanríkisráðuneytinu." I þvi skyni að rannsaka á- sakanir hans kaus öldunga- deildin nefad með Tydings öldungadeildarþingmann sem formann. Þegar McCarthy var beð'nn um nánari uppiýsingar, svaraði hana slóttuglega: „Eg hef upplýsingar mínar beint frá skjalasafni utanríkisráðu- neytisins. Þið getið fulivissað ykkur \im að ég hef rétt fyr- ir mér, ef þið rannsakið skjalasafnið." Upphaflega neit aði Truman forseti áð láta skjalasafnið af headi við nefndina, en eftir ítrekaðar á- rásir McCarthy lét hann und- an. En áður en skjaiasafn'ð var opnað jamsóknarnefnd- inni hrópaði McCarthy: „Skjalasafnið er falsað! Þeir hafa fjariægt sönnunar- gögnin!“ Þetta er liin venjulega bar- dagaáðferð McCarthys. Raka- lausar árásir og aðdróttanir. Ef þess er krafist a® hann rök styðji mál sitt hefur hann nýjar árásir á öðrum vett- vangi og svarar engu því sem hann er spurður. Hver er hann í rauninni þessi McCarthy? Hana er ættaður frá litlum búgarði í Grand Chute, nokkrum kíló- metrum fyrir norðan Apple- ton. Hann hætti námi mjög ungur og hóf hæsnarækt. En hann varð fljótlega þreyttur á kjúld'agunum og gerðist þá forstjóri nýlenduvöruverzlun- ar í sveitaþörpinu Manowa. I-Ionum var'ð mjög vel ágengt í þeirri stöðu. Hann rábbaði gjarnan við þorpsbúa og heim- sótti persóaul. a’la bændurna í nágrenninu. Aðrar verzlan'r þoi'psins misstu hvern við- skiptavininn á fætur öðrum. Konan sem hann bjó hjá, frú Osterloth, lagði að honum að taka upp skólanám að nýju. Joe innritáð’st í gagafræía- skóla og lauk námi, sem venjulega tekur fjögur ár, á einu ári. Síðan hóf hann nám við tæknilegan h'áskóla, en breytti um ákvörðun og byrj- aði lögfræðinám. Á háskó'aa- um varo hann me'stari í hnefa leik. Til að standast straunr af námskostnaðinum gerðist hann kokkur. og sícar leg- steinasali. Að námí loknu starfaði ham sem lögfræðing- ur í f jögur ár, en honum leidd. ist starfið. 29 ára gamall á- kvað hann að bjóða sig fram við héraðsdómarakjör í Marq- uette. Hann hélt ekki margar Framhald á 11. siðu. Modern Times lian valgtc Frihcdcn Hinn kunri skopleikari, Cliarlie Chaplin, er elnn af þeim, sem McCharthy hefur með rajxnsóknarrétti sínum hrakið brott frá Amerfku.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.