Alþýðublaðið - 07.09.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.09.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUHLAÐIÐ B. S. R. Sími 716, 880 og 970. Sætaferð austur yflr fjall á hverjum degi. Kaupmenn og kaupfélög Almenningur kýs helst 7 M ími s kirsiber jasaft. Hin aukna sala er yðar bezta tiygging. Gosdrykkjaverksmiðjan „Mímir“ Simi 280 og 545 (skrifstofan). Rafmagnslelðsluv. Straumcum hefir þegar verið hleypt á götuæðatnar og menn ættu ekki sð draga lengur að láta okkur lcggja rafleiðslur um hús sfn. Við skoðum húsin og segjum um kostnað ókeypis. — Komið í tfma, meðan hægt er að afgreiða pantanlr yðar. — H.f. HitI & LjÓB. Laugaveg 20 B Sími 830. Sauðskinn fást á Hverf isgötu 50 Alþbl. er blað allrar alþýðu. H.f. Versl. Hverfisg. 50 A. Pipar Allehaande. Negull. St. kanill. Heill kanill. Karry. Muskat Kardemommer. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Ritstjóri og ábyrgðarmaðnr: óiafur Friðnkason. Prentimiðian Gareubeiit. Carlt Etlar: Ástin vabnar. Meðan þessu fór fram stóð Elinora við hlið Jakobs, dálítið frá ferjunni. Jakob þagði, en hann leit ekki af henni, hún leit í kringum sig, til lands. „Eg mun oft hugsa til þessarar litlu eyjar,“ sagði hún. „Hvar er nú húsið yðar og stóru trén? Eg kem ekki auga á þau í þokunni." „Já, kveðjið þau einu sinni enn," sagði hann. „Lítiðá sérhvern runna og sérhvern stein, svo þeir geti verið til menja um yður, þegar þér eruð farnar. Hvert sem þér farið, verður ætið hamingja og sólskin kringum yður, alt blómgvast. — Ó, jál“ hélt hann áfram og spenti greipar. „Það verður einmanalegt og dauft hérna þegar þér eruð íarnar." Þér ætlið ekki að gleyma mérl“ hrópaði hún. „Hvi þegið þér? Talið! Eg þarf að heyra yður segja það.“ „Gleyma yður!“ endurtók hann með rödd, sem hljóm- aði eins og kveinstafir. „Þér vitið það víst betur en þér segið. Það sem eg hefi séð og heyrt siðastliðinn mánuð, mun lifa með mér. Eg mun aldrei verða svo gamall að eg gleymi því. Þér farið, og við sjáumst ald- rei framar. Mér finst eins og eitthvað ætli að springa í brjósti mér, en það verður svo að að vera. Þarna kemur Lesley lávarður. Farið vel 1 — Guð blessi yður." Hann laut áfram og greip hendi hennar. „Farið vell“ endurtók hann lágt og titrandi. — „Meira hefi eg ekki að segja.“ „En hvað þetta vatn er svart og kalt,“ sagði Elinora við föður sinn. „Hlustaðu, hvernig hafið vælir og þýtur, það þeytir löðrinu um mig, svo eg blotna. Það er víst enn þá verra úti fyrir. Er það ekki satt, þú þarnal“ bætti hún við og snéri sér að Pétri. „Uh, júl miklu verra,“ fullvissaði Pétur mjög hjálpfús. „Það er svona, yður að segja, það sem eg kalla hálf- gerður stormur í dag. Maður gerir sér ekki beinlínis leik að því að fara yfir sundið núna." „Eg fer ekki í dag,“ sagði Elinora alt í einu. „Hsað þá!“ nrópaði lávarðurinn. „Hvað áttu við?“ „Það dugar ekki, hvað sem þú segir,“ hélt hún áfram með mjög mjúkri rödd og blíðri. „Eg get ekki farið í slíku veðri, mér verður ilt fyrir brjóstinu, og það versn- ar stórum þegar eg kem út á sjóinn.“ „Hvað er þetta Elinora, talaðu ekki svona, eg þoli það ekki," mælti lávarðurinn skelfdur. „Já, þarna sérðu. Það er líka bara til að geðjast þér að eg ekki vil fara. Þú spurðir mig í morgun hvers vegna eg væri svo rauðeygð, eg skal segja þér, að það er vegna þess hve mjög mig verkjar í brjóstið. En það gerir ekkert. Ef þig langar til að hætta lífi henuarvesl- ings Elinoru þinnar, til þess að komast ögn fyr heim til járðeigna okkar, þá er eg reiðubúin til að fórna mér.“ „Svona er hún,“ sagði Lesley lávarður, um leið og hann leit brosandi til Jakobs, „fögur og töfrandi, en dutlungafull og skipandi. Er eg ekki ógæfusamur faðir?“ „Þú ógæfusamurl" hrópaði Elinora og tók báðum höndunum um háls föður síns. „Að vera elskaður, til- beðinn ög dýrkaður, er það að vera ógæfusamur? — Komið!“ sagði hún því næst við Jakob. „Réttið mér hendina. Hví titrið þér. Um hvað voruð þér að hugsa rétt núna?" „Eg þori ekki að segja yður það,“ svaraði hann. „Hélduð þér, að þér munduð verða hryggur við að missa mig? Munduð þér þrá mig mjög. Munduð þér altaf hugsa um mig? — Segið það. Þér megið það. — Og ef eg dveldi hér nú enn í einn mánuð. Nei, það væri víst of lengi, En ef eg yrði hér í hálfan mánuð. Mundi þá glaðna yfir yður? „Tá, já! stundi hann upp. Hann gat varla hreyft varirnar- „En ef eg yrði nú alt af kyr, eða tæki yður með, þegar eg færi?“ Þegar hún sagði þetta, runnu tárin úr augum hennar. Jakob féll á kné fyrir Elinoru, án þess að skeyta npkk- uð um þá' sem nmhverfis stóðu, huldi andlit sitt í hönd- um hennar og mælti: „Þess skal þig aldrei iðra.“ Þegar Pétur Bos vorið eftir gekk úr þjónustu Lesley lávarðar, settist hann niður og taldi fé sitt. Hann hafði siurlað saman því nær tvö hundruð rlkisdölum. Með fé þetta í vasanum fór hann heim til Önnu. slengdi pen- ingunum á borðið og spurði hana, hvernig henni litist nú á sig. En Anria vildi samt ekki Pétur Bos. I hefndarskyni snéri hann baki við sínu vanþakkláta föðurlandi og settist að á Anholt. ENDIR.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.