Þjóðviljinn - 05.08.1953, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.08.1953, Blaðsíða 1
Miðviluidagur 5. ágúst 1953 — 18. árgungur — 172. tölublað Bjarn! Benediktsson játar i verki aS marsjallstefnan i afurSasölumálum hafi beSiS algert skipbrot r Sovéfríkin kaupa af Islendingum sjávar- afurðir fyrir hátt í 200 milliónir króna I slendingar íú í staðinn frá Sovétríkjnniim ársbirgHir af lireiinsl uol íai tii* benzíni^ senieníi? kornvorum o.fl. Viðhorfin í afurðasölumálum Islendinga gerbreytt Örstuttu eftir að marsjalh,,samstarfinu“ er lokið hafa verið gerðir viðskiptasamningar við Sovétríkin fyrir upphæð sem á hvora hlið mun nema hátt á annað hundrað milljóna króna, en það eru stærstu viðskiptasamningar að krónutölu sem Islendingar hafa nokkru sinni gert. Marsjallstefnan hafði sem kunnugt er leitt yfir íslendinga sívaxandi markaðskreppu, sem birtist í óeðlilegri birgða- söfnun og §íendurteknu framleiðslubanni á ýmsum helztu afurð- um íslendinga, en með þessum samningum við Sovétríkin hefur þetta ástand gerbreytzt í einu vetfangi. -— Á 1 2 mánuðum kaupa Sovétríkin af okkur 21 þúsund tonn af freðfiski, en það eru um það bil tveir þriðju hlutar af venjulegri ársframleiðslu, og freð- fisksalan hefur sem kunnugt er gengið með algerum endemum undanfarin ár. Þá kaupa Sovétríkin allt að 1 00 þús. tunnur af salt- aðri Faxasíld og allt að 3000 tonnum af frystri Faxasíld, en hag- nýting Faxasíldarinnar hefur einmitt verið torvelduð og bönnuð langtímum saman undanfarin ár. Enn kaupa Sovétríkin allt að 80 þús. tunnum af Norðurlandssíld. I staðinn kaupa íslendingar næstu 1 2 mánuði í Sovétríkjunum sem svarar ársbirgðum af eftirfarandi vövum: brennsluolíum og benzíni, hveitiklíði, hrísgrjónum, rúgmjöli. kartöflumjöli, sementi, járnpípum og auk þess um 160 tonn af steypustyrktarjárni. Viðskiptasamningarnir gilda fyrst um sinn í tvö ár, en gengið hefur verið frá viðskiptum í eitt ár. Tilkynning ríkis- stjórnarinnar. Ríkisstjórnin hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynn- ingu um þessa samninga: ,,Viðskiptasamningur milli ís- lands og Sovétríkjanna var undirritaður i Moskva hinn 1. ágúst. Samningurina gildir fyrst um sinn i 2 ár en að þeim tíma liðnum má segja honum npp með 3 inánaða fyrirvara. Samningnum fylgja vörulistar er gilda í 1 ár. Viðskiptasamningurinn gerir ráð fyrir að flutt verði út til Sovétrikjanna á næstu 12 mán- uðum 21 þús. tonn af freðfiski allt. að 100 þús. tunnum af saltaðri Faxasíld og allt að 3000 tonn af frystri Faxasíld. Frá Sovétríkjunum verða keypt í staðinn 200 þús. tonn af brennsluolíum og benzíni, 2100 tonn af hveitiklíð, 360 tonn af Stormur á miðuiium norðanlani áilmörg skip fengw afla við Kolbeinsey í gæikvöid, en þai var golS veiðiveðnr Siglufirði i gærkvöld. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Lítál sem engin veiði liefur komið hér á land það sem af er þessum mánuði. 5 skip komu í fyrradag með síld sem þau höfðu veitt úti við Kolbeinsey. Voru þau með 150—300 tunnur. Nú voru að berast fregnir um að nokkur fleiri skip liefðu fengið þarna síld og sé veður gott við Kolbeinsey, logn og þokuslæð- ingur. , Sex skip hafa þegar tilkynnt komu sína með síld til lands og eru þau þessi: Einar Þveræing- ur, Ólafsfirði 400 tunnur, Sig- urður, Siglufirði 250 tunnur, Fra.mhald á 12. siðu hrísgrjónum, 3000 tonn. af rúg- mjöli, 300 tonn af kartöflu- mjöli, 160 tonn af steypu- styrktarjárni, allt að 50,000 t.onn af sementi og allt að 2000 tonn af járnpípum. Samningar um kaup og sölu á framangreindum vörum hafa ennfremur verið undirritaðir í Moskva. Auk þess var samið í Moskva um sölu á allt að 80,000 tunn- um af Norðvulandssíld. Af hálfu Islands tóku þátt í samningsviðræðunum þeir Pét- ur Thorsteinsson, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu, sem var formaður samninganefhdarinn- ar, Bergur Gislason, stórkaup- maður, Helgi Pétursscn, fram- kvæmdastjóri og Ölafur Jóns- son, framkvæmdastjóri frá 3andgerði.“ Fteðíiskíram- leiðskn. Gert mun ráð fyrir að helm- ingurinn af freðfisksölunni til Sovétríkjanna verði af fram- leiðslu þessa árs en helmingur- inn af framleiðslu næsta árs. Á síðasta ári var heildarútflutn- Ingurintn af freðfiski 29 þúsund ir tonna, en 1951 35 þúsundir tonna, þannig að Sovétríkin kaupa nú á 12 mánuðum sem næst tvo þriðju hluta af venju- legri ársframleiðslu. Þessi viðskipti eru mjög mik- ilvæg fyrr allan þjóðarbúskap íslendinga. Freðfiskframleiðsl- an er mjög verulegur hluti af fiskiðnaði Islendinga og veitir mikla atvinnu, en sala til marsjalllandanria hefur gengið mjög erfiðlega. Hefur ríkis- stjórnin aftur og aftur lagt bann við framleiðslu á freð- fiski, birgðirnar hafa hrúgazt upp í frystihúsunum og hefur það valdið stórmiklum örðug- leikum. Bretum hefur verið seldur freðfiskur á hraklegu verði, sem bætt hefur verið upp með bátagjaldeyrisokrinu, safnað hefur verið óseldum birgðum í Bandaríkjunum o.s. frv. Á síðasta vetri hefði ríkis- stjórnin komizt í algert þrot ef húa hefði ekki séð sér þann kost vænstan að haghýta mark Framhald á 3. síðu. faalda enn áfram Átökin innan Alþýðuflokks- ins halda enn áfram og kemur Alþýðublaðið ekki út í dag. Hefur algert öngþveiti þá staðið í nærfellt vikutíma, því síðast var unnið í prentsmiðj- uuni s.l. iimiritudag. Þeir starfsmenn prcntsmiðjunnar sem vinna við blaðið liafa þó verið beðnir að ráða sig ekki í önnur störf þessa viku. Eins og Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá er ástæða þessara átaka sú að klíka Stefáns Jóhanns liefur nú á- kveðið að láta til skarar skríða með því að hagnýta yfirráð sín yfir eignum flokksins. Neitar stefánsklíkan að láta gróða liinna rændu eigna renna til Alþýðublaðsins og krefat fulirar greiðslu fyrir prentunina á blaðinu. Blaðið er hins vegar í algeru greiðslu- þroti. Það er engin tilviljun að stefánsklíkan telur liagkvæmt að beita valdi sínu nú, þegar fyrir liggur tilboð frá Sósíal- istaflokknum um samstarf flokkanna að hagsmunamálum alþýðu og vitað er að óbreyttir Alþýðuflokksmenn þrýsta mjög á um að því tilboði verði tekið á jákvæðan hátt. Nýja miðstjórnin á nú um það að velja að beygja sig emi 'einu sinni eða fá endanlega úr þvi skorið livort hinar rændu eignir skuli lúta yfirráðum flokksins eða Stefáns Jóhanns og klíkubræðra hans. Málalok- in hljóta að verða kunn ein- hvern næstu dagá. v.. Henri Martin látinn laus Franska frelsishetjan, Henri Martin, sem setið hefur í fangelsi í þrjú ár, vegna þess að hann neitaði að berjast gegn sjálfstæð- islireyfingu Viet-Nams, hefur nú verið látinn laus. Hann var dæmd ur í 5 ára fangelsi. Aðeins 16 ára að aldri tók Henri Martin sér vopn í hönd og gekk í and- spyrnuhreyfing una gegn naz- istum á strxðs- árunum. í stríðs lok gekk hann í franska lierinn, en lagði niður vopn, þegar • * hann var send- Henn Martin m. jjj ln(Jókína til að berjast gegn fólki, seni hafði tekið sama kost og hann, þegar föðurland hans var lier- numið. Frá því Henri Martin var hand- tekinn hefur verið háð sleitulaus harátta fyrir frclsi hans- Á hverj- um einasta degi hefur I’Humanité, blað franskra kommúnista varið málstað lians og krafizt lausnar fyrir hann. Æ fleiri liafa orðið til að taka undir þessa kröfu, og nú hefur mótmælahreyfingin ver- ið orðin svo öflug', að frönsku stjórnarvöldin hafa ekki þorað annað en láta undan. Þau liafa beöið mikinn ósigur. Fangaskipti 1 Kóreu i dag Skipti á stríðsföngum hefjast í Kóreu í dag. í gær fóru 30 full- trúar Rauða kross félaga Kína og N.-Kóreu til Suður-Kóreu til að fylgja föngum til Panmunjom, þar sem skiptin fara fram, og 30 aðrir frá Bandaríkjamönnum og bandanaönnum þeirra fóru norður til Kaesong til að taka á móti sínum mönnum. Átta manna nefnd, skipuð 4 frá hvorum aðila, mun hafa yfirumsjón með fanga- skiptunum. Indverska stjórnin sendi í gær nefnd manna til Kóreu til að kynnast ástandinu þar, Foster Dulles kom til Seúl í gær til viðræðna við Syngman RheP,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.