Þjóðviljinn - 07.08.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.08.1953, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐyiLJINN — Föstudagur 7. ágúsd 1953 Háftðin við Alþingishúsið (Hm er sá BslendingyrF $m sæftir sig viS e.ftirgreinda mynd sögunnar, hver sæffir sig við sfaoreyndirnar, sem sefja má í staöinn!) Framhald. Já, hafin yrði viðleitni til að sýna islenzkum almenniugi smá stælingu af styrjaldarfyrir- brigði. Skyldi almenningur af frjáls- ym vilja gera aðsúg að Al- þingishúsinu, en til varnar snú- ást einvalalið ungra riddara- iegra manna, valið úr háttprúð- asta stjómmálaflokki^ landsins? Hinir ungu varnarliðar voru þjáifaðir Vel, höfðu aðeins kylf- ur, svipur og gasbombur og sprengjur að vopnum, en engar byssur, hvorkj skammbyssur né vélbyssur, þar eð þetta var að- éins leikur. Þegar ungmennin í varnar- hðinu snerust móti aðsúgi al- mennings, komu þeir kurteis- lega fram í hvívetna, gegndi hver sínu hlutverki en ekkert þar fram yfir. Til málamynda voru -nokkrir menn bornir á sjúkrabörum af vellinum, og rúður í Alþingishúsiuu voru brotnar í leikslok. Svo hafði verið til ætlazt, að þjóðv'erndarmenn tækju þátt í sýningu þessari, en þar eð þetta var á sunnudegi um ■messutíma mættu þeir engir. höfðu safnazt svo sem venju- lega á helgum dögum að hlýða messu foringja síns. Fimmtu herdeildarmenn Bandaríkjanna tóku þá upp merki þjóðvemd- ■armanna, óku kringum sýning- arsvæðið, beittu hátölurum og kölluðu til fólksins, að það ■skyldi ekki taka þátt í slíkri styrjaldarsýningu, svoddan framkoma væri óviðurkvæmi- leg friðelskandi þjóð, enda ó- • sæmilegt að hefia svona leik i viðurvist barna og æskulýðs höfuðstaðarins. Dómsmálaáðherra gaf bá út fyrirskipun um að handtaka forsprakka þessara Bandaríkja- þjóna, þar .eð þeir hefðu gerzt sekir um að spilla hinni virðu- legu Alþingishátíð. Voru nokkr- ir þeirra umsvifalaust hand- teknir, en dómsmálaráðherra kvað í skyndingu upp úrskurð um að hinir seku skyldu dæmd ir frá öllum mannréttindum, kosningarrétti og kjörgengi, auk þess dæmdir í nokkurra mánaða fangelsi hver. Fagnaði mannfjöidinn slíkum málalok- <um, og gerðist það jafnsnemma að tilkynningin um þetta var birt og alþingismenn höfðu lok- ið atkvæðagreiðslu og sam- þykkt inngöngu íslands i Golf- straumsbandalagið. Mannfjöldinn beið á gang- stéttum við aðalgötur borgar- innar, en Jón Arason utan- ríkis- og dómsmálaráðherra ók ■ í opnum vagni um stræti borg- arinnar og. var. hylltur ákaf- lega. Að kvöldi þessa hátíðardags - flaug Jón Arason utanríkisráð- herra í herflugvél til Sjálands. Mætti hann þar á fundi með hermálaráðherrum annarra Golfstraumsbandalagsríkja. Var sá fundur haldinn í Kronborg- arkastala að viðstöddu mörgu stórmenni. Flutti Jón Arason þar ræðu á fornnorrænu af- burðasnjallri og skýrði frá Al- þingishátíðinni og atkvæða- greiðslu Alþingis. Vakti ræðan verðskuldaða athygli og er minnzt enn í dag víða um lönd. í ræðulok bauð ráðherrann til fslands ýmsum forustumönnum bandalagsins. Var Jón Arason við þetta tækifæri sæmdur heitinu riddari af Dannebrog. Þótti vegur hans mikill eftir för þessa. ★ Missiri síðar kom í opinbera heimsókn til Reykjavíkur Hen- rik Bjelke herráðsforingi banda lagsins. Var honum fagnað af miklum innileik, fánar dregnir að hún á öllum opinberum bygg ingum og móttökuveizla haldin að Bessastöðum. Henrik Bielke var frægur hershöfðingi úr heimsstyrjöld- inni og hafði mjög aukið hróð- ur Dana. Bjelke hafði jafnan verið einn af tryggustu vinum íslendinga * meðal erlendra manna. Lagði hann nú á ráðin um hemaðarmál og samdi um landsafsal íslendinga í hendur Dönum. Við brottförina var Henrik Bjelke sæmdur stór- riddarakrossi með stiörnu. Svo var þá málum háttað, þegar Danir buðu íslendingum að gera með þeim hervemdar- samninginn, er frá segir í fregn í upphafi þessa máls. Talið var, að árásarhætta frá Bandarikjamönnum hefði mjög aukizt frá því Golfstraums- bandalagið var stofnað. Ríkis- stjórnin taldi því ráðlegast að kafta danskan verndarher inn í landið og láta hinni vinveittu þjóð í hendur þá staði á land- inu, er henni þóknaðist að til- nefna. Að vísu var ríkisstjóm- inni ekki .grunlaust um andúð þjóðarinnar gegn slíkum að- gerðum og taldj því rétt að búa svo um hnútana áður en kunngert yrði, að ekki yrði aftur snúið. Duldi hún því al- þingismenn sem aðra þessar ráðagerðir. En það þótti ráð- herrunum mikils um vert, að Danir skipuðu hér sem fyrsta hernámsstjóra vinsælan mann, sem hefði glöggan og vinveitt- an skilning á afstöðu íslenzku þjóðarinnar. Lögðu þeir tril við Dani, að hingað yrði sendur hershöfðing- inn Trampe greifi, myndi það mælast vel fyrir meðal íslend- inga. Urðu Danir við þeim til- maelum og tók Trampe greifi að æfa sérstakt úrvalslið til þess að taka að sér hérvamir landsins. Ráðherrar voru enn hinir sömu sem unnu að inngangi fslands í bandalagið: Forsætis- ráðherra Jón Guðmundsson, utanríkis- og dómsmálaráðherra Jón Arason, f jármálaráðherra Jón Eiriksson, viðskipta- og menntamálaráðherra Jón <5lafs- son, atvinnumálaráðherra Jón Sigurðsson. Þegar herra Trampe greifi tilkynnti ráðherrunum að hann væri tilbúinn með herliðið og nú þyrfti aðeins samþykki Al- þingis til þess að ganga form- lega frá öllUm afsalsloforðum Jónanna, brá ríkisstjómin við og kallaði í skyndingu saman þingmenn ríkisstjómarflokk- anna, og auk þess þingmenn úr þjóðhollum smáflokki, og tjáði þeim á lokuðum leyni- fundi, hvernig kómið var. Þingmenn sumir .urðu nokk- uð forviða, er þeir heyrðu tið- indin um landsafsal og sam- þykktina um flutning herliðs inn í landið. Töldu margir sig óviðbúna að standa frammi fyrir háttvirtum kjósendum eftir samþykkt slíks máls, þar eð þeir í kosningum hefðu lýst yfir því, að þeir myndu jafnan standa gegn því að ísland gerði hemaðarsamninga og lýst sig eindregna andstæðinga hersetu í Jandinu á friðartímum. Þá höfðu nokkrir þingmenn við hátíðleg taekifæri hvatt þjóðina til að standa gegn erlendum yf- irráðum í hvaða mynd sem væri, og einkanlega gegn her- setu, og einn þingmaður hafði af svölum Alþingishússins flutt ræðu og lagt við drengskap sinn að hann skyldi allt sitt líf vinna gegn hernaðarstefnunni á íslandi. ★ En svo vel hafði tiltekizt um ráðherrana, að enginn þeirra hafði opinberlega heitið íslandi tryggð. Þeir höfðu auk þess allir styrkt vináttu við hið danska herveldi á ýmsan hátt. Jón Guðmundsson hafði jafnan hlaðið lofi á Dani í viðskiptum og samningum, Jón Arason treyst þeim til sjálfdæmis i utanríkismálum, Jón Eiríksson borið fram þakkir fyrir gjafir og rífleg fjárframlög til íslend- inga á erfiðleika tímum, Jón Ólafsson ort um þá lofsemdar- brag, og Jón Sigurðsson benti á Trampe greifa sem ágætan fulltrúa til þess að hafa yfir- stjórn erlends hers hér á landi. Og þar eð allir ráðherrarnir þekktu herra Trampe gréifa að góðu einu, töldu þeir forsjá landsins í hermálum bezt borg- ið í hans höndum. Kröfðust þess vegna að þingmenn sam- þykktu herverndarsamninginn án tafar. En þögn ríkti lengi í þing- salnum og horfði margur í gaupni sér. Reis þá upp forseti neðrii deildar, þingmaðurinn frá Vig- ur, og kvað sér hljóðs og mælti- á þessa lund: Mörgum yðar, og sennilega þingheimi öllum, mun þykja' tilhlýðilegt að rödd mín heyr- ist i þessu máli, þar eð þettai mun snerta mig persónulegast aftra ajlþingismianna, því að einn sá staður, er herliðið krefst til afnota til frambúðar^; er ættleifð mín, æskuból mitt og ástfold. Mun ‘því afstaðai margra og sennilega ,allra þing- manna mótast ®f því, hvernig' ég snýst við hinu mikla alvöru- máli, er vér nú stöndumi frammi fyrir, því, að selja land vort undir járnhæla erlendra hermanna, veita herveldi hér langvarandi og ég vil segjaj ævarandi fríðindi, og gefa stór- veldi einkarétt til framkvænida, er þeir telia nauðsynlegar, en það eru mjög teygjonleg orð í milliríkjasamningum, svo sém! oss má kunnugt vera. En skjót- lega frá sagt: ég hef tekið á-+ kvörðun með ríkisstjóminni. Satt er það, að ég hef heitið’ kjósendum því ,að berjast af! minni litlu getu gegn því að erlendur her tæki nokkursstað- ar setu hér í landinu á friðar- tímum, — ég játa einnig að hafa á stúdentahátíð 1. desem- ber fordæmt hersetu á fslandi, feðranna fróni, — og enn vil ég viðurkenna, að ég á helg- ustu hátíðarstund þjóðarinnar, við stofnun lýðveldisins, hét þvi hátt og í heyranda hljóði að spoma jafnan við setu herliðá á íslenzkri grund, þar eð slikt gæti leitt vort dýrmæta sjálf- stæði í 'glötun. Og enn vil ég taka fram, að við mörg önnur1 tækifæri hef ég i .ræðu og riti, þar á meðal í mesta blaði þjóð- arinnar, látið. ’i . Ijós. ótta við erlenda ásælni og þá einkumi alla hernaðarsamninga. En þrátt fyrir þetta lýsi ég yfir því, að ég hika ekki við að styðja stjórnina í samningum! um hervernd. Kemur þar fyrsti til greina hin gífurlega hætta, sem þjóð vorri, svo sem veröld allri, stafar af vaxandi yfir- gangsstefnu Bandaríkjamanna, sem nú leynt og Ijóst reka á- Framih. á 11. síðu. F,.M. SKRIFAR: Kæri Bæjar póstur. Það er orðið langt siðan ég lief sent þér liuu. Ég vil ekki dvlja þig þess, að mér Iiefur þótt dauít yfir iBæjarpótstinum nú um tíma. Væri mér og öðrum unnönd- um hans kært að ljós hans sklui skærara, svo að við cæj- um víðara yfir og lengra ir.a i gemingaþokuna, sem hylur fyrir okkur veruleikann. Ég veit ekki hver skrifar „Úr daglega lífinu“ og hver er Velvakandi Morgunblaðsins. En miklu eru þeir þættir bet- ur skrifaðir nú en á dögurn Víkverja. Ætti það að vera metnaðarmál þitt að standa ekki að baki Morgunblaðinu inn þessa þætti. Þjóðviljinti hefur skipt mjög um svip með stækþuninni. Kennir þar nú margra grasa, allgiroilegra, um innlend og erlend efni, fróðlegra og skemmtilegra. Sérstaklega þykir mér mikils virði kaflar úr íslenzkri sögu og bókmennt um. Ég vona að þessi ráða- breytni að stækka Þjóðvilja.nn og auka fjölbreytni hans, fjölgi kaupendum og vinum 'hans. Eins og talið er „að maðurinn lifi ekki á brauði einu saman“ er því likt farið tim pólitíkina — þó hún sé raunar lífið sjájft — að hún verður manni fullstrembm og leiðigjörn, ef hún er tekin inn í of stórum skömmtum. ÖRFÁ ORÐ um útvarpið. Leik- ritaflutningur þess mun einna vinsælastur af því, sem það miðlar okkur hlustendum sín- um, enda koma þar fram margir ágætir leikarar. Smá- leikurinn „Blákaldur sannleik- ur“, eftir Christian Bock, sem leikinn var 1. ágúst, þótti mér athyglisverður. Ég hefi einhvemtíma vikið að því áð- ur, að góða heyrnarleiki mætti endurtaka með nokkru milli- bili. Maður nýtur þeirra bet- ur í seinna skiptið. Einhver ó- ánægður hlustandi, er þóttist tala máli margra, kvartaði nýlega yfir sinfónium og klassískri tónlist útvarpsins, bað um léttari tónlist og harmóníkuspil •—• ekki þó um jass, honum ná unnendur hans með því að stemma við- tæki sín á Keflavíkurflugvöll. Ég fæ alltaf sting í hjart- að, þegar menn amast við sin- fóníum og klassískri tónlist og þykjast ekki skilja hana En hver maður skilur Guð, og eru honum þó ætlaðir allir góðir eiginleikar? Hver skilur alstirndan vetrarhimin eða bragandi norðurljósin eða lit- fegurð og fjölbreytni blóm- anna ? 1 allri auðmýkt verðum við að játa, að það er svo undurmargt, sem við ekki skiljum. En ef við hlustum á það fegursta, sem innblásnir menn hafa framleitt á tóna- sviðinu méð hjálp hljóðfæra- leikara og hljómsveitarstjóra, þá fer ekki hjá því, að það göfugasta og bezta í sál okk- ar vakai til æðra lífs. Við öðlumst einskonar hugljómun. Ekki vil ég gera lítið úr þýð- ingu rímnakveðskaparins, sem var um langt skeið okkar eina tónlist og skemmti lcag- um á kvöldvökunni í skamm- deginu, þegar hríðin gnauð- aði á þekjunni. Og Jóni Leifs hefur tekizt að skapa sérkennilega tónlist úr rímna- lögunum, þar sem kvæðalagið myndar stefið. En rímnakveð- skapurinn og rímurnar heyra fortíðinni til; við höfum vax- ið frá þeim ltveðanda með ringjum hans og selaahætti. Úvarpið hefur opnað okkur heim ólýsanlegrar fegurðar úr ríki tónanna, sem áður var lokaður alþýðu. Ég hygg, að þegar tónlistar- Framh. á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.