Þjóðviljinn - 07.08.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.08.1953, Blaðsíða 10
10) ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 7. ágúst 1953 STOFAN iy myndinni minnir okkur sízt af öilu á kennslustofu, en samt er þáð dagstofa í sænaka alþýSuskólanum í Rásunda, 6g í sam- oandi, viS hana. er eidhús. Héma læra stúlkurnar heimilisstörf, mat- artílbömng-, hremgerningar, viðhald húsgagha* og svo er dagstofan notuð sem dagstofa þegai1 ekki er verið að gera haná hreina. Gluggatjöld íramtíðarianar Vefnaðarframleiðendur eru J)ess fullvissir, að Oríon sé gluggatjaldaefni framtíðarinn- ar og liggja til þesg xnargar ástæður.. Erlendis hefur verið 'borin saman endingargeta margs konar gluggatjaldaefna og árangurinn varð sá, að þar sem silkiefni entist í 20 vikur og bómullarefni í 48 vikur, hafði orlonefnið eftir tveggja ára notkun aðeins misst 30% ■af upphaflegúm styrkleika sín- um og þoldi sólskin. Orlon má nota í margt ann- að eii gluggatjöld, og hefur þann kost fyrir utan að vera hlýtt, að mölur vinnur ekki á þvi, en auðvitað hefur það sína galla eins og önnur efni, það bráðnar t.d. við 190 gráðu hita, svo betra er að vera varká.r með strokjámið ,og svo hefur enn ekki tekizt að lita efnið, en það er líkast rjóma á litúm. En það er vandamál, sem vís- indi og tækni munu vonandi Ieysa í náinni framtíð. Úraníura fundið í Ástralíu Ástralska stjómin tilkynnti í gær, að úraníum hefði fundizt í jörðu nokkru fyrir sunnan Darwin fyrir nokkm. Undir- búningur a'ð úraníumvinnslu er þegar hafinn. Varaliturinn og hitinn 1 hituxö verður varalitúr- inn injúkur og óþægilegur til notkunar, sérstaklega dökku sterku litimir, og þeir hafa þann gaíla að liturkm fer inn í húðina svo erfitt er að ná 'honum af. Þess vegna er betra að nota heldur ljósan lit í hit- um og þó í hófi. Slifsisstöngin Ef stöngin í klseðaskápniim er úr málmi, hafið þið ef til vill tekið eftir, að silkislifsi og belti renna af henni, og em oft sorglega á sig komin þegar að er gáð. Húsmóðir, sem lengi hafði átt við þetta að. stríða, leysti vandann, með því að fóðra stöngina með flaueli. llvalkjöt Almenningur notar nú hval- kjöt m:kið til matar vegna þess að það er ódýrt og um hollustu þess hafa vitnað sér- fræðingar okkar, svo að flest skilyrði ættu að vera fyrír hendi fyrir mikilli neyzlu lival- kjöts. Mörgum líkar ;þó ekki hið sérstæða bragð af kjötínu og þykir því hálfgert neyðar- úrræði að borða það. Við þetta bragð má losna með hægu móti og fá úrvalsrétt úr hvalkjötinu: J/2kg hvalkjöt 1-2 laukar 5 stk. gulrætur lVáboIli sterkt kaffi 1 egg sait og pipar eftir smekk. Bafmagnstakmörkun Föstudagur 14. ágúst Kl. 10.45-12.30 Vesturbærinn frá Aðalstr., Tjarn- •rgötu og Bjarkargötu. Melarnir, Grímsstaðaholtið með flugvallar- •væðinu, Vesturhöfnin méð örfir- leey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes fram eftir. Kjötið er bari'ð vel og skorið í hæfilega stóra bita. Salti og pipar stráð á bitana, sem síð- an er velt upp úr egginu og raspnum og brúnað vel. Kjöt- inu er raðað í pott og gulræt- urnar látnar með. Síðan er laukurinn skorinn og brúnaður og kaffinu hellt yfir. Þessu er síðan öllu hellt yfir kjötíð og látið sjóða í 20 mínútur. eftir MARTHA OSTENSO höndina en selja honum ögn af landi sínu. En margur betri maður hafði orðið að láta undan sérstökum kringumstæðum. Til dæmis var það á allra vitorði að Björn Aronsson var örlítið óheiðarlegur — og Fúsa var ekki eins sárt um neitt og mannorðið. Fúsi var mjög glaður yfir því að Bjöm var orðinn einn af gjaldkerum kirkjusjóðsjns í Yellow Post, og hann treysti þvi að það yrði til að treysta skapgérð hans. Caleb brosti með sjálfum sér. Ef til vill lagðist honum eitthvað til, Ef til vill tækist honuni að nota bróður gegn bróður .... hann gat beðið. Caleb fann ánægjuna streyma um sig meðan hann stóð þama á hæðinni og horfði á landið sitt í hinstu kvöldskímunni. Hann gat haldið þessu landi — bætt við það frá ■ ári til árs •— bætt við stóðið sitt og féð — alið upp kalkúna og gæsir — svo lengi sern hann hafði. AmeUu á sinu valdi. Ef Amelía gerði uppreisn myndu bömin fýlgja henni, þá væri út um allt — ■ árangur erfiðis hans jTði að engu ger. Hann var orðinn of gamall til að halda áfram einn. Kaupafólk var verra en ekkert fólk •— latt, svikult, orðhvatt. Meðan hann fylgdist með af- leiðingunum af hliðarspori hennar .... og fram áð þessu hafði honum gengið það mjög vel. Að vísu gæti hann hvenær sem væri misst sjónar á piltinum •— og hann gæti jafnvel dáið. Hann hafði lifað stríðið af, þrátt fyrir bænir Amelíu .... eflaust hafði hún óskað þess heitt og innilega að hann fengi að deyja. En heimurinn var ótryggur. Og Amelía var veikburða kjáni, til allrar hamingju. Það væru ekki allar konur jafn þægilega viðkvæmar og fómfúsar vegna uppkomins sonar sem fæðzt hafði utan hjónabands — sonar sem þekkti ekki móður sína. Jæja, ef henni var óljúft að Mark Jordan fengi að vita um uppruna sinn, þá ætlaði Caleb Gare ekki að leiða hana í neinn sannleika, svo framarlega sem AmeUa héldi sér á mottunni og neyddi hann ekki til þess .... Og eftir því sem Bart Nugent sagði, þá var Mark Jordan myndarmaður. Bart hafði fylgzt prýðilega með honum, eftir að Caleb hafði ekki lengur aðstöðu til þess. Mennimir á trúboðsstöðinni höfðu tokið sögu Amelíu trúanlega og Mark hafði alizt upp S þeim sælu trú að hann ætti enga ættingja á lífi. Styrjöldin hafði forðað piltinum frá því að verða prestur, og Bart Nubent hélt líka að hún hefði gerbreytt lifsskoðunum hans. Hann hafði alltaf haft áhuga á húsateikningum og hafði hafið nám fyrir alvöm að styrjöldinni lokinni. Bart hafði sagt í bréfi, að Mark hefði ofreynt sig og komið hafði til mála að hann legði stund á búskap um tíma. Ef til vill — sú tilhugsun var ekki óhugsandi .... að vísu gæti það komið sér illa .... ef til vill bráðn- aði Amelía ef hún sæi hann. Það var ómögu- legt að ráða í ríðbrögð kvenfólksins. Hann vissi að Amelía hafði elskað föðup piltsins. Sú vissa hafði eitrað líf hans þegar hann var yngri og vildi eiga Amelíu a annan hátt on núna. En á árum hinna heitu ástríðna varð honum ekkert ágengt. Maðurinn sem naut hafði stangað til bana á hans eigin búgarði fyrir sunnan, hafði tekið með sér sál Amelíu og án þess að Vita það hafði hann skilið eftir í líkama hennar það vopn, sem Caleb beitti nú gegn henni. Kúgun hans á henni náði að vísu tilgangi sínum, en hann gleymdi því þó aldrei að yfir sál hennar hafði hann aldrei ráðið. Caleb lyfti Ijóskerinu og athugaði kveikinn. Allt myndi snúast honum í hag. Hann hafði bæði töglin og hagldiniar. Að vísu var Júdit dálítið erfið viðureignar. Hún var viljasterk eins og hann og hún hafði óbeit á moldinni .... hún var farin að balda að henni væri ætlað annað hlutskipti .... Júdit var farin að fá háar hugmyndir. TÞað yrði að Iosa hana við tþær. Hún. stóð £ skuld við hann .,,. stóð í skuld við moldina. Tvíburamir yrðu kyrrir: þau áttu ekki á öðru völ. Og Amelía var auð* veld viðureignar — já, það var hún! Caleb horfði aiftur í kringum sig og lagði sið- ati af stað- heimleiðis. Þegar hann var kominn yfir síðustu gaddavírsgirðlnguna skrúfaði hann niður kveikinn og slökkti á ljóskerinu. Það vau óþarfi að eyða olíunni .... Ldnda'vaknaði og fann daufan ilm vormorg- unsins berast að vitum sér. Eitthvað hafði •vakið hana. Hún vissi ekki þá að það voru þrjú hogg sem barin voru méð sópskafti í loftið á herberginu fyrir neðan. Hún reis upp á olboga og horfði á rjóðaty vanga stúlkunnar við hlið sér. Júdit var meira en þrem árum yngri en Linda, en þessi ríka gróskumikla fegurð 'bjó yfir einhverri vizku, Bem Lándu var hulin. Daufur hlýr ilmur steig upp frá líkama hennar, sem minnti á spen- volga mjólk eða nýslegið hey. Linda snertí hana mjúklega til að vekja hana. Augu .stúlk- unnar opnuðust með hægð. Hún geispaði og teygði frá sér handleggina. Svo lagðist hún á. magann og lá þannig stundarkom án þesa að tala. Linda fór fram úr rúminu og bjóst til að þvo sér. „Mér fihnst andstyggilegt að fara á fætur", sagði Júdit. „Einhvem tíma elgnast ég silki- •rúm, '’iðlF^'attla að liggja í að eilífii !"og hlusta á kýrnar baula, vitandi það að ég þarí ekki að vatna þeim“. Iinda hló, en hún fann að eiginlega va» þetta grátbroslegt. Aftur voru þrjú högg bar- in í ~ loftið og kennslukonan leit spyrjandi á Júdití' Júdit mjakaði sér letilega fram úr rúminU og fór að draga á sig sokkana undir nátt- Ikjólnum. „Þú verður að flýta þér“, sagði hún við Lindu. „Elín er að fara niður“. Linda hrukkaði ennið. „Áttu við að ég þurfí að flýta mér?“ „Hann líður engum að koma of seint til morgunverðar", sagði Júdit. Linda var steinhissa. „En klukkan er ekkí nema fimm. Hvað í ósköpunum á ég að gera á morgnana til klukkan níu?“ sagði hún. „Huh“, sagði Júdit og í rómi hennar var sambland af fyrirlitningu og aðdáun á kennslu- konunni. „Þú gætir mjólkað beljur eða hlaupið uppi þefdýr, Það er nóg af þeim þama í kjarr- inu. Pési er að elta einn núna. Heyrirðu hvað hann geltir. Lyktin af þeim er elcki svo afleit, jþegar maður venst henni.“ Kennslukonan reyndi að hrista af sér gremj- una við Caleb og ákvað að taka öllu með still- ingu. I aðra röndina var henni skemmt. Það kom í ljós að morgunmáltiðín var og óhjákvæmilegt skyldustarf. Að Júdit und- OLtMS OC CAMW Hver .er þessl ljóshærða, sem þú varst með á miðvikudag og fimmtudag? Það var sú dökkhærða, sem ég var með á inánudag og þriðjudag. Forstjórinn kom snemma á skrifstofuna og sá bókarann og vélritunarstúlkuna í faðmlögum. Borga ég ykkur kaup fyrir þetta? spurði hann. Nei, þetta geri ég' endurgjaldslaust, svaraði bók- arinn. Hefurðu heyrt brandarann um kvikmyndaleik- konuna? Nei, hvernig er hann? Bókhaldið hjá einkaritaranum var eltthvað í ólagi og nú hefur hún komizt að því að hún hefur skilið tvisvar oftar en hún hefur giízt. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.