Þjóðviljinn - 07.08.1953, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.08.1953, Blaðsíða 12
imt að áratugsgamlar matar* * r birgðir boðnor Isleudingum? t»l6ÐVIUINN Föstudagur 7. ágúst 1953 — 18. árgangur — 174, tölublað IlaiiiiMoii-fékgiS £ékk að liiréa gaiatlar Mrgðir Mandaríkjaliers Mjög þrálát matareitrun hefur gert vart við sig meðal verka- manna sem borða hjá Hamilton-félagimi á Keflavíkurflugvelli. Muo eitrunin stafa af því að Islendingum eru bornar gamlar matarbirgðir Bandarikjahers, og er jafnvel talið að þar hafi sézt matvæli sem*stimpluð voru 1942! Mikil brögð hafa orðið að því undanfarið að íslendingar sem borða ihjá Hamilton-félag- inu á Keflavíkurflugvelli hafi veikzt af matareitrun. I grein sem birt var hér rí blaðinu . i geymdar um langt árabil. gær var mataræðinu á þessum stað lýst á þessa leið: „Islead- ingar hafa ekki átt því að veojast að borða bætiefnalaust niðursuðudrasl í hverja máí- tíð, alla jafna skemmt og yf- irdrifskryddað til að fela ýldubragðið. Enda fá menn að jafnaði snert af' matareitrun einu sinni til tvisvar i viku eftir úrskurði lækna þeiira, sem" kvaddir hafa verið til sjúklinganna sem verst ’nafa orðið úti. Ekki hefur oroið vart neitrs matvælaeftirlits og væri þó ekki vanþörf á.“ Samkvæmt því sem Þjóðvilj- inn hefur fregnað mum uppi- Staðan í mat þeim sem Hamil- ton-félagið hefur boðið Islend- ingum vera niðursoðnar og frystar vörur úr gömlum birgð- um bandaríska hersins. Eins og •kunnugt er safnar herina sér stórfelldum birgð.um- úr ,,of- framleiðslu“-haugum Banda- ríkjanna. Verulegum hluta af þessum birgðum er, kástað, þegar þær eru órðnar of gaml- ar, en þó eru þær yfirleitt Hamilton-félagið mun hafa fengið að hirða handa íslend- ingum talsvert magn af göml- um birgðum sem átti að henda, og þykja þær nú fullgott fæði haada verkamönnunum á vell- inum. Er jafnvel fullyrt að þarna hafi sézt egg sem stimpluð voru 1942 og niður- suðuvörur frá sama tímaí Það er ekki að undra þótt mikið hafi orðið að krýdda í matkin, þegar hann er þannig til kom- inn. Eins og skýrt var frá í grein verkamannsins af vellinum hef- ur matvælaeftirlitið ekki látið sjá sig þarna syðra. Væri nú ráð að það tæki við sér heldur fyrr en seinna, áður en heilsu og jafnvel lífi manna er stefnt í meiri hættu en orðið er. Norræna bindindisþmg- inu slitið í gærdag Norræna bindihdisþinginu sem staðið hefur yfir liér í Keykjavík undanfarna daga, var slitið í gærdag af forseia þess Brynleifi Tobíassyni. Erlendu fulltrúarnir, sem þingið sóttu, fóru flestir Utan í gærkvöld með Drottningunni, en. nokkrir höfðu farið fyrr um daginn með flugvél. í blaðinu í gær voru rakin nokkuð störf þingsins þrjá fyrstu dagana, og verður nú . lítillegia sagt frá því sem- gerðist hina þrjá síðari daga. Á þi’iðjudaginn var fundur Skákmeistasamót Noiðurlanda í Esbjerg Glæsileg frammistaða t Friðriks Ólafssonar Meistaramót Norðurlanda í skák stendur nú yfir og er hald- •ið í Esbjerg í Danmörku. Upphaflega hafði verið ráðgert að mótið yrði haldið í Árósum, en af því gat ékki orðið einhverra haldinn og talaði þar Harald Löbak, Noregi um áfengislaust skemmtamalíf, en á efth’ voru umraeður. Einnig tataði Dr. Englund frá Svíþjóð um rann- sóknir áfengisvaiTiarnefndarinn- ar sænsku á orsökum til notk- unar og misnotkunar áfengis. Urðu um þetta mál nokkrar um- ræður. — Seinni hluta dagsins fíutti Adolf Hansen frá Dan- mörku fyrirlestur um áhrif öls- ins á notkun áfengis í Dan- mörku. Á miðvtkudag var íarið til Gullfóss og Geysis og voru 170' þátttakendur með í ferðinni. Á austurleið var stanzað á Kamba- Framhald á 11. síðu. Munar nislu ú Haimíbal þakki Stefáni Jóiaimi fyrír kverkatakið Staðreyndirnar um „heiðursíátækt" Al- þýðuílokksins Peningamennirnir í Alþýðuflokknum hafa nú í bili slakað á kverkataki sinu á Alþýðublaðinu og kom það loksins út í gær með þeirri skýringu að ráðið hefði verið fram úr erfiðleikunum ,,í bili“. Hanníhal Valdimarsson birtir ávarp í tilefni þessa atburðar og segir þar að stöðvun blaðsins hafi stafað af' „heiðursfátækt“. Sér er nú hver heiðursfátæktin! Á sínum tíma komst Alþýðu- flokkurinn yfir stórfelldar eignir alþýðusamtakanna. á þann hátt sem. alkunnur er. Hann rændi Alþýðuhúsinu, Alþýðubrauðgerð- inni, Alþýðuprentsmiðjunni og Iðnó, en síðan hafa þær eignir margfaldazt í verði og nema nú mörgum milljónum króna. En þetta sögulega rán hefur haldið áfram. Allar þessar eignir eiu i höndum fámennrar kiíku, sem stofnað liefur um þær hluta- félög, og þessi klíka neitar nú meira að seg.ja að viðurkenna e'gnarétt Alþýðuflokksins sjá fs! I staðinn notar hún þessi völd sín til þess að taka flokkinn kverkatökum, þegar hún telur ástæðu til, eins og gerðist í síð- ustu viku. Gróðinn af þessum e'gnum er nægi’egur til þess að greiða /allan halla Alþýðubaðs- ins — ef hann væri látinn renna til þess. Þetta eru staðreyndirnar um heiður Alþýðuflokksins og fá- ■tækt, og þótt spilliingin sé viða mikil verða ekki fundin mörg dæmi sem taka þessu-fram. En Hanníbal Valdimarsson lætur í ávarpi sínu eins og hann uní þessu hlutskipti vel. Þegar hann fær nú loks að koma upp orði eftir að Stefán Jóhann hef- ur haldið fyrir kvérkar honum í heila viku er boðskapurinn. þessi: „Látum andstæðingunum ekk; takast að sundra okkur með svívirðingum um „hægri krata“ og „vinstri krata“ á víxl“. Það munar þannig minnstu að Hanní- bal þakki Stefáni Jóhanni fyrir kverkatakið! Viilausar Morgunblaðið skýrir frá því í fyrradag á forsíðu, að N.am II, formaður samninganefndar Norð- anmanna, hafi verið skipaður utanríkisráðherra Kína. Hefur það þessa frétt eftir Reuter. í þrjú ár hefur Morgunblaðið flutt fréttir .af stríðin-u í Kóreu og í tvö ár af samningum deiluaði.lja, þar sem Nam II hefur komið við sögu nsr því á hverjum degi, en samt hefur það ekki síazt inn í fréttaritstjóra þess blaðs, að Nam II er Kóreumaður, sem nú hefur tekið við utanrikisráðherra embætti lands sins. Það er ó- skiljianlegt hverjum manni, hvers vegna Morgunblaðið leggur í mikinn kostnað til ;að fá send skeyt; frá erlendri fréttastofu. Þá sjaldan, að staðreynd er að finna í þeirri þvælu sem soðin er upp á ritstjórn blaðsins, má ganga að því vísu að hún sé vit-. laus. Tveggja sölarhringa verkfall fveggja milljóna manna Samvinna alira verkalýðssambanda landsins í fyrsta sinn um nokkur ár Mikil verkfallsalda ríður nú yfir Frakkland. Um tvær milljónir manna hófu tveggja sólarhringa samúðarverk- fall með starfsmönnum pósts og síma, sem átt hafa í verkfalli undanfarna tvo daga. Laniel forsætisráðherra ávarpaði frönsku þjóðina í gær og baö menn að taka ekki þátt 1 fyrirhuguöu samúðarverkfalli. hluta vegna. Síðast þegar Norðurlandamót var háð, var það hér í Reykja- vík. Baldur Möller varð þá Norð- 'urlandamei'Stari og unnu Islend- 1 ‘ingar í öllum flokkum. Af íslands hálfu taka þátt í mótinu þeir Friðrik Ólafsson, sem teflir í landsliði, Óli Valdi- marsson og Jón Pálsson í meist- .araflokki og Arinbjöm Guð- mundsson í 1. flokki. Af hálfu hinna Norðurland- •anna keppa ýmsir ágætir skák- menn. Svíinn Skjöld er t. d. tal- inn einn af þrem bestu skák- mönnum Svíþjóðar. Hann tefldi á 1. borði fyrir land sitt á alls- herjarskáikmótinu í Júgósfiavíu Skœrur í Kenya Til snarprar skæru kom í gær i Kenya nokkru fyrir norð an Nairobi milli brezkra her- manna og eins herflokks Mau Maumanna. I tilkynningu brezku herstjórnarinnar segir, að 16 Mau Maumenn hafi fallið, en ekki er getið um manntjón iBreta. fyrir þrem áfum siðan. Tvisvar hefur hann verið Svíþjóðarmeist- ari. Landi hians Karlin er einnig kunnur skákmaður og hefur teflt víðsvegar um Evrópu. Á mótinu í .Svíþjóð, þegar Baldur Möller varð Norðurlandameistari í fyrra skiptið, var h'ann næstur Baldri. Daninn Poutsen heíur lengi verið einn af beztu skák- mönnum sins lands. í fyrra varð hiann Danmerkurmeistari. Frá Noregi eru þeir Vestöl og Her- seth, sem kepptu á mótinu hér síðast og eru því þekktir hér á landi. Finnarnir í landsliðinu eru einnig kunnir skákmenn. Eft;r 4 uinferð stóðu leikar þannig, að efstir voru Friðrik Ólafsson og Skjöid með 3 vinn- inga hvor, Ves<öJ, Noregi og Sterner, Svíþjóð voru næstir með 21/2 vinniiig hvor. Jón Pálsson 21/2 vinning og Öli Valdimarsson 1 í meistarallokki og Arinbjörn Guðmundsson 3 vinninga í 1. fl. Friðrik Ólafsson hefur þá unnið 3 af 4 skákum og sigrað Svíana Skjöld, Karlin og Blani- berg, en tapað 1 fyrir Dananum Aksel Nielsen. Franunistaða Frið- riks er því mjög góð, sérstak’ega er mikilvægur sigui- hans yfir Skjöld. • Verkfallið. Samvinna hefur nú tekizt með öllum fjórum verkalýðs- samböndum Frakklands í fyrsta sinn í nokkur ár um verkfall starfsmanna pósts og síma og samúðarverkfall allra verkamanna í þjónustu ríkis og bæja, en þeir telja 2 millj. Starfsmenn pósts og síma hófu verkfall sitt í mótmæla- skyni við spamaðaráætlun stjómarinnar, þar sem gert var ráð fyrir að lengja vinnualdur opinberra starfsmanna um tvö ár og fækka starfsmönnum i flestum greinum. Þá krefjast verkfallsmenn líka hærri launa. • Samúðarvei'kfallið Verkalýðssamband sósíal- demókrata, Force Ouvrier, boðaði í gær til samúðarverk- falls námumanna, hluta járn- brautarverkamamna og starfs- manna rafmagns og gasstöðva. Verkaiýðssamband kaþólskra, og óháða verkalýðssambandið hétu fullum stuðningi. Stærsta verkalýðssamband landsins, Confédération Générale du Travail, sem er undir forystu kommúnista, hefur líka lýst yfir stuðningi sínum, en vegna lagaákvæða getur miðstjórn sambandsins ekki lýst yfir samúðarverkfalli, heldur verða þau að ákvarðast af einstök- um félcgum. Miðstjórnin hefur hins vegar kvatt til samúðar- verkfallsins. • Hvorld póstur né sími. Undanfarna daga hefur nær enginn póstur verið borinn út í Frakklandi né sóttur í póst- kassa. Nauðsyiiilegustu síma- þjónustu hefur þó verið haldið gangandi með leyfi verkalýðs- félaganna, en vart verður sagt, að Frakkland sé lengur í síma- saínbandi við umheiminn. Forsætisráðherra Frakklands Laniel, ávarpaði þjóðina í gær að loknum ráðuneytisfundi og bað menn að taka ekki þátt í fyrirhuguðu samúðarverk- falli. Til þess væri stofmað í pólitískum tilgangi, þ.e. til að ónýta spamaðaráætlanir stjórn arinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.