Þjóðviljinn - 15.09.1953, Side 4

Þjóðviljinn - 15.09.1953, Side 4
'4) — ÞJÓÐVIL.ÍIKN — Þriojudagur 15. september 1953 — STEPHAN STEPHAKSSON: „Mér brugðust cskurbaimir" Tiadastóll, Alta, 23. okt. 1892. tHerra Jónas Hall. —- Ðóm- ari í ófriði. Málsflutningur Eg appeliera, hvort ég ekki hef Hlotið of stóra refsing minna smáu klækja, 1 átta barna kös að kióra bréf 1 krirgum mig sem fljúgast á og veltast um og skrækja. En fjórir gamlir fullum rómi arga Um frið og hefnd, að siða þessa varga. — í samsöng slíkum margur barki brestur, En hassinn hinna gömlu er þó verstur. Eg skulda þér ekki nema tvö bréf, fari það noiður og niður, og skuggann þinn, myndina, sem heitir ekki bréf, svo hættu að telja til fjögurra bréfa. Nú, ég þakka þér öll bréfin, Jónas minn, og bið þig vægðar fyrir trassaskapinn að skrifa, en ég hefi átt fjandi annríkt í allt sumar og lítið næði. Já, tíðin héraa, síðan einhvern tíma: Lítið sleða-færi fyrstu vikumar af febr. Það var allur vetrarsnjórinn. Jörð auð að mestu fyrst í marz. 3. þess mán. var hveiti sáð við Innisfail. 4„ 5., 6., 7. var kalt nokkuð og smá fjúk, eins frá 11. til 19. Vorveður hina dag- ana. Apríl framan af of þurr. Regn kom fyrst '17. og grán- aði, sem strax tók. Svo rigndi aftur 24. Frá 25. til 29. stóð yfir april-kastið, sem fækkaði svo blessunarlega á fóðmnum, að „Lögberg“ sagði. 26. var heill hríðardagur með tals- verðri golu, hitt vom logn- fjúkdagar með köflum og þiðnaði og fauk á víxl. Snjór- inn hefur kannske verið hér 8 til 10 þuml., tók strax á eftir. Öllum hér var haan að skaðlausu. Maí var venju fremur þurr og kaldur. Mesta úrfellið var 5 , 6., 7., dauða- fjúk um tíma og skæðadríía undir kveld seinasta daginn, sem náttúrlega þiðnaði un' kveldið. Náttfrost fram und- ir 20. öðm hverju. Þegar fram í júní kom, var gróðrar-tí&in afbragð, stórar skúrir og hit- ar. Frostnótt aðfaranótt 19. Um miðjan júlí urðu hitamir allt of sterkir og rigndi ekki nóg, fyrir t.d. hafra á há- lendi og jafnvel hveiti, sem var langt til sprottið. Frost- nætur voru 18. og 26. Fram úr miðjum ágúst var ágæt heyjatíð, stUlur, þurrt, en nokkuð heitt. Úr því fór að rigna öðm hverju mánuðmn út og var illt með heystökk- un, en slá hefði mátt bæði gras 'og hveiti oftast. Frosc- vart varð sums staðar hér aðfaranótt 13. og alls staðar 29. Fyrstu dagana af sepi.- ember héldust enn óþurrkar og stórfrost kom aðfaran. 4., að því leyti, að það náði yfir allt. Eftir það var hver aag- urinn öðrum miidari og blíð- ari fram að 15. þ. m., þá kom hríð og setti niður einn hinn mesta snjó, sem ég hefi seð Ikoma hér í einum rykk, hann varð 'þetta í ökla og hné á sléttunni og þar í milli. Ég heyri, að C. P. R. agentar kalli 6 þuml. snjó í Manitoba 3 fet í Regina, 2% í Innis- fail og Edmonton, en mér er ó- mögulegt að skilja í reikningi þeirra hér, því mér eru ekki nema 4 þuml. til ökla og 18 Enni heiðu hnúkar frá Hríðar greiða flóka. Gras spratt með lang-sein- asta móti í sumar, vegna vor- þymnganna. Engi ekki fuli- sprottið fyrr en undir miðjan ágúst. Mikill scon var hér um grasleysi, ea það var ósatt, 1 ÞEIM kvajðum og bréfum Stephans G. Step- hanssonar, er birzt hafa hér í biaðinu að und- anförnu, hefur hin viðfeðmari viðfangsefni iífs- ins einkum borið á góma: stjórnmál, helmsfrið, framför mannkynsins. Þau mál voru dýrust hugðarefni hans. i*að mætti ímynda sér að höf- undur þeirra hefði verið einn mestur áhrifa- maður samtiðar sinnar, staddur hverju sinni þar sem helmsviðburðir voru í deiglunni. I’að ætti þyí að geta skýrt og dýpkað mynd hans og afrek, jafnt í list og hugsun, að minnast þess hvert „Hfs-starU hans var, við hver vanda- mál hann áttl að etja á daglegum vettvangi, hverjum hversdagsefnum hugur hans hiaut að bindast í ríkum mæli. Stephan G. Stephansson var bóndi alla ævi, í fábýlu landi, fjarri þeim heimsstöðum er örlög þjóða eru talin skapast. Bréf það sem hér er birt í dag fjallar eingöngu um búskaparönnina, um frost og snjó og regn, um uppskeru og sléttueld: „Alltaf tók eldurinn sig upp aftur, þó að við slökktum, seinast vakti nærri öll byggðin og barðist í 2 fylkingum alla nóttina .... 12 dagsverkum eyddi ég sjálfur í eid-barsmíð“. — Kímnin sem lýsir sumstaðar af þessum línum er mjög ríkt einkennl á bréfa- gerð Stephans G. Stephanssonar. til hnés, því ég er af kyoi Iágfætlinga. Síðan hríðardag- inn hefur verið sólbráð eða þíðvindi alla daga, hart frost sumar nætur, aðrar aðeins héla, allt vatn og lækir is- laust, frostskorpa að koma í jörð, hæðir hrein-auðar, snjó- gráð enn alls staðar á lág- siéttu, er nrsdjúpt, nóg- ur hagi alls staðar. Snjóinn setti hér nið- ur stormlaust og frost var lítið. Kálfar okkar lágu alls staðar úti hríðarnóttina, því þeir höfðu ekki vit á að koma heim. Daginn eftir hríðina. Sólin breiða bræðir gljá, Byljir reiðir móka, fwuvwvw seinni part heyanna. T. d. sló ég með tuddum 15 væn æki á 3—4 kl.t. hérna yi'ir í tung- unni. Úr gripa-nagi hérna heima í kring sló ég aftur ekki nema 26 æki á 3 til 4 dögum. Uppskeru veit ég ekki vel um ,en hún er sögð góð kringum Innisfail og Red Deer, en varla mun hún þó eins góð og í fyrra. 'Ég veit upp á víst, að kringum Innisfail sá mest frost á görðum, síðan ég kom hér. íslendingar í suðurhluta byggðarinnar fengu með minnsta móti af öllu, þeir sáðu hafra-útsæði, sem aldrei kom upp, hefur verið skemmt — ætluðu sumir til Okanagan til að eiga gott og lögðu árar í Framhald á 11, síðu. Um bágbornasta þátt vikunn- ar hefur þegar verið getið í Þjóðviljanum, en það er út- drátturinn úr Daníelsbók í barnatíma sunnudagsins. Hann var úr öllu hófi klaufalegur og smekklaus og í hæsta máta sið- laus. Mér hefur fundizt, að gam- alt og lífsreynt alþýðufólk vera þeir einu, sem, geta handleikið biblíulegan rétttrúnað á siðleg- an hátt. Að öðru leyti var sunnu dagskvöldið gott. Það er alltaf hressilegt, að hlusta á frásagnir um ævintýramenn aldanna, — þess háttar ævintýramenn, sem ekki komast lengur fyrir í þeim litla og gerþekkta og þræl- slungna heimi, sem við lifum í í dag. Það má minná gagn gera en frásögn Stefáns Zweigs um fund gulllandsins í vestri. Það var líka gaman, að heyra söguna af Povel Juel, sem gerði það að hugsjón sinni og sérgrein að koma litlum þjóðlöndum undir veldissprota stórra kúgara og var drepinn fyrir vikið. Mikið hefur kúgunartækninni fleygt fram síðan þá. —'Dagur og veg- ur hjá Thorolf Smith var látlaus og óaðfinnanlegur, en nokkuð litlaus og bragðlaus. Veðurþátt- ur Páls Bergþórssonar var þrunginn af skemmtilega fram- reiddum fróðleik, og búnaðar- þáttur Arnórs Sigurjónssonar var mjög viðfeldinn áheyrnar. Arnór mætti oftar koma í Ut- varpið en hann gerir. Mál hans er mjög gott, frásögn skýr og lifandi og eitthvað sérlega skemmtilegt við bollaleggingar hans, þqtt stundum virðist þær dálítið hæpnar, en þær eru sér- kennilegar. Eg vildi leyfa mér að benda Útvarpinu á að fá Arnór við og við í Daginn og veginn, bollaleggingar hans ýmsar mundu sóma sér þar sér- KEMUR rigningin þér I vont skap? Ekki mér, því að ég á svo áiaægjulegar minningar frá rigningunni í gamla daga, þegar maður fékk að fara í gúmmístígvél og vaxkápu með ól í hálsinn og flaúeli þar inaanundir. Og svo stóðum við einkennisklæad við vegarbrún- ina og biðum eftir bílunum sem slettu á okkur og bezt var að fá sem mest í andlit- ið. Og þegar nóg var kornið af slíkum slettum var iagt upp í gönguferð niður að hús- inu hennar Önnu gömlu, því að hjá henni var biluð þakrenna,. Og þar stóðum við í biðiöð, meðan einn stóð undir renn- unni og vatnið fossaði í strið- um straumum niður á sjóhatt- inn og sprauíaðist síðan út í allar áttír. Það lét hátt í sjóhattinum, er vatnið gus- aðist niður á liaan og við gátum látið bátana okkar sigla hraðbyri niður í sjó. Þá þurftu bílarnir stundum að flauta vel og lengi áður en við hleyptum þeim framhjá, Þá var ligningin leikur - Kjötverkfall - Orgelpálar en þá lá 'þeim heldur ekki eins mikið á og nú til dags. Þá gerðu bílstjórarnir ser það að - góðu að bíða, meöan dáiítiil vaxkápuklæddur angi í gúmmí- stígvéluih sótti bátinn sinn út í mórauðaa vatnselginn og hljóp í land með hann í fang- inu. Þá var rigningin ekki veð- ur, heldur skemmtilegur leik- ur. ★ HÚSMÓDIR skrifar: „Hvítkál hefur stórlækkað í verði og það er gott og blessað svo langt sem. það nær. Kjöt er svo dýrt: að það er því nær ókaupandi og hiiui margumtal- aði íslenzki haustmatur er orð- inn lúxusvara sem almenn'ug- ur verðuit að láta sér nægja útvarps- og blaðafréttir af og bíða í von um að hann verði einhvern tíma kaupandi. En hvernig stendur á því að þetta er allt svona dýrt. Kunningja- kona mín, sem er nýkoinin ut- anaf landi, fullyrðir við mig að bændur fái 17 krónur fyrir kílóið af nautakjötinu. 1 búð- ucium hérna er það hins veg- ar selt á 40-50 krónur. Hver fær eiginlega þennan mismun ? Ég held satt að segja að það sé alltaf verið að féfletta okk- ur og við höldum að okkur höndum og gerum ekki neitt. Danskar húsmæður gerðu eitt sinrn kjötverkfall og neituðu staklcga vel. — En bezta erindi vikunnar var erindi Ármanns Halldórss. um fræðslulöggjöf og skólahald. Það hafa aldrei verið eins skýrt sett frám rök hinnar nýju fræðslulöggjaf- ar og nauðsyn þeirra breytinga, sem hún innleiddi, í sambandi við atvinnuþróun þjóðfélagsins, enda var Ármann einn í nefnd- inni, sem undirbjó þá löggjöf, og það var nefnd, sem gerði sér glögga grein fyrir því, sem hún var að gera. Nú er eftir að vita, hve mikið af hinum rakalausu fordómum, sem undanfarna vetur hafa vaðið uppi í Útvarpi og blöðum um fræðslu og skóla hald.^ganga í endurnýjungu líf- daganna á því skólaári, sem nú er að hefjast. En vel sé þeim, sem hamla þar á móti jafn skýrt og skorinort og Ármann gerði að þessu sinni. Þáttinn Heima og heiman hef ég aldrei heyrt betri. Viðtalið við flugþernuna á Keflavíkur- flugvelli var sérlega hressilegt. Það leyndi sér ekki, að blessuð þernan var ekki nærri því eins hégómleg og fyrirspyrjandi gerði ráð fyrir og virtist ekki hafa þann sið að falla í stafi, þótt kóngar og drottningar eða önnur „stórmenni“ gangi fram hjá henni. Þegar hún er spurð, undir hvaða stórveldi ísland heyri, þá segir hún auðvitað, að við séum sjálfstæð þjóð, en hlær hálfvandræðalega, þegar hún skýrir frá því í Útvarpi. Einar Pálsson las ljómandi vel Grasaferðina hans Jónasar, og þó hefði látleysið mátt vera enn algerara í upphafi sögunnar. -— Jónas krefst takmarkalauss lát- leysis. — Eg er þakklátur Klem- enz Jónssyni fyrir að rifja upp kynni við Jóhann Gunnar Sig- urðsson, þetta þunglynda alda- mótanna skáld í lífi 0g dauða, ef til vill eitt stórbrotnasta skáldefni aldamótakynslóðar- innar, ef hann hefði átt heilsu að fagna og lífs að njóta. — Það hefði verið betra, að Ragn- hildur Steingrímsdóttir hefði lagt leikaratilbrögð minna fram Framhald á 11. síðu. að kaupa kjöt, því að það hafði hækkað stórlega í verði. Og slátrararnir sáu sitt ó- vænna og neyddust til að lækka verðið, því að kjötbirgð ir þeirra lágu undir skemmd- um. Getum við ekki gert eitt- hvað þessu líkt ?-—Ilúsmóðir". ★ PÁLL SKRIFAR: , ,Ég gerði mjög athyglisverða uppgötvun fyrir skemmstu. Ég var að lesa frásögn af aðalfundi ís- leazkra organleikara, því að ég hef alltaf haft geysimik- inn áhuga á organleik, þótt ég hafi aldrei sjálfur átt þess lcost að handfjatia slíkt h'jó'ð færi, og 'þá sá ég að formaður, ritari og gjaldkeri þess félags heita allir Páll og allir et'u þeir miklir og merkilegir org- anleikarar. Mér þótti þetta stónnerkilegt, ekki sízt vegna. þess að ég er sannfærðm- uro. að ef aðstæður minar hefðti leyft það á sínum tíma hefðl ég líka lagt stund' á organleik: og þá hefði fjórði Pállinn. bætzt í hópjnn. — Páll“.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.