Þjóðviljinn - 15.09.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.09.1953, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 15. september 1953 þjéiyiuÍNN Útgefandi: Samelningarf 1 okkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Kitst.jórn, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Simi 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. V._____________________________________-— ------------ ðbreyti afsfaða Þegar fullnaöarvirkjun Sogsins var til umræöu í bæjar- stjóm Reykjavíkur fyrir skömmu lýsti Gunnar Thorodd- sen borgarstjóri yf:ir iþví, að 1 stjórnarsamningunum viö Framsókn yröi sii krafa gerð aö tryggt yrði lánsfé til þessara mjög .svo nauösynlegu framkvæmda. En eins og leidd hafa verið rök aö fullnægir sú virkjun sem nú er verið að ljúka við ekki rafmagnsþörfinni í Reykjavík og á Suöurlandi nema næstu 3 ár. Aö þeiim liðnuim verður kominn skortur á rafmagni að nýju, nema því aðeins að strax sé ráðizt í virkjun Efri fossanna. Meö nýja stjórnarsamningnum milli Sjálfstæðisflokks- ins og Fra.msóknar er komið á daginn hver alvara hér hefur fylgt máli. Samkvæmt honum á útvegun lánsfjár t'I raforkuframkvæmda í draifbýli að ganga fyrir öllum lánsútvegunum nema til sdmentsverksmiðjunnar. Sérstök áherzla er lögð á að koma þurfi upp smáum einkastöðv- um og leggja línur frá orkustöðvum sem fyrir eru. Er í þessu skyni heitið 25 millj. kr. framlagi á ári að meðal- tali næstu ár og ákveðið að tryggja rafmagnsveitum ríkisihs og raforkusjóöi 100 milljón krónur aö láni til þess- ara fraimkvæmda. En þegar kemur að Sogsvirkjuninni í stjómarsamningn- um er orðalag allt loðnara og óákveðnara. Lýkur kafl- anum um sveitarafveiturnar með þessum crðum: „Auk pp.ss séu gerðar ráðstafanir til að hraða áframhaldandi virkjun Sogs:cns“. Ekki meira um það, og skyldi nokkur sem þekkir vinnubrögð stjórnarflokkanna efast um að við þessa lítiilfjörlegu og loönu yfirlýsingu. veröi látið sitja. Það eir a.m.k. augljóst að fullnáðarvirkjun Sogsins skip- ar annan og óvegleigri eers hjá hinni nýju ríkisstjórn en önnur loforð hennar 1 raforkumálum. Það er greinilegt að hafi sú krafa verið sett fram þegar verið var að berja saman ríkisstjórnina og starfssáttmála hennar, að tryggt yrði nauðsynlegt fjármagn til Sogs- virkjunarinnar, þá hefur þeirri krcfu verið linlega eftir fylgt. Er sýnt að enn ©r afstaöa Sjálfstæðisflokks'ns og Framsóknar til þessa mikla hag-munamáls Rvíkinga og Sunnlendinga óbreytt frá því sem var á síðasta Alþingi, er þeir hindruðu samþykkt lánsheimildar til virkjunar- innar. Fyrir nokkru var reykvísk kona dæmd i þriggja mánaða fangelsi fyrir að gera sér lauslætji annarra að féþúfu, eins og komizt er áð orði í lögunum. Er þetta fyrsti dómur sem upp er kveðinn hér á landi samkvæmt þessari laga- grein, þannig að þetta er næsta sögulegur viðburður. Að- ilar aö málinu voru — auövitað — bandarískir hermenn sem fengiö lröfðu herberg', hjá konunni nótt og nótt á- samt ungum í.slenzkum fylgikonum sínum. Enda þótt dómur þessi sé kveðinn upp yfir íslenzkri konu hittir hann s'ðferðilega þá 43 alþingismenn sem köll- uðu bandaríska herinn inn í landið vorið 1951 að þjóð- inni fornspurðri og án þess áð hlíta ákvæðum stjórnar- skrárinnar. Það em þsir ssm eru hinir raunverulegu sak- borningar og bera óskerta ábyrgð á því öœurlega ástandi sem í dómnuim birtist. Og það er á allra vitorði að mál það sem dómurinn tekur til er aðeins eiít af mörgum, víða í bænum hirða menn tekjur af skipulögðum hórdómi. Á síðasta ári fluttu tveir þi'ngmenn sósíalista, Jónas Árnason og Magmh Kiartansson, tillögu á þingi uim að hefta þc.-sa ósfeommtilegu starfsemi með' því að einangra dvöl hins erlenda liðs við herstöðvarnar sjálfar. Enginn þingmaöur hernámsflokkanna þriggja treystist til að and- mæla tillögunni, viöbrögðin við henni voru hugleysið ein- bert, hún var svæfö í nefnd. En með þeirri afgreiðslu voru þingmenn hernámsflokkanna enn að leggja blessun sína yfir siðspillingu hernámsins, þeir voru í rauninni að samþykkja heimild til þeirrar nýju atvinnugreinar að gera sér lauslæti annarra aö féþúfu, — aðeins ef það kæmist ekki upp. Það em þessir þingmenn sem dæmdir voru hjá saka- dómara í síöustu v.iku ásamt konunni sem dró sínar öm- urlegu ályktanir af hernámi landsins og framferði þing- manna hernámsflokkanna sl. vetur. Þættir frá Rámeimi Frjálsar þfóðlr s stýju Icisidi Rúmenska lýðveldið mun byggja fólk af fleiri lítt blönduðum þjó'ðemum en nokkurt annað land í Evrópu. Sjálfir eru Rúmenar um 86 prósent af íbúatölunni. Af öðrum þjóðum eru Ungverj- ar langflestir, hálf önnur milljón. Þjóðverjar eru um 350 þúsund; Slavar um 200 þúsund, þeirra á meðal Serb- ar og Búlgarar; Gyðingar 150 þúsund; Sígaunar 100 þús- und; þar að auki Albanir, Armeníumenn, Grikkir, Tyrk- ir — og enn fleiri þijóðir. Fyr:r þjóðlausnina 1944 voru þessir þjóðernisminni- hlutar ekkert vandamál rúm- enskum stjórnarvöldum. Að- ferð þeirra var kúgun, mark- mið þeirra undirokun. Auð- veldast er að skýra þessa stefnu eins og hún kom fram gagnvart menntun og tungum þjóðernanna. í öllu land;nu var enginn skóli þar sem kennt væri á máli þjóðernis- minnihluta. Með þessari að- ferð var heilum þjóðbrotum raunverulega meinað um alla menntun. Enda var það svo að af þe:m 4 milljónum manna er fundust ólæsir eftir þjóð- lausnina voru hlutfallslega iangflestir af minnihlutunum. Heilir þjóðflokkar höfðu aldr- ei séð bók. Á sama hátt var öll trú- ræksla eitur í be:num stjórn- arvaldanna, önnur en sú er fram fór í nafni hinnar opin- beru rúmensku kirkju — enda var kirkjan í Rúmeníu alla daga mikil hjálparhella góss- herramna og annarra þeirra er sátu yfir hlut fólks'ns. Efnahagslega var minnihlut- unum haldið niðri á örbirgð- arstigi, við hungurmark':ð, þótt nokkrum einstaklingum af sumum þjóðernunum tæk- ist að komast yfir mikla fjár- muni. En þá urðu þeir flest- ir um leið stulffningsmenn stjórnarvaldan.na, af því auð- ur er sterkari en þjóðerni. Sumir þjóðflokkarnir lifðu í nær algerri einangrun frá öðrum mönnum, og er fræg- ast um það dæmi Þjóðverj- anna í aorðvesturhluta Jands- ins. Rúmenar ein:r höfðu kosningarétt í landinu, og svo mætti lengur telja. Nú er að lokum runnin önnur tíð yfir þetta fólk. í þeirri stjórnarskrá sem nú er gildandi í Rúmenska lýðveldinu er öllum borgur- um ríkisins tryggt fullt jafn- rétti í fjárhagslegum, póli- tískum og menningarlegum efnum, óháð þjóðerni, kyn- ferði og trúarbrögðum. Þar er einnig tekið fram að öll bein eða óbein mismunun borgaranna vegna þjóðernis eða kynferðis sé refsivert at- hæfi, sömuleiðis þjóðremb- ingsáróður og kynþáttahat- ur. í Rúmenska lýðveldinu er þjóðernisminnihlutunum tryggð frjáls notkun tungu sinnar. Allt skólanám fer fram á tungu viðkomandi þjóðernisminnihluta, honum eru sömuleiðis tryggðar bæk- ur og blöð á tungu sinni. I héruðum sem þjóðernisminói- hlutar byggja ásamt Rúmen- um skulu allar stofnanir nota jöfnum höndum tungu þeirra; opinberir starfsmenn skulu skipaðir úr flokki þeirra, eða menn sem tala tungu þeirra. Það var gífurlegt verk sem beið alþýðustjór.narinnar í sambandi við þjóðernismálin. Mun það líklega skýrast bezt af einni tölu. 1 Rúmenska lýð- veldinu eru nú um 3400 skól- ar: barmaskólar, gagnfræða- skólar, iðnskólar og mennta- skólar, þar sem öll kennsla fer fram á tungu hinna ýmsu þjóðerna. Menn verða sjálfir að beita ímyndunaraflinu til að gera sér í hugarlund hví- líkt átak stofnun þessara skóla hefur kostað. Þá hafa minnihlutar.nir um 40 dagblöð um nema utanríkismálum, þótt höfuðatriðin í stjórnar- skrá Rúmenska lýðveldisins gildi þar að sjálfsögðu. Ung- verjar í Transsylvaníu eru mjög ötult fólk, og blómg- ast nú fá héruð landsins bet- ur en Ungverska sjálfstjórn- arlýðveldið Veldur þar'vita- skuld miklu hið nýheimta frelsi, tilfinning þess’að vera talinn til manna. í Rúmenska lýðveldinu er fullt trúfrelsi. Hverjum er frjálst að tigna það goð sem honum þóknast, og á hvern hátt sem almennt velsæmi leyfir. Hið nýheimta trúfrelsi hefur kom ð Gyðinginn ekki síður en öðrum mjög til góða. Þeir hafa nú í landinu 400 sýnagógur, og ber að FJÓRAR | milijónir fullorðinna karia og kvenna í Rúmeníu voru gjörsamlega ólæsar og óskrifandi fyrir þjóðlausnina, og voru hlutfallslega langflestir af þjóðernisbrotum. Nú á þessu ári er verið að út- rýma síðustu leifum ólæsisins. Hér sjást nokkrar konur af búlgörsku þjóðerni draga til fyrsta stafs. á málum sínum auk vikublaða og tímarita. 1 landinu eru 4 ungversk leikhús, 1 þýzkt og 2 sem a'ðeins flytja verk á jiddísku, tungu Gyðinga, Ung- verjar hafa einn'g 2 háskóla, báða stofnaða eftir þjóðlausn- ina. I rúmenska þinginu eiga nú sæti 77 fulltrúar þjóðem- isminnihlutanna, og er það heldur liærra hlutfall af þ'ng- mönnum en svarar til íbúa- fjölda minnihlutanna af heild- artölu landsmanna. Ekki þarf að taka fram að í sveita- stjórnum og héraðaráðum eiga minnililutarnir þúsund:r fulltrúa, á sama hútt og þjó'ð- in er nú að eignast fjölda ungra mermtamanna úr þeirra hópi. Nokkrir menn af Síg- aunaættum eru til dæm:s ný- orðnir prófessorar í hljóm- listarfræðum. Foreldrar þeirm gengu betlandi og fyrirlitnir urrt landið. Stof.nun TJngverska siálf- stjórnariýðveldisms inni í miðri Transsylvaníu er eitt höfuðverkið sem unnið hef- ur verið í þjóðernismálum Rú- meníu. t borginni Targumur- es og á allstóru landssvæði umhverfis hana var fólk af ungverskum ættum, svonefnd- iv Seldar, fjö’mennara en fólk af öðrum þjóðernum sam- anlagt. Þetta hérað, inni í miðju landi, hefur nú fengið sína eigin stjórn í öllum mál- hrekja þau ósaanindi sem dreift var út í fyrra eða hittiðfyrra að nú væri í óða- önn verið að loka samkundu- húsum Gýðinga í Rúrnenska lýðveldinu. Gyðingar í Rúm- eníu hafa með sér víðtækt menningarsamband, Ikuf, cr hefur á vegum sínum um- ferðaleikflokka, kóra, bóka- söfe og svo framvegis. Ut- varpið í Búkarest sendir út dagsltrár lá jiddísku, eins og málum fleiri þjóðerna,. Það er haft vakandi'auga með því að h:n ýmsu þjó'ð- erni landsins fái að þroska sérkenni sín og lifa að hátí- um sínum óhindrað. I Rúm- enska lýðve’dinu eru t:l dæm- is aðeiíis 7 þúsu.ud Armeníu- menn. Það er mjög Tstrænt fólk, og hefur ríkisstjórnin ekki látið neitt til sparað að þe'r gætu komið upp kórum sínum, leikflokkum, hljcm- sveitum. danshópum og öðrum fyr'rtækjum er ti'heyra menn- iigarlífi. Eru á fjárlögum landsin.s árleg^ veittar stórar urmhæðir ti’ styrktar marg- víslegu me.nningarframtaki þjóðernisminnhlutanna. Fátt hefur fegurra t'erið gert í nýiu Rúmemu en veita hinum ucidirokuðu h.ióðum þar í landi frelsi, setia þam á bekk með manneskjum. Nu er varanleg hamingja horf þeirra fyrir stafni. — B. B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.