Þjóðviljinn - 24.09.1953, Síða 7

Þjóðviljinn - 24.09.1953, Síða 7
Fimmtudagur 24. september 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Sagan er alls ekki ný, hún er frá þeim dögum er ég var fyrst að hefja gönguna út í líf- ið. Og það er bezt að segja frá öllu eins og það var í raun og veru. Það var fyrir tæpum 15 ár- um ;— nei það eru víst ekki nema tæp 13 ár — hverju skiptir það? Engu. Sagan hefði eins vel gétað átt sér stað á áliðnu sumri 1952. Það var litið um atvinnu í þorpinu heima og það var þröngt í búi hjá pabba og mömmu. Fiskur upp á hvern einasta nýtan dag. Klukkna- hljóðið frá kirkjunni var Það eina sem gaf ábendingu um að sex virkir dagar hefðu lið- íð frá því hringt var síðast og að nú væri aftur kominn sunnudagur og til stæði að messa, ef einhverjum þókn- aðist að koma í kirkju. En auðvitað fór enginn í kirkju og það varð messufall. Og kirkjuklukkurnar þögðu í heila viku. Það dó enginn í þorpinu þetta sumar. Fólk er svo iífseigt þrátt fyrir það, þótt það lifi eingöngu á fisk- meti og hafragraut, og sjái ekki mjóik nema endrum og eins. Nei það er engu líkara en allir geri sér það að skyldu að hjara einhvern veginn þeg- ar ekkert er að gera á eyr- innj dögum og vikum saman. Það er engu líkara en fólk hafi ánægju af að bíða eft- ir því að fraktdallur komi með kol, salt eða bara eitthvað sem gefi tilefni ti' að hópast kringum verkstjór- ann, — konung þorpsins, er velur úr, eftir því hvar í hópn- um vinir hans standa, jg láti sem hann sjáj ekki helvítin þau arna, sem næst honum eru og grátbæna um ,að fá puð fram að hádegi, já þótt ekki væri nema rétt fram að hádegi Eg gat að minnsta kosti ekki brosað með uppgerðar lotning- .arvipru framan í þennan alvaid ■þorpsins. Hann mátti eiga hvert bein í skrokknum á Jóni túkail og Binu fimmaur fvrir mér. Úr mér fengi hann aldrei horinn hvað heldur meir Og pabba leizt ekki á blik- una, mömmu ekkj heldur. Það var ekki von. Hvernig átti það líka að blessast að þau hefðu mig fúHorðinn strákinn heima tii að éta frá átta yngri syst- kinum. Ég skildi þetta svo s?m, en sat samt og át kvö‘d og morg- uns fisk og hafragraut, og gerði ekki handtak til að létta un.lir með þeim. Þú verður að ráða þig í sveit heldur en akkert, sagði mamma, þótt hún vissi eins vel og ég, að ég kynni ekki að brýna hvað þá heldur að bera ljá í gras né binda heysátu. Og daginn eftir hafðj pabbi ráðið mig í kaupavinnu, án þess að ráðgast um það við mig nokkuð frekar. Þetta gerð- ist frammi í eldhúsi nokkru fyrir hádeg; og ég var ókominn á fætur. Bóndinn var úr næsta firði að norðan og ég kunni góð deili á Bjama í Nesi. Hann var maður rétt miðaldra og bjó á hinu argasta koti í sinni sveit. Grobbhundur hinn mesti og var daglegur gestur í kauptúninu heima. Hann var sagður latur TJR lífi alþýðunnar DAfjrLB f t i i r H á a í n tiT allra verka annarra en flakka á milli bæja, hvort held- ur hann átti erindi eða ekki. Hann sást aldrei öðruvísi á ferð en með tvo til reiðar og ávallt á hvítum hestum. Mórauð tík haitraði á eftir og gafst aldrei upp á að elta húsbónda sinn, þótt hún hefði ekkert þol leng- ur til að fylgjast með honum. Stundum kom hún klukku- stund síðar en hann til þorpsins og iðuiega í sama mund og hann var að snúa heim á leið. Hún hét Lóra, ef ég man rétt. Bjarni bóndi í Nesi var lítill maður, hvort sem átt er við — já það er víst nóg að 'segja— sál eða likama. Hann var sem sé smár hið ytra og ég held mikiu minni innan í sér. En samt, — skemmtilegur, sí- raupandi náungi, sem fyrirgafst ■allt og ávallt græddi á því að ljúga sig út úr sínum eigin lygasögum ef í óefni var komið. -— Sem sagt, ég var ráðinn kaupamaður. Kaup eftir sam- komulagi. En í það minnsta eitt lamb á þriðju réttum og kartöflupoki í septemberlok. Já, .að minnsta kosti það. Þarf drengurinn ekki að hafa með sér rúmföt? spurði móðir mín. Ha — rúmföt, nei blessuð mín, engin rúmföt, biddu fyrir þér kona, nó.g fiður í Nesi, ég held nú það. Mikið helvítis ári er að fá hvergi eina kippu af trosi, ég hef gengið fyrir ■hvern mann í morgun, en r!lt fyrir bí, ja Það er nú meira. 20—30 pund mundu nægja, nei það er aldeilis sama þótt boð- in sé tólg eða nýmjólk í stað- inn. Enginn þykist eiga ugga. Já því segi ég það, það verð- ur að ráðast með það eins og annað í Nesi. Stuttu siðar sat ég á Hvít ing en Bj.arni á Hvít. Við héid- um sem leið lá um dalinn og norður yfir fjallið sem aðskildi firðina. Á bakinu bar ég tros- 'bagga sem faðir mmn lagði tii með mér í kaupavinnuna. Svo feginn var hann að losna v’ð mig af heimilinu í þessu at- vinnuleysi. Við riðum í hlaðið á Nesi um nónbilið. Þetta var litill bær. Byggður af timbri og ‘varinn með bárujárni sem einhvern- tíma hefur verið málað hvitt cg síðan aldrei meir fvrir bæ- inn gert. Húsfreyja kom út i hlað og rétti mér höndina án þess að heilsa með orðum. Svo spurði ■hún: Ert þú langt að hald'J? Þetta var snyrtileg .<ona iv^r ferfugu. Feitlagin nokkuð, en hárið var mikið og fallegt. Andlitið fritt og augun sérlega skaer. Vertu ekki að spyrja mann- inn, Jóhanna. Hann fer ekki lengra en hingað. Ég réð hanr. sem kaupamann. Hvað áttu að éta? Nú jæja, það var ekki, sagði hún snúðugt og gekk inn í bæinn, og húsbóndinn á eftir. Ég dvaldist úti .um stund, við að spretta af Hvít gömlu og Hvítingi syni hennar. Konan kom fram í dyrnar og spúrði: Vill pilturinn ekkf fá sér eitt- hvað að borða? Jú takk, sagði ég. Mórauða tíkin Lóra kom hölt og móð heim traðirnar. Vesl- ,ings trygglynda kvikindið. Gg ég gekk inn í húsið. Húsið var eitt herbergi, eld- hús og búr. Þetta hefur aldrei stórbýli verið. Túnið gaf ,af sér sextíu hesta þegar bezt lét, tilkynnti Jó- hanna. Allur bústofninn var ein kýr og þrjátíu rolluskjátur. Það tók því svo sem eða hitt og heldur að fá mann til þess að afla í þessar fáu skeppur. Hún skildi ekkert í slíku og þvílíku 'háttarlagi. En þetta var svo sem ekki í fyrsta sinn sem hann afréð hlutina án þess að bei’a það fyrst undir hana. O.g Jóhanna húsfreyja hélt á- fram að tala við sjálfa sig með- an við Bjarn; átum hinn ljúf- fenga soðmat, sem var út- bleyttur kúlusteinbítur með rúgkökum og íslenzku smjöri. Og hvar hefur þú svo sem ætlað manninum náttstað? hélt hún áfram. Þú sérð ráð með Það góða — anzaði hann. Mér sýnist maðurinn allslaus með öllu, gat hann ekki komið með eitthvað til að liggja við? Ég fór að ókyrrast og gaf mórauðu tíkinni bitann af gafflinum. En undirsængin úr rúminu okkar, kona? mælti bóndinn. Það var þér líkt, hún er svo féleg dýnan undir eða hitt og heldur. 'Nei Bjarni minn ég læt ekki bjóða mér allt, nú er nóg komið. Þú ferð með manninn til baka, þegar í stað. Hvaða bölvaður ekki sen gas.si er hlaupinn í þig kona. Reyndu að stilla þig mann- eskja. Svona, gefðu okkur kaff- ið. Mér fannst málið tekið að vandast. Ég get svo sem gengið út að Hvilft og fengið að gista, sagði konan og hellti í bollana.’ Svona ekkert röfl lengur Jó- hanna. Ég held að hann geti sofið fyrir ffama’n mig strák- urinn. Rúmið er það stórt að við komumst Þar öll fyrir. Þar með er það klappað og klárt. Þá hló húsfreyjan hvellum og storkandi hlátri. Ja — þarna ertu lifandi kom- inn. Það er mikið að þú skulir ekkj ætlast til þess ,að ég gevmi hann á lærunum á mér. Það verður vist seint sem þú ætlar að læra að skammast þín. Ja, héma, ekki nema það þó, ég segi nú bara það, ég á ekki til orð yfir aumingja- skapinn í þér. Þú hefur lengst af ræfill verið. Það væri þokkalegt ef pilturinn bæri þetta út, ef hann væri þannig. Þad yrði til þess að auka hróð- ur þinn út á við, nóg er nú samt um þig rætt og þetta * heimili. Að þú sku’ir ekki skammast þín. Hún þreif móköggul úr eldi- viðarkassanum og grýtti í and- litið á bónda sínum. Hana, hafðu þetta ræillinn þinn, og hana og hana. Mókögglar og taðflísar hlóð- ust upp kringum Bjarna bónda og síðast reiddi húsmóðirin upp tæmdan eldiviðarkassann og hljóp að manni sínum og öskr- ■að; af heift. Við brugðum báðir iafn fljótt við, og gripum til kassans. Bjarni nieð logandr hatri á húsfreyju sinni en ég fullur skelfingar. Tíkin íór að ýlfra og skauzt undir eldavélina. Kassinn skall í andlit konunn- ar af feikna afli, og ég féll með henni í gólfið. Skárri er það nú andskotans gassinn, rumdi í Bjarna. Gáðu að hvað þú gerir mannfýla, kallaði ég og hratt kassanum fram að búrdyrum með þeirrí hendinni sem laus var. Konan var tekin að grenia. Eg er farinn norður í Dali, sagði hann og fór út. Farðu, blessaður farðu og komdu aldrei aftur hvæsti hús- freyjan, og blóðið rann niður andlit hennar. Hún hafði ■skrámazt lítilsháttar fyrir ofan vinstra1 auga. Og ég er farinn úr vistinni, kallaði ég á eftir honum. Mórauða tíkin Lóra skund- aði á eftir húsbónda sínum. Skyldi hún hafa það af að elta hann norður í Dali, yfir þrjár langar heiðar, sex tíma reið? Því ekki það. Eða — skyldi hún doka við á annarri heiðinn; og bíða Þess að liann snúi til baka, heim að Nesi? Kannske verður honum runnin reiðin þcgar hann kemur að Framhald á 11. síðu. Hannibal dansar á gióðum fortíðarinnar Það er ekki auðvelt fyrir AI- þýðuflokkinn að hafa stór orð um baráttu fyrir hagsmunum alþýðunnar. Svo þung byrði er þeim flokki fortíð hans. Þá fortíð þurrkar Hannibal Valdimarsson ekki út með leið- ara í stíl við þann sem birtist í blaðinu i gær og hafður mun að dæmum um geðstillingu, andlega heilbrigði og . hugmynd formanns Alþýðuflokksins og ritstjóra Alþýðublaðsins um prúðmennsku í rithætti. Það dugar ekki ,að verða ofsa- reiður, Hannibal. Engin fúkyrði' megna að burrka út hinar öm- urlegu staðreyndir um fortíð Alþýðuflokksins. Það er ekki sterkt, að reyna ekki einu orði að hagga þeim staðreynduni. sem Þjóðviljinn rifjað; upp að gefnu tilefni um framkomu Al- þýðuf'okksins í málunum um útrýmingu heilsuspilland} hús- næðis. Þjóðviljinn mun því láta Hannibal eftir villimanna- dansinn með fúkyrðatilbrigð- 'unum, en rifja enn upp stað- reyndirnar sem létu hann fara að tip’.a. 1. Það er staðreynd, að heið- arleg framkvæmd lagaákvæð- anna frá nýsköpunarárunum um útrýmingu lieilsuspil andi hásnæðis, hefðu þýtt byltir.gu í húsnæð'smál um þeirra sem verst eru setíir. , 2. Það er staðreynd, að • fyrsta stjérn Alþýðuflokks- ins“, með formann Alþýðu- f'okksins að forsætis- og fé- lagsnrVaráðherra, cyðilagði framkvæmd þessara lagaá- kvæða, að Aþýðuflokkurinn gerð'st samsekur Sjálfstæðis- f’okkhum og Framsókn um þann verknað. 3. Það er staðreynd, að við úrslitaatkvæðagreiðsluna í neðri deild alþingis, 23. marz 1948, þegar jafnvel þ'ngmenn úr Sjálfstæðisflokknum og Framsókn gugnuðu á þvi að vinna þetta náðingsverk, réðu tveir þingmenn A þýðuflokks- ins úrslitum, „frestun" á framkvæmda Iagaákvæðanna um útrým'ngu heilsuspillandi húsnæðis var Þar samþykkt með 15 atkvæðum gegn 13. Það er ekki sannfærandi, Hannibal, að svara þessum staðreyndum með tiplandi villimannadansi kringum fúk- yrði, eins og þér gerið í leiðara Alþýðúblaðsins í gær. Það er heldur ekki verulega áhrifamikið að segia, að með upprifjun þessara staðreynda sé verið að „sverta aílt aðra menn en nú liafa forustu fyrir Alþýðuflokknum." Margir' úr núverandi for- ingjaliðj Alþýðuflokksins eiga ríkan þátt í þeirri fortíð, sem Hannibal' vill nú iáta menn gleyma, af skiljan!egum ástæð- um. Og hvorkj flokkar né ein- stakir formgjar geta öðrum en sjá’fum sér um kennt, ef fortíð þeirra á opinberum vettvangi svertir Þá, ef verk þeirra í stjórnmálalífi þjóðarinnar sverta þá. Það er hægt að vera finn maður og bréiða úr sér í stól Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.