Þjóðviljinn - 26.09.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.09.1953, Blaðsíða 10
30) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 26. september 1953 90 ehnilisþátíur Hefur nokkur séS hlaupa- hiólið hans Óla? Óli íær oft að fara út með dótið sitt, og stundum spyrja maeður mig undrandi, hvort dótið týnist ekki. Jú, vissuiega hefur ýmislegt týnzt en það er ekki teljandi, þegar miðað er við öll þau ósköp sem borin eru út. Og hversvegna ættu ieik- föngin að týnast? Börnin vilja leika sér af þeim, og þau böm sem fá leikföngin hans Óla „lánuð“ að staðaldri, hafa jafn mikinn áhuga og hann á því að þau týnist ekki, óli á þríhjói og það er í notkun allan liðlangan daginn. Ef hann er ekki á því sjálfur er einhver annar krakki fljót- ur að taka það í notkun. Stund- um er hjólið týnt klukkutimum saman, en undir kvöld, er það ævinlega komið i leitimar á einhvem dularfullan hátt. Hvernig stendur á því? Ég býst við að það sé vegna þess, að við forðumst ávítur eins og heitan eldinn. Þegar eitthvert barnið hefur haft hjólið að láni og faríð of langt á því, fær það ekki skammir heldur hrós þeg- ar það skilar hjólinu. Börnin verða mjög undrandi, því að þau búast við skömmum o þau verða fjarska fegin, þegar þeim er sagt, að það hafi verið fallega gert af þeim að skila dótinu, og þau megi fá það lánað seinna ef þau gleymi ekki að skila því aftur. Það fréttist fljótlega meðal barn- anna, að þau mættu leika sér að dótinu hans Óla, og það er ánægjulegt að sjá hvað þau fara vel með það og láta sér annt um það. Auðvitað kemur það stund- um fyrir að dótið skilar sér ekki sjálfkrafa, og þá verðum við að fara út að leita, en það gengur mjög vel, því að börnin hjálpa okkur og oftast eru það stóru krakkarnir sem hafa upp á týnda dótinu. En fyrir nokkru leit ilia út með nýja hlaupahiólið hans Óla. Það sást ekki heilan dag og þegar það kom í leitimar daginn eftir, var ég farin að óttast að það væri horfið fyr- ir fullt og allt. Ég fór út til barnanna og auðvitað sagði ég ekki: „Hver hefur tekið hlaupa- hjólið hans Óla?“ Það hefði verið móðgun og bömin hefðu orðið þrjósk og sár. Nei, maður á að spyrja vingjarnlega, dá lítið dapur í bragði, hvoi’t ein- • hver hafi ekki séð hlaupahjólið ’ hans Óla. Þá verða þau hjálp- söm og áköf i að leita. Ef maður lofar finnandanum smá- verðlaunum — þótt ekki sé Rafmagnstakmörkun Kl. 10.45-12.30 Eaugardagur 26. september 5L„..|j Vesturbærinn frá Að- • IIVvíll alstræti, Tjarnargötu og Bjarkargötu. Meiarnir, Grims- Btaðahohið með flugvallarsvæðinu, Vesturhöfnin með örfirisey, Kapla- Ékjól og Seltjamarnes fram eftia. nema kökusneið — verða þau enn ákafari í leitinni. Það er ekki verðmæti verðlaunanna sem skiptir mestu máli, held- ur viðurkenningin. Þetta verk- ar að minnsta kosti eins og töfralyf. Og þannig var það í þetta skipti. Krakkarnir hurfu eins og dögg fyrir sólu og eftir nokkra klukkutíma kom Stína úr næsta húsi sigri hrósandi og sagðist hafa fundið hlaupahjól- ið hans Ola, en það stæði inni í garði og hún þyrði ekki að ná í það. En hún vissi hvar það var. Það var „við rauða húsið við götuna hinum megin við hornið." Við fundum hlaupa- hjólið og það kom í ljós að tveggja ára hnokki hafði komið með það heim daginn áður en fjölskyldan ætlaði upp í sveit, enginn vissi hver átti hjólið, en það hafði verið skilið eftir úti í garðinum í þeirri von að eigandinn gæti haft upp á því. Og eigandanum tókst það. Maður þarf bara að hafa það hugfast að spyrja börn aldrei um 'horfin leikföng á þann hátt að ásaka þau um að hafa iekið þau, heldur spyrja vingjarn- lega, hvort nokkur hafi séð umrædd leikföng. Rauðar kinnar Konur sem eru svo fölar, að alltaf er verið að tala um hvað þær líti illa út, ættu að nota kinnalit. Það bætir mikiðúrskák og maður þarf ekki að vera hræddur við að nota hann þótt maður máli sig annars ekki í framan. Engum dettur í hug að kona sem málar sig, fái rauðu kinnarnar úr krukku Auðntað þarf að nota litinn i hófi, og hann á að vera þar ,ern eðk- legur roði er vanur að koma í kinnarnar. Jafnvel allra fölustu konur fá einstöku sinr.um rjóðar kinnar og kinnalitinn þarf ein- mitt að setja á þann stað. Það er ágætt að horfa á sjálfan sig frá hlið; rauði iiturinn má ekK enda of snögglega. Það er nauð- synlegt að athuga sig vel íspegli til þess að liturinn sé eðiilegur bæði að framan og frá hlið Þegar tala týnist Þegar maður hefur keypt sér dásamlega golftrevju með tíu hnöppum að framrn, er dæma- laust gremjulegt þegar ein taian týnist. Oft er ógerningnr að fá eins tölu, og það er því nauð- synlegt að skipta alveg um töl- ur og það er leiðindavirxna og óþarfa fjárútiát. Það væri mikil bót e.f hægt æri að fá einr. eða tvær aukatöiur um leið og niað- ur kaupir peysona. , Bimkmimn 2. Meðan vagnion skrölti áfram eftir þurrum veginum, reirndi Caleb augunum yfir landareign Þorvaldssonai', sem breiddi úr sér í vesturátt svo langt sem augað eygði. Afbragðs beitiland sem fór til ónýtis í höndum kvenfólks — og Þorvaldur var ekki hótinu betri í augum Calebs. Maður sem dugði ekki til annars en eignast dæt- ur ætti ekki að vera bóndi. Og þó var góð vinátta á milli Þorvaldar og Bjamasonfjöl- skyldunnar — Þorvaldur hafði fengið hjá hon- um lán oftar en einu sinni, þegar illa gekk hjá honum og kvenmönnunum tíu. Það hlaut að vera hægt með einhverjum ráðum að neyða Þorvald til að láta af hendi eitthvað af þessu prýðilega landi .... Caleb varð hugsað til Amelíu. Hún hafði hagað sér vel upp á síðkastið. Ef til vill var hún farua að gera sér ljóst að ekkert gott gat leitt af þverúð bamanna. Og þó var nauðsyn- legt að minna. hana á glappaskot hennar. Og ef til vill væri skynsamlegt að heimsækja Mark Jordan, áður en Klovaczs fjölskyldan kæmi heim; heyra. hljóðið í honum og færa Amelíu fréttimar. Það var ágæt hugmynd. Amelía myndi fyrr deyja en láta þennan fína son sinn komast að sannleikanum um sjálfan sig. Ef til vill myndi haim hætta við að kvænast kemislu- konunni ef hann fengi að vita, að hann hefði ekkert nafn að bjóða henni. Það dytti Amelíu áreiðanlega fj'rst í hug. Já, það væri án efa skynsamlegt að fara í kurteisisheimsókn til Mark Jordan. Og þarna var hrörlega húsið. hans Þorvaldar Þor\’,aIdsson. Og sláttuvélin stóð heim við bæ. Hann var þá ekki byrjaður að slá. Ef til vill var ein dóttirin með tannpínu og allir biðu þess að henni batnaði. Og þó var Þomaldur ekki vanur að láta smámuni tefja sig. Hann þóttist vera húsbóndi á sínu heimili, en haim var ekki nógu hagsýnn. Hann var ekki fær um að vera bóndi, eiga glæsilega jörð — ómetanlegt beiti- land. Þorvaldur Þorvaldsson birtist í dyrunum þrekinn og kiunnalegur. Hann strauk yfirskegg- ið eins og hann vildi sýna að hann var að enda við að borða. Svo rétti hann Caleb höndina og hann heilsaði honum alúðlega. Caleb tók eftir fiskbeini fj-aman á vesti Þorvaldar. Hm. Caleb gekk fram fyrir Þorvald og lagði hönd- ina á hurðarhúninn. Vandræðaroði breiddist um andiit Þorvaldar. „Komdu innfyrir svo að ég geti talað við þig, Þorvaldur", sagði Caleb glottandi. „Ég nenni ekki að bíða í allan dag eftir því að þú bjóðir mér iim“. Hann var mjög glaðhlakkalegur. Þor- valdur roðnaði enn meir, en hann sagði ekkert þótt Caleb opnaði dyrnar. í eldhúsinu var kvenfólkið enn að matast. Caleb gaut augunum á matborðið, gekk síðan kæruleysislega itm í setustofuna á bakvið eld- húsið og Þorvaldur á eftir honum. Hvorugur lét svo lítið að yrða á kvenfólkið. Caleb hafði séð nóg. Fjölskylda Þorvaldar var að gæða sér á fiski. Þann fisk var aðeins að fá á einum stað — í hinu helga vatui Bjarna- sonanna, sem höfðu gert honum margan góðan greiða á undanförnum árum. Og talið var að Þorvaldur vænti sér greiða á næstunni. Þor- valdur hafði engin efni á að borga þreskimönn- um og hann gæti því ekki látið þreskja kom sitt nema með aðstoð þeirra Bjarnasona. Og þeir voru greiðviknir og hjálpsamir. Eiríkur yngri var góður maður, en hann var ósveigjan- legur í málum sem vörðuðu heiður. Hann myndi seint fyrirgefa þeim sem veiddi fisk í vatninu hans í leyfisleysi, einkum ef sökudólgurinn var heimilisvinur, sem átti honum margt að þakka. Það yrði trúlega til að binda endi á greiðviknina og hjálpfýsina .... Þorvaldur settist og stundi þungan. Caleb settist hjá honum. „Ég sé að þú ert ekki byrjaður að slá“, sagði Caleb. „Nei. Það er of mikið að gera heima við,“ urraoi liann. „Geturðu byrjað að þreskja fyrsta septem- ber?“ Þorvaldur leit á hann og það var vandræða- blik í litlum augumx hans. „Já, já. Ég er búinn að ráða menn til þess“. „Jæja. Hverja fékkstu? Ég hélt að það væri dálítið erfitt", sagði Caleb blíðlega. Þorvaldur ræskti sig. „Það eru kynblendingar — eiga heima hinum megin við vatnið“, sagði hatin og bandaði hend- inni vandræðalega. Caleb brosti. Þorvaldur var vesall lygari, þótt hann ætti að vera orðinn æfður í listinni. „Þú ættir að koma mér í samband við þá“, sagði hann. „Ég get enga fengið fyrr en í sept- emberlok. Og ef þeir koma til þín, þá ættu þeir að fást til að vinna fyrir mig á eftir“. Þorvaldur krosslagði fæturna. „Það er nú svo“, sagði hann. „Þeir hafa. mjög mikið að gera“. „Ég er á leið til Bjarnasona. Ég var að hugsa um að spyrja þá, hvort þeir gætu ekki hjálpað mér um þreskimenn". Caleb athugaði andlit Þorvaldar gaumgæfilega. Islendingurinn ók sér vandræðalega til í sætinu. „Ja, þú ættir nú að þegja um það í Yellow Post, en Bjamason ætlar að leigja mér þreski- vélina sína“, sagði hann með hægð. „Leigja þér? Hann lánaði þér hana endur- gjaldslaust í fyrra, var það ekki?“ Caleb var skemmt yfir þessum tilraunum Þorvaldar til að sýna sjálfan sig í virðulegra ljósi. ,,Og þú ert að reyna að telja mér trú um þetta, Þorvaldur", sagði hann og hló dátt. „Að þú skulir ekki skammast þín“. „Ég vil ekki láta það fréttast, því að þá halda allir að ég geti ekki borgað honum. Ég get borgað — seinna í haust". Caleb brosti aftur í kampinn. Hann vissi að Þorvaldur myndi aldrei borga annað en það sem Bjaniascn gengi fast eftir. „Hann hefur reynzt þér vel, er það ekki? Þú skuldar honum vist talsverða fúlgu. Hún hlýtur að vera orðin býsna há þegar á hana leggjast rentur, Þorvaldur". Þorvaldur flutti fæturna til. Hann svaraði engu. Hann var að hlusta á konumar ,sem voru að taka diskana af borðinu i eldhúsinu. „Jæja — eigum við ekki að líta á kartöflu- garðinn þinn, Þorvaldur? Það er svo langt síðan ég kom hingað síðast“. Þorvaldur svaraði einhverju óskiljanlegu og mennimir tveir fóm út fyrir. Þorvaldur sá sér til hugarhægðar að það var búið að taka allt af borðinu og hami var að vona að Caleb hefði ekki tekið eftir fiskinum þegar hann kom inn. Um leið varð hann ræðinn og glaðlegur. Þeir gengu út að kartöflugarðinum, sem var fullar tvær ekmr að stærð. Kartöflur vom hið GltiLf Ofc CftMWH Aður en vlð giftumst Uallaðir þú mig engll Eg man það. £n nú luillarðu mig yflrleitt ekki neltt. Vertn ánægður yfir því að ég sUuli hafa þvíiiUt vaid yílr sjálfri niér. Mamman situr framan við spegi’inn og lagr- færir hár sitt. Allt í einu kemur liún auga á eitt grátt hár, og slítur það ,burt án tafar. Eva litla sér þetta og spyr: ■ . i Mamma, var þetta af ömmu?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.