Þjóðviljinn - 06.10.1953, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.10.1953, Blaðsíða 1
Þeir gálu hemámsflokk- ueuki allar neíisdir þing- deildanna Þriðjudargnr 6. október 1953 — 18. argangur — 224. tölublað cftir 18» HKiferC | gær voru tefldar biðskákir úr 18. umferð á skákmótinu í Sviss, þar sem keppt er um hver á ,að fá að skora Botvinn- ik heimsmeistara á hólm. Smis- loff frá Sovétríkjunum heldur forystunni, hefur 12 vinninga. Næstur er Bandaríkjamaðurinn Reshevski með 11, þá Bronstein frá Sovétríkjunum með lOt/2 og Najdorf frá Argentínu með 10. Tefldar verða 30 umferðir. Grísk börn haBda heim Rauðu krossar Grikklands og Ungverjalands hafa í sameiningu komið því í kring ,að 600 börn, sem fóstruð hafa verið í Ung- verjalandi síðan boxgarastyrj- öldin stóð í Grikklandi, hverfa heim. Búið er að standa lengi í stappi út af börnum þessum. í dag kemur franska þingið saman á aukafund viku áður en ráð hafði verið fyrir gert. Veld- ur því krafa þingmanna um að rædd verði. stefna ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum. Talið er í Par.’s að foringjar -borgara- flokkanna hafi samið um það að forðast ákvarðanir. í öllum meiriháttar málum fram yfír kjör nýs Frakklandsforseta í desember, svo að rikisstjórn Laniels falli ekkj fyrir þann tíma. I gær boðuðu verkalýðssam- böndin í Frakklandi nema sam- band hægrikrata verkfail ríkis- starfsmanna í þann mund sem þingið kemur s-aman. Á það að standa í fjóra klukkutíma og er gert til .að minna á kröfur starfsfólksins um bætt kjör. Þeir ern emt þjónar sijórnarilokkaima rinn Mhkm ák andstæðinga miélémm Hernámsflokkarnir þrir, AlþýSuflokkurinn, Framsókn og SJálfstœSisflokkurinn, í innilegri samfylkingu á Alþingi Við neíndakosningarnar í deildum Alþingis í gær kom íram fyrsta alvarlega aíleiðingin af því, að andstæðingar hernámsflokkanna létu blekjcjast til að skipta sér í tvær sveitir við kosningarnar í sum- ar. Vegna þeirrar afstöðu Þjóðvarnarflokksins að neita samvinnu við Sósíalistaflokkinn um nefndakosn- ingarnar, tókst að útiloka alla andstæðinga her- námsins frá öllum nefndum í báðum deildum Al- þingis. Hernámsflokkarnir, allir þrír, Alþýðuflokk- urinn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn noíuðu sér þessa afstöðu til að skipta með sér ölium nefnd- unum. Gáfu hernámsflokkarnir í ríkisstjórn her- námsflokknum utan ríkisstjórnar einn mann í allar neíndir þingdeildanna, enda þóít hann hefði ekki mannafla til þess á þingi að komast í nokkra þeirra. Handgárnin biics - hneyksian- Enda þótt tekizt hefði innileg samfylking með stjórnarflokkun- um og Alþýðuflokknum um að útiloka Sósíalistaflokkinn frá öllum nefndum þingdeildanna, biluðii handjárn'n. þegar kosið var í inikilvægustu nefnd neðri deildar, fjárhagsnefnd. Til þeirr- ar kosningar eins og allra hinna stilltu hernámsflokkarnir þrír sameiginlegum lista með fimm- nöfnum, jafnmörgum og kjósa átti. Fór kosning svo, .að þessi sameiginleg; listi hlaut 26 atkv., listi Sósialistaflokksins 6 atkvæði og listi Þjóðvarnarflokksins 2 at- kvæði. Var Einar Olgeirsson þar með réttkjörinn í nefndina. Ólafur tryllíist Áður en forseti fengi tóm til að lýsa þessum úrslitum, æddi Ólafur Thórs að forsetastólnum og heimtaði að kosnmgin yrði endurtekin. Einar Olgeirsson mótmsalti því, enda hafði enginn þingmaður óskað að leiðrétta .at-‘ kvæði sitt. Urðu umræðui- um málið. Ólafur Thórs og Eysteinn Jóns- son fóru báðir í ræðustól og heimtuðu að kosningin yrði end- urtekin. Þrír flokkar hefðu bund- izt samtökum um kosninguna en einn úr því liði hefði sjálfsagt í ógáti skrifað b í stað a á kjör- seðil sinn. Höfðu þeir ráðherr- axnir i dulbúnum heitingum við hinn villuráfandi sauð, það skyldi korr.a í liós við endur- tekna atkvæðag'reiðslu, hvort nokkur úr þessum -fiokkum vildi koma Einari Olgeirssyni í nel'nd, auðvitað væri þetta s'.ys eða slysni! Það skyld; sjást! 9 Gyifl Ilanníbal 11 Haraldur Guðmundur I HF * :■ |l mjBm Emil Eggert Fordæmalaust ger- ræði Einar Olgeirsson benti á, að það hefði mjög oft komið fyrir á Al- þingj við nefndarkosningar, að atkvæði hefðu ekkf íallið ná- kvæmleg.a eftir flokksfylgi. Hefði það aldrei verið -talin ástæða til að endurtaka kosningu. Ta’di Einar óhæfu að ríkis- stjórnin misbeitti va’di sínu og léti endurtaka löglegar kosning- gið Ijáipaði bancEandaríska sjéíiöinu í strekkingDum ar þangað til hún fengi þau úr- slit sem hún -kysi. Kæmi það sérstaklega úr hörðustu átt að Eysteinn Jónsson krefðist slikra endurkosninga, nj'búinn iað fleygja Framsókn í stjómarsam- vinnu við s'.æm kjör til þess að^ forðast að kosið yrði aftur! Að endurtaka löglega kosn- ingu á A þingi vegra þess eins að einliver úr hernámsflokkun- uin á Alþiugi hlýðir ekki, end- urtaka kosningu vegra þess :uV ekki tekst að lialda liði Atlanz- hafsbandalagsins sanian. er hneyksli. Forseti bregzt skyldu sinni Sigurður Bjarnason, forsetl neðri deildar, átti bágt. Frekju Ólafs Thórs eru lítil takmörk sett, og svo fór að Sigurður laut lægra en hann hefur nokkro. sinni vert i forsetastóH, beygði sig fyrir ofbeldiskröfu Ólafs og Ey- steins, og kvað upp einn loðn- asta og verst xökstudda forseta- úrskurð í þingsögunni — og -léfc kjósa aftur. Úrslitin urðu að vísu þau, að fulltrúar hernámsflokkanna i fjárhagsnefnd þurfa ekkj á þessu þingi að óttast fuiltrúa. Sósía’istaflokksins þar, en hins- vegar fengust ekki þau úrslit, sem foringjar hernámsbandalags- ins hefðu kosið. Listi þess feklc. Framhald á 3. síðu. »1« Tyrkland i 8. umferÓ Þing SÞ kaus í gær Brasilíu, Nýja Sjáland og Tyrkland til setu í Öryggisráðinu næstu tvö< ár. Tvo þriðju atkvæða þarf til að kosnin.g sé lögmæt og var það í fyrstu umferð með Brasi- líu og Nýja Sjáiand en kjósa varð átta sinnum milli Tyrk- lands og Póllands. Lyktaði svo að Tyrkland fékk 40 atkvæði en. Pólland 18. Vishinski, fu.lltrúi Sovétríkj- anna, kvað stuðning Bandaríkj- anna og fylgiríkja þeirra v;ð Tyrkland ver.a brot a óskráðum samningi' frá fvrsta allsherjar- þinginu um að eitt Austur-Ev- rópuriki skulj j.afnan eiga sæti í Örvggisráðinu. Tyrkland hefur þeg.ar sfetið þar eit't kjörtíma- bil og var Þá fulltrúi Mið-Austur landa. Lokaþáttur heræfingar stríðs- félagsiiis westræna var sá að sleppa hundruðum bandarískra sjól'ða á iand í Rcykjavík. Munu þeir hafa átt að æía þar dáðir sem þeim reyndist ekki unnf á sjómun. Hafa alimargir kafbát- ár iegið dögimi saman hcr fyrir| iiían, en sjóT.iðarnir æft hetju-. dáðir í iaudi. Þessí slðasti glæsilcgi þáttur hcræfingar stríðsfélagsins gat þó e'gi skuggalaust liðið, þvi fyrir helgina kom strekkingur á Surdin og urðu sjóhetjurnar veðurtepptar í iandi. Varð Slysa- varnafclag /slands að skerast i málið og bjarga lietjunum. Kom það þeim fyrir i Skátaheim'.- inu og útvegaði þeini teppi hjá lof< varnanefnd — og mega reyk- vískir skattgTelðendur af þvi læra að þeir hafa ekki greitt huiiidruð þúsunda til téðrar nefndar án þess þaö bæri sýni- legan ávöxt. — Á myndinni sjást nokkrir af kafbátum mannanna sem Slysavarnafé agið hjálpaði. 6000 hafnarverkamenn í Birk- enhead og Liverpool á vestur- strönd Englands hafa gert verk- f.all. Er það gert til að mótmæla brottrekslri hafnarverkamanns i Birkenhead úr vinnu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.