Alþýðublaðið - 08.09.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.09.1921, Blaðsíða 1
Gefið t&t aí AlþýðuflokkHum. igai Fimtudaginn 8 september. 206. tölnbl. Samtaka. Hvers vegna eiga menn að vera samtaka? Hvers vegna eiga þeir að bera birgðarnar hver með öðrum? Þessar spurningar eru gamlar, og altaf hafa einhverjir verið meðal þjóðánna, sem hafa haldið á lofti hugsjóninni um allsherjar bræðralag meðal þeirrð. Og alt af hafa þeir menn, sem fremstir stóðu í fylkingunni, verið bataðir, íyrirlitnir og ofsóttir af eigin- gjörnum og heimskum einstakling- um. Margir hafa látið lífið fyrir hugsjón sina. Kristur var kross- festur. Með hnúurn og hnefum er bar- ist gegn bræðraiagshugsjóninni og ekkest land í heiminum hefir verið eins hrjáð og hrakið og það, sem gerí hefir tilraun til að btjóta af sér gamla okið. Engin þjóð hefir ©rðið jafn áþreifanlega fyrir barð- inu á eigingirni óviðkomandi manna og Rússar. En þeir eru samtaka. Þeim er aivara að fram- kvæma það, sem aliir beztu og vitrustu menn heimsins hafa borið íyrir brjósti frá fyrstu tíð. Þeir ætla .sér, þrátt fyrir alt það mótlæti, sem yfir þá hefir dunið, að berj- ast til þrautar fyrir bræðralags- hugsjóninni. En hvers vegna eiga menn að ■vera samtaka? Fyrst og fremt af því, að þeim ;er það meðfætt, að lifa saman í Hokkum og styðja hvor annan, en ýmsar utanaðkomandi ástæður hafa sundrað þeim og svæft í þeim samúðina og sambjáiparviðleitn ina. í öðru l&gi eiga þeir að vera samtaka vegna þess, að „margar hendur vinna létt verk.“ — Sam taka koma þeir mörgu i verk, sem einstaklingur ekki fær komið fram. Þeir eiga að starfa saman, en ekki sundraðir, vegna þess, að samansöfnuð orka er það afl, sem öllum hindrunum fær rutt úr vegi. Með samhjálp og samstarfi stofna þeir það friðarins og gleðinnar ríki hér á jörðiuni, sem meistarinn mikli talaði um og var myrtur fyrir. Sundrungin, sem eigingjarnir einstaklingar starfa með aihug að, er til niðurdreps og hefir valdið því, að ekki er komið lengra menniugunni en raun er á. Sfðásta styrjöldin, sem rekin var af auð- valdi heimsins og eiginhagsmuna- mönnunum, er ljóst dæmi þess, hve mikið vald þeirra er í heim- inum og hve miklu illu þeir geta til vegar komið. Hugsum okkur að alt féð, sem fór forgörðum i strfðinu, hefði verið notað til þess að bæta kjör þeirra, sem bágt eiga. Hugsum okkur að það hefði verið notað ti! þess að gera jörð- ina byggilegri. Hvflíkt afskaplegt statf hefði ekki mátt inna af hendi fyrir alt það fé, í þarfir mann- kynsins í heild. En sundrungin og eigingirnin réðu, og heimska manuanaa sat f öndvegi. Sannieikurinn og kærleikurinn mun samt að lokutn sigra. Strfðið og hörmungarnar sem af því leiddu hafa opnað augu fjölda manna og þokað saman þeim mönnum, sem unna bræðralagshugsjóninni og er alvara með það, að bera hana fram til sigurs. Með illu skal ilt út reka Verði hún ekki framkvæmd með góðu, er ekkcrt ráð annað, en nota sömu ráðin og andstæð- ingar hennar nota, og láta hart mæta hörðu. En vér skulum vona sð bræðra- þelið vakni alment í mönnum, áður en til þeirra ráða þarf að grfpa. Að eigingirnin sjái sitt ó- vænna og dragi sig f hlé áður en fjöldinn, sem ann bræðralagshug- sjóninni rís upp og brýtur af sér íjötrana, með öliu þvf heljarafii sem í honum býr. En ekki dugar að látá skeika að sköpuðu. Allir þeir, sem minni máttar eru, verða að mynda samt'ók, svo Bru natryggingar á innbúi og vörum hvergl ódýrarl en hjá A. V, Tulinius vátrygglngaskrIf8tofu El m s kípaf é lags h ús I nu, 2. hœð. Hveiti ágæt tegund, 50 aura pr. V* kg. Verzlun Hannesar Jónssonar Laugaveg 28. þeir geti hamiað á móti hinu illa og óholla f manulffinu. Og þeir eiga að búa sig undir það, af alefli, að bræðralagshugsjónin, jafnaðarmenskan, kocnist sem allrá fyrst í framkvæmd. Því hún hlýtur að leysa af hólmi sundr- ungina og eigingirnina, sem nú ræður gerðum valdhafanna. „Berið hvers annars byrðar“. Slær ekki hjartað tfðar í brjósti hvers hugsandi manns, þegar hann íhugar þýðingu þessarar æfagömlu setningar? Þegar hann athugar það, að í raun og veru er þetta, eins og tekið út úr huga hans. Þvf í insta eðli sfnu er maðurinn kjálpfús, þó hið ilia nái alt of oít tangarhaldi á honum. Samstarf og samhjáip á að > oma í stað sundrungarinnsr, sem 'nú ríkir. Og það vetður að eiga upptök sfn hjá aiþýðunni. Hún verður sjálf að hafa forystuna. Alþýðumenn og konus ! Verið samtaka og sfstarfandi, f þarfir bræðralagshugsjónarinnar, hvar sem þið farið. Á þann hátt vinn ið þið afkomendum ykkar meira gagn, en þó þið söfnuðuð miijón- um króna í sjóð handa þeim.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.