Þjóðviljinn - 27.10.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.10.1953, Blaðsíða 4
4) _ ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 27. október 1953 Ræðukafli, fluttur af fru Cotton á heimsþingi kvenna Konur þasr sem hér eru mættar til verndunar friði, hafa umfram ,allt þá ósk að tryggja framtíð barna sinna. Og það er ekki eingöngu vernd gegn stríði sem börnin þarfnast. Ávallt hafa konur verndað hin hjálparvana börn sín með viðkvæmni, til þess að -gera úr þeim heilbrigða menn og konur, þeim verður að sýna umönnun og vernda þau gegn sjúkdómum. Þetta er fyrsta áhyggjuefni mæðranna. Seinna verða þau ,að njóta leiðbeiningar við menntunina. Þeim verður að kenna þannig að náttúrlegar tilhneigingar þeirra fái að þroskast til fulls. Það verður að undirbúa þau þannig að þau geti tekið það verkefni, sem bezt hæfir þeim og hugur þeirra stendur til. X sumum löndum er uppeldi barnsins í höndum fjöiskyld- unnar, skólans og læknisins. ' Stöðugt eru gerð meiri átök i þá átt að tryggja árangsurs- ríka samvipnu milli skóla og fjölskyldu, með því að koma á fundum kennara og foreldra og með sem nánastri samvinnu milli skóla og lækna. Því miður höfum við séð, að stríðsundirbúningurinn nú á tímum grefur undan þjóðarbú- .skap margra landa, nauðsyn- legar aðstæður fil menntunar og heilbrigðisþjónustu eru ó- íullnægjandi. Jafnframt eru laun foreldranna of lág og lífs- kjörin of kröpp, að hægt sé að sjá bömunum fyrir viðunandi fceði. og húsnæði. Jafnvel þótt mæðumar leggi íram. miklar fórnir, geta þær ekki trj'ggt börnum sínar nauð- þurftir þeirr-a. Með . hliðsjón til þessa á-' stands ákvað ráðstefna A. L. K. árið 1,949 að stíga yrði nauð- synleg skref til þess að breyta kvíða kvenna og mæðra í sam- einuð og ákveðin átök, sem gætu knúið ríkisstjórnirnar til þess að horfast í augu við á- byrgð þá sem þær hefðu gagn- vart börnunum og að kraíizt yrði af þeim aukinna fjárfram- laga til barnaverndar, lækka liernaðarútgjöldin til hins ýtr- asta. Vekja verður áhuga allra kve.nna og mæðra; það verður að sýna þeim fram á, að lífs- hamingja barna þeirra er í þeirra eigin höndum, vinna verður. til athafna alla þá sem láta sig velferð barnanna máli skipta, að vekj-a gervallt mgnn- kyri til umhugsunar um vel- íerð bamanna og um leið fram- tíð þjóðanna, að hefja hvar- vetna liðssafnað gegn hættum sem steðia að lífi, heilbrigði og menningu barna. Þetta voru markmiðin sem A. L. K. setti sér er það ákvgð að halda 1. júní ár hvert hátíðlegan sem aiþjóðlegan barnadag. Hinar stórkostlegu kröfu- göngur á alþjóðlega barn-adeg- inum árið 1950 sýndu að heið- virðír menn í öllum lönöum unna bömunum. „Við söfnuð- um fleiri félögum og náðum samstarfi við fleira fólk, eri nokkru .sinni fyrr“. Þannig var svo að segja einróma skýrslu- gerð hinna ýmsu deilda félaga okkar. I raun réttri var það þá í fyrsta sinn sem frægir menn á sviði laeknisfræði, menntamála, vísinda og lista, hurfu frá dag- legum störfum sínum til þess ,að fylkja sér um kröfur okkar um barnavernd. Árið 1951 voru kröíugöngurn- ar ennþá voldugri á alþjóðlega barnadeginum. Þá var það að mikilsmetnir menn ýmsra stétta frá 38 þjó.ðum undirrit- uðu samhljóða ávarp- um rann- sókn á liðan barna sem sent hefur verið um heim allan. I mörgum löndum var rannsókn framkvæmd á heiibrigði og menningarskilyrðum barna. Varð þetta til þess að gérðar voru kröfur um vissar umbæt- ur, svo sem byggingu vöggu- stofa eða skóla, styrk til sumardvalar barna o. s. frv. Þetta undirbúningsstarf átti sinn þátt í hinni vel heppnuðu alþjóðlegu ráðstefnu um barna- vernd, sem haldin var í Vinar- borg í apríl 1952. Þar mættu 558 fulltrúar frá 64 löndum. Ekkert lýstir starfi ráðstefnu þessarar betur en ávarp það sem hún lét frá sér fara o-g samþykkt var einróma. í ávarpinu segir meðal ann- . ars: „Tugir miUjóna barna, verð- mætustu auðæfi mannkynsins er nú á dögum bráð hungurs, fáfræði, ótta og dauða .. . Þús- undir foreldra í Japan pg Sýr- landi eru vegna fátæktar neydd til að selja börn sín; í löndum eins og t. d. Indlandi og Eg- yptalandi, sem eru sérstaklega auðug bómullarræktunarlönd, hafa börnin ekkert til að skýla nekt sinni; í mörgum löndum eru börn tilneydd að vinna erfiðisvinnu til þess að treina fram lífið, þrátt fyrir það, að lögbann liggi við barnavinnu. ILnar skrautlegu gólfábreiður, sem gerðar eru { Persíu, fyrir ríkt fólk um heim allan, eru ofnar af hinum smáu höndum þúsunda sveitandi barna. í Afriku, í Suður-Ameríku, í stórum hlutum Asíu, í löndum ■sem búa yfir geysimiklum nátt- úruauðæfum, eru milljónir á milljónir oían af börnum, sem vantar brauð, húsaskjól eða umhirðu. Meira en helmingur þessa barn.a deyjp á 2. og 3 aldursári, án þess að vita hvað það er að lifa lífinu. Hinn helmingurinn elzt upp í fá- fræði. Árið 1952 var helming- ur mannkynsins ólaes og óskrif- andi. Við þessa skýrslu mætti svo bæta vaxandi skorti margra barna í Evnópu og Ameríku“. Við höfum alla jafna fyrir augunum þennan óréttláta skort, sem börnin verða að þola. O.g við. getum gert okkur i hugarlund, hvernig Hfskjör þessa unga fólks gætu verið. ef stjórnirnar helguðu si ' þer-i mál, sem æskan á vism> rétt á, eins og t. d. er'ge:;t ;L Ráðstjórnarlýðveldunum. Ráðstefnan,. . sem sameinaði menn og konur, sern í mörgum tilfelíum voru mjög ósammála í stjórnmálum o,g trúarlegum efnum, var öll á einu máli um og lýsti yfir því að skylda okk- ,ar gagnvart börnunum er að tryggja þeim rétt til að lifa, rétt til heilbrigði og menntun- ar, en til þess er nauðsynlegt að heimsfrjður haldist. Framhald á 8. síðu. Nú var hvorki hlustað á föstudag né laugardagskvöld. Sennilega hefur fátt nýtt verið að heyra um SÞ á föstudaginn, nokkur lagleg orð um frið og ■samlyndi allra þjóða, sum í alvöru, önnur ekki. Hinu sá ég meira eftir að hafa ekki fylgzt með í því, hvernig Jakobínu Johnson var minnzt sjötugrar, en vona að það hafi tekizt'að verðleikum. Mest sé ég þó eftir þjóðkórnum. — Þá :get ég um leið látið í ljós. hryggð mína út af Því að hafa alltaf misst af þáttum Valde- rnars Össurarsonar, svo og öðrum þeim þáttum, sem eru fyrir kl. 7 og vildi ég í því sambandi sérstaklega nefna skákþáttinn. Erindi Guðmundar Kjartans- sonar um náttúrlega hluti og Jóhanns Sæmundssonar um baráttuna gegn mænusótt, voru bæði ágæt, enda einu erindin sem nálgast þá einkun. Erindi séra Árelíusar um kristna tru og/barnavernd bar þess allt of augljós merki, að mælskur maður talaði hugsunarlítið. Það varð bví ekki sá lærdómur í erindinu sem hefði mátt vænta, en h;ns vegar leiðinleg grunnhyggni, svo sem það, að heimili og skólar bæru einkum áþyráð á • því, er ungir menn lentú í fangelsi. Kannski hef- ur það verið undirvitundarað- vörun að hættulegt og óviður- kvæmt gæti það verið, að sækja rétta aðila til ábyrgðar. En rétt hefði þó verið að forð- ast aðdróttanir til þeirra, sem sennilega berjast Þó af mestri einlægnj fyrir velferð æskunn- ar, þótt oft sé það í veikleika. 1— Kvenréttindakonurnar eiga þakkir skilið fyrir að minna á Clafíu Jóhannsdóítur á 90 ára . afmæli hennar. Clafia er tví- mælalaust ein fjölhæfasta og stórbrotnasta - kona islenzkrar sögu.' Dagskrá samvinnumanna á sunnudaginn var ósköp lág- kúruleg að því er við kom hinu talaða orði, samíalið við séra Ásgeir var lang bezt. Söngur- inn var aftur á móti hinn prýðilegasti. — Það er ekki rétt ráðið,’að taka Daginn og veginn í heilsteypt fræðslu og áróðurserindi, svo sem hann varð hjá Davíð Ólafssyni. Er- indi um löndunardeiluna . við Breta hefði sómt sér betur á öðrum stað i dagskránni, ef nauðsynlegt þótti ■ að Útvarpið tæki undir óskapagang stjórn- arblaðanna um þetta mál. til að dylja enn merkari tíðindi ,á viðskiptasviðinu. og á ég þár. við viðskiptasamning ..við Rússa, sem Útvarpið hefur ekki séð ástæðu til að ræða um ■. nema rélt aðeins í fréttum á hinn hversdagslegasta hátt-. — Framhaldssagan virðist muni vera þó nokkuð. skemmtileg, e£ hún væri ekki svona óskaplega1 illa lesin. Það er stórkostlega undarlegur hlutur, hve erfitfi virðist að fá menn til að lesa þessar framhaldssögur. Brynj- ólfur er laus við alla höfuð- galla Lofts °g þó ;les hann miklu ver. Tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar á þriðjudaginn efa ég ekki að hafi fært gestum Þjóðleikhússins mikinn unað, einnig þeim, sem geta setið allt kvöldið ótruflaðir við út- varpið. En út af því vill allt og mikið bera og verður ekki. við ~ívrt. En vissulega á Út- varpið þakkir skilið fyrir sinn hluta. Andrés Björnsson er ■einna- óbrigðnlastur . allra okk- ar upplesara í Útvarp, og það var vel þess . vert að taka kvæði eftir Jónas Guðlaugsson eina kvöldstund. En höfunda ■sem Jónas setti að kynna jafn- framt' með nokkrum orðum, því að nú er það orðinn fjöldi Framhald á 11. síðu OG NÚ ER , lengsta nótt ársins liðin. Eins og vera ber kom' ég seint heim að kvöldi hins fyrsta vetrardags og hugsanir mínar snerust aðallega um það ■að vekja ekki fólkið í þúsinú og því var auðvitað alveg' stölið. úr mér að seinka klukkunni. Og þegar ég ópnaði áugun morguninn eftir og leit á klukk- una, krossbrá mér við að sjá að klukkan var orðin tólf. Ég þóttist sjá fram .á .að ég missti af morgunkaffinu fyrir’. alian þennan svefn. En viti menn —• klukkan. er Þá allt í einu orðin klukkutíma of fljót og eins og allir vita er ekki of seint <að drekka morgunkaffi klukkan ellefu á sunnudags- morgni. Þannig var þessum morgni bjargað. 1 OG MEÐAN ÉG drakk þetta síðbúna morgunkaffi og leit í blöðin með því, tók ég eftir því að það var einhver annar- leg birta í íbúðinni. Það var nefnilega snjókoma úti fyrir. Stórar, léttar snjóflyksur svifu til jarðar, þök næstu húsa voru orðin hvít, það grillti að- eins í heitavatnsgeymana á Öskjuhlíð. Esjan var horfin. Veturinn var að minna okkur á sig. En það var enginn vafi Sunnudagsmorgunn — Þegar sunnudagurinn var leiðinlegasti dagur vikunnar — Ögn um Miðgarð á því að það var sunnudags- morgunn. Ekkert barn sást úti, en hefðj verið virkur dagur hefðu krakkarnir fyrir löngu verið farnir >að kútveltast í snjónum, velta og kasta. En á sunnudögum eru krakkarnir í ■sparifötunum og fötin halda að jafnaði aftur af þeim fram yf- ir hádegi, jafnvel þótt nýfall- inn snjór sé á boðstólum. En sunnudags'stillingin or ekki æv- inlega tekin út með sældinni. Ég minnist þess enn, að sunnu- dagarnir voru yfirleitt leiðin- legustu dagar vikunnar. Stund-. um var að vísu farið út að „'Spásséra" með einhverjum fullorðnum og þá sá maður leikfélagana álengdar ' með öðru fullorðnu fólki, uppdubb- ■aða og óeðlilega stillta. Svo kom fyrir að maður var tekinn með í heimsókn til einhvers hálfókunnugs fólks, og þá þurftí maður að sitja eins og merkikerti, fékk í beit'a • tilfelli að skoða eldgömul myndaal- búm með grábrúnum, máðum og.þykkum myndum. Og fólkið á myndunum var allt jafn skrýtið og óeðlilegt, karlarnir með alskegg eða yfirskegg sem hékk niður fyrir munninn, konurnar alvarlegar eins og allar sorgir heimsins hvíldu á þeim, skringilega búnar og studdu venjulega nokkrum fingrum á öxl karlmannsins sem sat bísperrtur á stól. Og bömin á myndunum voru eft- ir því undarleg, strákarnir í pokabuxum sem náðu dálítið niður fyrir hnéð, stundum í síðum blússum með belti þar utan yfir og efst var svo helj- armikill hvítur útsaumaður kragi; stelpurnar í blúndubux- um og skjörti, víðum, síðum ' pilsum, með fléttur og slauf- ur og slöngulokka og reimuð- um öklastígvélum. Það var eins ' og þetta albúmafólk værj úr öðrum heimi og maður trúði, því ekki nema mátulega, þeg- ar húsfreyjan á heimilinu, grá- hærð og þunnhærð, holdug í svörtum silkikjól með mislit- um perlusaumi, benti á mynd’ af- þvengmióum. grafalvarleg- um kvenmannj í peysufötum með feikimikið svart hár, og sagði: „Svona var ég nú þegar ég var sextán ára“. — Já, sú var tíðin a.ð sunnudagurinn var leiðinlegasti dagur vik- unnar. En-nú er svo komið að máðúrlbiður aIla vikuna eftir sunnudeginum til þess að_geta. notið aðgerðaleysisins, sofið, lesið, legið í leti, Nú liggur við að sjálft viðburðaleysi sunnu- dagsins sé hið eina sem gefur honum gildi. OG MEÐAL annarra orða. Er engin von til þess á næstunni, að Miðgarður komi sér upp brauðrist? Það er ekki nauð- synlegt að það sé sexhundruð- króna lúxusrist sem spýtir upp úr sér brauðinu og hringir bjöllu um leið, nei, ég væri. fyllilega ánægð með ristað brauð úr simpilli tvöhundruð- krónurist, sem eru alls staðar fáanlegar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.