Þjóðviljinn - 27.10.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.10.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 27. október 1953 Oti tSi Þrlálma speg- ill er ekki lúxus Margir líta á þríálma spegil sem óþarfa lúxus, en það er ef til vill vegna þess að þeim dettur fyrst í hug gömlu stóru snyrtispeglarnir, sem nú eru orðnir úreltir og eiga ekki heima í nýtízku tveggja. her- bergja íbúð. Það gegnir strax öðru máli, ef spegillinn er skap- lega stór.cg getur verið í for- stofu eða baðherbergi. Spegiil- inn á myndinni er ekki fyrir- ferðarmikill og hann er mjög nytsamur. Og ef sumir eigin- menn halda því fram, að þri álma spegill sé lúxus, þá er rétt að benda þeim á það,- að það sé dýrt að fara á hár- greiðslustofu, og það sé mun hægara að iagfæra og k'ippa hár heima, þegar góður spegill er fyrir hendi. Stutta hárið þarf alltaf að vera að klippa, og maður v’nnur fljótlega fyrir spegilkostnaðinum með því að stytta hárið sjálfur. Svartur fe- kefill Ef einhver er í vafa um hvernig teketillinn á að vera litur, er hægt að hafa hann svartan. Svart fer vel við flest stell og svartur teketill er ó- trúlega fallegur. Axel Bruel hefur teiknað þennan ketið og hann er mjög fallegur í lag'nu. Ljósi, fléttaði hanki.nn undir- strikar svarta litinn og hann cr bæði fallegur og hentugur fyrir það, að hann hitnar ekki. Eftir útlitinu að dæma er þetta fyrirmyndarteketill, en það er ekki alltaf nóg að horfa á gripinn til að ganga úr skugga um það, þiví að það drýpur úr stútnum á flestum tekötlum, hver sem ástæðan er, og það þykir óheyrileg frekja að fara fram á að reyna te- ketil, áður en hann er .keyptur. Hvers vegna er ekki hægt að fá leyfi tii að rey.na teketil meö Ögn af vatni í til þess að ganga úr skugga um, að það drjúpi ekki úr stútnum á hon- um ? Saumal]orn Frakkar hafa ekki einungis smekk fyrir klæðnaði, þeir hafa líka vit á að koma sér hagan- lega fyrir við saumaskapinn. Lítið t.d. á myndina þá arna. Létta boríið er mjög hentugt undir saumavél og það er nóg rúm fyrir fæturna, því að í borðinu eru engar skúffur. I stáðinn er.dálítil hilla á veggn- ifn með jnokkrum skúffum undir. I skúffunum er geymt saumadót og í hil’unni ste.ndur það sem er í notkun í það og það skiptið. Þegar starfinu er lokið er fljótlegt að stinga ö!lu niður í skúffurnar aftur. Takið líka eftir körfunni sem fest er utaná borðið. Hún er næstum skrauFeg ef tízkublöð og dagblöð sta.nda upp úrhenni. Meðan á saumaskapnum stend- ur eru blöðin tekin upp úr og hún er notuð uadir tvinna- spotta og afklippur, sem ann- ars detta í gólfið. Þegar búið er að loka saurrfavélirmi er ekkert í herbergiau sem.minn- jr á saumaskap og borðið má nóta sem kaffiborð, skrifborð eða hvað sem er. Og það get- ur staðið- í dagstofunni án þess að vera i.il lýía. — í da? er dánardægur HaJ’.gríms Péturssonar. Að .veniu verður I kvöid eínt til hátíðaguðsþjón- i-stu með sama messuformi og á dögum skáldsins. Guðsþjónustan hefst k’. 8,15 e. h. og prédikar sr. S-gurión Þ. Árnason en sr. Jakob Jonsson þjónar f.yrir a’tari.'Sam- skotum til kirkjubygginJgarinnar verður veitt viðtaka eftir messu. Villigœsir eftir MARTHA OSTENSO 75. dagur Þegar Caleb var farinn út eftir morgunverð, »sýndi Linda Elínu búninginn sem hún liafði saumað handa henni. Elín sagði fátt. „En er hann mátulegur", sagði hún og leit á hann útundan sér. En Linda sá, að Elín var glöð. Hún lagði höndina á handlegg hennar og sagði: „Mátaðu hann“. Búningurinn átti að tákna stórt sólblóm, krónublöð’n voru pils. Hann fór Elínu mjög vel. Elín roðnaði þegar hún horfði á sjálfa sig. Amelía og Júdit flýttu sér út í kartöflugarð- inn að talk'á upp kartöflur. Marteinn var að smiða nýja kartöflustíu í kjallaranum. Caleb hafði óskað þess að byrjað yrði að taka upp þennan dag. Hann gerði það til þess að m'nna þau á, að skyldustörfunum yrði að sinna, hvað sem öllum uppskeruhátíðum liði. Júdit og Amelía unnu saman framundir liá- degi, þegar Amelía fór inn til að undii’búa matinn. Þá settist Júdit niður í garðinn og þrýsti höndunum að kviðarholinu. Hún var bú- in að fá undarlegan verk þar, eftir fimm Iklukkustimda látlaust strit. Hún lét sem hún væri að bjástra við grösin, svo að fólkið heima tæki ekki eftir því að liún var að hvíla sig. Loks sá hún að Amelía gaf henni merki um að koma. Síðdegis fóru þær aftur út í garðimn með körfur. Júdit vann á við tvo til þess að Amelía yrði d'.iki tortryggin. Endrum og eins skotraði Amelía augunum t’l liennar. Stúlkan var svo döpur og þreytuleg, að það virtist fjarstæða áð ætla að hún hefði í hyggju að misnota það frelsi sem henni yrði .veitt um kvöld’ð. Og þó var heimskulegt að treysta henni. Fyrir kvöldið ætlaði hún að gefa henni eina alvax-lega áminningu í viðbót. Það var h’ð eina sem liún gat aðhafzt til að hindra að ólánið dyndi yfir. Caleb var ekkert lamb að le:ka sér við. IJann myndi ekki hlífaMark Jordan stundinni lengúr, ef Júdit kæm'st undan. Allan daginn vann Amelía sleitulaust til að forðast hugsanir sínar. Það var eins og kvíðinn fyrir afleiðingum þessa Ikvölds ætlaði að buga hana. Hún sá fyrir sér hvernig Mark Jordan yrði við, þegar hann kæmist að sannleikanum um sjálfan sig. Þessar hugsanir ásóttu hana, þangað til allt var kom'ð á ringulreið í liuga hennar. Hendur hennar voru ataðar óhreinind- um og hún bar körfu eftir Ikörfu af kartöflum heim að húsinu án þess að finna til hinnar líkamlegu árej'nslu. Uxidir kvöld bar Júd't síðustu kartöflukörf- una niður að stíunni í kjallaranum. Svo liljóp hún upp á loftið áður en Amelíu gafst tóm til að tala við hana og fleygði sér útaf í rúm Lindu. Kennslukonan hafði fsrið að he man til að tala við Svein. Elín var úti að safna eggjum og bræðurnir og Caleb voru að sinna skepnunum. Amelía l’.iom upp á loftið að tala v'ð Júdit. Hún fann hana hálfsofandi í rúmi Lindu. Stúlk- an settist upp og strauk hárið frá enninu, „Hvað geagur eiginlega að þér?“ sagði Amelía hvassri röddu. „Ekki neltt“, sagði Júdit og æ.tlaði að rísa á fætur. Um leið settist hún aftur'dg nísti tönn- um. Amelía leit rannsakandi á lrma. „Mér sýn'st eitthvað vera að þér. Þú ættir ekki að fara, þetta í kvöld ef þú ert lasin“. ,.Ég er ej'.rki lasin. Ég ér bax’a þreýtt“, sagði Júdit og það kom þróskusvipur í augu hennar. „Jæja — Ég ætlaði að ítreka það við þig, að ef þú ferð, ferðu be'nt í skólara og ekkert annað“, hélt Amelía áfram. „Og þú ferð með Marceini og Elínu og kernur heim með þeim. Ef þú hlýðir því ekfti, þarftu ekki að leita til mín um hjálp gegn honum. Hann er búinn að segja méi’, að þú verð'r send til borgaritanar ef eitthvað beri útaf. Og mundu það Júdit, að hann hefur upp á þér, hversu langt sem þíi ferð. Það er tilgangslaust fyrir þig að reyna að strjúka. Skilurðu það?“ Augu Amelíu vorn livöss og rannsakandi, munnsvipurinn hörku- legur. Þegar hún fékk ek'kert svar, hallaði hún sér áfram, tók um öxl Júditar og hristi hama. „Hvers vegna ertu svoma þver, barn?“ spurði hún dálítið kvíðafull. Ailt í einu spratt Júdit á fætur. Hún var föl í andliti. „Hvað ert þú eiginlega að tala við mig?“ hrópaði hún hásri röddu. „Þú veizt ekkert — um mig. Ég tilheyri hvorki þér né honum. Ég á ekki heima hérna. Og ég ætla að fara héðan. Strax — í kvöld —“ rödd hennar var slitrótt og nær óskiljanleg — ,,og mér er sama — hvað fyrir kemur. Hann getur sent mig í fangelsi — ef hann vill. Hann má drepa mig — eða þig — eða hvem sem er. Mér stendur á sama, — ég ætla að fai’a. Og þú getur ekki komið í veg fyrix’ það. Þú getur það ekki, heyrirðu það?“ Hún stóð ógnandi fyrir framan Amelíu og Amelía hörfaði undan, skelfd yfir æsingu henn- ar. Augu hennar voru hræðileg ásýndum. Svo lét liún allt í einu f@.llast mður á rúmið aftur. Hún leit niður fyrir sig og liandleggirnir héngu mlittlausir niður með hliðunum. Á einu and- artaki var hún orðin hjálparvana. Amelía starði á hana. „Þú ferð eklki fet — þú ferð ekki fet, Júdit. Ég banna þér að fara. Ég skal segja hounm það — ég fer út og segi honum það strax, ef þú tekur þetta ekl'.ri afur“, sagði hún stíllilega. „Þú ferð alls ekki héðan“. „Mér er sama hvað þú segir“, sagði Júdit þi-jóskulega. ,,Ég verð að fara“. Amelía leit hvasst á hana. „Hvað áttu við? Af hverju verðui-ðu að fara?“ spurði hún. Júdit rétti úr sér. Augu hennar voru kulda- leg og sviplaus. „Það kemur þér ekikert við. Ég sagðist verða að fara, Það er állt og surnt. Þér stendur alveg á sama um mig — og þess vegna segi ég þér ekki neitt. Farðu og leyfðu mér að vera í friði“. Gamla konan virti hana fyrir sér. Allt í einu var eins og ísköldu vatni hefði verið dælt inn í æðar hennar. Nii skildi hún hvernig í öllu lá. Júdit átti von á bami. Án þess að mæla orð frá vörum sneri Amelía sér v'ð og gekiki hægt niður stigann. Henni fannst eins og hræðilegt ógnargímald hefði opnazt fyrir framan hana. Þegar hún gekk gegnum setustofuna, var eins og gólfið stigi upp á móti henni. Hún nam staðar við elda- vél'na, skaraði í eldinn og bætti vatni í ketil- inn. Svo hrærði hún deig og fór síðan að skræla kartöflur. Hitt fólkið fór að tínast inn. Kennslu- Ikonan kom heim. Elín fór að leggja á borðið í hinu herberginu. Daglegu störfin héldu áfram t'l allrar hamingj.u. \ Caleb var í óvenju góðu skapi þetta kvöld. Nokkrir lirossakaupmenn höfðu átt leið fi’am- hjá og hann hafði gert hagkvæma samninga við þá. Kann talaði um söluna við Martein. CáW Ofc CflMMH Kennarinn: ýEruð þér áhyggjufullur út aí spurii- inguuni? Nemandinn: Nei, alls ekki út af spurningunni. en það er svariö, herra lcennari. Hann: He'durðu að þetta sé héppilegur tími til að biðja föður þinn um hönd þina? Hún: Já, vinur — ég var nefnilega að segja honum rétt áðan, að óg þyrfti nýjan samkvæm- iskjól. Jónki: Er það mögulegt að konan þín hlýði þér i blindni? Gvönzi: Auðvitað. Þegar ég segi við hana: hafðu þetta eins og þér sýnist — þá getir hún það.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.