Þjóðviljinn - 10.12.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.12.1953, Blaðsíða 6
6) ' ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 10. desember 1953 JllÓOyiUINN Útgefandi: Sameinlngarflokkur alþýBu — Sósíalistaflokkurlnn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Slgurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. BlaCamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Simi 7600 (3 línur). JLskriftarverð kr. 20 á mánuði I Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintaklð. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. ____________________________________ ' íhaldið og Hitaveitan íhaldsblöðin hafa verið að gera tilraun til að slá $jálfstæðis- flokkinn til riddara fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir Hita- veituframkvæmdirnar fyrir röskum tíu árum, én Hítaveitan átti 10 ára afmæli 1. des. s.l. Má segja að fátæklegt gerist nú um hólsefni hjá bæjarstjórnarmeirihlutanum þegar gripið er til þess að gera þessa sjálfsögðu framkvæmd að sérstöku af- reksverki áratug eftir að fyrirtækið tók til starfa. Hitt minnast íhaldsblöðin ekki á, af skiljanlegum ástæðum, hve kyrrstaðan og afturhaldssemin hefur sett augljóst mark á rekstur Hitaveitunnar og frekari framkvæmdir ‘í hitaveitumál- um þann áratug sem fyrirtækið hefur starfað. En eins og kunnugt er nýtur ekki nema nokkur hluti Reykvíkinga þæginda hejta vatnsins, hinn hlutinn, þ.e. allir þeir sem í úthverfunum túa, eru áa þessara þæginda og verða að greiða um 20 millj. kr. á ári fyrir erlent brennsluefni til upphitunar húsa sinna. Á sama tíma og stór hluti Reykvíkinga nýtur ekki heita vatnsins er vatnsmagn Hitaveitunnar þannig nýtt, að mikill hluti þess reanur ónotaður til sjávar 7-8 mánuði ársins. Veru- legt magn hitaorku glatast með öllu vegna lélegrar einangrun- ar á hitaleiðslum bæjarkerfisins. Mikilli hitaorku er glatað með stöðugu næturrennsli sem látið er viðgangast algjörlega að þarflausu. Á þessar staðreyndir er bent í áliti nefndar sem skipuð var af bæjarstjóm fyrir mörgum árum að tilhlutan Sósíalistaflokks- ins. Skilaði nefndin áliti sínu fyrir hálfu öðru.ári og benti á ýmis rannsóknaratriði sem leitt gætu til fyllri hagnýtingar á Hitaveitunni, þeim bæjarbúum til aukinna þæginda sem enn eru án heita vatnsins og fyrirtækinu sjálfu til stóraukiana tekju- öflunarmöguleika. Er það álit fróðustu manna um þetta efni, að með núverandi rekstursfyrirkomulagi á Hitaveitunni sé sóað til einskis verð- mætum upp á 10-15 millj. kr. á ári. En hvað sem þeirri tölu h'ður liggur í augum uppi að um geysilega og óafsakanlega sóun ■er áð ræða þar sem aðeins nokkur hluti vatnsmagnskis er nýttur mest allt árið en hitt látið renna ónotað í sjó út. Með þessu taþar Hitaveitan stórfé árlega og flestir þeir sem búa utan Hringbrautar verða að hita híbýli sín upp með erlendu brennslu- efni. Um gjaldeyristjónið þarf ekki að ræða, það liggur hverjum skynbærum manni í augum uppi. Réksturkin á Hitaveitunni er einkennandi fyrir skammsýnina og óstjórnina sem þrifst í skjóli íhaldsins. Engar raunhæfar ráðstafanir eru gerðar til að auka heita vatnið nema kostnaðar- samar boranir sem bera lítinn árangur. Er þó öllum vitanlegt að nægilegt heitt vatn er fyrir hendi í lítilli fjarlægð frá höfuð- staðaum. Og heita vatnið frá Reyjum er nýtt eins og hér hefur verið lýst meðan fjölmenn bæjarhverfi bíða eftir því að þörfum þeirra í þessu efni sé fullnægt. Tveir meðlimir hitaveitunefndar létu það álit í ljós í skýrslu hennar, að með betri einangrun, tvöföldum gluggum, tvöföldum hitaleiðslum og byggingu vara- kyndistöðva mætti hita upp alla núverandi byggð Reykjavíkur og jafnvel mua fjölmennari bæ með fullri nýtingu þess vatns sem nú streymir til bæjarins ofan úr Mosfellsdal. Þótt hér kunni að vera um umdeilanlegt atriði að ræða gegnir furðu að engin raunveruleg athugun skuli fara fram í þessu efni af hálfu Hitaveitunnar og forráðamanna hennar. Fyrir meira en ári síðan lögðu sósíalistar í bæjarstjórn til að hitaveitustjóra yrði falið að framkvæma nokkur ákveðin rannsóknaratriði varðandi möguleika á gjörbreyttum rekstri Hitaveitunnar og fullkominni hagnýtingu þess vatnsmagns sem hún hefur >úir að ráða. Þetta voru einföld atriði og auðleyst. Tillögunni var vísað til bæjarráðs en þar fékkst samþykkt að fela hitaveitustjóra rannsóknina. Þrátt fyrir ítrekaðan eftir- rekstur af hálfu sósíalista hefur ekkert frá hitaveitustjóra heyrzt en þann dag í dag. I heilt ár hefur hann legið á mál- inu og enginn sem til þelckir efast um að það er gert í fullu sam- ráði við íhaldsmeirihlutann. Þannig eru vinnubrögð Ihaldsins i þessu mikla liagsmunamáli úthverfatina sem beðið hafa eftir heita vatninu í 10 ár. Þau bera svipmót sióðaskapar, afturhaldssemi og sóunar. Og sjálft er fyrirtækið skaðað um milljónaupphæðir árlega. Það er ekki að furða eða hitt þó heldur þótt málgögn Ihaldsins telji sig hafa efni á að hrósa því fyrir slíka frammistöðu. Þráinn skrifar: Eftir útvarpsumræðurnar Áð vinna heiminn í útvarpsumræðunum 19. nóv. s. 1- ílutti einn af yngstu þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins frámsöguræðuna íyrir "þann flokk. Var það Jónas G. Rafnar, þingmaður Akureyrarkaupstað- ar. Var ræða hans birt í Morg- unbiað'nu Þegar daglnn eftir, og ber hún eftirfarandi fyrir- sögn:„Forsendan fyrir því að íslendingar geti haldið sér ut- an við styrjaldarátök stórþjóð- anna er brostin fyrir fullt og alt“. Kom greinilega fram, að hér er átt við, að ekki verði komið í veg fyrir að ísland verði hertekið í styrjöld, sem háð yrði milli Bandarikja N- Ameríku og ríkja á meginlandi Evrópu, ef slík styrjöld brytist út. Út frá . þessu reynir svo ræðumaður að rökstyðja það, að rétt hafi verið að gera Keflavíkursamninginn, rétt að ganga í Norður-Atlanzhafs- bandalagið. og rétt að kalla er- lendan her til landsins. Er helzti rökstuðningur hans þessi: 1. Ekkert riki í heimjnum getur á vorum dögum hatdið sér einangr.uðu í skióli fjar- lægða. Og ísland er þýðingar- mikið i ófriði, milli Ámeríku og Evrópu, þar sem flutningar um Norður-Atlanzhaf fara svo að segja um hlaðvarpann hjá okkur. Okkur er því ekkert skjól í hlutleysisyfirlýsingu lengur. 2. ' „Þegar íslendingar gerð- ust aðiiar að Norður-Atlanz- hafsbandalaginu hafði yfir- gnæfandj meirihluti þjóðarinn- ar gert sér grein fyrir hinu nýja viðhorfi, og ákvörðun þjóðarinnar varð því sú að velja sér stöðu í hinum tvi- skipta heimi“. 3. „Valið var á milli þess, sem allir sannir og ósp lltir ís- iendingar afneita í hjarta sínu, og þeirra hugsjóna sem á sínum tíma stuðluðu að byggð íslands og hafa síðan ríkt í vitund og geði þjóðarinnar. Hugsjóna, sem frjálsir menn kjósa frem- ur að. deyja fyrir en lifa án eins og komizt hefur verið að orði“. íslendingar ábyrgir fyrir annarra hryðjuverkum í táum orðunT'sagt, er í þess- um atriðum forðazt að koma nærri meginkjarna málsins. Þótt við vildum ganga út frá því sem gefnu að ísiand yrði hertekið í slikri styrjöld, vegna hernaðarlegrar þýðingar og hlutleysisyfirlýsing geti ekki tryggt^ okkur afskiptaleysi^ þá ber fyrst og fremst að gæta þess, hver munur er á afstöðu íslendinga eftir því hvort þeir hafa sjálfir boðið fram land s:tt til afnota í fremstu víglinu slíks ófriðar, eða það er her- numið gegn mótmælum ís- lenzkra stjómarvalda eins og Bretar gerðu 1940. Það þarf cngum að dyliast að á þessu tvennu er reg.'nmunur. Þeir, sem lengst ganga í að — en bíða tjói verja hernámið reyna sífellt að skáganga þennan sannleika. Þeir reyna þó aldrei að neita þvi, að sú þjóð, sem af sjálfs- dáðum hefur gerzt stríðsaðili ber að sjálfsögðu ábyrgð á þeim hryðjuverkum, sem unn- in eru af því rikjabandalagi er hún er í. Hins vegar er sú þjóð, sem aðeins er hertekin, gegn eigin mótmælum, saklaus af öllum slíkum hryðjuverkum og án ábyrgðar á þeim, þrátt fyrir það þótt land hennar sé hernumið og notað í þágu ann- ars hvors styrjaldaraði’a, ef ljóst liggur fyrir að hún gat sjálf á engan hátt komið í veg fyrir það. Og það veit Jónas Rafnar sem aðrir, að aldrei myndi okkar þjóð um það kennt þótt hún verði hertekin sökum fámennis síns og varn- arleysis. En lendi hún í styrj- öld nú, þá eru þeir fulltrúarj sem hafa leyft sér að koma henni í núvei;andi aðstöðu, búnir að kaila yfir hana sektar- dóm ,a. m. k. fvrir öll þau hryðjuyerk, sem framin kunna að verða í skjóli þeirrar að- stöðu, sem Bandaríkin hafa nú á iandj voru, Þetta er sá reginm!kli eðlismunur, sem er á aðstöðu okkar í þeirri styrj- öld, er út kynni að brjótast milii Ameriku og Evrópu eins og nú horfir og þeirri aðstöðu sem við komumst í við her- töku Breta vorið 1940. Bandarískir hagsvuinir metnir meir en íslenzkir Önnur blekktngin, sem skín út úr ummælum Jónasar Rafn- ars er sú, .að til þess að tryggja Vesturveldunum aðstöðuna hér í upphafi styrjaldar sé hernám- ið nauðsynlegt. Þetta er s. s. ekki ný kenning. En það, sem raunverulega er lólgið i þessu er það, að til þess að tr.yggja hagsmuni Bandaríkjan'na í þess- ■ari væntaniegu styrjöld eigum við að leggja á okkur hersetu um hvaða tíma sem vera skal, hversu ægilegar afleiðingar, sem það kann að hafa fyrir okkar eigin þjóð. Þetta gefur nú sannarlega heitið að meta bandaríska hagsmuni meira en íslenzka. Enn fremur mun taep- lega nokkrum manni koma til hugar að Sovétríkin hafi nokkra möguleika til að verða á undan Bandaríkjunum og Bretland; að hemema Island i upphafi styrja’.dar eða mögu- leika á að halda því til hernað- arnota meðan Vesturveldin ráða öllu. á N-Atlanzhafi. Þá er hitt ekki siður hverj- um manni auðskilið, að et' ár- um eða áratugum saman hefur verið starfað að þyggingum hernaðarmannvirkja á í.slandi, og hér verða kom'n öf’.ug víg- hreiður, sem ógna andstæðing- um Bandaríkjanna á megin- landi Evrópu, þá margfaldar það freistingu hvers þess and- stæðings til tortímandi árása á -ísland. á sálu sinni Hverjir sigra í nœstu styrjöld? Þegar Alþingi hafði sam- þykkt inngönguna í Atlanz- hafsbandalagið áttu tveir kunn- ingjar samtal um þann atburð. Annar var sósíalisti, en hinn fylgdi einum hernámsflokkanna að málum. M. a. spurði sósíai- istinn kunningja sinn hvernig honum litist á aðstöðu íslands i lok þeirrar styrjaldar, sem sífellt væri umtöiuð og vænt- anleg talin mi’li Bandayíkjanna og Sovétríkjanna, ef svo skyldi nú fara að það yrðu Sovétr.'k- in sem bæru sigur af hólmi. íslendingar yrðu þá i hópf þeirra sigruðu og mættu eðli- lega búast við friðarskilmálum samkvæmt þvi. Kunningl hans, sem í al’a staði var greindur og gegn maður, svaraði aðcins þessu: „Ja, við liugsum bara. ekki máp; frá þessari hlið“. Þannig mun vera ívrir fjöld- anum, sem blekktur hefur ver- ið til að trúa á ágæti hernáms- ins, að i ö’.lu blekkingarmold- viðrinu hefur þeim alveg láðst að hugsa málið frá þessari hlið, sem er þó sannarlega engu ómerkari eða óhugsanlegri en hin. Ætli Jónas Rafnar hafi ekki gleymt henni lika? Eða skyldi hann vilja koma aftur fyrir hljóðnemann til að sanh- færa þióðina um, að einn'g það, að vera sem sigruð ófrð- arþjóð fyrir hinum illræmdu kommúnistum í Rússlandi sé betra en að vera bæði afskipta- og ábyrgðarlaus í rekstri þeivr- ar styrjaldar. ^ Réttlœtir sjálfan sig á kostnað þjóðarinnar. Þegar Jónas Rafnar heldur því fram að meginhluti al- mennings hafi gert sér gre.u fyrjr „hinum nýju viðhorfum", er hann kallar svo, er hann að gefa í skyn, að bæði Keflavik- ursamningur'.nn, inngang'm í Atlanzhafsbandalagið og her- námssamningurinn hafi vi.'.ð gerðir vegna utanaðkomandi þrýstings frá þjóðinni, þ e- öllum almenningi. Hve,r skyldi vita betur en Jónas Rafnar, að allir þeir, sena samþykkt hafa þessa sanurnga, þar með hann sjálf-j", hafa aldrei þorað að leggja nc!un þeirra undir dóm þjóðarinnar í almennri atkvæðagre;ðs'u- Hvers vegna ekki? Af ótta v.ð það, að mikill meiri hluti hehn- ar yrði þeim andvígur. A'ilir,. sem með þessum málui'ii hafá fylgzt vita vel, að í öllum þec's- um tilfellum var allt ger; sein. unnt var til þess að koma í veg fyrir að þjóðin fengi nema sem allra minnst að vita n'rtt þessi mál fyrr en eftir dúk og disk. Og svo langt gekk það, að sjá’fur hernámssarrmingur- -inn var undirritaður af þáver- andi -utanríkisráðherra tveimur dögum áður en hinir 43 þing- Framhald á 11. siðu I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.