Þjóðviljinn - 23.03.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.03.1954, Blaðsíða 7
Þriðjudagur, 23. marz 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (T 1 tilefni þess, að áburðar- verksmiðjan er tekin til starfa hefur stjómmálaritstjóri Tim- ans séð ástaeðu til þess að veitast enn einu sinni að Sósíal- istaílokknum með rætnum á- sökunum um að hann hafi tví vegis reynt að bregða fæti fyrir framgang þessa máls. Er þetta sett fram í tveimur leiðurum föstudaginn 1?. rr^arz og laugar- daginn 13. marz s.l. Þótt þetta séu engan veginn nýjar full- yrðingar hjá blaðinu og þær hafi áður verið hraktar og sýnt fram á, að þær' séu blekkingar einar, þykir mér rétt bæði í tilefni þeirra og einnig þess, að málið er nú komið á þann rek- spöl, sem raun ber vitni, að rifja upp sögu þess alla. Er það fróðlegt fyrir íslenzk- an almenning og ekki sízt bændastéttina, að átta sig til hlítar á öllu því sem gerzt hefur í sambandi við þetta mál Mætti þá svo fara að það yrðu fremur aðrir en við sósíal- i.star sem ástæðú hefðu til að óska þess, að haft yrði lágt uro afskipti þeir.ra. En framar öllu öðru mun ég leggja kapp á að láta staðreyndirnar tala. í fyrrnefndum stjórnmáia- leiðurum Tímans er sérstak- lega lögð áherzla á það, að sósíalistar hafi stöðvað fram- kvæmd áburðarverksmiðju- málsins árið 1944 eftir að frumvarp utanþingsstjórnarinn- ,ar var lagt fram á Alþingi, og síðar rejmt að tefja það með því að vera andvígir Marshall- áætluninni, eða þátttöku ís- lendínga í því samstarfi. Er því jafnframt slegið föstu, svo ,seíP ,o,ft áðwr, að án Marshall- hjálparinnar hefði ekki verið hægt að reisa verksmiðjuna. Skal það tekið til athugunar síðar. Úr saítpétursdeiid áburðarverksmiSjunn&r í Gufunesi búning. Það- sumar fór dr. Björn Jóhannesson jarðvegs- fræðingur utan að tilhlutun ráðsins til að kynna sér rekstur áburðarverksmiðja í ýmsum löndum og annað viðkomandi áburðaríramleiðslu. Skilaði hann skýrslum um ferð sína og athuganir þegar heim kom. Samkvæmt þeim upplýsingum öllum, hlutu allar ályktanir að hníga í þá átt að því stærri sem verksmiðjan væri því minni mundi framleiðsluTTostn- aðurinn verða, þangað til verk- smiðjan væri orðin afarstór með 40—50 þús. tonna fram-. leiðslu á ári af hreinu köfn- unareíni. Þetta var þó ennþá betur sannað í álitsgerð þeirr- ar nefndar er síðar var skipuð til að vinna frekar að undir- búningi málsins. En sú nefnd var skipuð af Nýbyggingarráði þegar í jan. 1946. Hún hélt rannsóknum áfrarn, og var eitt af hennar verkefnum m. a. það, að rannsaka hvernig bezt yrði leyst úr rafmagnsþörf áburð- arverksmiðju er framleiddi ekki minna en 2500 tonn af hreinu köínunarefni, þ. e. væri meira en tvöfalt stærri en sú sem gert var ráð fyrir í frum- varpi Vilhjálms Þór. Það sýndi sig ennfremur að þetta mark var allt of lágt, svo sem síðar skal verða sannað. Ásmundur Sigurðsscn: Fra.msókn reynir strax að gera málið að póiitisku áróðursmáli. Árásum á Sósialhiaflokkínn svarað Hver er svo saga áburðar- verksmiðjumúisins frá 1944 og ú hvaða grundvelli voru byggð- ar þær tillögur utanþingsstjórn- arinnar sem Tíminn eignar ein - göngu Vilhjálmi Þór? Satt er það að í októbermánuði það ár var flutt stjómarfrumvarp um byggingu áburðarverksmiðju. Var gert ráð fyrir að fram- leiðslugeta verksmiðjunnar yrði 1200 tonn á ári miðað við lireint köfnunarefni. Kemur þetta skýrt fram í greinargerð frumv. Jafnframt kom það fram að fyrirhugað var að verksmiðjan yrði reist á Akur- eyri og fengi til afnota raf- magn frá gömlu Laxárvirkjun- inni. Auðvitað var það rökrétt að ætla verksmiðjuna ekki stærri miðað við þá möguleika, sem þar voru fvrir hendi með raf- orkuútvegun. Hitt var hverjum heilvita manni, sem nokkuð þekkti áburðarþörf og þróunar- möguleika íslenzks landbúnað- ar, undir eins ljóst, að svo lítil verksmiðja mundi þegar í stað verða alltof lítil, og því koma landbúnaðinum að sára- litlu eða engu gagni. Annað var líka fullkunnugt þeim mönnum er eitthvert inngrip höfðu í rekstur slíkrar verk- smiðju, það er það, að engin von gat verið til, að verksmiðja sem ekki framleiddi meira en 1200 tonn af köfnunarefni á ári gæti staðizt samkeppni við er- lenda framleiðslu . mörgum sinnum stærri fyrirtækja hvað verð áburðarins snerti. Auð- vitað var þýðingaríaust að rejma að ræða þessi atriði skj-nsamlega við þá menn, er fyrirfram voru ákveðnir í að gera þetta mál að pólitísku á- róðursmáli fyrir flokk sinn, og beita til þess hverskonar blekk- ingum sem þurfa þótti. En all- ar voru þessar röksemdir sann- aðar síðar af þeim, er nú var falinn frekari undirbúningur málsins. Nýbyggingarráði íalinn undirbúningum málsins Að þessu öllu athuguðu var sú ákvörðun tekin ai þáver- andi stjórnarflolikum, að láta undirbúa málið betur, og fela Nýbyggingarráði, sem þá var verið að stofna, undirbúning- inn. Málið var þessvegna afgreitt þannig á því þingi, að í E. d. var samþykkt rökstudd dag- skrá svo hljóðandi: „í trausti þess að ríkisstjórn- in feli Nýbyggingarráði nauð- sjmlegan undirbúning áburðar- verksmiðjumálsins og leggi síð- an fyrir Alþingi frumvarp til laga um áburðarverksmiðju þykir ekki ástæða til að sam- þykkja frumvarp það, er hér liggur fyrir og tekur deildin þvi í’jTÍr næsta mál á dagskrá." Ilver maður, sem þetta plagg les sér að hér er ákveðið að vinna að hinum nauðsynlega undirbúningi málsins, sem sannanlega var óunninn á þessu stigi. Hinsvegar gerði þá- verandi stjcmarandstaða, Framsóknarflokkurinn, roluia mikið pólitískt moldviðri út af þessari afgreiðslu. Moldviðri sem í fyrstu var stefnt gegn þáverandi stjórnarflokkum öllum. En þegar samstarf hófst aftur um ríkisstjórn meðal „!ýðræðisflokkanna“ þriggja fór fijótt að draga úr árásunum á samstarfsíiokka Framsóknar, og eftir að Framsókn og íhald- ið ákváðu að afhenda gæðing- um sínum, bæði stofnunum og einstaklingum, 2/5 hluta áburð- arvcrksmiðjunnar, hafa þessar árásir aðeins snúizt upp i ó- merkilegt aurkast á Sósíalista- fiokkinn einan. Ábúrðarverksmiðju- neíndin tekur til staría Samkvæmt þessu var nú málið komið i hendur Nýbygg- ingarráðs, sem þegar sumarið 1945 hófst handa með undir- Framsókn sat 14 mán- uði í stjórn áður en hún lagði áburðarverk- smiðjuírumv. íram. Um áramótin 1947 urðu stjórnarskipti. Tók þá fram- sóknarmaðurinn Bjami Ás- geirsson við stjórn landbúnað- armála. Ef allt hefði verið með felldu um undirbúning málsins frá hendi Vilhjálms Þórs og dráttur sá er á var orðinn að- eins verk sósíalista vegna fjandskapar þeirra við málið, þá hlaut hinum nýja landbún- aðarráðherra að vera í lófa lagið að taka málið upp á fyrri grundvelli, og flytja það þeg- ar að nýju í frumvarpsformi inn í þingið. En vinnubrögðin urðú allt önnur. Árið 1947 fékk að liða hjá. Og nærri þriðjung- ur ársins 1948 fékk einnig að líða. Það var fyrst í apríl- mánuði 1948 þegar Framsókn var búin að ráða landbúnaðar- málum í nærri 15 mánuði að útbýtt var á Alþingi nýju frum- varpi um stofnun áburðarverk- smiðju. Segir í 1. grein þess m. a. „Vinnslugeta verksmiðj- unnar skal vera 2509 smál. árs- framleiðsla af köfnunarefni a. m. k.“ Ástæðan fyrir drættinum var hverjum manni augljós er greinargerð frumvarpsins las. Því í henni segir m. a. þetta: „Haustið 1944 var lagt fyrir Alþingi frumv. til laga um á- burðarverksmiðju af þáverandi landbúnaðarráðherra Vilhjálmi Þór. . . . Eins og kunnugt er var málinu slegið á frest m. a. á þeim grundvelli að tryggja bæri næga raforku til verk- smiðjunnar áður en hún yrði sett á stofn. í janúar 1946 skip- aði Nj'byggingarráð nefnd til að rannsaka m. a. möguleika á því að íá nægilegt og nógu ódýrt rafmagn til að reka á- burðarverksmiðju hér á landi miðað við 2500 smálesta árs- framleiðslu af hreinu köfnun- arefni. í áliti áburðarverk- smiðjunefndar eru m. a. sett fram þessi sjónarmið. „Nægileg raforka, frumorka, sem er handbær allan sólar- hringinn verður ekki fáanleg fyrr en að lokinni næstu Sogs- virkjun ... Umframorka (þ. e. orka scm er handbær á öðr- um tímum en þeim, sem álagið er mest) er nægði fyrir verk- smiðjuua verður heldur ckki fáanleg fyrr en að lokinni nefndri virkjun.“ “ Þótt ekki væri hærra stefnt en að 2500 tonna verksmiðju er dómur neíndarinnar sá, að engin raforka sé fyrir hbridi til að reka, jafnvel svo litla verksmiðju, fyrr en búið væri að virkja sogið að nýju. Þannig varð Bjarni Ásgeirsson til þess, með greinargerð sinni, að færa sönnur á réttmæti þeirra rök- semda sem urðu til þess að málinu var frestað árið 1944. Stækkuð verksmiðja —• lækkandi framleiðslu- kostnaður — ódýrari áburour. En það voru fleiri fróðlegar upplýsingar, sem fram komu í áliti áburðarverksfniðjunefnd- arinnar, og birtar voru í grein- argerð þess frumvarps. M. a. nokkrar um framleiðslukostn- að á einingu miðað við stærð verksmiðjunnar og framleiðslu- magn. Var þetta mjög vel sann- að með skýrslum og línuritum, samkvæmt erlendri reynslu. En tölur þær, er um þetta voru birtar í álitinu miðað við þá- verandi framleiðslukostnað og þáverandi gengi íslenzkrar krónu voru þessar: Framleiðslukostnaður á hvert kg. af hreinu köfnunarefni mundi verða sem hér segir: í 2700 tonna verksm. kr. 2,24 - 3600 — — — 1,85 - 5000 — — — 1,67 - 7500 — — — 1,43 Hér lágu þá fyrir upplýsing- ar um það, að framleiðslukostn- aðurinn gæti orðið þriðjungi minni í 7500 tonna verksmiðj- unni, en 2700 tonna, og áburð- urinn þá að sama skapi ódýr- ari. Ennfremur lágu fjTÍr aðr- ar upplýsingar sem greinilega sönnuðu að lágmarksfram- leiðslukostnaður var engan veg- inn fenginn með 7500 tonna stærðinni heldur gæti laikkað enn að rnun, með þvi að stækka verksmiðjuna til muna. En hver hefði þá orðið fram- leiðslukostnaður í litlu 1200 tonna verksmiðjunni sem Fram- sókn vildi láta byggja 1944, þótt þá væri ekki einu sinni Fratnhald á 8 síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.