Þjóðviljinn - 23.03.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.03.1954, Blaðsíða 10
20) — ÞJÓÐVILJINN V, - Þriðjudagur 23. marz 1954 mí!.t vií-.'r. ,'£2 líi-ftiibvliÍr-Ý ■ ff,:as Selma Lagerlöf: KARLOTTA LÖWENSKÖLD 51. — Hér er enginn karlmað'or heima við, sagði hann. Ég hitti kerlingu sem sagði mér, að ráösmaðurinn vœri á elgsveiðum meö öllu verkafólkinu. Það fór af stað klukk- an fjögur í morgun. Því lá svo á, aö hestastrákurinn mátti ekki vera að því aö fóðra hestana. Herramir heyra hvemig þeir láta. Og út úr hesthúsinu heyrðist gnýr og hávaði, því að hungraðar skepnumar spörkuðu og hrinu. Dálítill roði litaöi kinnar Schagerströms. — Vill ökumaðurimi ekki gera svo vel að gefa þeim, sagöi hann og fékk honum skilding. Hann leit í kringum sig eins og áhugi hans væri aö vakna. — Þaö rýkur ekki ur járnbrennslunni, sagöi hann. — Það er slokknað í brennslunni í fyrsta skipti í þrjá- tíu ár, sagöi herra Nyman. Þaö finnst enginn málmur. Hvað er hægt að gera? Börjesson fer á veiðar eins og þú sérð með allt sitt fólk. Ég er ekki hissa á því. Schagerström varð enn rjóðari. — Er ekki uimiö í smiöjunni heldur? spuröi hann. — Ekki býst ég við því. Smiðirnir rinna útivinnu. En hvað kemur það þér viö? Þú ætlar að gefa allt saman. — Já, auövitað, sa.göi Schagerström bljúgur. Það kem- ur mér ekkeri við. — Það eru hen-amennirnir í stjóm barnaheimilis frímúrara, sem eiga að kippa þessu 1 lág en ekki þú, sagði bókhaldarinn. — Já, auðvitað, sagöi Schagerström aftur. — Viltu ganga iim fyrix? spurði herra Nyman og gekk í áttina að íbúðarhúsinu. Eins og þú skilur var morg- unverðurinn snæddur snemma, — áður en karlmennirn- ir fóru af stað. Kvenfólkið sefur. — Þú þarft ekki aö vekja þaö, sagöi Schagerström. Ég hef enga viðdvöl hér. — Hæ, hrópaöi Nyman um leiö. Sjáöu þarna, sjáöu þama! Skothvellur kvað við. Út úr skóginum kom elgur hlaupandi. Hann var særöur, en hélt flóttanum áfram. Annar framfótui-inn var ónýtur og dróst máttlaus eftir jöröinni meöan dýriö hoppaði áfram á hinum þrem. Andartaki síðar kom einn veiðimannanna út úr skóg- inum. Hann miöaði og felldi dýrið með einu skoti. Elg- urinn féll stynjandi til jarðar, nokkur skref frá Schager- ström. Skyttan nálgaöist hægt og næstum hikandi. Þaö var hávaxinn maður sem bar sig glæsilega. — Þetta er Hammarberg kapteinn, sagöi herra Ny- man. Schagerström leit upp og leit hvasst á veiöimanninn hávaxna. Hann þekkti hann samstundis aftur. Þetta var sami rauðbirkni, ljóshærði liösforingiim, sem haföi haft svo ótrúlega mikið vald yfir kvenfólkinu og þaó var svo hrifið af, þótt það vissi mætavel áð hann var mannleysa, já, næstum ómenni. Schagerström mundi aldrei gleyma, hvemig þessi maður haföi reynt aö koma sér í mjúkinn við Dísu Landberg meðan hún var ung stúlka, hvemig ha.nn hafði næstum dáleitt hana, svo að hún leyfði honum að fylgja sér í gönguferðir, út- reiðartúra, dansa við hana. — Leyfir þessi þorpari sér að koma hingáð? tautaði hann. — Þú getur víst ekki kornið í veg fyrir það, sagði herra Nyman og hann var allt aimað' en auðmjúkur. Endurminningarnar flykktust að Schagerström. Þessi kapteinn, sem þóttist hafa komizt aö ást hans til heima- sætunnar, hafði kvalið hann, hætt hann, gortað af ill- verkum sínum viö hann eins og liann vildi að Schager- ström fyndi sem sárast til þess að Dísa Landberg lenti í klónum á slíkum manni. Hann nísti tönnum og varð skuggalegur á svip. — Komdu hingað mannfýla og bittu enda á kvalir skepmmnar! hrópaði hann til kaptemsins. Um leiö sneri hann í hánn bakinu, gekk að íbúðar- liúsinu og barði kröftuglega að dymm. Börjesson ráðsmaður og hinnir veiðimennimir voru einnig komnir út úr skóginum. Ráðsmaðurinn þekkti Scloagerström og flýtti sér til hans. Schagerström leit á hann óblíðu augnaráði. — Ég álasa þér ekki fyrir hitt, sagði Schagerström, fyi’ir að slokknað er í bi’ennslunni, smiðjan er lokuð og dýrin svelta. Það er ef til vill eins mikiö mér áð kenna og ráðsmanninum. En að ráðsmaðuxinn skuli leyfa þessum óþokka, Hammarberg kapteini, að veiða á land- ai'eign minni, það er ekki mín sök. Og nú segi ég ráðs- manninum upp vistinni. Með þessxun orðum tók Schagei'ström aftur við hús- bóndavaldinu yflr' eignum sínum, og það leið á löngu áður en honum datt í hug áð afsala sér þvi. VAGNINN I. Þegar Schagerström ók fi'á Krosskirkju prestssetri efth' sehma bónorðiö, var honum enginn hlátnr í hug. Daginn áður haföi hamx fariö þaöan glaður og fagn- andi, vegma þess aö hann hélt að hann hefði kynnzt stórlyndri og ósíngjarnri stúlku. En þegar í ljós kom að' Kaiiotta Löwensköld var auðvirðileg og útsmogin, varö honum þungt um hjartað. Þetta þunglyndi hans var svo alvaxiegt, að honum fór að skiljast að unga stúlkan heföi haft meiri áhrif á harrn en hann hefði haft grun um fram að þessu. — Fari þaö kolað, tautaði hann. Hefði hún staðizt prófið, þá er ég hræddur um aö ég lxeföi orðið ástfang- inn af henni. En það kemur aldrei til mála eftir að hún hafði op- FerSamaSnr á gistihúsi varS þess var aú nágranni iians hinumejfin við þiii‘5 var í yiirniáta tauga- velhlaður. i>ó varð hoiuirn það á eitt kvöldið er hajin var að hátta að kasta öðrum skó sínum sill- iuvrksilega í tfólfið. I*ú miuntist haiuv hins veiklsvða hinuniegln við þilið og lagði sehuii skóiniv ofur- varlega á gólfið. Eftir tíu iuínútur lcom sá taugsv- veiklaöi scðandi í dymar og öskr- aðl i voðsUegri sesdivgu: I*ví í andskotanum getið |s'r ekki drullasí úr himmi skónum!! Þegar ég vigtaði epSin sem þér selduð mér i gær kom það á daginn að raikið vantaði á þessi tvö kiló sem ég hafði þó borgað yður. Það mun rétt vera. Þegur ég var búinn að vigta eplin sá ég að þrjú þeirra voru skemmd, svo að ég kastaði þeim strax til að spara yður að bera þau heim. Nei. þér verðið að snúsi yður tii hjúskaparskrlfstofu, vingfrú góð. Við eiunv að Vísu vauir að knta uppl strokna eiginmeim, en a!ís ekki handa ungum stvúUum heldur luuvda konum þeirra. -ma Hvernig verður sumartízkan? Ef til vill finnsí ykkur full- snemmt aö fara að hugsa um sumarfötin, en þaö er einmitt um þetta leyti, scm fréttir um sumartízkuna fara að berast, I og það er ágætt að vita eitt- hvað um, hverju við eigum von á. Á útsö’unum undanfar- ið liafa margar konur getað náð sér i ódýri efni í kjól. Að því er virðist er sumnr- tízkan býsna skynsamieg. Snið og gerðir á kjólum eru að vísu mjög mismuuandi, en liklega er hægt að fin.na eitthvað við allra hæfi. Hver og einn aetti að geta valið sér snið eftir eigin smekk og fylgt tizkuimi samt. Aðalíiýjungarnar eru í efnunum." Bómuílarefhin, sem voru virisæl árið sem leið eru mjög áberandi, en mjög mikiö af nýjura gerðum kemur fram. Efni með íofnu strái, eða sem eru ofin þannig að þau minna á strá, virðast ætla að verða mjög áberandi. Þau eru flest í ljósgulum stráli't, eoa þá svöit eiiis og á myndinni. Gerólíkir eru hvitu picjue- kjólarnir. sem eru rnjög 3át- lausir og einfaldir í sniði. Þriðja nýjungin eru sterk- mynstruðu eftrin með litskrúð- ugum austurlenzkum mynstr- um. Mörg eru þessi efni mjög falleg og skrautleg. Hvað finnst ykkur t.d. um turkis- blátt efni með þrykktu hvitu gulu og bláu efni? Sum efnin eru ódýr bómullarefni eins og í kjólnum á myiuliuni með sléttu blússunni og víða pils- inu. Efnið sjálft er venju’eg- ast ekm skraut þessara kjóla. sniðin em eins látlaus og liugs azt getur. Bómullarkjólarnir eru yfirleitt meö mjög ' víðum pilsian, en mynstruSu silkikjól- amir eru offc með lausrykktum pilsimi e-ða þá slcttum og þröng um. Frmfllausu kjó!arnir eru a’gengastir, en oft fylgja þeim ctólur eða bó’erójakkar, svo að þeir eru e!dd bainlínis ó- 5ientugir þótt fiegnir séu. Strandkjólar og sumarkjólar eru mjög áþekkir í ár. Nota má sama kjólinn til hvors tveggja. Everglaze kjóllinn úr stórmjTistraða efninu c-r ein- kennandi fyrir þessa kjóla. Svona blússur með mjóum hlírum era mjög í tízku og virðast hafa tekið við a£ hlíra- * v' lausu blússunum, þótt þœr sjáist enn. Ef fíett er gegmirn hinar nýju tízkumyndir kemiir í ljós að það er einmitt mismunur- inn á efnum, sniðurn, litum og kjólsíddum, sem maður tekur fyrst og fremst eftir. Sumir kjó1arnir eru þrÖngir eins og hólkur, á öðrum eru pilsin eins og myiluhjól. Efni.n eru einlit eða litskrúðug. Kjólar.nir eru. rnjög flegnir eða aiveg háir í hálsinn. Alls staðar eru and- stæður, ýmist mjög þreagt eða mjög vítt, ýmist sterk- mynstrað eoa mynsturlaust. Þarna er enginn meðalvegur. Sumartízkan segir aiinaðhvort eða. En hún er samt svo mafg- breytileg að það er ekki yfir neinu að kvarta. M, v g ” • . **>a \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.