Þjóðviljinn - 13.04.1954, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.04.1954, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 13. apríl 1954 — ÞJÓÐVIL-JINN — (5 Á fyrstu öldum okkar túnatals unnu búddamunkar í Kansú í Norðaustur-Kína einstæð listaafrek. Búdda og hinum hóipnu sál- um tíl dýrðar lijuggu þeir og máluðu þúsundir helgimynda í kalksteininn í klettamusterum sinum. Þessi verk eru unnin af mikíu listfengi. I meira en þúsund ár hafa musterin verið jdir- gefin og veður og vindur leikið listafjársjóðina illa en fyrir tveim árum gerði Kínastjóm út leiðangur tíl að kanna musterin ná- kvæmlega og bjarga þeim listaverkum sem bjargað verður úr þessu. Myndin er af kankvíslegri steingyðju úr Pienlingmuster- inu í Kansú. Einhver óþekktur snillingur hefur höggvið hana í bergjð á áttundu öld. Asíubandalag án Asíuríkja? Framhald af 1 siðu bandcdaginu í Evrópu. Dulles vonast eftir þátttöku Frakklands, Ástralíu og Nýja Sjálands í bandalaginu auk Bandaríkjanna og Bretlands. Indónesar visa íhlutun á bug Einu ríkisstjórnirnar i Asíu sem taka i mál þátttöku í banda- lagi þessu eru leppstjórnir Banda- ríkjanna í Thailand og á Filipps- eyjum. Ríkisstjórnir hinna sjálf- Hiiniur bjargaði barni?l Hundur ráðsmanns eins í Kerteminde í Danmörku bjargaði í síðustu viku litlum dreng frá drukknun. Drengur- inn, Preben Nielsen, er hálfs þriðja árs. Hann var úti að leika sér og hefur dottið í veg- arskurð. Hundurinn var nær- staddur og hefur hann hlaup- ið til og rekið hausinn niður í vatnið, bitið í föt drengsins og dregið hann upp á land. Síðan hljóp hundurinn til húsbónda síns og lét þannig að hann sá að hundurinn vildi fá hann með sér. Visaði hundurinn manninum síðan 'á drenginn þar sem hann lá ósjálfbjarga vegna þess að hann var búinn að drekka töluvert. .___________- .................. stæðu Asíuríkja, svo sem Burma, Iudónesíu ng Ind- lands, vilja ekkert af slíku bandalagi rita. Forsætisráð- lierra Indónesíu sagði í ræðu í gær að Indónesar gætu ó- mögulega komið auga á neina hættu sem þeim geti stafað af þ\ú þótt sjálfstæðisherinn í Indó Kína sigri Frakka. Und- anfarnar vikur hafa talsmenn Bandaríkjastjórnar sífellt stagazt á þvi að r.auðsyn sé sameiginlegra aðgerða í Aust- ur-Asíu vegna þess að ef sjálf- stæðisherinn nái völdum í Indó Kina muni kommúnist- iskt stjórnarfar breiðast út um alla Suðaustur-Asíu og meðal annars til Indónesíu. Blöð víða um heim héldu í gær áfram að gagnrýna afstöðu Bandaríkjastjórnar til ráðstefn- unnar í Genf um Asíumál. Man- chester Guardian segir að það væri heimskulegt að gera ráð- stafanir sem hlytu fyrirfram að útiloka samkomulag i Genf. Á tímum vetnissprengjunnar sé það alvörumál að beita stríðs- hótunurh. Times of India í höfuð- borg Indlands lætur í ljós þá von að bandamenn Bandaríkj- anna haldi aftur af Dulles í feigðarflani hans. Har.delsblatt í Hollandi segir að ferð Dulles sýni hve djúpstæður ágreining- urinn um Asíumálin sé milli Vesturveldanna. Bandarikja- stjórn sé hollast að fara varlega í það að taka upp á ný stefnu MacArthurs gagnvart Kína. Kjarnorkuvopn í feríaíöskuS Öllum löggæzlustofnunum í Bandaríkjunum hefur verið skipað að þjálfa starfsfólk sitt í að þekkja kjarnorkuvopn sem hæglega sé hægt að smygla inn í landið í far- angri ferðafólks. Um tvennt er að ræða: Kúlumyndaða kjarnorku- sprengju Sem hægt væri að smygla inn i landið í mörgum þlutum og málmpípu líka býssuhlaupi þar sem kjarna- kleyfu sprengiefni hefur verið komið fyrir. Kjarnorkunefnd Banda- rikjastjórnar segir að það sé í alla staði mögulegt að „ó- vinaríki“ geti komið kjarna- sprengjum fyrir í helztu stór- borgum Bandaríkjanna með því að láta ferðamenn smygla þeim inn í landið. ÞORSTEINN , oq ÁSGRIMUR * GULLSFflSIR “ NJALSG.'18-SÍMI8I526 XiíipiJi 8 LAUGA I VfGUR viiiiii kilísalt ir sjé' Miklai vonls bunánax við uppgötvun : Rorsks verkíræðÍBgs í Hollandi er að taka til starfa verksmiðja sem á að vinna tilbúinn áburð, nánar tiltekið kalísaltpétur, úr Ekki kemur þó áburðurinn til- búinn úr sjónum, það sem úr sjónum á að vinna er kalíum. Norðmenn og Hollendingar hafa í sameiningu reist verksmiðju í Ijmuiden við Norðursjávarskurð- inn og á hún að taka til starfa í þessum mánuði. Dularfull efnablanda Það er Jakob Kielland, yfir- efnafræðingur norsku efnaverk- smiðjanna Norsk Hydro, sem er aðalhöfundur vinsluaðferðar- innar sem á að reyna i Ijmuiden, Þar á að byrja á því að taka óhreinindi úr. sjónum með því að renna honum í gegnum sand- síur, Efnablanda, sem haldið er vandlega leyndu hvernig saman er sett, er látin í hreinsaðan sjó- inn. Þar gengur hún í samband við kalíum og fellur það þá út kristallað. Efnið skilar sér aftur Kristallarnir sem geyma það kalíum sem náðst hefur úr sjón- um eru síðan skildir frá og hellt á þá saltpéturssýru. Við það myndast kalísaltpétur sem er tilbúinn til notkunar þegar búið er að taka úr honum vatnið. En það sem mestu máli þykir skipta er, að efnablandan, sem nær kalíum úr sjónum og öll vinnslan byggist því á, skilar sér aftur svo að hægt er að nota hana hvað eftir annað. Efnablandaji er geipidýr og salt- pétursvinnsla með þessum hætti mun því aðeins svara kostnaði að hún skili sér eins vel við skilyrði stórframleiðslu og við tilraunir í smáum stíl. 450 kg. úr 1200 rúmmetrum Eftirtekjan af kalíum kvað Framhald á 8. síðu ■ TIL í þ ) X x \ JY) U ....*- Allt í páskabaksturinn Ýmiskonar góðgæti í nestið ÁVEXTIR: Nýir — Þurrkaðir — Niðnrsoðnir r í miklu úrvali Kaupið tímanlega til hátiðarinnar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.