Þjóðviljinn - 13.04.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.04.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 13. apríl 1954 llJÓOUILIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. Bitstjórar: líagnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. í’réttastjórl: Jón B/arnason. , Blaðamenn: Ásmmidur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjórk Jónsteinn Haualdsson. S' Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Síml 7500 (3 línur). / Áskriftarverð kr. 20 á mánuðl I Reykjavik 05 nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. ^ Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. . ■ ■ ■ ■ ■ --------------—— Viðskiptasamningurinn við Sovétrík- in er líftrygging íslenzkrar útfiutn- ingsframleiðslu Hinn 1. ágúst 1953 var merkisdagur í sögu íslenzkra utanrík- i.iviðskipta. Þann dag var undirritaður nýr viðskiptasamningur við Sovétríkin og þar með tekinn upp að nýju þráður, sem slit- inn var eftir að íslendingar gerðust aðilar að Marshallkerfinu 1948. Um þemian viðskiptasamning hefur .verið furðu hljótt í fréttum hér svo mikils virði sem hann þó er, og stingur þögn sú mjög í stúf við allan þann gauragang er settur var á stað s.l. haust }x?gar Dawson hinn brezki þóttist ætla að bjarga framleiðslu íslendinga með ísfiskkaupum. En það ævintýri end- aði, sem kunnugt er, með skelfingu svo að nú standa hinir íslenzku aðilar í málaferlum við þann fræga mann vegna van- jhkila fyrir það litla framleiðslumagn er honum var sent. En svo aftur sé vikið að Sovétsamningunum, þá var svo komið markaðsmálum okkar á fyrri hluta s.l. árs, að gejTnslur hraðfrystihúsanna voru fullar og fiskveiðarnar beirilínis að stöðvast vegna markaðskreppu. Einkum átti þetta við um braðfrysta fiskinn, sem er eins og kunnugt er ein aðalútflutn- ingsvaran. Þá var svo komið að ríkisstjórnin sá sig tilneydda til að taka upp Sovétviðskiptin með samningi þeim, er hér um ræðir. Og þegar hann er athugaður þá sést að hér er ekki um nein smáviðskipti að ræða. í fyrsta lagi er hann gerður til 1 veggja ára og mun það í fyrsta skipti sem við semjum um viðskipti til meira en eins árs í senn. Mætti það sannarlega fara vaxandi, því auðskilið er það öryggi fyrir íslenzka fram- leiðslu að eiga markaðinn vísan fyrirfram. En .til þess að sýna hve stórkostleg viðskipti hér er um að ræða er bezt að láta tölurnar tala. Á næstu tólf mánuðum frá undirritunardegi, þ.e fvxra samn- ingsárið selja íslendingar til Sovétrikjanna þessar vörur: 21 þús. tonn hraðfrystur fiskur. 3000 tonn fryst Faxasíld. 100 þús. tunnur söltuð Faxasíld. 80 þús. tunnur Norðurlandssíld. Til þess að átta sig á þýðingu þessa útflutnings nægir að geta þess, að s.l. áratug hefur heildarframleiðslan af hraðfryst- vm fiski lengst af verið frá 18—24 þús. tonn. Eftir að löndunar- bannið kom í Englandi óx hún sem eðlilegt var, og hefur hæst komizt upp í ca. 35000 tonn. Er því'.hér um að ræða sölumagn, cr nemur 4/7 hlutum heildar framleiðslunnar eins og hún hefur mest orðið. Svdpað má segja um síldina. Þessir nýju útflutnings- samningar þýða hvorki meira né minná en það, að í fyrsta sínni um mörg ár getur allur íslenzki fisk iskipanótinn stundað veiðar hverskonar fiskitegunda, sem mögulegt er hér að veiða, án þess að nokkur þurfi að óttast markaðskreppu, þvú auð- vitað höldum við einnig áfram að hagnýta gömlu markaðina cftir föngum. En hvað er þá um innflutninginn ? Á sama tíma þ. e. 12 mán., er samið um kaup á eftirtöidu vörumagni: 200 þús. tonn brennsluolíur og benzín. 3000 tonn rúgmjöl. 2100 tonn hveitiklíð. 360 tonn hrísgrjón. 300 tonn kartöflumjöl. 160 tonn steypustyrktarjárn. 2000 tonn járnpípur. 50 þús. tonn semertt. Hér er um að ræða allan okkur kinflutning af brennsluolíum og benzíni. Allan innflutning af sementi, mikinn liluta korn- vöruinnflutningsins og okkuð af járnvörum. Megnið af þessum innflutningi höfum við áður orðið að greiða með dollui’um, sem yið annaðhvort fengum gefins eða að láni. Og þar sem þetta eru aðaltegundir af bæði neyzluvörum s.s. kornvörum, rekstr- íirvörum s.s. olíum og benzíni og ein aðalfjárfestingarvaran, fementið, þá verður enn betur ljóst hve gífurlega þýðingu þessi viðskipti hafa fyrii' þjóðarbúskap okkar. 1 fáum orðum sagt hafa þau gerbreytt viðskipta- og framleiðsluaðstöðu okkar allri. En það sýnir eintiig hve mikið tjón þjóðin hefur beðið við það að þessi viðskipti féllu niður 1948 og hve nauðsjTilegt cr að halda þ-iim áfram og efla þau. „Mér er svo sem ekkert nýtt að faro snemma á fætur" Frásögn Elíasar Guðmundssonar sem er sjötugur í dag og ber út Þjóð- viljann, en hefur verið bóndi, sjómaður og smiður í hálfa öld. t. I skápnum hjá honum eru margir árgangar 'af Búnaðar- ritinu, sömuleiðis Iðnsaga íá- lands í tveimur bindum; en á borðinu frásögn skipstjór- ans gam’a: Hálfa öld á höfum úti. Þetta kemur vel heim, því Elías Guömundsson hef- ur sjálfur verið bóndi, sjó- maður og smiður í hálfa öld. En hann hefur líka verið hag- yrðingur og áhugamaður um liðinn tíma að íslenzkum sið, og þessvegna eru allar bæk- ur íslendingasagnaútgáfunnar í skápnum hjá honum; og Árbækur Espólins hefur hann keypt nýlega — og segir: Þegar íslendingasögum og Sturlungu sleppir tekur hann við og rekur þrá'ðinn í 500 ár. Mig tekur sárt að ná ekki í ævisögu karlsins. En þessa bók þykir mér nú lík- lega einna vænzt um segir liaim síðan — og réttir fram kvæðasafn Jóns He’gasonar: Ur landsuðri ■— og það er reyndar ekki sízt vegna þess- arar áletrunar. Þar stendur: Elías Guðmundsson 1950 frá Elsu, Rósu, Einari og Bensa. Hann segir mér að þau séu í Blindrafélaginu, þar sem liann smíðaði um tveggja ára skeið. Og þar er ævisaga Gorkís og Sigurbraut fólksins. ★ Hann er sjötugm- í dag, og hann gæti verið seztur í helgan stein. En hann kýs heldur að bera út Þjóðviljann. Ég fer á fætur um 3 á nótt- unum. segir hann, og er kom- inn á afgreiðsluna um hálf- fjögurleytið. Þar vinn ég við innpökkun í úthverfi bæjar- ins og út á land. Um hálfsex byrja ég að bera út, og er að því framundir 11. Ég ber út til hátt á þriðja hundrað kaupenda, og eiær umdæmi mitt vestan frá Garðastræti og austur að Snorrabraut. Svo innheimti ég líka, áðallega á föstudags- og laugardags- kvöldum; og ég hef notað tækifærið undanfarið og selt Bóndann í Biáðagerði. Það eru orðin yfir 100 eintök, og ég er ekki af baki dottinu enn. Annars væri ég senni- lega búinn að mála skápinn þann arna. — Ég hef verið að bauka við þetta á fimmta ár. Em svo við víkjum heldur að hinum endanum- þá er ég fæddur í Norðurkoti í Krýsu- víkursókn í Gri.ndavíkur- hreppi, en það var syðsta og austasta byggðin í Gullbringu- og Kjósarsýslu meðan hún var. Ég fluttist ársgamall til Grindavíkur með foreldrum mínum. en einmitt um þetta leyti tók fólk að flytjast úr Krýsuvíkurhverfinu. —- Pabbi reisti þar tómthús á mosa- vöxnum móum, og nefndi kot- ið eftir þeim. Ég fór að heim- an 13 ára til að vinna fyrir mér,,. þétt ég. væri auðvitoð •: Á'r ■í'í 'IU, ÍJflf. iÁÍOd fcblllU* löngu byrjaður að dúttla. Ég var smali í Ljárskógaseli í Dölum sumarið sem cg var 12 ára. og /luttist nú þangað til ársvist-ár. Þar ólst seinna/ upp drengur sem nefndur vir Jói í Seli, e.n hann hefur lengstaf siðan heitið Jóhannes úr Kötlum. Eftir árið brá bóndinn búi, ot réð hann bví Klías Guðniundsson að ég fór að Þambárvöllum í Bitrufirði. Þar var ég fram yfir tvítugt. Man alltaf eftir veðurfarinu ísaárin upp Úr aldamótunum, þegar firðina lagði út eftir öllu; svo kom hafísinn utan frá og braut sér leið inn í lagnaðarísinn svo langt sem hann komst, og svo fraus a’lt saman. Ég var bóndi frá 1910 fram um 1930, lengstaf í Dölum. Sjómaður var ég 20 ár, fyrir búskapinn og eftir og að nokkru samhliða hon- um. Ég reri 7 vetrarvertíðir á áraskipum á. Suðurlandi. Þar kynntist ég sjómönnum; það eru afbragðsmenn. Ef for- mennirnir á áraskipunum eiga ekki skilið að heita mikil- menni, þá hef ég ekki kynnzt þeirri tegund man.na. Þeir voru raunar kalla.ðir sjóhund- ar, siglingafantar, og drápu stundum sjálfa sig. En í sannleika sagt voru þeir mikl- ir menn. ★ Alltaf skal ég muna 11. marz 1911, er Friða, skúta úr Keflavik, bjargaði áhöfnum sex árabáta- samtals 60 mönn- um. Eanfremur var citt lík. Við vorum ein áhöfnin. Fjög- ur skipin töpuðust alveg, bjargaðist ekki svo mikið sem tannstöngull; en tvö voru fest aftan í skútuna. Við vor- um grunnt á Jámgerðarstaða- miðum, er saögglega gekk upp með ofsalegt norðanrok, og okkur hrakti til hafs. Skútan lá til drifs djúpt á Bankanum. Við sópuðumst undan veðrinu og réðum ekki við nokkurn hlut. Við vorum þarna sex bátar og reyndum að stefna á skútuna. Það fór þannig að við strukumst með kinnungunum og stukkum um borð, en bátarnir héldu mann- lausir áfram út í storminn og voðann, Skipátjori á Fí íðu var Ölafur Ólafsson, hæggerður og gæfulegur maður. En bezt man ég stýrimanninn, Finn- boga Finnbogason að nafni. Hann lifir enn og býr hérna rétt hjá mér; var lengi skip- stjóri á Skaftfellingi. Hann gekk fram jeins og hetja. Það var álltaf róið seinnipart nætur — svo mér er ekkert nýtt að fara snemma á fætur — og komið inn að úthallandi degi er allt fór að sjálfráðu. Þá hófst aðgerð og lagfæring veiðarfæra. Stundum beittum við' á kvöldin ef veðurútlit var gott. Það var stundum stutt- ur svefni.nn. Að bera saman sjómennsku og vinnubrögð þá og nú, það er ekki hægt — það er eins og annar heimur. Þó er ég stundum að hugsa um það, í sambandi við nú- veraodi kjarabaráttu sjó- ma.nna, að það er skrýtið aö ekki skuli barizt fyrir lögleið- ingu hvíldartima hjá öðrum en togarasjómönnum. Menn eru alveg réttlausir á öðrum skipum — það væri hægt að drepa menn á vökum. Ég veit hvað hér liggur við. Á einum mánúði fór sjón m:n þannig sökum svefnlevsis að eftir það sá ég ekki staf á bók án gleraugna. Það var í afla- hrotu á Sig'ufirði 1931. í tíu ár voru trésmíðar að- alatvinna mín; byrjaði á því í stríðinu. Ég fékkst einkum við húsasmiði. Tvö ár van.n ég tréverki'ð í burstasmiðj- unni hjá Blindrafélaginu á Grundarstíg 11. Síðan hef ég verið að rölta þetta hjá Þjóð- viljanum. Það gerir málefnið. ★ Ég fór snemma að taka af- stöðu í pólitík; var grimmur í sjálfstæðismálunum við Dani — Þjóðviljans-maður frá upphafi vega; sá ekki sól- ina fyrir Skúla. En af verk- lýðshreyfingu hafði ég ekki spurnir fyrr en einn dag í saltlest hér á höfninni vorið 1908. Mokaði þar salti í poka í seglskútu; vann þar með nokkuð rosknum man.ni sem ég vissi aldrei sporð né haus á; hann var fátalaður og þumbara’egur. Ég man ekki til að við töluðum neitt sam- an fyrr en að liðnum degi. Þá allt í einu opnar karl munninn og segir: Ertu í Dagsbrún? Dagsbrún, át ég eftir. hver andskotinn er nú það ? Karl leit á mig. ekki ýkjamildur á svipinn, dregur við sig svarið, en segir að lokum: Það er verkamanna- félagið okkar. Og ef þú ert ekki í Dagsbrún, þá er ég hreint ekki skyldugur að vinna héma með þér. -— Þetta varð til þess að ég fór að spyrja karl. Hann var hálf- ólrndar'egur fyrst í stað, en það rættist úr honum, Þarna i lest.inni fékk ég mína fyrstu fræðslu um verk’ýðsmál. Ég hafði ekki lieyrt verkamanna,- Frarpþajd á j11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.