Þjóðviljinn - 13.04.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.04.1954, Blaðsíða 10
■J > 3» 30) — ÞJÓ^VI.LJINN — Þriðpdagur 13. apríl 1954 ^ Sélma Lagerlöf: KARLOTTA LÖWENSKÖLD 69. inn í sjúkraherbergið, en allt í einu hafði Jaquetta sem stóð viö gluggann, hrópað upp yfir sig: — Guð minn góöur! Nú hleypur Karl-Artur aftur út í borgina. Hann hefur bara komið heim til að skipta um föt. Um leið hafði ofurstafrúin setzt upp í rúminu. — Nei, nei, elsku mamma. Liggðu grafkyrr eins og læknirinn sagði, hafði frú Eva sagt. Ég skal kalla á Karl-Artur. Hún flýtti sér að glugganum til að losa krókana og kalla á bróður sinn. En efri krókurinn hafði verið dá- lítið óþjáll, svo að móður hennar gafst tími til að banna henni að opna. — Þú mátt þetta ekki. Hættu þessu! hafði hún sagt. En þá var frú Arcker búin að opna gluggann og var farin að halla sér út um hann til þess að hrópa á Karl-Artur. En um leið hafði ofurstafrúin með hörkulegri rödd harðbannaö henni að kalla og neytt hana til að loka glugganum aftur. Síðan hafði hún með mikilli hörku lagt blátt bann við því að dæturnar eða nokkur annar færu aö leita aö Karli-Artur. Og nú óskaöi hún eftir því, að ofurstinn kæmi til hennar, sennilega til að gefa honum sömu fyrirmæli. Ofurstinn reis á fætur til að fara upp til konu sinn- ar og Schagerström notaði tækiíærið til að spyrja dótturina um líðan ofurstafrúarinnar. — Mamma er töluvert þjáð, sagði frú Eva, en henni stæði á sama um það ef Karl-Artur kæmi til hennar. Bara ég mættí fara út í borgina til að leita að honum! — Ofurstafrúin virðist vera mjög hrifin af syni sín- um, sagði Schagerström. Æjá, verksmiðjueigandi. Mamma spyr aðeins um hann og hann einan. Og nú liggur hún þarna uppi og er að hugsa um það, að þótt hann viti að hún sé veik, detti honum ekki í hug að líta til hennar heldur hendist út í borgina á eftir þessari dalastúlku. Það er mjög mikið áfall fyrir elsku mömmu. Og við megum ekki einu sinni sækia hann. — Ég get sett mig inn í tilfinningar ofurstafrúar- innar, sagði Schagerström. En hún hefur ekki bannað mér að leita að syninum, og nú skal ég fara út og gera mitt bezta til aö hafa upp á honum. Hann var lagöur af stað út þegar ofurstinn kom aftur. — Konu mína langar til að segja nokkur orð við verksmiðjueigandann, sagði hann. Hún vill færa hon- um þakkir. Hann greip í höndina á Schagerström og leiddi hann næstum hátíðlega inn í sjúkrastofuna. Schagerström sem fyrir skemmstu hafði dáðst að hinni fjörlegu og hrífandi heimskonu, varð mjög snort- inn þegar hann sá hana sem þjáðan sjúkling með reif- að höfuð, náfölt, innfallið andlit. Ofurstafrúin var ekki beiniínis þjáð að sjá, en yfir svip hennar hvíldi eitt- hvað hörkulegt, næstum ógnandi. Eitthvað sem komið hafði fyrir hana og var miklu skelfilegra en fallið og meiðslin, hafði vakið hjá henni þóttafullan hroka og reiði. Þeir sem viðstaddir voru og vissu hvað olli þessu, höfðu grun um að hún gæti ef til vill aldrei fyrirgefið syninum það tillitsleysi, sem hann hafði sýnt þennan dag. Þegar Schagerström gekk að rúminu opnaði hún augum og horfði lengi og rannsakandi á hann. — Elskar verksmiðjueigandinn Karlottu? spurði hún lágri röddu. Sehagerström átti erfitt með að létta á hjarta sínu við þessa ókunnugu konu, sem hann hafði aldrei séð fyrr en í dag. En hann gat ekki logið að þessari veiku og ólánssömu konu. Hann þagði. Ofurstafrúin virtist ekki þurfa neitt svar. Hún vissi þaö sem hún þurfti aö vita. — Heldur verksmiðjueigandinn, aö. Karlotta elski,, Karl-Artur enn? Nú gat Schagerström svarað án þess að hika, að- Karlotta elskaði son hennar sízt minna en nokkru sinni ' fyrr. ^ Hún leit enn á hann tárvotum, angurværum augum. — Já, verksmiðjueigandi, sagði hún og rödd hennar , var óendanlega blíð. Illt er að leggja ást við þann sem \ enga kann á móti. Schagerström vissi að hún talaði þannig við hann, ■ vegna þess að henni var ljóst að hann þekkti líka ó-' ’ endurgoldna ást af eigin raun. Og allt í einu var hún" honum ekki lengur framandi. Þjáningin tengdi þau saman. Og þessum einmana manni var samúð hennar,, líkn og huggun. Hann gekk hljóðlega nær rúminu, tók hönd hennar ■ varlega og kyssti hana. Þá leit hún á hann í þriðja sinn. Nú voru augu henn-" ar ekki tárvot, þau skyggndust alveg inn í sál hans og', lituðust þar um. Svo sagði hún og rödd hennar var ,, undurmild: — Ég vildi óska að verksmiðjueigandinn væri sonur " minn. T Hvernig var prédikunin? Hann talaði meðal annars uni að bridgespil væri syndsam.eg dægrastjd-ting. Guð minn góður — nefndi hann nokkur nöfn? Spilar konan þín upp á pen- inga? Það getur vel verið, en hitt er víst að hún vinnur þá aldrei. Varstu ekki heppinn á ijóna- veiðunum þarna i Afríku? Jú, mjög, ég rakst ekki á eitt einasta ljón. Frúin i leikhúsi: Afsakið, herra minn, en angrar hatturinn minn yður ekki? Herrann fyrir aftan: Nei nei, en hann hefur trufiandi áhrif á konuna mína — hún vill fá samskonar hatt. f Skemmtilega hneppt kápa rétt eins og svunta. Sjalið er úr hvitu organdi og er dæma- laust fallegt og það getur falið al’a bletti og gamaldags lín- ur í kjól sem kominn er til ára sinna. Svona sjal er hægt að bera við hváóa samkvæmis- kjól sem er, ef pilsið á hon- um er vítt. Við svartan kjól getur lit- sterkt sjal, rautt eða grænt, verið fallegt og glæsilegt ef konan sem ber það þolir sterka liti. Þær sem kjósa heldur Börn o Flesturn konum finnst ostur góður, og það ættu sem allra flestar mæður að nota sér, því áð í mjólkurosti er mikið kalk og sum börn drekka ekki næga mjólk til að fá nauðsyn- legan kalkforða. Að vísu er mjó'kurostur mjög dýr, en hann er þó það álegg sem al- gengast er á heimilum, sem kauna ekki islenzkt smjör að staðaldri. Ostur hefur að gevma nær- ingarefni mjólkur í samþiöpp- uðu formi. Ivalkinaihaldið í pela af mjólk og 35 g af osti er hi'ð sama. I ostar Það þarf ekki mikið að gera við ostinn til þess að börn vilji borða hann. Einfaldast er að skera hann niður í stengur, ,,ostvindla“ sem barnið bítur í. Unglingar á gelgjuskeiði hafa mikla þörf fyrir ka’k og þeir eru yfirleitt sólgnir í eft- irfara.ndi ostabrauð: Tvær hveitibrauðssneiðar eru smurðar cg lagíar saman ut- anum þykka ostsneið. Hv.eiti- brauðið er s'ðan smurt að ut- aa og b:únað á pönnu þa- til brauðið er gulbrúnt og stökkt og osturinn linur. Framhald á 11. síðu Að breyta gomliim samkvæmiskjól Síði samkvæmiskjóliinn virð- ist að visu vera búinn áð lifa sitt fegursta, en þó er hægt að nota hann við einstöku tæki- færi. En oft er það þannig að þegar tækifærið loks býðst er kjóllinn búinn að ha.nga svo lengi í skápnum aö mesti ljóminn er farinn af honum. Ef til vill er sniðið orðið úr- elt og það kemur í ljós að hann er óhreinni en maður hef- ur gert ráð fyrir og þá eru góð ráð dýr. Ef til vill getur glæsikjóll- inn frá Givenchy gefiö ein- hverjum nothæfa hugmynd. — Kjóllinn er tvilitur, sjálfur er kjóllinn úr ljósbláu si’ki og yfir öxlunum er gríðarstórt sjal sem haldið er saman í mittið með belti, en endarnir hylja alla framhlið kjólsins daufa liti geta valið sér bleikt eða blágrænt. Við mynstraðan kjól er rétt að velja einlitt sjal í lit sem er í samræmi við litina í kjólnum. Þetta þarf ekki að vera dýr hugmynd ef maður á gamlan kjól fyrir. #Bauna- búðingur llesksósu 150 g gular baunir lagðar 1 bleyti í 1 dægur, síðan evu þær soðnar meyrar i 6 dl af bleytivatninu og s:ðan nudd- að gegnum gatasigti ásamt 250 g soðnum gulrótum. Út í mauk- ið síðan hrært 75 g smjörliki, 1 msk kartöflumjöli, salti, 2 eggjarauðum og stifþeyttum hvítunum. Deiginu síðan líellt í smurt, raspstráð eldfast fat og bakað í ofni %-l klst. við jafnan hita. 150 g reykt flesk skorið í j lit’a teninga og brúnað ásamt 2 hökkuðum laukum. 40 g I hveiti bætt út í og sósan s:ð- an þynnt með ca. V2 1 mjólk. Sósan bragðbætt með sa’ti, pip- ar og sósulit. Athugið að þetta : er talsveat stór upps’kriflt; helmingurinn dugar sennilega j handa fjórum. Hnappa er hægt að festa á á margan hátt. Á kápunni á myndinni er stóri kraginn hnepptur á kápuna á skemmti- legan hátt. Og .þetta er hentugt líka, því að kraginn helzt. á s’.num stað þótt rok sé úti. Annars er kápan tvíhneppt og annar kragahnappurinn er um leið • efsti kápulrnappurinn. —- Kragahnapparnir eru í fram- haldi af kápuhnöppunum og það er fallegt þegar horft er framaná kápuna. Kápan er víð í bakið, ermarnar eru með breiðu uppslagi að framan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.