Þjóðviljinn - 13.04.1954, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.04.1954, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 13. apríl 1954 — ÞJÓÐVIUINN — (il Viðfalið við Elías Framhald af 6. siðu. j félag nefnt fyrr. Síðan hef ég verið verklýðssinni. Ég vissi raunar áður hvað samtök gátu þýtt. Ég þekkti vel til í Krýsuvíkursókn er ég var ungur. Þar var aldrei til búnaðarfélag né heldur verzl- unarsamtök, enda eyddist byggðin. En þegar ég kom í Óspakseyrarhrepp í Bitrufirði, þar sem aðeins voru 10 bæir, þá var þar búnaðarfélag sem átti plóg og herfi frá Torfa í ÓiafsdaL og gengu þessi verkfæri milli bændanna. Af því að þeir áttu þau í félagi gátu þeir á þeim árum slétt- að tún sín og búið í haginn fyrir sig. Auk þess höfðu þeir pöntunarfélag. jí dag tala verkin: I Krýsuvíkursókn er e.nginn maður, en velmegun í Óspakseyrarhreppi. Ég hef heyrt þeir eigi milljón. En út af þessu skildi ég, áður en ég kynntist verklýðsfélögun- um, að samtök eru lífsnauð- S;/n. Það er allt sprottið af þessari rót að ég er sósíalisti. Ég treysti þeim flokki bezt að lei'ða menn til samvinnu og samtaka. Mér finnst dæm- • ið um Krýsuvíkursókn og Öspakseyrarhrepp svo s!á- andi Á báðum stöðunum voru þrekmiklir dugnaðarmenn. En annarsvegar voru samtök, hinsvegar samtakaleysið — ég sé ekki að neitt annað skilji þar á milli. Svo fer Elías Guðmundsson méð nokkrar vísur fyi'ir mig, að íslenzkum sið. Nokkrar blaðagreinar hef ég párað, segir hann. og dálítið á ég af sneplum. Og hann hefur hald- ið erindi í útvarpið. En það kemst ekki fyrir núna, því þetta er aðeins ágrip af at- vinnusögu mannsins sem fór að vinna sjálfboðastarf fyrir hugsjón þegar hann átti loks kost á því að setjast í helg- an stein, eftir búskap og sjó- mennsku og trésmíðar í hálfa öld. í dag er hann sjötugur, og hann segist ekki vera þreyttur í fótum þótt hann þrammi götur Reykjavíkur sjö til átta stundir á dag. Hann vinnur þýðingarmikið verk fyrir framgangi sósíal- ismans á íslandi. Má og vera að það sé einmitt þetta starf sem heldur honum svona ung- um, bæði í fótunum og and- anum. — B. B. Tilkynning frá skattstofu Reykjavíkur Heimilisþáftur Framhald af 10. síðu. Eftirfarandi uppskrift er líka ágæt til tilbrey tingar: 75 g rifinn ostur, tómatpuré, smjör og salt. Osturinn hrærður út með tómatmaukinu og smjöri þar til haan er mátulega mjúk- ur til að smyrja honum á brauð. Salti bætt í eftir smekk. VeiklýðsSél. Hiútlirðinga Framhald af 7. síðu flot með kauptöxtum hliðstæðra félaga. Fullur forgangsréttur að allri vinnu hjá kaupfélag- inu hefur og náðst, enda ekki óeðlilegt að forráðamönnum kaupfélagsins hafi verið Ijúfara að eiga orðræður um slíka hluti við rétta menn með rétt- ar skoðanir, en við ranga menn með rangar skoðanir. Þá hafa og allar þær kjara- bætur, sem náðst hafa fyrir Vegna þeirra breytinga á skattalögunum, sem Alþingi hefur nú samþykkt, og gilda eiga við skattálagningu á þessu ári, er framteljendum hér með bent á að kynna sér þessi nýju ákvæði. Skattalögin í heild, ásamt leiðbeining- um um framkvæmd hinna nýju ákvæða, hafa nú verið sér- prentuð og fást gögn þessi á skattstofunni. Nokkrar þeirra auknu frádráttarheimilda, sem lögin á- kveða, eru þess eðlis að frekari upplýsinga er þörf en í framtali greinir. Er hér á eftir getið þessara nýmæla og þeim tilmælum beint til allra þeirra, er telja sig eiga rétt til skattlækkunar samkvæmt þeim, að láta skattstofunni í té nauðsynlegar upplýsingar eftir þvi sem bent er á um hvert einstakt atriði. !. Skatlfrelsi sparifjá?. Samkvæmt 7. grein d-lið og 22. grein laganna er viss hluti af innstæðum í bönkum, sparisjóðum og innláns- deildum félaga, og vextir af sömu innstæðum, undanþegið framtalsskyldu og tekju- og eignaskatti. Skattfrelsið gildir um allar innstæður þeirra skattgreiðenda, sem ekkert skulda hinn 31. desember ár hvert, eða sé um skuldir að ræða, er skattfrjáls sá hluti heildarinnstæðu, sem er um- fram heildarskuldir. 1 þessu samhandi skal þó draga frá heildarskuldum fasfceignaveðlán sem tekin hafa verið til 10 ára eða lengri tíma og sannanlega verið teldn til kaupa eða endurbóta á fasteignum skattgreiðandans. Allir þeir, sem telja sig eiga að njóta skattfrelsis af sparifé samkvæmt ofanskráðu, en hafa talið fram skuldir, og einhver hluti skuldanna er lán gegm veði í fasteignum til lengri tíma en'10 ára, verða að gera grein fyrir eftir- farandi várðandi hvert einstakt fasteignaveðlán. a. Á hvaða fasteign hvílir lánið? b. Hvenær var lánið tekið og til hve langs tíma? c. Hverjar voru eftirstöðvar lánsins hinn 31. desember 1953? Tilgreina skal sérstaklega áfallna vexti frá síðasta gjalddaga til ársloka. d. Vegna kaupa, byggingar eða endurbóta á hvaða fasteign var lánið tekið ? . . ,;Úl -Ú '1 >.U --r': • SCí' 50* J.4 6t 2. Húsalelgufráðráttnr. I’IO. grein, m-lið éru eftirfarndi ákvæði um húsaleigu- f rádrátt: „Nú færir leigutaki í íbúðahhúsnæði sönnur á að hann borgi hærri húsaleigu en því nemur, sem afnot húsnæðisins mundi talin til tekna, ef það væri sjálfsí- búð, og er honum þá heimilt að telja hálfan muninn til frádráttar tekjum, áður en skattur er á þær lagður. Frádráttarheimild iþessi gildir þó ékki fyrir einiileypa, og húsaleigufrádrátturinn má ekki nema meiru en kr. 600,00 á ári á hvem mann, sem framteljandi hefur bæði á framfæri og í heimili". Þeim leigutökum sem eiga kunna rétt á leigufrádrætti samkvæmt ofangreindu, en hafa ekki gert fulla grein fyrir húsaleigugreiðslum sinum, eða stærð leiguhúsnæðis, eins og krafizt var í skattframtali, er hér með gefinn kostur á að bæta úr þeirri vanrækslu. 3. Iðgjöld aí Hísábysgðnm. Hámark frádráttarbærra iðgjalda hefur verið hækkað í 'kr. 2.000,00. 4. Iðgjöld al élögboðnum Hleyiistsyggmgum. í 10. grein d-lið er heimilað að draga frá tekjum til skatts iðgjöld af ólögboðinni líífeyristryggingu, er nemi allt að 10% af launum eða hreinum tekjum. þó ekki meiru en kr. 7.000,00 á ári. Þeir, sem é s.l. ári hafa greitt slík iðgjöld, verða að gera grein fyrir fjárhæð iðgjaldsins og hjá hvaða sjóði eða stofnun lífeyristryggingin er keypt. Öllum eftirlauna- og lífeyrissjóðum og öðrum stofnun- um, er slíkar tryggingar annast, er bent á að kynna sér þau skilyrði, sem sett eru í d-lið 10. greinar laganna og sameiginlega baráttu verkalýðs- samtakanna síðastliðin ár, fall- ið félaginu í skaut fyrirhafn- arlaust. Þótt ýmsir félagsmenn hafi ekki farið dult með andúð sína á slíkri baráttu, meðan hún stóð yfir, má segja þeim uppfylla verður til þess að iðgjaldagreiðslur til þeirra megi draga frá tekjum. 5. FerðakostnaSni. Samkvæmt 10. grein, staflið i, mega þeir skattgreíð- endur, sem fara langferðir vegna atvinnu sinnar, draga frá ferðakostnað eftir mati s'kattyfirvalda. Það telst því aðeins langferð að ferðakostnaður milli heimilis og atvinnustaðar nemi a. m. k. kr. 250,—• fram og til baka, enda sé miðað við venjuleg og óhjákvæmileg út- gjöld. Auk fargjalds má taka tillit til fæðis- og gistingar- kostnaðar. Frádráttur þessi hjá hverjum gjaldenda kemur að jafnaði aðeins til greina vegna einnar slíkrar lang- ferðar á ári hverju. Hver sá, sem telur sig eiga rétt til frádráttar samkvæmt þessum lið, verður að gera nákvæma grein fyrir ferðakostn- aði sínum. .6. HHfðarfatakostitaðcr Hskintacna. í 10. grein h-lið er heimilað að veita fiskimönnum frá- diátt vegna sérstaks hlífðarfatakostnaðar. Af skipverjum á togurum njóta þessa frádráttar: há- setar, bátsmaður og 2. stýrimaður og nemur frádráttúriiin kr. 300,00 fyrir hvern mánuð, sem skipverji er lögskráður. Á öðrum fiskiskipum njóta allir skipverjar frádráttar- ins, kr. 200,00 fyrir hvern mánuð, sem skipverji er slysa- tryggður í skiprúmi. Þeir, sem frádráttarins eiga að njóta, leggi fram vott- orð um, .hve lengi þeir hafi verið í skiprúmi, annað hvort frá lögskráningaryfirvaldi eða hlutaðeigandi útgérð. 1. Fsádmttns vegna stelimnar heimilis. 1 10. grein k-lið er ákveðinn sérstakur frádráttur þeim til handa, sem gifzt hafa á skattárinu. Þar sem skattstofan hefur í höndum aðeins takmarkaðar upplýsingar um hjóna- vígslur ,er nauðsynlegt, að í framtölum hlutaðeiganda séu fullnægjandi upplýsingar þetta. varðandi. 8. Frádráttur vegca keyptrar heimiiisaðstoðar. Samkvæmt- 10. grein j-lið, skal með vissum takmörkun- um, veita frádrátt vegna keyptrar heimilisaðstoðar: 1. Ef gift kona, sem er samvistum við mann sinn, vinn- ur fyrir skattskyldum tékjum og kaupir í staðinn heimilisaðstoð. 2. Ef einstæð móðir, sem framfærir börn sín eða aðra ómaga á heimili sínu kaupir heimilisaðstoð vegna öfl- unar skattskyldra tekna. 3. Ef ekklar og ógiftir menn, sem hafa börn eða óm&ga á framfæri á heimili sínu kaupa heimilisaðstoð þess vegna. Keypt heimilisaðstoð telst i þessu sambandi laun og hlunnindi ráðskonu eða vinnukonu og greiðslur fyrir börn á dagheimilum. 9. Söluhagcaðc;. Vakin er athygli á hinum breyttu ákvæðum í 7. grein e-lið um skattskyldu söluhagnaðar af fasteignum. Þá er og atvinnurékendum bent á að kynna sér hinar nýju reglur í sömu lagagrein um skattlagningu á fyming- um af seldu lausafé, enn fremur fyrirmæli í framannefnd- um leiðbeiningum varðandi þessi efni. Af ákvæðum þess- um leiðir m.a. að öll skattskyld fyrirtæki verða nú og fram- vegis að láta nákvæmar fymingarskýrslur fylgja ársreikn- ingum sínum. Þeir sem telja sig eiga rétt til skattlækkunar samkvæmt einhverjum framangreindra atriða, verða að hafa komið nauðsynlegum upplýsingum þar að lútandi til skattstof- unnar skriflega eða munnlega, — ekki í síma, — í síðasta lagi fimmtudaginn 22. þ.m. Þeir, sem senda upplýsingar bréflega tilgreini fullt nafn, fæðingardag og heimilisfang nú og á fyrra ári. Skattstjórinn I Reykjavik það til verðugs hróss, að eng- inn hefur nokkru sinni haft á móti því að hagnýta sér árang- urinn. En hvað um það. Þótt eitt- hvað kunni stundum að hafa á það skort að félagið eða ein- stakir meðlimir þess hafi skil- ið til fulls afstöðu sína og skyldur í hinni sameiginlegu hagsmunabaráttu verkalýðsins, er engum vafa undirorpið, að félagið vex frá slíkum gelgju- skeiðseinkennum innan tíðar. Enda ég svo þessar línur með þeirri afniælisósk að rétt- I indi þau sem áunnizt hafa þessi tuttugu ár megi haldast og aukast, og að hver félagi geri sér á hverjum tíma ljósar þær skyldur sem því fylgja að vera þátttakandi í hinni sameigin- legu hagsmunabaráttu vinn- andi manna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.